Bændablaðið - 12.12.2006, Side 49

Bændablaðið - 12.12.2006, Side 49
49Þriðjudagur 12. desember 2006 H ön nu n: S pö r - R ag nh ei ðu r Á gú st sd ót ti r Háþ rýstidælur Þegar ðar euh ámarks öfur K 6.80 M Plus Vinnuþrýstingur: 20-135 bör Vatnsmagn: 530 ltr/klst Túrbóstútur + 50% Lengd slöngu: 9 m Sápuskammtari Stillanlegur úð i K 7.80 M Plus Vinnuþrýstingur 20-150 bör Stillanlegur úð i Sápuskammtari K 7.85 M Plus Vinnuþrýstingur: 20-150 bör Vatnsmagn: 550 ltr/klst Stillanlegur úð i Sápuskammtari Túrbóstútur + 50% 12 m slönguhjól Vatnsmagn: 550 ltr/klst Túrbóstútur + 50% Lengd slöngu: 9 m SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS K 5.80 M Plus Vinnuþrýstingur: 20-125 bör Vatnsmagn: 450 ltr/klst Lengd slöngu: 7,5 m Stillanlegur úð i Túrbóstútur + 50% Sápuskammtari Ýmsir aukhlt Sn únigsdkur Byggjum brýr er heiti á Evrópu- verkefni sem styrkt er af Leon- ardo sjóðnum. Nú í liðnum mán- uði var haldinn verkefnafundur á Ítalíu og sóttu hann nokkrar íslenskar konur sem tengjast þessu verkefni. Fulltrúar Landbúnaðarháskóla Íslands voru Ásdís Helga Bjarna- dóttir og Theodóra Ragnarsdóttir, frá Lifandi landbúnaði fóru þær Ragnhildur Sigurðardóttir, Álfta- vatni, Laufey Guðmundsdóttir, Lækjarhúsum, og Sigrún Ásta Bjarnadóttir, Stóru-Mástungu, en að auki fór Sigríður Bragadóttir, Síreksstöðum, fyrir hönd Bænda- samtaka Íslands, sem einnig eiga aðild að verkefninu auk Landbún- aðarháskólans og Lifandi landbún- aðar. „Þetta er tveggja ára verkefni og það er nú hálfnað,“ segir Ásdís Helga. Auk Íslands eiga aðild að verkefninu fulltrúar frá Ítalíu, Tékklandi, Slóvakíu, Danmörku og Þýskalandi. „Á vegum þessa verkefnis hefur verið unnið að því að koma upp og virkja tengslanet kvenna í dreifbýli,“ bætir Ásdís Helga við. Hún segir að í upphafi, þegar verkefnið hófst haustið 2005, hafi verið unnin þarfagreining meðal kvenna í dreifbýli á þörf- um þeirra fyrir námskeið og eða fræðslu og eftir að henni var lokið varð niðurstaðan sú að búnir voru til níu mismunandi námspakkar. Í þeim má finna grunn- og fram- haldsáfanga um fjarnám, námskeið um heimavinnslu og sölu afurða, landbúnaðartengda ferðaþjónustu, örnámskeið um landbúnað, tíma og verkefnastjórnun, um notkun fjár- hunda, um samskipti og framkomu og miðlun og nýtingu upplýsinga. Útbúin verður handbók fyrir lyk- ilkonur sem munu halda utan um fræðslustarfið í samvinnu við verk- efnastjórnina. Vefgrunnurinn www. building-bridges.is hefur verið útbúinn og verður námspökkunum miðlað um hann, en einnig verður hægt að taka þátt í staðarnámi í eig- in heimahéraði. Einn námspakki er þegar kominn inn í grunninn, en stefnt að því að setja þá inn jafnt og þétt og gera þá þannig aðgengi- lega. „Fundurinn á Ítalíu var á marg- an hátt sérstæður, en þar áttum við fund með Félagi kvenna í atvinnu- rekstri í Flórens og hittum að máli bændur í Toskana-héraði, en við þá ræddum við stöðu og framtíð land- búnaðarins. „Á margan hátt var reynsla kvenna frá öllum þessum sex löndum svipuð; flótti kvenna úr dreifbýli í þéttbýli er mikill, möguleikar á því að lifa eingöngu á landbúnaði eru takmarkaðir, erfitt er að eignast eða komast yfir jarðir svo eitthvað sé nefnt,“ segir Ásdís Helga. Þannig hafi margt verið með svipuðum hætti, en leiðirnar að markmiðunum aftur á móti mjög mismunandi;stoðkerfilandbúnaðar- ins er byggt upp með mismunandi hætti í löndunum, viðhorf og sýni- legur vilji stjórnvalda til að ná fram jafnrétti innan stéttarinnar, sem og einnig stofnana, er mismunandi. Um 80 þátttakendur tóku virkan þátt í umræðunni um þetta verkefni og vakti fundurinn almenna athygli. Þannig sagði ítalska sjónvarpið frá fundinum og ræddi við forsvars- menn þess. Nú fram að áramótum verður, að sögn Ásdísar Helgu, lögð lokahönd á námsáfangana og þeim komið fyrir í námsgrunninum. Allir verða þeir aðgengilegir á ensku til að byrja með, en á vordögum má gera ráð fyrir að þeir verði komnir að einhverju leyti einnig inn í grunn- inn á íslensku. Fyrstu áfangarnir fyrir konur í dreifbýli verða í boði nú fljótlega eftir áramót og þær konur, sem kunna að hafa áhuga, geta sett sig í samband við Ragnhildi Sigurðar- dóttur, ragnhildur.umhverfi@sim- net.is. Konur í dreifbýli taka þátt í Evrópuverkefninu Byggjum brýr Vandinn oft áþekkur en leiðir að lausn mismunandi Fjölþjóðlegur fundur á Ítalíu. þjónustu bænda sem hefur verið í smíðum í rúm 2 ár. Kerfið verður mjög nútímalegt að því leytinu að það tengir saman í eitt sölunet þá 150 ferðaþjónustubændur sem eru innan samtakanna. Miðlægur bók- anagrunnur mun halda utan um upplýsingar um öll gistirými og þjónustu ferðaþjónustubænda og viðskiptavinir geta leitað að ferða- þjónustu á vefsíðunum, búið til ferðapakka, bókað og greitt á raun- tíma. Þessi rauntímabókunarlausn byggir á að allir þjónustuveitend- ur í kerfinu séu nettengdir og geti viðhaldið réttri bókunarstöðu um hvað er bókanlegt til viðskipta- vinarins. Þegar vinnan við þessa lausn fór af stað fyrir um 3 árum sáum við það fyrir að allir ferða- þjónustubændur ættu kost á ISDN tengingum í ársbyrjun 2006 en krafan um öflugri nettengingar hef- ur aukist mjög mikið síðustu miss- eri á internetinu almennt. Flestar vefsíður sem hafa einhverskonar verslunar- og viðskiptakerfi eða upplýsingakerfi þurfa á háhraða- nettengingum að halda í dag. Þær eru einfaldlega ekki hannaðar með lághraða nettenginar í huga. Það er mjög ánægjulegt að ný fjarskipta- áætlun Alþingis gerir ráð fyrir að Fjarskiptasjóður styðji við upp- byggingu fjarskiptakerfa á þeim svæðum sem fjarskiptafyrirtækin munu ekki bjóða háhraðatenging- ar. Félag ferðaþjónustubænda hef- ur áður ályktað um mikilvægi þess að nettengingar eflist í dreifbýli og nú eru töluverðir viðskiptalegir hagsmunir í húfi að það gerist sem fyrst. Undirritun samstarfssamninga – spennandi viðfangsefni framundan Á Uppskeruhátíðinni var skrifað undir tvo samstarfssamninga. Ann- ars vegar er á ferðinni nýtt verkefni sem unnið verður í samstarfi við Landgræðslu ríkisins og Skógrækt- arfélag Íslands og þá var endurnýj- aður samstarfssamningur við Hóla- skóla-Háskólann á Hólum hins vegar. Græðum land og bætum loftslag Félag ferðaþjónustu bænda og Ferðaþjónusta bænda hf. skrifuðu undir samning við Landgræðslu ríkisins og Skógræktarfélag Íslands á Uppskeruhátíð Ferðaþjónustu bænda. Markmiðið með samn- ingnum er að Félag ferðaþjónustu bænda og Ferðaþjónustu bænda hf hvetji félaga sína til skipulagðrar landgræðslu og skógræktar. Jafn- framt að vekja athygli ferðamanna á því hvernig þeir geta bætt fyrir þá losun gróðurhúsalofttegunda sem ferðalög þeirra valda. Umhverfismál og þjónustugæði Á undanförnum árum hefur Ferða- þjónusta bænda hf. og Félag ferða- þjónustu bænda í samvinnu við Ferðamáladeild Hólaskóla-Háskól- ans á Hólum, unnið markvisst að því að efla gæði og fagmennsku ferðaþjónustu í dreifbýli. Samstarf- ið hefur verið árangursríkt og er vilji til að endurnýja samstarfið með sérstakri áherslu á vinnu við að auka gæði íslenskrar ferðaþjón- ustu. Markmiðið með verkefninu er sem fyrr að skipa ferðaþjónustu- bændum í fremstu röð hvað varðar gæði þjónustu, skýra ímynd og sjálf- bæra þróun fyrirtækja með notkun Green Globe til að markaðssetja þann árangur. Ferðaþjónusta í dreif- býli er ört vaxandi atvinnugrein og íslenskir ferðaþjónustubændur gegna mikilvægu hlutverki í upp- byggingu öflugrar ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Með stuðningi við gæða- og vöruþróunarstarf í greininni er lagður grundvöllur að auknu samkeppnishæfi íslenskrar ferðaþjónustu til framtíðar. Lögð er áhersla á samstarfsverkefni á tveim- ur meginsviðum á næstu þremur árum, þ.e. á sviði umhverfismála og þjónustugæða. Skrifað undir samning um samstarfsverkefni Ferðaþjónustu bænda, Skógræktarinnar og Landgræðslunnar.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.