Bændablaðið - 12.12.2006, Side 40

Bændablaðið - 12.12.2006, Side 40
40 Þriðjudagur 12. desember 2006 Nokkur réttindi / hlunnindi sem tengjast aðild að Bændasamtökum Íslands Starfsmenntasjóður BÍ Stofnaður 2006 með samkomulagi við Framleiðnisjóð landbún- aðarins og kemur í stað framlaga, sem Framleiðnisjóður hef- ur veitt til að styrkja endurmenntunarnámskeið fyrir bændur. Ráðstöfunarfé: a) Árlegt framlag úr Framleiðnisjóði b) Eigið framlag BÍ c) Vaxtatekjur Réttur til framlaga: a) Félagar BÍ með fasta búsetu á lögbýli b) Starfandi bændur með búnaðargjaldskyldan rekstur c) Starfsfólk bænda (nánari skilyrði) Styrkhæf námskeið: • Námskeið tengd starfs-/ búgreinum eða fagsviði umsækj- enda • Námskeið sem auka almenna starfshæfni – tölvutækni, tungumál, fjarvinnsla og samskipti, félagsstörf Út á hvað er greitt: • Námskeiðsgjöld • Ferðakostnað • Fjarskiptakostnað v. fjarnáms Styrkfjárhæðir: Hver og einn getur fengið styrk annað hvert skólaár. a) Námskeið a.m.k. 8 kennslustundir: kr. 8.000 b) 2 dagar a.m.k. 15 kennslustundir: kr. 15.000 c) Einfaldara, styttra námskeið (4–8 st.): kr. 4.000 Ferðastyrkir breytilegir kr. 3.000/6.000 Skilafrestur umsókna: • Fyrir 10. hvers mánaðar • Ef umsókn er rafræn verður móttaka staðfest innan tveggja virkra daga • Afgreiðsla tilkynnt fyrir 25. dag mánaðarins Reglur og umsóknareyðublað á bondi.is Sjúkrasjóður BÍ • Stofnaður 2004 með 10 millj. kr. framlagi skv. fjárhags- áætlun • Markmið: Að styrkja sjóðsfélaga vegna langvarandi veik- inda og tekjutaps vegna þeirra, t.d. til að kosta afleysing- ar • Tekjur: Fjárveitingar skv. ákvörðun búnaðarþings hverju sinni • Réttindi: Félagar í BÍ og makar þeirra, sem stunda búr- ekstur á lögbýlum • Styrkupphæð: Nú 100 þ. kr. á mánuði • Ekki greitt út á styttra veikindatímabil en tvo mánuði • Ekki greitt út á fyrsta mánuð veikinda • Mest 3 mánuðir í senn og mest 6 mánuðir á 12 mánaða tímabili • Heimilt að greiða vegna sjúkrakostnaðar Til frádráttar: Aðrar tekjur/bætur umfram 40 þús. kr. á mánuði Reglur og umsóknareyðublað á bondi.is – félagssvið Mikilvægt er, að greinargóð gögn fylgi umsókn, t.d. að læknisvottorð tilgreini tímabil, þegar viðkomandi telst óvinnufær Orlofssjóður / orlofshús BÍ Stofn sjóðsins: Söluandvirði sumarhúsa við Álftavatn 1998 BÍ eiga 2 sumarhús á Hólum og íbúð í Sólheimum, Reykjavík Tekjur sjóðsins: a) Árleg raunávöxtun b) Leigutekjur af íbúð og orlofshúsum Réttindi: Þeir sem uppfylla skilyrði um aðild að BÍ • Hámark 70 styrkir á ári • 4 ár milli úthlutana til sama aðila eða maka Umsóknarfrestur: Til 15. mars ár hvert Styrkupphæð: Nú 31.500 kr. miðað við 7 daga eða 4.500 kr. á sólar- hring. • Greitt gegn reikningi fyrir gistikostnað Orlof hvar? Innanlands sem utan; þó ekki greitt fyrir dvöl í orlofshús- um BÍ Hús á Hólum: Úthlutun jafngildir úthlutun orlofsstyrks Íbúð í Sólheimum: • Dvöl allt að viku í senn og lengur við sérstakar aðstæður • Verð á sólarhring 3.500 kr. • Svefnpláss fyrir átta manns • Sótt um til Kötlu Sigurgeirsdóttur, s. 821 4840 milli kl. 09 – 17 virka daga Upplýsingar um Orlofssjóð BÍ á bondi.is – félagssvið Afsláttarkjör á hótelum BÍ eiga og reka tvö hótel: • RadissonSAS Hótel Saga • Park Inn Ísland (Hótel Ísland) Félagsmönnum BÍ bjóðast afsláttarkjör á báðum hótelum frá 1. október til 30. apríl Gisting með morgunverði (kr.): Eins m./Tveggja m. RadissonSAS – Hótel Saga 7.000 / 8.000 Park Inn Ísland (Hótel Ísland) 6.000 / 7.000 Afsláttarkort fást í afgreiðslu BÍ gegn staðfestingu á félagsaðild og/eða greiðslu í Lífeyrissjóð bænda Tryggingasamningur við VÍS BÍ gerðu rammasamning um tryggingar fyrir bændur 1999 að undangengnu útboði. Samningurinn er til endurskoðunar, en hann kveður á um: Skilgreiningu á tryggingavernd Tvö stig: • Grunntryggingar • Valtryggingar • Iðgjaldagrunn og afslátt • Þjónustu

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.