Bændablaðið - 12.12.2006, Síða 52

Bændablaðið - 12.12.2006, Síða 52
52 Þriðjudagur 12. desember 2006 Nú er lokið vinnu á kynbótamat- inu í nautgriparæktinni haustið 2006 og ræktunarhópur fagráðs í nautgriparækt hefur valið þann nautahóp sem mun verða boðinn til notkunar næstu mánuði sem reynd naut. Ný nautaskrá mun birtast á næstu vikum með ítarleg- um upplýsingum um þessa gripi. Hér verður gerð örstutt grein fyr- ir þeim nautum sem koma nú til noktunar að fenginni reynslu af dætrum þeirra. Byrjum samt aðeins á því að líta á nautaárganginn frá 1999 sem nú er kominn með það mikla reynslu af dætrum að endanlega er ljóst hvað þaðan kemur til framhaldsnotkunar af þeim nautum. Eftirtekjan þar er með rýrara móti eins og áður hefur komið fram. Aðeins fimm naut úr þeim hópi koma til framhaldsnotk- unar og þar af aðeins eitt sem nauts- faðir, Þollur 99008. Hann er öflugur kynbótagripur sem enn styrkir sitt mat með enn meiri upplýsingum fyrir dæturnar. Hin nautin í þessum hópi, sem eru í notkun sem reynd naut, Ábætir 99002, Spuni 99014, Ótti 99029 og Gangandi 99035 gera það góðu heilli líka. Það er ástæða til að benda á það að fjögur af þess- um nautum; Ábætir, Þollur, Ótti og Gangandi, eru undan mismunandi nautum og um leið einu reyndu nautum undan þeim feðrum sem í notkun eru þannig að þessi naut eru líklega þau sem eru hvað fjarskyld- ust núverandi kúastofni í landinu og af þeirri ástæðu einni um ýmislegt áhugaverð til nokkurrar notkunar. Ástæða er til að minna á að dætur Ganganda eru einhver glæsilegasti dætrahópur sem nokkru sinni hefur komið fram um skrokkbyggingu og júgurgerð, til viðbótar því að vera taldar hafa frábærar mjaltir. Meginviðbót nauta til notkunar sem nýir gripir nú eru samt fyrstu nautin úr árganginum frá 2000. Það mikil reynsla er nú komin af dætr- um eldri nautanna í þessum hópi að sex þeirra eru nú valin til framhalds- notkunar. Skoðun á dætrum þessar nauta lauk á síðastliðnu vori og niður- stöður kvíguskoðunar fyrir þenn- an nautaárgang liggja fyrir og eru aðgengilegar á vef BÍ. Þessi nauta- árgangur var að meginhluta mynd- aður af tveimum stórum hálfbræðra- hópum undan þeim Tjakki 92022 og Smelli 92028 en einnig eru nokkrir synir Skugga 92025 en þeir eru í yngri hluta hópsins þannig að ekki er komin næg reynsla enn af dætrum þeirra. Dætur nautanna í þessum nautárgangi einkennast af því að vera fallegar kýr að skrokk- bygginu og hafa góða júgur- og spenagerð. Mjaltir hjá þessum kúm eru aftur á móti nokkuð breytilegar og sum þessi naut gefa kýr sem eru of gallaðar að þessu leyti. Í heild er greinilegt að synir Smells skila öfl- ugri kúm um afurðir en Tjakkssyn- irnir sem tæplega kemur að óvart í ljósi þeirrar reynslu sem nú er kom- in af dætrum þessara tveggja nauta. Ljóst er að þegar frekari reynsla fæst af dætrum nautanna í árgang- inum koma nokkur fleiri naut úr honum til frekari notkunar þannig að í heildina fæst þar góður hóp- ur nauta en hins vegar virðist ekki vera þar neinn afgerandi gripur eins og stórstirni síðasta áratugar, Kað- all 94017, Punktur 94032, Stígur 97010 og fleiri. Nautin sem koma nú til notkun- ar eru Laski 00010, Golli 00012, Kistill 00017, Kósi 00026, Júdas 00031 og Náttfari 00035. Kistill er sonur Tjakks en hinir fimm eru Smellssynir. Laski 00010 er frá Dalbæ í Hrunamannahreppi og var móðir hans, Lubba 177, fádæma endingar- góð og öflug, dóttir Rauðs 82025. Dætur Laska er góðar mjólkurkýr með jákvæð efnahlutföll í mjólk og er afurðamat hans 113. Þetta eru fallegar kýr með ágæta júgur- og spenagerð og hafa 118 í mat um frumutölu. Þær hafa jákvætt mat fyrir mjaltir og eru mjög skapgóð- ar. Kynbóteinkunn hans er 112. Golli 00012 er frá Garðsá í Eyjafjarðarsveit og er móðir hans, Brúða 311, enn í fullu fjöri og sýnir því líkt og Lubba 177 einstaka end- ingu og hefur verið feikilega öflug mjólkurkýr, en hún er dóttir And- vara 87014. Golli gefur mjólkur- lagnar kýr með fremur hátt fituhlut- fall og próteinhlutfall um meðaltal og afurðamat 115. Þessar kýr hafa sterka júgurgerð en spena aðeins í grófara lagi og dómur þeirra um mjaltir og skap er í tæpu meðallagi. Kynbótamat hans er 104. Kistill 00017 er, eins og áður var nefnt, eini Tjakkssonurinn í þessum hópi en hann er frá Bryðju- holti í Hrunamannahreppi og móð- ir hans, Mása 167, var öflug mjólk- urkýr undan Daða 87003. Dætur hans virðast mjólkurlagnar með efnahlutföll mjólkur nærri meðal- tali og afurðamatið 111. Þetta eru snotrar kýr með gallalitla júgur- og spenagerð, mjaltir nærri meðaltali og fá mjög lofsamlega umsögn um skap. Kynbótaeinkunn 106. Kósi 00026 er frá Svertingsstöð- um í Eyjafjarðarsveit og var móðir hans, Gullbrá 142, farsæl og öflug mjólkurkýr en hún var dóttir And- vara 87014. Dætur hans eru vel í meðallagi mjólkurlagnar, með góð efnahlutföll í mjólk og afurðamat hans er 109. Þetta eru sterkbyggð- ar kýr með góða júgurgerð og spena. Mjaltir eru aðeins breytileg- ar og dómur um þann eiginleika í slöku meðallagi en dómur um skap jákvæður. Kynbótaeinkunn 106. Júdas 00031 er frá Syðri-Knarr- artungu á Snæfellsnesi og var móð- ir hans, Blökk 119, mjög öflug og farsæl kýr undan Þræði 86013 og þess má geta að móðurmóðir hans, Hosa 109, var ekki síður athyglis- verður gripur en hún féll á síðasta ári og hafði lagt að baki nær 15 ár í framleiðslu og skilað meiri æviafurðum en flestar íslenskar mjólkurkýr. Dætur hans eru vel mjólkurlagnar með efnahlutföll í tæpu meðallagi og afurðamat hans er 105. Þessar kýr fá mjög jákvætt gæðamat hjá eigendum sínum enda dómur bæði um mjaltir og skap mjög jákvæður. Júgurgerð er sterk- leg en spenar stundum heldur í lengra lagi. Kynbótaeinkunn hans er 106. Náttfari 00035 er frá Vorsabæ í Landeyjum en móðir hans, Góða- nótt 165, var fádæma mjólkurlagin og öflug kýr af þekktri móðurlínu þar sem margar kúnna hafa verið í hópi hæstu kúa í landinu í kynbóta- mati en Góðanótt var dóttir Daða 87003. Dætur hans eru fádæma mjólkurlagnar (mat um mjólkur- magn 134) en efnahlutföllin í mjólk- inni lág og mat fyrir próteinhlutfall aðeins 78 en afurðamat samt feiki- hátt eða 122. Þetta eru öflugar kýr með góða júgur- og spenagerð. Dómur fyrir mjaltir er í slöku með- allagi en þetta þykja skapgóðar kýr. Kynbótamat hans er 113. Af þessum nautum sem nú fara í notkun verður Laski 00010 notað- ur sem nautsfaðir, Náttfari 00035 verður ekki notaður þannig vegna lágs próteinhlutfalls mjólkur. Góð- ar vonir eru um nokkur fleiri öflug naut úr þessum hópi í mars þegar næg reynsla verður fengin til að fella endanlegan afkvæmadóm fyrir öll nautin úr árganginum frá 2000. /JVJ/ Stjórn raforkubænda hélt fund þann 9. nóvember. Aðalmál fund- arins var undirbúningur fyrir fund með iðnaðarráðherra sama dag. Tilefni þess fundar var að gera sem besta grein fyrir samkeppn- isstöðu nýrra og nýlegra aðila á raforkumarkaði í samkeppni við verð Landsvirkjunar og annarra aðila sem kaupa raforku í heild- sölu. Það verð hefur hins vegar mótast m.a. af ýmsum undanþág- um samkvæmt sérlögum sem hvert þessara fyrirtækja hefur fengið við stofnun og bakstuðn- ingi ríkis og stærri sveitarfélaga við lánsfjárútvegun á lágum vöxt- um. Stjórn Landssamtaka raforku- bænda telur því ljóst að nýir raforkuframleiðendur sem selja orku inn á netið eru að keppa við niðurgreitt verð og munu þurfa að standast þá samkeppni í fram- tíðinni. Á ágætum fundi með iðnaðar- ráðherra benti stjórnin hins veg- ar skriflega á leiðir til nokkurra úrbóta sem ekki ættu að þurfa langan aðdraganda og var því lof- að að málið yrði skoðað í heild sinni. Enn fremur lagði stjórnin fram bréfasamskipti milli hennar og Samkeppniseftirlits sem að endingu fann leið til að vísa mál- inu frá sér þrátt fyrir að í erindis- bréfi hennar komi glöggt fram að henni sé skylt að sinna slíkri mis- munun, enda sér stofnunin ekki út yfir „stóru málin“. Nú er að sjá hver verða við- brögð stjórnvalda og hve langan tíma tekur að móta afstöðu og taka ákvarðanir, en stjórn Lands- samtakanna telur ekki ástæðu til annars en að ætla að tekið verði á málinu af skilningi og fullum velvilja. Fh. stjórnar, Birkir Friðbertsson Frá stjórn Landssam- taka raforkubænda Ný reynd naut til notkunar – Kynbótamat í nautgriparæktinni haustið 2006 Laski 00010 úr Hrunamannahreppnum er eitt nýju nautanna og er með kynbótaeinkunnina 112 sem telst mjög gott. Frá 1. janúar 2007 verður starf- semin á Akureyri rekin undir nafni Vélavers og mun þjónusta verða með svipuðu sniði og ver- ið hefur að því undanskildu að innflutningur á Case IH dráttar- vélum og bindivélum ásamt vara- hlutum verður ekki beint til Akur- eyrar heldur til Reykjavíkur og verður þaðan dreift á landsvísu. Rekstur Vélatorgs á Akureyri, mun frá sama tíma flytjast í hús- næði Vélavers að Krókhálsi 16, Reykjavík, og mun Vélatorg annast áfram innflutning og sölu á Case IH dráttarvélum og bindivélum, en varahluta- og viðgerðarþjónusta verður undir nafni Vélavers. Þjónustumiðstöð Vélavers á Akureyri mun frá 1. janúar n.k. ann- ast sölu og þjónustu fyrir öll tæki frá bæði Vélaveri og Vélatorgi. Tilgangur þessara breytinga er að efla sölu og þjónustu á vélum og tækjum frá Vélaveri og Vélatorgi á landsvísu. StarfsmennVélatorgsmunuflytj- ast til þjónustumiðstöðvar Vélavers á Akureyri frá 1.janúar nk. og mun Jónas Þór Jónasson veita þjónustu- miðstöðinni forstöðu. Símsvörun fyrir þjónustumið- stöðina á Akureyri mun fara fram í gegnum skiptiborð Vélavers í Reykjavík. Símanúmer og faxnúm- er Vélatorgs verða óbreytt. Vélaver hefur ákveðið að selja núverandi húseign sína á Akureyri, þar sem hún hentar ekki lengur fyr- ir starfsemina. Sérstaklega á þetta við um aðstöðu til að þjónusta Iveco atvinnubifreiðar og stærri vinnuvél- ar. Starfsemin mun þó væntanlega verða í núverandi húsnæði fram á árið 2008. Vélaver stefnir að því að byggja nýtt húsnæði fyrir starfsemina sem flutt verður í á árinu 2008, en þá verða liðin 10 ár frá því að fyrir- tækið hóf eigin sölu- og þjónustu- starfsemi á Akureyri. Fyrirtækið hefur meðal annars leitað eftir 10.000 fermetra lóð und- ir starfsemina á nýju athafnasvæði hjá Hörgárbyggð utan Lónsbakka á Akureyri. Vélaver stefnir að því að byggja yfir starfsemina á Akureyri Framtíð Húsabakka í Svarfaðar- dal var til umræðu á fundi sem efnt var til á dögunum, en til hans var boðað í kjölfar íbúaþings í Dalvíkurbyggð. Á þinginu komu fram ýmsar hugmyndir um fram- tíð Húsabakka. Skólahúsin á Húsabakka hafa staðið meira eða minna auð og verk- efnalaus frá því grunnskólahald var lagt þar niður árið 2005. Sem kunn- ugt er var hatrömm andstaða meðal íbúa Svarfaðardals gegn lokuninni og freistuðu Svarfdælingar í kjölfar lokunarinnar þess að segja sig úr lögum við sveitarfélagið Dalvíkur- byggð. Á fundinum voru ræddar ýmsar hugmyndir um framtíðarverkefni staðarins, s.s. náttúrufræða- og menningarsetur, þjóðsagnasetur, leikskólarekstur, handverksmið- stöð, jóga- og heilsumiðstöð, mið- stöð fyrir nýbúafræðslu og einnig var reifuð sú hugmynd að flytja yngribarnakennslu Dalvíkurskóla fram á Húsabakka. Skipaðir voru fjórir vinnuhópar til áframhaldandi undirbúnings. Sparisjóður Svarfdæla og KEA lýstu á sínum tíma vilja sínum til að styðja fjárhagslega við uppbygg- ingu náttúrufræða- og menning- arseturs á Húsabakka í minningu Hjartar E. Þórarinssonar sem var í stjórn beggja þessara stofnana um árabil. Fram kom í máli Svanfríðar Jónasdóttur bæjarstjóra á fundin- um að vilji væri enn til staðar hjá þessum stofnunum að koma að upp- byggingu á Húsabakka. Lister hjá Poulsen Lister Shearing Equipment Limited í Bretlandi og Poulsen hf, Skeif- unni 2 í Reykjavík hafa gert með sér samkomulag um að Poulsen verði umboðsmaður þeirra hér á landi. Lister fjárklippur og tilheyr- andi vara- og aukahlutir hafa verið seldir hér á landi í áratugi enda um að ræða góða og viðurkennda vöru frá gamalgrónu fyrirtæki. „Ég byrjaði að selja Lister hjá Véladeild Sambandsins árið 1965,“ segir Agnar Hjartar hjá Poulsen, „þannig að þetta eru meira en fjórir áratugir sem ég hef verið í samvinnu við Lister. Undanfarin ár hafa nokkur fyrir- tæki hér á landi flutt inn Lister, en nú hafa þeir óskað eftir því að hafa þetta á einni hendi, þetta eru skynsamir menn og völdu Poulsen,“ bætir Agnar við. Poulsen var að fá inn sendingu af Lister-Nova barkaklippum og eru þær á sérstaklega hagstæðu verði í tilefni þessara tímamóta. (Fréttatilkynning) Margar hugmyndir um Húsabakka

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.