Bændablaðið - 12.12.2006, Page 22

Bændablaðið - 12.12.2006, Page 22
22 Þriðjudagur 12. desember 2006 Þann 17. desember næstkomandi verða liðin fjörutíu ár frá stofnun Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. Þessi sjóður hefur tekið drjúgan þátt í þeirri miklu hagræðingu og nýsköpun sem átt hefur sér stað í íslenskum landbúnaði og raunar vandséð hvernig hún hefði getað orðið án hans. Undandarin ár hefur sjóðurinn haft til ráðstöf- unar liðlega 200 milljónir króna en þegar litið er til þess að sjóður- inn leggur aldrei fram meira en 30% af kostnaði við þau verkefni sem hann styður sést hversu mik- ið íslenskir bændur hafa lagt af mörkum til þess að gera atvinnu- greininni kleift að mæta kröfum tímans. Jón G. Guðbjörnsson framkvæmdastjóri áætlar að alls hafi um það bil sex milljarð- ar króna runnið til verkefna sem auka hagræði og stuðla að nýsköpun í greininni. Á tímamótum í lífi einstaklinga og stofnana er gjarnan litið til baka og afrek afmælisbarnsins tíund- uð. Núverandi stjórnarformaður Framleiðnisjóðs landbúnaðarins er Bjarni Guðmundsson prófessor á Hvanneyri. Bændablaðið tók hann tali og spurði fyrst um það í hvers konar andrúmslofti sjóðurinn hefði orðið til. „Hann er stofnaður um miðjan sjöunda áratuginn en þá hafði land- búnaðurinn gengið í gegnum tölu- verðar breytingar. Það voru gerðar til hans miklar kröfur, ekki síst til hagræðingar í úrvinnslugreinum. Hlutverk sjóðsins skyldi vera að veita styrki og lán til framleiðni- aukningar og hagræðingar í land- búnaði og atvinnurekstrar á bújörð- um. Mátti jöfnum höndum styrkja rannsóknir og framkvæmdir, er miðuðu að lækkun framleiðslu- og dreifingarkostnaðar, svo og fram- kvæmdir, er stefndu að því að sam- ræma landbúnaðarframleiðsluna þörfum þjóðfélagsins miðað við markaðsaðstæður innan lands og utan á hverjum tíma, eins og sagði í lögum um sjóðinn. Fyrstu verkefni sjóðsins voru því að styðja hagræð- ingu í sláturhúsum og mjólkurbú- um. Hann studdi líka rannsóknar- verkefni m.a. á sviði fóðuröflunar og framkvæmda í sveitum, þannig að slík verkefni voru í verkahring sjóðsins strax á fyrstu árum hans.“ Breyting upp úr 1980 – Hefur starfsemi sjóðsins verið á svipuðu róli alla tíð? „Nei, fyrstu árin rýrnuðu fjár- veitingar ríkisins til hans vegna verðbólgunnar, en þegar kom fram um 1980 var ákveðið að hægja á framleiðslu landbúnaðarins. Þá var jarðræktarframlögum beint inn í Framleiðnisjóð og við það breytt- ist starfsemi hans nokkuð. Stærsta breytingin varð þó með búvörulög- um árið 1985 þegar ákveðið var að taka hluta af útflutningsbótum og leggja í Framleiðnisjóð til þess að standa undir nýsköpun í sveitum. Þá voru menn ekki síst með loð- dýrarækt, fiskeldi og ferðaþjónustu í huga. Næstu árin, fram yfir 1990, óx sjóðurinn ört. Hlutverk sjóðsins hefur þó lengst af snúist um tvennt: að stuðla að hag- ræðingu í rekstri afurðastöðvanna og efla atvinnu í sveitum. Hægt og sígandi stækkaði svo þriðji þáttur- inn sem eru hvers konar rannsókn- ar- og þróunarverkefni. Síðari árin hefur sjóðurinn verið hluti af búnað- arlagasamningi bænda og ríkis og haft til ráðstöfunar á þriðja hundrað milljónir á hverju ári. Sjóðurinn hef- ur því verið virkt áhald ríkisins og bænda til hvers konar nýsköpunar í landbúnaði. Stjórnarskipunin end- urspeglar það því í henni sitja tveir fulltrúar Bændasamtakanna og þrír fulltrúar frá ríkinu.“ Gegnir verulegu hlutverki Bjarni er á því að sjóðurinn hafi gegnt verulegu hlutverki í þróun atvinnugreinarinnar. „Þar vil ég fyrst ítreka hlut sjóðs- ins í hagræðingunni sem ég nefndi áðan. Í öðru lagi nefni ég þá breyt- ingu á áralagi sem varð í sveitum landsins upp úr 1985 en þá lagði sjóðurinn fram stóran skerf til nýsköpunar og atrvinnuuppbygg- ingar í sveitum. Í þriðja lagi hefur hann af vaxandi þunga stuðlað að rannsóknum og þróun en á því sviði er komin alllöng hefð á samvinnu við Rannsóknamiðstöð Íslands. Það hefur orðið gífurleg breyt- ing í sveitum á starfstíma sjóðsins og raunar ekki hægt að tala um sömu sveitirnar. Sjóðurinn á mik- inn hlut í vexti ferðaþjónustu á vegum bænda. Einnig má nefna að Íslendingar eru í fremstu röð meðal þjóða heims hvað varðar rannsókn- ir á bleikju og bleikjueldi. Það er ekki síst að þakka framlagi sjóðsins til eflingar slíkra rannsókna á Hól- um sem menn njóta núna. Annað stórt verkefni sem sjóðurinn hefur styrkt eru rannsóknir á sumarexemi í hrossum. Reyndar hefur þáttur Framleiðnisjóðs í rannsóknum sem snerta landbúnað verið það mikill að menn fyndu fyrir því ef hann félli niður. Sjóðurinn hefur líka verið hvati að þeirri nýsköpun sem margir bændur hafa ráðist í til að tryggja sér atvinnu. Framlög sjóðsins hafa þó ekki verið nema lítill hluti af þeim kostnaði sem bændur taka á sig vegna breytinga á búskaparhátt- um og rekstri. Sem dæmi má nefna að ætli bóndi að ráðast í fjárfesting- ar vegna ferðaþjónustu sem nemur 30 milljónum – sem telst ekkert sérlega mikið nú til dags – þá get- ur framlag sjóðsins aldrei orðið hærra en tvær milljónir því reglurn- ar segja til um að hlutur sjóðsins í nýsköpunarverkefnum getur aldrei orðið meiri en 30% og að hámarki tvær milljónir króna. Afganginn verður bóndinn að fjármagna með öðrum hætti. Þetta hámark getur farið upp í 50% eða jafnvel hærra þegar rann- sóknir eiga í hlut og einnig hafa framlög sjóðsins til eflingar endur- menntunar bænda orðið hærri en á það hefur sjóðurinn lagt mikla áherslu.“ Nýsköpun og rannsóknir – Hvert er hlutverk Framleiðni- sjóðs núna? „Það felst aðallega í tvennu. Annars vegar er það stuðningur við nýsköpun og að hjálpa til við að leita að raunverulegum tækifær- um til nýsköpunar í þeim fjölþætta landbúnaði sem nú er að mótast. Hins vegar tekur sjóðurinn þátt í að fjármagna hagnýt rannsóknarverk- efni sem orðið geta til þess að auka framleiðni hinna ýmsu greina land- búnaðarins. Við þetta má svo bæta við miðlun þekkingar, hvort sem er í stuðningi við endurmenntun, ritun kennsluefnis eða leiðbeiningastarf á sviði nýsköpunar.“ – Hver er framtíðarsýn sjóðsins, verður hann til um aldur og ævi? „Sjóðurinn var upphaflega settur á stofn sem átaksverkefni eins og við köllum það í dag í þeim tilgangi að sinna nýsköpunarverkefnum í landbúnaði. Hvort sem Framleiðni- sjóður verður áfram við lýði hef ég trú á því að einhver sjóður þurfi að vera til og gegna því hlutverki að örva nýja hugsun og skapa nýja þekkingu í grein sem er jafnfjöl- breytt og hinn nýi landbúnaður og jafnmiklar kröfur eru gerðar til.“ Eins og áður segir hefur ráðstöf- unarfé sjóðsins verið á þriðja hundr- að milljónir króna á ári að undan- förnu en nú er að verða breyting á því. „Samkvæmt búnaðarlagasamn- ingi er samið um fjármögnun sjóðs- ins um tiltekið árbil. Nú er árlegt ríkisframlag samkvæmt þessum samningi á bilinu 160-170 milljónir króna. Við þetta hafa bæst um það bil 50 milljónir króna sem eru hluti af tollum sem lagðir voru á innflutt kjarnfóður. Frá og með næsta ári fellur þessi tekjupóstur niður. Loks bætast við þetta vaxtatekjur. Á árinu 2006 var ráðstöfunarfé sjóðsins um 250 milljónir króna en við sjáum fram á 50 milljóna króna skerðingu á árinu 2007. Það þýðir að við verð- um að endurskoða viðfangsefni sjóðsins að einhverju leyti.“ Eins og áður kom fram er Bjarni formaður sjóðsins skipaður af land- búnaðarráðherra. Aðrir í stjórn eru Gunnar Sæmundsson og Sveinn Ingvarsson skipaðir af Bændasam- tökunum,KjartanÓlafssonalþingis- maður skipaður af landbúnaðarráð- herra og Elín Aradóttir starfsmaður Impru skipuð af ráðherra byggða- mála sem nú heyra undir iðnaðar- ráðuneytið. Skrifstofur Framleiðnisjóðs eru á Hvanneyri. Þar starfa þau Jón G. Guðbjörnsson framkvæmdastjóri og Þórhildur Þorsteinsdóttir fulltrúi sem er í hlutastarfi en hún er sauðfjárbóndi á Brekku í Norðurárdal þess utan. Bjarni Guðmundsson prófessor og stjórnarformaður Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. 15% 16% 7% 7% 9% 13% 33% Þróunarverkefni búgreina Önnur þróunarverkefni Samfjármögnun Rannís Fræðsla,endurmenntun, ráðgjöf Til markaðsverkefna Afurðastöðvar og önnur fyrirtæki í dreifbýli Búháttabreytingar og nýsköpun bænda Framleiðnisjóður landbúnaðarins hefur starfað frá 1966 Fertugur sjóður með framtíðarhlutverk – Rætt við Bjarna Guðmundsson stjórnarformann um sögu og þróun sjóðsins Almenn rannsókna- og þróunarverkefni 1997-2006 Þr óu na rv er ke fn i b úg re in a Ön nu r þ ró un ar ve rk ef ni Sa m fjá rm ög nu n Ra nn ís ðs la ,e nd ur m en nt un ,rá ðg jö f Ti l m ar ka ðs ve rk ef na g ön nu r f yr irt æ ki í dr ei fb ýl i u p p h æ ð Þróunar- v rkefni búgreina Önnur þróunar- verkefni Samfjár- mögnun Rannís Fræðsla,endur- menntun, ráðgjöf Til markaðs- v rkefna Afurðastöðvar og önnur fyrirtæki í dreifbýli Flokkun L o ð d ýr a ræ kt K a n ín u ræ kt F is ke ld i F e rð a þ jó n u st a H lu n n in d a n ýt in g Ið n a ð a r- o g h a n d - ve rk sa ð st a ð a H e st a te n g d ve rk e fn i S m á vi rk ja n ir Ö n n u r n ýs kö p u n á b ú jö rð u m H e im a vi n n sl a a fu rð a F é la g sl e g v e rk e fn i á v e g u m b æ n d a Málefni

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.