Bændablaðið - 12.12.2006, Síða 26

Bændablaðið - 12.12.2006, Síða 26
26 Þriðjudagur 12. desember 2006 Allir fá þá eitthvað fallegt Krakkarnir í 1. bekk í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit hlakka mikið til jólanna og voru búin að hugsa sér eitt- hvað sem þau langar að fá í jólagjöf. Gjafmildir jólasvein- ar eru greinilega í uppáhaldi og enginn var neitt sérstak- lega hræddur við Grýlu. Tinna Ósk Ompi Rúnarsdóttir– Mig lang- ar í fjarstýrðan bíl í jólagjöf, hinn bilaði og klessir alltaf á. Í jólafríinu ætla ég að baka piparkökur og smákökur með mömmu minni. Uppáhalds jólasveinninn minn er Kjötkrókur af því að hann er vinur Kertasníkis, en ég hef samt ekkert spjallað við þá. Stekkjastaur er fyrsti jólasveinninn. Ólafur Már Þrastarson – Í jólagjöf langar mig í tölvuleiki og í jólafríinu ætla ég að baka smákökur og leika mér með jóladót. Uppáhalds jólasveinninn minn er Skyrgámur því ég fæ alltaf skyr hjá honum. Guðjón Valberg Hilmarsson – Mig langar í byssu, svona fallbyssu, og ... man ekki eftir meiru. Ég ætla bara að leika í jólafríinu. Fyrsti jólasveinninn sem kemur er Stekkjastaur en Stúfur er uppáhalds jólasveinninn minn. Ágúst Máni Ágústsson – Ég er að spá að mig langar í svona Brúder, það er sko dótadráttarvél, og líka byssu. Í jólafríinu ætla ég að baka með mömmu minni og leika mér, kannski líka taka til en mér finnst skemmtilegast að baka. Uppáhalds jólasveinninn minn er Kertasníkir, það er svo auðvelt að gefa hon- um en erfitt að setja kjöt ofan í skóinn fyrir Kjötkrók. Katrín Sigurðardóttir – Mig langar í Baby Born-dúkku í jólagjöf en í jólafríinu ætla ég bara dansa í kringum jólatréð og leika mér eitthvað. Fyrsti jólasveinninn sem kemur heitir Stekkjastaur. Jökull Karlsson – Í jólagjöf vil ég fá bíla, helst sportbíla, og svo Playmo. Þegar jólafríið kemur ætla ég að lesa af pökkun- um og hjálpa pabba að jólaskreyta. Uppáhalds jólasveinninn minn er Kjötkrókur því hann hengdi hangikjötslæri upp í eld- húsinu þegar hann kom í fyrra. Tristan Darri Ingvarsson – Mig langar í skíði, nærbuxur og fótboltaskó í jólagjöf og í jólafríinu ætla ég bara að fara að versla í bænum, og reyna að verða stærri en pabbi minn. Pottasleikir er uppáhalds jólasveinninn minn af því að hann gaf mér gott í skóinn. Ísak Rögnvaldsson – Uhh ... mig langar í svona Playmo-ridd- ara og líka gönguskíði í jólagjöf en ég hef samt aldrei farið á gönguskíði. Ég ætla bara að leika í jólafríinu, kannski svona bóndaleik með Tristani. Kertasníkir er uppáhalds jólasveinn- inn minn því hann gaf mér bangsa, svona með ól og bandi, en Stekkjastaur er samt fyrsti jólasveinninn. Valdimar Níels Sverrisson – Mig langar sko í krossara í jóla- gjöf, og fjórhjól og dótadráttarvél. Í jólafríinu ætla ég bara að leika mér við Andrés og Reyni og líka hjálpa til í fjósinu. Mér finnst Skyrgámur hundleiðinlegur, hann skildi bara eftir skyr á bekknum en Kertasníkir er miklu skemmtilegri, hann setur bara kerti í skóinn og það eru engin læti í honum. Birkir Blær Óðinsson – Í jólagjöf langar mig í vélmenni, svona dótavélmenni, og eitthvað meira dót. Ég ætla bara að leika mér í jólafríinu mínu. Fyrsti jólasveinninn sem kemur er Stekkjastaur en það er enginn í uppáhaldi. María Rós Magnúsdóttir – Mig langar í snyrtiborð í jóla- gjöf og líka vélmenni sem ber póst og blöð og stóran bangsa. Ef pabbi verður kominn heim þá ætla ég að byggja með hon- um snjóhús í jólafríinu og leika mér úti. Ég er ekkert hrædd við jólasveinana og Skyrgámur er uppáhalds jólasveinninn minn því þegar hann koma á leikskólann í fyrra gaf hann mér dót og skyr. Jón Smári Hansson – Mig langar í fjarstýringarþyrlu og svona dót sem getur keyrt á sandi. Það er með rauð augu og fæst í Glerártorgi, við hliðina á þar sem maður kaupir græn- metið. Í jólafríinu ætla ég að skjóta upp flugeldum með pabba mínum. Uppáhalds jólasveinninn minn er Hurðaskellir. Fræðaþing landbúnaðarins 2007 Hið árlega Fræðaþing landbúnaðarins verður haldið dagana 15. og 16. febrúar n.k. Þingið verður haldið í Reykjavík. Dagskrá þingsins verður fjölbreytt að vanda. Fyrri daginn, 15. febrúar, verður sameiginleg dagskrá fyrir hádegi og síðan verða þrjár samtíma málstof- ur eftir hádegi, ásamt veggspjaldasýningu. Föstudaginn 16. febrúar verða tvær málstofur árdegis og þrjár síðdegis. Drög að dagskrá þingsins í heild verða birt á www.landbunad- ur.is næstu daga. Undirbúningsnefndin Ný útgáfa af MARK (www.bufe. is) er komin á Netið. Í þessari nýju útgáfu geta kúabændur fengið upplýsingar um fjölda árs- kúa annars vegar miðað við raun- tímastöðu (12 mánuði aftur í tím- ann) og hins vegar fjölda árskúa á tímabilinu 1. september 2005 til 31. ágúst 2006 en sú tala var not- uð til grundvallar útreikningi á gripagreiðslum sem bændur hafa fengið sent yfirlit um. Jafnframt geta bændur fengið nánari yfir- litsskýrslu þar sem kemur fram hver og ein kýr ásamt fjölda daga á skýrslu. Þetta er hægt fyr- ir bæði áðurnefnd tímabil. Bændum er vinsamlega vísað á MARK til að leita nánari upplýs- inga og ef þeir hafa athugasemdir við útreikninginn á fjölda árskúa er þeim bent á að hafa samband við viðkomandi búnaðarsamband. Allar lögmætar leiðréttingar verða teknar til greina og eru þá grund- völlur að leiðréttum gripagreiðsl- um næsta mánaðar á eftir. Rétt er að taka fram að þessi útreikningur byggist á þeim gögnum sem koma í gegnum skýrsluhaldið og á hjarð- bókum sem hafa borist eða verið skráðar beint í MARK. Ítrekað skal mikilvægi þess að skila inn full- nægjandi upplýsingum í samræmi við reglugerð um skyldumerkingar búfjár nr. 289/2005. Gripagreiðslur í nautgriparækt á Netinu

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.