Bændablaðið - 24.02.2006, Page 33

Bændablaðið - 24.02.2006, Page 33
33Þriðjudagur 28. febrúar 2006 Fjárstyrkir verða helst veittir fyrirtækjum, einum eða í samstarfi við rannsóknar og þróunarstofnanir. Styrkir eru veittir til að koma á tengslanetum, til rannsóknatengdra forverkefna og aðalverkefna t.d. innan Norðurslóðaáætlunarinnar (NPP). Umsóknir sem fela í sér samstarf við fyrirtæki og stofnanir í norður Skotlandi og á austurströnd Kanada eru eftirsóknarverðar. Styrki er lengst unnt að veita til 3 ára og aðeins sem hluti af heildarfjármögnun verkefnis, gegn mótframlagi viðkomandi aðila. Umsóknir skula fela í sér samstarf á milli tveggja Nora landa eða fleiri. Sækja má umsóknareyðublöð á dönsku, norsku og sænsku á heimasíðu NORA, www.nora.fo og skila til: NORA, NORDISK ATLANTSAMARBEJDE Bryggjubakki 12 • Box 259 • FO-110 Tórshavn • Sími: +298 353110 • Fax: +298 353101 • nora@nora.fo Frekari upplýsingar veitir Þórarinn Sólmundarson, Byggðastofnun, Ártorgi 1, 550 Svf. Skagafjörður. Sími 455 5400 netfang thorarinn@byggdastofnun.is. Jafnframt er að finna upplýsingar á heimasíðu Byggðastofnunar www.byggdastofnun.is VERKEFNASTYRKIR 2006 NORA auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki til samstarfsverkefna á milli Íslands og hinna NORA landanna þ.e. Grænlands, Færeyja og Noregs Nora veitir árlega styrki til verkefna sem stuðla að auknu samstarfi og yfirfærslu þekkingar í atvinnulífi á milli landanna á eftirtöldum sviðum: Auðlindir sjávar. Verkefni sem stuðla á sjálfbæran hátt að nýtingu auðlinda sjávar, eldi sjávardýra og sjávarvöruframleiðslu til manneldis og tengdra greina. Ferðamál. Verkefni sem stuðla að sjálfbærri þróun náttúru- og menningartengdrar ferðaþjónustu í löndunum. Upplýsingatækni Verkefni sem stuðla að hagnýtingu upplýsingatækni á svæðinu Annað samstarf Verkefni sem efla fámenn byggðarlög í löndunum. UMSÓKNIR SKULU HAFA BORIST Í SÍÐASTA LAGI 3. APRÍL 2006. Heilfóðrun með KEENAN á Íslandi Leitið upplýsinga í síma 894 3065            !! """ #$%# %  & ! # '#$%# %  ,  - *(. / *+  ,  , Á dögunum var undirritað sam- komulag milli Íslands og Evrópu- sambandsins, ESB, um tvíhliða- viðskipti með landbúnaðarvörur, á grundvelli 19. gr. EES-samn- ingsins. Umrædd grein EES samningsins kveður á um reglu- lega endurskoðun á viðskiptum með landbúnaðarafurðir milli EES aðildaríkjanna og Evrópu- sambandsins. Umrætt samkomu- lag er hið fyrsta sem Ísland og Evrópusambandið hafa gert um viðskipti á grundvelli þessara greinar. Þetta kemur fram í frétta- tilkynningu frá utanríkis- og land- búnaðarráðuneytum. Helstu niðurstöður samkomu- lagsins eru þessar: Tollar falla niður í viðskiptum samningslandanna með vörur sem um er getið í viðauka I, t.d. hestum, hreindýrakjöti í heilum- og hálfum skrokkum, tómötum, ag- úrkum og vatni. Heilbrigðisreglur koma hins vegar í veg fyrir innflutn- ing á lifandi hestum til Íslands eins og verið hefur til þessa. Einnig er gert ráð fyrir gagnkvæmni í við- skiptum með blóm og plöntur, þó ekki afskorin blóm né pottaplöntur undir einum metra að hæð. Lambakjötskvótinn stækkaður Önnur helstu atriði samkomulagsins eru þau að tollfrjáls lambakjötskvóti Íslands er stækkaður úr 1.350 tonn- um í 1.850 tonn. Auk þess fær ESB tollfrjálsan kvóta til Íslands fyrir 25 tonn af kartöflum og 15 tonn af rjúp- um. Þá verða gagnkvæmir 15 tonna tollfrjálsir kvótar opnaðir fyrir pyls- ur. Jafnframt fær ESB tollfrjálsan 20 tonna ostakvóta til Íslands og Ísland fær tollfrjálsan 20 tonna smjörkvóta til ESB. Loks verða tollar felldir nið- ur af nokkrum öðrum vöruflokkum einsog jólatrjám, frosnu grænmeti og ávaxtasafa. Í fréttatilkynningunni segir að samningurinn skapi ný sóknartæki- færi fyrir útflutning íslenskra land- búnaðarafurða eins og t.d. á hest- um, lambakjöti, smjöri o.fl. Einnig geti skapast áhugaverð sóknartæki- færi fyrir útflutning á tómötum og jafnvel agúrkum. Gert er ráð fyrir að samningurinn komi til framkvæmda 1. janúar 2007. Tækifæri fyrir landbúnaðinn ,,Á heildina litið er þetta góður samningur og hann mun hafa mikil áhrif og skapa tækifæri. Hér er um stórtíðindi að ræða fyrir íslenska hestinn og ræktendur hans. Tollarnir hafa verið mikil hindrun í viðskipt- um við aðrar þjóðir og hækkað verð- ið umtalsvert. Nú þegar tollarnir eru frá mun það skapa aukin viðskipti og auðvelda þau öll og gera gagnsærri. Í þessu liggja gríðarlega mikil tæki- færi fyrir íslenska hrossaræktendur. Og það er gaman að þetta skuli ger- ast í sömu vikunni og við setjum í gang reiðhúsavæðingu Íslands með reiðhöllum og reiðskemmum. Sá mikli áfangi verður í höfn um næstu áramót,“ sagði Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra. Ráðherra nefndi einnig að nú gætu Íslendingar flutt út grænmeti og hann sagði að útlendingar hefðu áhuga á að fara í samstarf við ís- lenska garðyrkjubændur. “Á heild- ina litið er þetta sigur fyrir íslenskan matvælamarkað,“ sagði Guðni. Samkomulag um viðskipti með landbúnaðarvörur við ES

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.