Bændablaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 22
22 Þriðjudagur 12. desember 2006 Þann 17. desember næstkomandi verða liðin fjörutíu ár frá stofnun Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. Þessi sjóður hefur tekið drjúgan þátt í þeirri miklu hagræðingu og nýsköpun sem átt hefur sér stað í íslenskum landbúnaði og raunar vandséð hvernig hún hefði getað orðið án hans. Undandarin ár hefur sjóðurinn haft til ráðstöf- unar liðlega 200 milljónir króna en þegar litið er til þess að sjóður- inn leggur aldrei fram meira en 30% af kostnaði við þau verkefni sem hann styður sést hversu mik- ið íslenskir bændur hafa lagt af mörkum til þess að gera atvinnu- greininni kleift að mæta kröfum tímans. Jón G. Guðbjörnsson framkvæmdastjóri áætlar að alls hafi um það bil sex milljarð- ar króna runnið til verkefna sem auka hagræði og stuðla að nýsköpun í greininni. Á tímamótum í lífi einstaklinga og stofnana er gjarnan litið til baka og afrek afmælisbarnsins tíund- uð. Núverandi stjórnarformaður Framleiðnisjóðs landbúnaðarins er Bjarni Guðmundsson prófessor á Hvanneyri. Bændablaðið tók hann tali og spurði fyrst um það í hvers konar andrúmslofti sjóðurinn hefði orðið til. „Hann er stofnaður um miðjan sjöunda áratuginn en þá hafði land- búnaðurinn gengið í gegnum tölu- verðar breytingar. Það voru gerðar til hans miklar kröfur, ekki síst til hagræðingar í úrvinnslugreinum. Hlutverk sjóðsins skyldi vera að veita styrki og lán til framleiðni- aukningar og hagræðingar í land- búnaði og atvinnurekstrar á bújörð- um. Mátti jöfnum höndum styrkja rannsóknir og framkvæmdir, er miðuðu að lækkun framleiðslu- og dreifingarkostnaðar, svo og fram- kvæmdir, er stefndu að því að sam- ræma landbúnaðarframleiðsluna þörfum þjóðfélagsins miðað við markaðsaðstæður innan lands og utan á hverjum tíma, eins og sagði í lögum um sjóðinn. Fyrstu verkefni sjóðsins voru því að styðja hagræð- ingu í sláturhúsum og mjólkurbú- um. Hann studdi líka rannsóknar- verkefni m.a. á sviði fóðuröflunar og framkvæmda í sveitum, þannig að slík verkefni voru í verkahring sjóðsins strax á fyrstu árum hans.“ Breyting upp úr 1980 – Hefur starfsemi sjóðsins verið á svipuðu róli alla tíð? „Nei, fyrstu árin rýrnuðu fjár- veitingar ríkisins til hans vegna verðbólgunnar, en þegar kom fram um 1980 var ákveðið að hægja á framleiðslu landbúnaðarins. Þá var jarðræktarframlögum beint inn í Framleiðnisjóð og við það breytt- ist starfsemi hans nokkuð. Stærsta breytingin varð þó með búvörulög- um árið 1985 þegar ákveðið var að taka hluta af útflutningsbótum og leggja í Framleiðnisjóð til þess að standa undir nýsköpun í sveitum. Þá voru menn ekki síst með loð- dýrarækt, fiskeldi og ferðaþjónustu í huga. Næstu árin, fram yfir 1990, óx sjóðurinn ört. Hlutverk sjóðsins hefur þó lengst af snúist um tvennt: að stuðla að hag- ræðingu í rekstri afurðastöðvanna og efla atvinnu í sveitum. Hægt og sígandi stækkaði svo þriðji þáttur- inn sem eru hvers konar rannsókn- ar- og þróunarverkefni. Síðari árin hefur sjóðurinn verið hluti af búnað- arlagasamningi bænda og ríkis og haft til ráðstöfunar á þriðja hundrað milljónir á hverju ári. Sjóðurinn hef- ur því verið virkt áhald ríkisins og bænda til hvers konar nýsköpunar í landbúnaði. Stjórnarskipunin end- urspeglar það því í henni sitja tveir fulltrúar Bændasamtakanna og þrír fulltrúar frá ríkinu.“ Gegnir verulegu hlutverki Bjarni er á því að sjóðurinn hafi gegnt verulegu hlutverki í þróun atvinnugreinarinnar. „Þar vil ég fyrst ítreka hlut sjóðs- ins í hagræðingunni sem ég nefndi áðan. Í öðru lagi nefni ég þá breyt- ingu á áralagi sem varð í sveitum landsins upp úr 1985 en þá lagði sjóðurinn fram stóran skerf til nýsköpunar og atrvinnuuppbygg- ingar í sveitum. Í þriðja lagi hefur hann af vaxandi þunga stuðlað að rannsóknum og þróun en á því sviði er komin alllöng hefð á samvinnu við Rannsóknamiðstöð Íslands. Það hefur orðið gífurleg breyt- ing í sveitum á starfstíma sjóðsins og raunar ekki hægt að tala um sömu sveitirnar. Sjóðurinn á mik- inn hlut í vexti ferðaþjónustu á vegum bænda. Einnig má nefna að Íslendingar eru í fremstu röð meðal þjóða heims hvað varðar rannsókn- ir á bleikju og bleikjueldi. Það er ekki síst að þakka framlagi sjóðsins til eflingar slíkra rannsókna á Hól- um sem menn njóta núna. Annað stórt verkefni sem sjóðurinn hefur styrkt eru rannsóknir á sumarexemi í hrossum. Reyndar hefur þáttur Framleiðnisjóðs í rannsóknum sem snerta landbúnað verið það mikill að menn fyndu fyrir því ef hann félli niður. Sjóðurinn hefur líka verið hvati að þeirri nýsköpun sem margir bændur hafa ráðist í til að tryggja sér atvinnu. Framlög sjóðsins hafa þó ekki verið nema lítill hluti af þeim kostnaði sem bændur taka á sig vegna breytinga á búskaparhátt- um og rekstri. Sem dæmi má nefna að ætli bóndi að ráðast í fjárfesting- ar vegna ferðaþjónustu sem nemur 30 milljónum – sem telst ekkert sérlega mikið nú til dags – þá get- ur framlag sjóðsins aldrei orðið hærra en tvær milljónir því reglurn- ar segja til um að hlutur sjóðsins í nýsköpunarverkefnum getur aldrei orðið meiri en 30% og að hámarki tvær milljónir króna. Afganginn verður bóndinn að fjármagna með öðrum hætti. Þetta hámark getur farið upp í 50% eða jafnvel hærra þegar rann- sóknir eiga í hlut og einnig hafa framlög sjóðsins til eflingar endur- menntunar bænda orðið hærri en á það hefur sjóðurinn lagt mikla áherslu.“ Nýsköpun og rannsóknir – Hvert er hlutverk Framleiðni- sjóðs núna? „Það felst aðallega í tvennu. Annars vegar er það stuðningur við nýsköpun og að hjálpa til við að leita að raunverulegum tækifær- um til nýsköpunar í þeim fjölþætta landbúnaði sem nú er að mótast. Hins vegar tekur sjóðurinn þátt í að fjármagna hagnýt rannsóknarverk- efni sem orðið geta til þess að auka framleiðni hinna ýmsu greina land- búnaðarins. Við þetta má svo bæta við miðlun þekkingar, hvort sem er í stuðningi við endurmenntun, ritun kennsluefnis eða leiðbeiningastarf á sviði nýsköpunar.“ – Hver er framtíðarsýn sjóðsins, verður hann til um aldur og ævi? „Sjóðurinn var upphaflega settur á stofn sem átaksverkefni eins og við köllum það í dag í þeim tilgangi að sinna nýsköpunarverkefnum í landbúnaði. Hvort sem Framleiðni- sjóður verður áfram við lýði hef ég trú á því að einhver sjóður þurfi að vera til og gegna því hlutverki að örva nýja hugsun og skapa nýja þekkingu í grein sem er jafnfjöl- breytt og hinn nýi landbúnaður og jafnmiklar kröfur eru gerðar til.“ Eins og áður segir hefur ráðstöf- unarfé sjóðsins verið á þriðja hundr- að milljónir króna á ári að undan- förnu en nú er að verða breyting á því. „Samkvæmt búnaðarlagasamn- ingi er samið um fjármögnun sjóðs- ins um tiltekið árbil. Nú er árlegt ríkisframlag samkvæmt þessum samningi á bilinu 160-170 milljónir króna. Við þetta hafa bæst um það bil 50 milljónir króna sem eru hluti af tollum sem lagðir voru á innflutt kjarnfóður. Frá og með næsta ári fellur þessi tekjupóstur niður. Loks bætast við þetta vaxtatekjur. Á árinu 2006 var ráðstöfunarfé sjóðsins um 250 milljónir króna en við sjáum fram á 50 milljóna króna skerðingu á árinu 2007. Það þýðir að við verð- um að endurskoða viðfangsefni sjóðsins að einhverju leyti.“ Eins og áður kom fram er Bjarni formaður sjóðsins skipaður af land- búnaðarráðherra. Aðrir í stjórn eru Gunnar Sæmundsson og Sveinn Ingvarsson skipaðir af Bændasam- tökunum,KjartanÓlafssonalþingis- maður skipaður af landbúnaðarráð- herra og Elín Aradóttir starfsmaður Impru skipuð af ráðherra byggða- mála sem nú heyra undir iðnaðar- ráðuneytið. Skrifstofur Framleiðnisjóðs eru á Hvanneyri. Þar starfa þau Jón G. Guðbjörnsson framkvæmdastjóri og Þórhildur Þorsteinsdóttir fulltrúi sem er í hlutastarfi en hún er sauðfjárbóndi á Brekku í Norðurárdal þess utan. Bjarni Guðmundsson prófessor og stjórnarformaður Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. 15% 16% 7% 7% 9% 13% 33% Þróunarverkefni búgreina Önnur þróunarverkefni Samfjármögnun Rannís Fræðsla,endurmenntun, ráðgjöf Til markaðsverkefna Afurðastöðvar og önnur fyrirtæki í dreifbýli Búháttabreytingar og nýsköpun bænda Framleiðnisjóður landbúnaðarins hefur starfað frá 1966 Fertugur sjóður með framtíðarhlutverk – Rætt við Bjarna Guðmundsson stjórnarformann um sögu og þróun sjóðsins Almenn rannsókna- og þróunarverkefni 1997-2006 Þr óu na rv er ke fn i b úg re in a Ön nu r þ ró un ar ve rk ef ni Sa m fjá rm ög nu n Ra nn ís ðs la ,e nd ur m en nt un ,rá ðg jö f Ti l m ar ka ðs ve rk ef na g ön nu r f yr irt æ ki í dr ei fb ýl i u p p h æ ð Þróunar- v rkefni búgreina Önnur þróunar- verkefni Samfjár- mögnun Rannís Fræðsla,endur- menntun, ráðgjöf Til markaðs- v rkefna Afurðastöðvar og önnur fyrirtæki í dreifbýli Flokkun L o ð d ýr a ræ kt K a n ín u ræ kt F is ke ld i F e rð a þ jó n u st a H lu n n in d a n ýt in g Ið n a ð a r- o g h a n d - ve rk sa ð st a ð a H e st a te n g d ve rk e fn i S m á vi rk ja n ir Ö n n u r n ýs kö p u n á b ú jö rð u m H e im a vi n n sl a a fu rð a F é la g sl e g v e rk e fn i á v e g u m b æ n d a Málefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.