Bændablaðið - 12.12.2006, Síða 4

Bændablaðið - 12.12.2006, Síða 4
4 Þriðjudagur 12. desember 2006 Skógarbók Grænni skóga komin út Föstudaginn 8. desember kom Skógarbók Grænni skóga út á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands. Níels Árni Lund, skrif- stofustjóri í Landbúnaðarráðu- neytinu tók á móti fyrsta eintak- inu fyrir hönd Guðna Ágústsson- ar, landbúnaðarráðherra. Skógarbók Grænni skóga er hugsuð sem kennslubók og almenn handbók um skógrækt á Íslandi og ætlað að bæta úr brýnni þörf fyrir slíkt námsefni. Land- búnaðarháskóli Íslands gefur bók- ina út í samvinnu við Skógrækt ríkisins, Landgræðslu ríkisins og landshlutabundnuskógræktarverk- efnin. Í bókinni er m.a. fjallað um stefnur og strauma í skógrækt, trjá- tegundir, skógarvistkerfi, skilyrði til nýskógræktar, skipulag skóg- ræktar, skjólbeltarækt, umhirðu ungskóga, viðarnytjar og útivistar- skógrækt. Ritstjóri bókarinnar er Guð- mundur Halldórsson og formað- ur ritnefndar var Magnús Hlyn- ur Hreiðarsson, verkefnisstjóri Grænni skóga. Höfundar efnis eru fjölmargir sérfræðingar á sviði skógræktar- og landgræðslu. Bókin er 248 blaðsíður. Hún er litprentuð með fjölda skýringar- og ljósmynda, prentuð hjá Ásprent á Akureyri. Bókin kostar 4.000 krónur og er m.a. seld í bókabúð- um Pennans – Eymundssonar víða um land og á skrifstofu Landbún- aðarháskólans á Reykjum í Ölfusi í síma 433-5303. Einnig er hægt að panta hana í gegnum netfangið magnea@lbhi.is og á heimasíðu skólans, www.lbhi.is. Níels Árni Lund skrifstofustjóri í Landbúnaðarráðuneytinu tók á móti fyrsta eintakinu af Skógarbók Grænni skóga. Hér er hann, ásamt Magn- úsi Hlyni Hreiðarssyni verkefnisstjóra Grænni skóga (t.h.) og Guðmundi Halldórssyni ritstjóra bókarinnar. Mikil virkni á markaði með kýr Verð á gripum hefur hækkað Þó nokkuð er um að kýr gangi kaupum og sölum um þess- ar mundir, en eftirspurn eftir þjónustu Kúatorgs Búnaðar- sambands Suðurlands hefur þó ekki verið ýkja mikil. Ástæðuna segir Jóhannes Símonarson hér- aðsráðunautur þá að bændur hugi fyrst að markaði fyrir gripi sína innansveitar og verði oftast ágengt í þeim efnum. Kúatorgið var sett á laggirnar á vegum sam- bandsins í fyrravetur. „Þetta hefur ekki gengið eins vel og við vonuðumst til,“ segir Jóhannes. Hugmyndin var að birta á torginu upplýsingar um þá gripi sem til sölu væru hverju sinni, þann- ig að bændur gætu leitað á einn stað, á vefsíðu búnaðarsambands, ef þeir hygðust annað hvort selja eða kaupa. „Ástæðan fyrir því að þetta hefur ekki virkað sem skyldi er að bændur selja nánast eingöngu innan sinnar sveitar og leita ekki til okkar nema þegar það gengur ekki upp,“ segir Jóhannes. Minni eftir- spurn væri því eftir þjónustu Kúa- torg en menn gerðu ráð fyrir. Hver gripur verðmætari Hann sagði að markaðurinn væri býsna virkur um þessar mundir, kýr gengju kaupum og sölum og frekar væri skortur á kúm en hitt. „Það er bjart yfir mjólkurfram- leiðslunni,“ segir Jóhannes, „það vantar mjólk og þegar ástandið er með þeim hætti verður hver gripur verðmætari.“ Jóhannes segir að kýr hafi hækk- að í verði á liðnum misserum. Algengt verð á kvígum var á bilinu 75 til 85 þúsund krónur, en nú er gangverð á kvígum á fyrsta mjalta- skeiði um 120 til 130 þúsund krón- ur. „Það má kannski segja að frekar sé um að ræða leiðréttingu á verði fremur en hækkun, verðið var alltof lágt áður en þetta ástand byrjaði, “ segir Jóhannes og bætir við að upp- eldiskostnaður á mjólkurkú sem ber 24 mánaða gömul, eins og algengt er, sé um 120 þúsund krónur. Telur Jóhannes því að kýr séu um þessar mundir seldar á raunvirði, en telur ekki ólíklegt, vari svipað ástand áfram, að þær muni hækka í verði, „ég spái því að minnsta kosti að verðið lækki ekki.“ Hann segir eðlilegt að eðlilegt verð fyrir eldri kýr með góða reynslu sé um 150 þúsund krónur, jafnvel eilítið hærra og bendir í því sambandi einnig á að nú sé farið að greiða út gripagreiðslur, 17 þúsund krónur á ári sem bændur fá fyrir hverja kú sem ber kálfi. „Það ætti frekar að verða til þess að verðið hækkar.“ Jóhannes bætti við þeirri ábend- ingu að bændur yrðu að hafa sam- band við héraðsdýralækni áður en gengið er frá sölu, fylgjast þyrfti með öllum hreyfingum, því ekki mættu allir selja frá sér gripi og þeir mættu heldur ekki fara hvert sem er. Hefur einhver séð Herdísarvíkur-Surtlu? Er einhver með höfuðið af Her- dísarvíkur-Surtlu hangandi uppi á vegg hjá sér? Sé svo er sá hinn sami beðinn að hafa samband við Sauðfjársetur á Ströndum að Sævangi í Steingrímsfirði. Þar stendur til að setja upp sýningu á frægu sauðfé og finnist Surtla bíður hennar samvera með sómagripum á borð við Dollý hina klónuðu, Merino-hrútinn Skrekk, Salómon svarta og Þoku frá Smyrlabjörgum. Vandinn er hins vegar sá að lítið er til af minjum um sögu Herdísarvíkur-Surtlu sem þó var æði litrík. Til stóð að fella hana eins og annað fé í fjárskiptum sem gerð voru vegna mæðiveiki haustið 1951. Þá var svæðið frá Þjórsá vestur í Hvalfjörð hreinsað af fé, að frátalinni Surtlu og lambi hennar sem sluppu. Lambið náðist í ársbyrjun 1952 en Surtla ekki þótt hún sæist nokkrum sinnum. Voru þó gerðar ítrekaðar tilraunir til að ná henni. Haustið 1952 gripu yfirvöld til örþrifaráða og lögðu fé til höfuðs Surtlu. Var hverjum þeim sem næði henni, dauðri eða lifandi, heitið 2.000 kr. í verðlaun. Þetta bar árangur því laugardaginn 30. ágúst féll Surtla fyrir byssuskoti eftir langan eltingarleik. Höfði hennar var skilað inn á skrifstofu sauðfjárveikivarna og vígalauna krafist. Um þetta er fjallað í Öldinni okkar þar sem sagt er að Surtla hafi verið í eigu Hlínar Johnson í Herdísarvík á Reykjanesi. Er talið að Surtla hafi aldrei komist undir mannahendur eftir að henni var sleppt sem lambi. Í Öldinni okkar er birt meðfylgjandi mynd af Surtlu sem greinilega hefur verið stoppað upp. Nú fer Sauðfjársetur á Strönd- um þess á leit við þann sem veit hvar höfuðið er að finna eða hef- ur aðrar upplýsingar um Surtlu að hafa samband. Tilmælin eru und- irrituð af Arnari S. Jónssyni fram- kvæmdastjóra setursins en hann hefur símana 451-3324 og 661- 2009. Einnig er hægt að koma upp- lýsingum á framfæri á netfangið saudfjarsetur@strandir.is Fyrir skömmu var stofnaður Áhugahópur um verndun Jökuls- ánna í Skagafirði, þ.e. Jökulsár austari og vestari ásamt Héraðs- vötnum. Markmið hópsins er að vernda árnar og að þegar í stað verði horfið frá öllum hugmynd- um um virkjun þeirra. Hópurinn ætlar að beina sjónum fólks að óafturkræfum áhrifum virkjana í ánum, allt frá jökli til sjávar, og áhrifum þeirra á skagfirskt sam- félag. Eins og kunnugt er hefur um árabil verið í umræðunni að virkja bæði við Villinganes og Skatastaði. Á haustdögum samþykkti síðan meirihluti sveitarstjórnar Sveitar- félagsins Skagafjarðar að gera ráð fyrir báðum þessum virkjunarkost- um inni á aðalskipulagi. Arna Björg Bjarnadóttir er annar talsmaður áhugahópsins. Tíðindamaður blaðs- ins hitti hana á dögunum og lagði fyrir hana tvær spurningar um þetta mál. Hvernig hyggist þið vinna þess- um málstað frekara fylgis? ,,Mikilvægast af öllu virðist vera að fræða fólk um áhrif virkjananna á náttúru, mannlíf og atvinnulíf í Skagafirði. Við höfum til þess opn- að heimasíðu, www.jokulsar.org, og þar gefst fólki einnig tækifæri til að lýsa yfir andstöðu sinni gegn virkjunum í Jökulsánum. Þá höfum við nú þegar staðið fyrir fræðslu- fundi um náttúru Skagafjarðar frá jökli til sjávar sem og baráttufundi gegn virkjunum í Jökulsánum. Báð- ir þessir fundir voru mjög vel sóttir og þá hafa fjölmargir lýst yfir and- stöðu sinni gegn virkjunum í ánum á heimasíðunni. Mjög mikill áhugi virðist vera á málefninu bæði inn- an héraðs sem utan. Það er ljóst að það er ekki einkamál Skagfirðinga hvernig farið er með náttúru lands- ins þó svo að hún sé innan okkar sýslumarka.“ En eruð þið ekki með þessu að koma í veg fyrir fjölbreytileika í atvinnulífi Skagfirðinga? ,,Nei, þvert á móti. Það er mikill misskilningur að virkjanir við Vill- inganes og Skatastaði muni auka fjölbreytileika atvinnulífsins. Í fyrsta lagi skapa sjálfar virkjanirnar örfá störf og í öðru lagi bendir allt til þess að orkan verði flutt beint úr héraði. Það beinlínis kemur fram í umhverfismatinuáVillinganesvirkj- un og í pappírum virkjunaraðila að orkan fari beint inn á byggðalínu. Enda erum við að tala um afar litla virkjun en hún er einungis 33 MW. Þá er því við að bæta að líftími henn- ar er einungis um 40 ár. Hægt er að hefjast handa við smíði hennar um leið og sveitarstjórn hefur sam- þykkt aðalskipulagið og veitt fram- kvæmdaleyfi. Skatastaðavirkjun er skemmra á veg komin, en Lands- virkjun og Héraðsvötn ehf. hafa sótt um rannsóknarleyfi fyrir hana til iðnaðarráðherra. Skatastaðavirkjun er mun stærri en Villinganesvirkjun eða um 180 MW. Þá hafa Alcoa og Ísal lýst yfir áhuga sínum á að nýta orkuna bæði frá Skatastaðavirkjun og Villinganesvirkjun. Þó svo að orkan yrði nýtt í héraði til orkufrekr- ar stóriðju yrði það mikil afturför. Það er grundvallaratriði að hafa framtíðina að leiðarljósi þegar ver- ið er að byggja upp atvinnulíf og samfélag. Við vitum að virðisauk- inn af frumframleiðslu á t.d. áli er ekki mikill. Álið fer beint úr landi með sama skipi og flutti súrálið í það inn. Í Skagafirði eigum við að leggja áherslu á hátt menntunarstig og störf sem krefjast menntunar. Enda haldast hátt menntunarstig og fjölbreytt atvinnulíf í hendur. Fjöl- breytt atvinnulíf tryggir að þó eitt fyrirtæki hætti störfum kippi það ekki stoðum undan öðru atvinnulífi og þar með afkomu einstaklinga,“ sagði Arna Björg. /ÖÞ. Áhugahópur um verndun Jökulsánna í Skagafirði „Við erum að hefja störf, þetta er komið í gang hjá okkur,“ seg- ir Gunnar Örn Marteinsson en nú fyrir skömmu skipaði Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra starfshóp til að fara yfir og kanna möguleika á stækkun friðlands í Þjórsárverum sem og til að end- urskoða núverandi mörk frið- landsins og friðlýsingarskilmála. Gunnar er tilnefndur í hópinn af Skeiða- og Gnúpverjahreppi, formaður starfshópsins er Árni Bragason, en aðrir í hópnum eru Egill Sigurðsson tilnefndur af Ásahreppi og Þorgils Torfi Jóns- son tilnefndur af Rangárþingi ytra. Fram kemur í skipunarbréfi að framkvæmdir í nágrenni núverandi friðlands og við jaðra þess frá því friðlýsing var ákveðin árið 1979 hafi vakið upp spurningar um æski- legar breytingar á mörkum þess. Er hópnum ætlað að fara yfir málefni friðlandsins, meta stöðuna og ræða við sérfræðinga og hagsmunaaðila á svæðinu, einnig að gera tillögur um stækkun friðlandsins svo og hugsanlegar breytingar á mörkum þess. Hefur umhverfisráðherra lýst þeirri skoðun sinni að stækka beri friðlandið og láta af frekari orkunýt- ingaráformum á þessu svæði. Starfshópurinn hélt fund á dög- unum þar sem að sögn Gunnars var farið yfir vinnureglur og verklag og þá var efnt til fundar í gærkvöldi, mánudagskvöld með fulltrúum ýmissa hagsmunaaðila, s.s. náttúru- verndarsamtaka, Landsvirkjunar og Vegagerðar. „Þetta er mjög stórt og mikið verk sem þarf að vinna á mjög skömmum tíma. Það ber þess nokkurn keim að hraða þurfi málinu svo niðurstaða liggi fyrir á ákveðn- um tíma,“ segir Gunnar og vísar þar til kosninga næsta vor, en starfshópn- um er ætlað að skila niðurstöðum sínum 1. febrúar á næsta ári. „Þann- ig að við höfum frekar nauman tíma til að klára þetta mikilvæga mál.“ Skiptar skoðanir voru í Skeiða- og Gnúpverjahreppi um málið, þ.a. hvort leyfa ætti tilteknar fram- kvæmdir innan Þjórsárvera eða ekki. Gunnar segir viðhorf margra hafa breyst, „það hafa orðið miklar breytingar varðandi skoðanir folks á náttúruvernd í landinu og þar með líka hér í sveitinni, það er aðal- málið,“ segir hann. Getur skapað góða sátt um málið Fram kemur í umsögn sveitarstjórn- ar Skeiða- og Gnúpverjahrepps í fyrri mánuði vegna tillögu til þingsályktunar um stækkun frið- lands í Þjórsárverum, að það sé alit sveitarstjórnar að þær breyt- ingar sem kunna að verða gerðar á friðlandinu í Þjórsárverum eigi fyrst og fremst að miða að vernd- un þess svæðis sem myndar verin sjálf. Vel sé hægt að ná þeim mark- miðum þó friðlýsing sé ekki jafn víðtæk og fram komi í áðurnefndu frumvarpi. Þá segir sveitarstjórn að sú leið sem umhverfisráðherra fari nú, að skipa starfshóp í sam- ráði við sveitarstjórnir á svæðinu, „teljum við vænlega til árangurs og komi til með að geta skapað góða sátt um málið.“ Þjórsársver eru á meðal helstu náttúrugersema Íslands og hafa mikið verndargildi í alþjóðlegu samhengi, en svæðið er víðáttu- mesta gróðurvin miðhálendisins auk þess sem þar er að finna mestu varpstöðvar heiðargæsar í heimi. Arna Björg Bjarnadóttir. Starfshópur til að kanna möguleika á stækkun friðlands í Þjórsárverum Stórt og mikið verk sem vinna þarf á skömmu tíma Matarverð lækkað Alþingismenn stigu fyrsta skrefið í átt til lækkunar á matarverði í anda tillagna rík- isstjórnarinnar rétt áður en þeir fóru í jólafrí. Samþykkt var sem lög breyting á virð- isaukaskatti sem lagður er á matvörur úr 14% í 7%, auk þess sem vörugjöld af matvör- um voru lækkuð verulega. Þriðja atriðið, tollalækkanir á óunnu kjöti, er óafgreitt en það hefur væntanlega mest áhrif á kjör bænda. Tillögur um þær verða væntanlega lagðar fram eftir að þing kemur saman um miðjan janúar. Allur pakkinn á svo að taka gildi 1. mars og lækka matarverð um allt að 16%.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.