Bændablaðið - 12.12.2006, Side 21

Bændablaðið - 12.12.2006, Side 21
21Þriðjudagur 12. desember 2006 – Já, það var reiknað út þannig að það stæði undir sér. Vonandi gengur það eftir en það eru alltaf einhverjar hræringar í gangi, bæði í pólitíkinni og WTO-samningum, sem gætu kippt undan manni fótunum á einni nóttu, bætir hann við. Miklu betra fyrir kýrnar Þótt Pétur hafi ekki náð því að hand- mjólka man hann tímana tvenna í þessum rekstri. Hver er munurinn á þessu og gömlu tækninni? - Það er allt miklu léttara núna, ekki eins mikið líkamlegt streð. Við- veran er töluverð en maður er ekki bundinn við að fara í fjós kl. 8 á morgnana og sex á daginn. Nú fer ég aðallega í fjós til þess að líta eft- ir, það eru alltaf einhverjar kýr sem þarf að aðstoða og fylgjast með. Svo taka uppeldisstörfin sinn tíma, það þarf að sinna litlu mjólkurkálf- unum og kenna kvígunum á kerfið. En hvað um kýrnar, hvernig líð- ur þeim í þessari tækniveröld? - Þetta eru langtum betri aðstæð- ur fyrir kýrnar, það er ekki spurn- ing að þeim líður miklu betur hér en þegar þær voru bundnar á gamal- dags básum. Vissulega var það mik- il breyting fyrir kýrnar að flytja úr gamla fjósinu og kostaði sitt í minni nyt og öðru. En eftir að fóðurkerfið komst í gang hafa til dæmis engir fóðrunarsjúkdómar komið upp og þetta er mun betra upp á spenastig og júgurbólgu, auk þess sem mjalt- irnar eru betri. Það er hins vegar ekki komin reynsla á það hvort ég fæ meira út úr kúnum. Það tek- ur tvö ár að koma þessu kerfi á að fullu svo ég er hálfnaður í því ferli. En vélbúnaðurinn virðist gefa góða raun og ég er ánægður með hann. Pétur segir að allflestar kýrnar venjist þessu kerfi strax. – Ég varð að losa mig við einhverjar kýr sem voru stífar og vanar öðru, en þetta verður enn léttara þegar ég verð ein- göngu með kýr sem eru aldar upp í þessu kerfi. Það þarf ekki að hafa neitt fyrir þeim kúm sem passa inn í kerfið. Íslensku kýrnar eru hins vegar ákveðið vandamál, þær eru eins breytilegar og þær eru margar. Margar þeirra eru erfiðar í skapi og miðað við uppgefin afköst ætti ég að geta framleitt þriðjungi meira en ég geri með þessari fjárfestingu ef kýrnar væru meðfærilegri. Það kom hingað sænsk kona til að líta eftir tækjunum og hún sagði að það færi nánast sami tíminn, 7-8 mínútur að meðaltali, í að mjólka hverja kú hér og í Svíþjóð og Noregi þar sem kýrnar mjólka miklu meira. Skikkaður til að láta kýrnar út Þau eru þrjú fullorðin á búinu, Pét- ur, sambýliskona hans og bróðir hennar en þau systkinin eru frá Pól- landi. Þegar kerfið er búið að sanna sig vonast Pétur til þess að einn maður geti sinnt starfinu þar. Með því að hafa mann til að leysa sig af sér hann fram á að geta komist í frí eins og annað fólk - Nú erum við tveir og ég get skroppið frá ef á þarf að halda. Ég veit ekki hvort ég er frjálsari, þetta er öðruvísi frelsi. Ég get farið í fjós um kaffileytið ef ég ætla út um kvöldið. En maður getur alltaf átt von á því að fóðurvagninn eða mjaltaþjónninn hringi eins og þeir gera ef eitthvað kemur upp á. Ég verð því að hafa símann á mér allan sólarhringinn. Mér skilst að ég geti látið þá senda mér SMS-skeyti en símabúnaðurinn sem ég er með býð- ur ekki upp á það. Einu kvartar Pétur undan og það er að hann er skyldugur til að setja kýrnar út á sumrin. – Það er ætlast til þess að þær séu settar út í tvo mánuði á ári en það væri minni vinna fyrir mig að sleppa því. Þá þurfa þær að læra upp á nýtt að koma heim og láta mjólka sig. Ég var með þær á litlu túni hér nærri fjósinu og sumar kýrnar vildu ekki koma inn aftur. Aðrir bændur segja mér að þetta gangi mjög misjafn- lega. Einn sagði þá sögu að allt hefði gengið vel þangað til í sumar, þá vildu þær alls ekki koma inn. Hann hafði enga skýringu á því af hverju þær létu svona. Pétur segir hins vegar að auð- veldara sé að sinna heyskapnum með þessari nýju tækni því þá sé hægt að vinna við hann á daginn en fara svo í fjósið á kvöldin. Þegar á heildina er litið er hann ánægður með umskiptin og bjartsýnn á fram- tíðina. Á þessum jákvæðu nótum yfirgef ég Stóru-Hildisey I og líður eins og þegar ég hafði rétt lokið við að lesa nýjustu Tom Swift-bókina forðum daga. Svei mér þá, var stjórnklefinn í fjósinu hans Péturs ekki svipaður og íbækistöðvumeldflaugafræðing- anna í þeim ágætu bókum? Veröld- in er bæði fögur og ný þegar ég ek vestur eftir Suðurlandinu. Séð yfir legubásana 80. Til vinstri eru fóðurbásarnir og handan þeirra básar fyrir kálfa og kvígur.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.