Bændablaðið - 24.02.2006, Page 39

Bændablaðið - 24.02.2006, Page 39
39Þriðjudagur 28. febrúar 2006 Á síðari árum hefur eftirspurn eftir því að komast í skotveiðar aukist og hafa bændur og aðrir landeigendur orðið varir við vaxandi áhuga almennings. Auk- in og almenn eftirspurn í skot- veiðar felur í sér ótvíræð sókn- arfæri og möguleika til verð- mætasköpunar í dreifðum byggðum landsins. Samkvæmt gildandi lögum er öll veiði inn- an landamerkja lögbýla óheimil nema með leyfi landeigenda eða ábúenda. Landeigendur geta því ákveðið að banna allar veiðar á sínu landi eða sett skilyrði um hvernig að þeim skuli staðið ef þeir leyfa veiðar á annað borð. Nýting auðlinda er vandmeð- farin og er virk auðlindastjórnun mikilvæg þegar til lengri tíma er litið til að tryggja sjálfbæra nýt- ingu. Við ákvarðanatöku um nýtingu auðlinda þarf að taka mið af hefðum og staðbundinni þekkingu ásamt vísindarann- sóknum. Ótakmarkaður aðgang- ur að auðlindum er oft óæskileg- ur þar sem hætta er á að nýting- in leiði til ofnotkunar og hnign- unar. En þegar eignarréttur nýt- anlegrar auðlindar er vel skil- greindur er tilhneigingin sú að eigandinn stýri aðgengi að auð- lindinni og tryggi verðmæta- sköpun til framtíðar. Skipulag og samstaða Búnaðarsamtök Vesturlands hrintu síðastliðið haust af stað sérstöku átaksverkefni þar sem viðfangs- efnið er skotveiðihlunnindi og hvernig auka megi hagrænt gildi þeirra. Búnaðarsamtök Vestur- lands hafa staðið fyrir stofnun hlunnindafélaga meðal landeig- enda og ábúenda og hafin er kort- lagning skotveiðihlunninda á starfssvæði Búnaðarsamtaka Vest- urlands. Skipulag og samstaða um hóf- lega nýtingu skotveiðihlunninda er líklega besta leiðin til að gefa há- marksarð án ofnýtingar og um leið auðveldar slíkt skipulag aðgengi sportveiðimanna. Landeigendur fara með veiðiréttinn í eignarlönd- um og er því vænlegt til árangurs að koma á veiðieftirliti í samstarfi við þá. Markviss veiðistjórnun í eignarlöndum ætti að gera það að verkum að hægt verði að hafa gott eftirlit með skotveiðum. Við telj- um því ákjósanlegt að landeigend- ur hafi með sér samstarf, skipu- leggi stór svæði, geri þau sýnileg og fái veiðimanninn til þess að virða settar reglur um veiðisvæði, tíma og aflamark. Þó svo að marg- ir landeigendur leigi nú þegar veiðimönnum lönd til skotveiða þarf heildstæðara og víðtækara skipulag, til þess að auka megi arð af auðlindinni. Hlunnindafélög eru því mikilvægur hlekkur til þess að skapa umgjörð fyrir starfið, skapa samstöðu um hóflega nýtingu, há- marka arð af auðlindinni og tryggja góða þjónustu við veiði- menn. Þessar auðlindir eru ekki óþrjótandi og því þurfa landeig- endur að gæta þess að nýta veiði- réttinn á skynsaman hátt. Við hvetjum alla landeigendur að huga að þessum málum. Þetta er mikilvægt hagsmunamál fyrir landeigendur og ábúendur, sem og landsmenn alla, því stjórnlausar veiðar leiða að öllu líkindum af sér ofnýtingu og þar með hnignun fuglastofna í landinu. Tökum höndum saman og tryggjum hóf- lega nýtingu fuglastofna. Allar nánari upplýsingar um átaksverkefnið er hægt að nálgast á skrifstofu Búnaðarsamtaka Vest- urlands og á heimasíðunni bu- vest.is. Sigríður Jóhannesdóttir, Búnaðarsamtökum Vesturlands Stjórnun og ábyrgð í félögum Um hvað er fjallað á námskeiðinu? Fyrir hverja er þetta námskeið? Hvað er gert? Kennari Tími Stjórnun félaga, aðallega hlutafélaga. Kjörna og ráðna stjórnendur. Þeir sem sitja í stjórnum félaga og fyrirtækja á vegum bænda eru hvattir til að koma. Gerð verður grein fyrir hlutverki og ábyrgð stjórnenda (félagsstjórnar og framkvæmdastjóra), samskiptum þeirra og verkaskiptingu. Einnig verða skoðaðar reglur um viðskipti félaga við stjórnendur þeirra. Áslaug Björgvinsdóttir lögfræðingur og dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Efnt verður til þriggja námskeiða sem standa í níu kennslustundir. Það fyrsta var haldið í Eyjafirði föstudaginn 24. febrúar kl. 10:00- 17:00 og næsta verður föstudaginn 3. mars, kl. 10:00- 17:00 á Selfossi. Verð: 16.600 kr. Haldið í samstarfi við Bændasamtök Íslands Skotveiðar í eignarlöndum

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.