Bændablaðið - 11.09.2007, Side 26

Bændablaðið - 11.09.2007, Side 26
Bændablaðið | Þriðjudagur 11. september 2007 Hækkun á verði búvara að und- anförnu hefur aukið eftirspurn eftir bújörðum. Í löndum sem eru hagstæð til landbúnaðar, svo sem Argentínu, sækjast banda- rískir og evrópskir fjárfestar nú eftir því að kaupa jarðnæði, jafn- framt því sem verð á landi fer þar hækkandi. Fasteignamiðlarar í Argentínu greina frá því að fyrirspurnum frá útlöndum um jarðir til sölu fjölgi nú sífellt. Þar hefur landverð hækk- að um 10% á stuttum tíma í hér- uðunum Buenos Aires, Córdoba, Santa Fe og Entre Rios. Verð á hektaranum er að með- altali 10 þúsund US dollarar, en í suðausturhluta landsins, Córdoba, er það komið í 12 þúsund dollara. Að sögn framkvæmdastjóra ráðgjafarfyrirtækisins Compania de Tierras (CAT) berast fyr- irspurnir hvaðanæva að, en mest frá Bandaríkjunum, Frakklandi og Bretlandi. Evrópskir fjárfesting- arsjóðir eru einkum á höttunum eftir stórum samfelldum land- areignum. Átta hundruð hektara jörð er talin lítil í því samhengi. Sem dæmi má nefna að írski fjárfestingarsjóðurinn Agroterra á nú þegar 17 þúsund hektara jarð- næði í vestari hluta Buenos Aires- svæðisins. Þá hafa breskir og bandarískir fjárfestar eignast 50 milljóna dollara hlut í fyrirtækinu El Tejar, sem rekur landbúnað. Það ræður yfir 180 þúsund hekturum af jarðnæði í Argentínu, Brasilíu, Uruguay og Bólivíu. Það léttir fjárfestum í Evrópu kaupin að gengi gjaldmiðla er þeim afar hagstætt um þessar mundir, en ein evra samsvarar nú 4,3 arg- entínskum pesóum. Sem dæmi má nefna að hektari lands í Frakklandi kostar nú 20 þúsund evrur eða um 27 þúsund US dollara (1 evra: 86 kr., 1 dollari: 63 kr.), en hektarinn í Argentínu kostar 10 til 12 þúsund dollara. Sléttur Argentínu hafa auk þess þá kosti fyrir fjárfestingarfyr- irtækin að þar er unnt að stunda stórrekstur í landbúnaði. Landsbygdens Folk Slátrun er nú um það bil að kom- ast í fullan gang um land allt. Sláturleyfishafar hafa allir birt verðskrár skrár sínar yfirleitt með fréttabréfum sem einnig eru hjá mörgum, aðgengileg á netinu. Vænta má að flestir bændur hafi þegar gengið frá sínum viðskiptum í haust út frá þeim upplýsingum. Þegar litið er á breytingar frá fyrra ári þá hefur verð fyrir útflutn- ingskjöt hækkað úr 220 kr/kg í 237 kr/kg eða um 7,73% hjá öllum þeim 6 aðilum sem verðskrár lágu fyrir frá. (Verðskrá KS og Sláturhúss KVH ehf eru nánast þær sömu) Verð fyrir kjöt sem fer í þá fjóra gæðaflokka sem tæplega 75% af framleiðslunni falla í er eins og með fylgjandi tafla greinir. Hækkun frá fyrra ári lætur nærri að vera um 6% á þessum fjórum flokkum, lít- ilsháttar breytileiki milli sláturleyf- ishafa. Tekið skal fram að flokkun er mismunandi milli búa og jafnvel landshluta og sláturleyfishafa og neðangreind tafla gefur því ekki endilega rétta mynd af því með- alverði sem bændur fá greitt eða einstakir sláturleyfishafar greiða. Þá má meta nokkurs mismun á greiðslukjörum en SAH Afurðir ehf og SS greiða innlegg að fullu næsta föstudag eftir sláturviku og KS og Sláturhús KVH ehf greiða 7 dögum eftir sláturdag. EB Á markaði  Verð á sauðfjárafurðum haustið 2007 Innflutningur ýmissa búvara frá áramótum Júlí kg Frá áramótum kg Frá áramótum kr. cif verðmæti Nautgripakjöt 45.062 184.843 87.223.061 Svínakjöt 29.493 88.774 46.812.986 Alifuglakjöt 36.830 132.158 50.683.049 Ostur 9.675 106.294 75.475.464 Kartöflur 606.017 1.109.333 66.681.772 Tómatar 25.772 419.019 59.390.249 Nýtt blómkál og hnappað spergilkál 26.050 247.468 45.715.426 Nýtt hvítkál 70.327 487.919 12.504.346 Nýtt kínakál 10.391 211.795 20.992.546 Nýtt spergilkál 9.195 138.504 20.802.766 Jöklasalat 121.739 720.493 96.269.505 Annað nýtt salat 37.795 231.329 132.313.207 Nýjar gulrætur og næpur 87.686 596.978 69.318.938 Nýjar gulrófur 36.889 122.974 6.485.549 Gúrkur 3.555 128.035 21.787.980 Sveppir 21.848 106.407 38.728.722 Paprika 108.748 757.416 160.599.595 Ný jarðarber 36.288 223.234 129.935.711 Verð á greiðslumarki verðlagsárið 2007-2008 Þann 1. september sl. voru 1.241 þúsund lítrar greiðslumarks fluttir milli lögbýla. Meðalverð var 289 kr/lítra. Á síðasta verðlagsári var meðalverð 286,72 kr/lítra. /EB Dagsetning gildistöku Sala á greiðslumarki ltr. Uppsafnað frá upphafi verðlagsárs, ltr. Meðalverð síðustu 500.000 ltr. kr/ltr* 1. september 2007 1.241.046 1.241.046 289,08 * Að baki meðalverði er að lágmarki miðað við síðustu 500 þúsund lítra. Meðfylgjandi tafla sýnir innflutning á ýmsum búvörum fyrstu 7 mánuði ársins. Innflutningur á nautakjöti nam tæpum 185 tonnum eða um þriðjungi af því sem flutt var inn allt árið í fyrra. Af alifuglakjöti var búið að flytja inn rösk 132 tonn eða tæplega helming þess magns sem flutt var inn í fyrra og af svínakjöti tæp 89 tonn en allt árið í fyrra voru flutt inn tæp 73 tonn. Innflutningur á Kínakáli er meiri en allt árið í fyrra, 212 tonn á móti 207 í fyrra. Af öðrum grænmetistegundum er innflutningur orðinn um 60-70% af því sem var í heildina á síðasta ári. 640 milljónir í gæðastýringu Nú í haust verða alls greidd- ar út rösklega 640 millj. kr. sem gæðastýringarálag. Á síð- asta ári var greitt á 6.670 tonn af dilkakjöti. Miðað við sama magn í haust ætti greiðslan að nema nærri 96 kr/kg. EB Hlutdeild % af innleggi 2006 SS SAH Fjallalamb Norðlenska KS Sláturfélag Vopnfirðinga U3 12,38 385 383 395 382 385 388 R2 22,56 381 381 386 379 383 382 R3 28,98 359 357 361 356 360 359 O2 10,22 366 366 361 366 368 366 100 þúsund fjár slátrað hjá SS á Selfossi Sauðfjárslátrun hjá SS á Selfossi er hafin af fullum krafti og er gert ráð fyrir að slátrað verði um 100 þúsund fjár. Um 130 starfsmenn munu vinna við slátrunina og SS hefur m.a. ráðið 80 útlendinga til verksins, um 40 Skandinava, 25 Pólverja og 13 nýsjálenska slátrara, samkvæmt upplýs- ingum frá Hermanni Árnasyni stöðvarstjóra. MHH SS gerir ráð fyrir að slátra um 100 þúsund fjár í sláturhúsi sínu á Selfossi haustið 2007. Að sögn Gísla Garðarssonar, sláturhússtjóra í sláturhúsi SAH afurða ehf., var meðal fallþungi dilka sem slátrað var hjá þeim í ágúst 1,2 kg meiri en á sama tíma í fyrra. Og dilkar sem slátrað var 3. september voru að meðaltali 700 grömm- um þyngri en sama dag fyrir ári. Gísli segir að lömbin séu feit miðað við stærð og þurfi því að skerast vel fyrir slátrun. ,,Það sagði mér gamalreynd- ur bóndi sem vinnur hjá okkur í sláturhúsinu að þurrkasumar ætti að þýða væn lömb því sauðkind- in aðlagaði sig betur þurrviðri en hrakviðrunum. Það virðist ætla að ganga eftir,“ sagði Gísli. Anna Margrét Jónsdóttir, sauð- fjárræktarráðunautur á Blönduósi, sagði að hluti af skýringunni væri sá að sumarið hefði verið alveg áfallalaust. Eftir að fénu var sleppt út hefði alltaf verið gott veður og þó nokkur gróður komið upp tiltölulega snemma í vor. Hún benti enn fremur á að það fé sem slátrað var í ágúst og fyrstu dag- ana í september hefði ekki gengið á heiðum uppi í sumar. Um hefði verið að ræða heimgengið fé og það sem hefði verið í nærliggj- andi fjöllum. Anna Margrét sagði að þess vegna gæti fallþunginn breyst þegar réttir hæfust og fé kæmu af heiðum. Hún sagðist vera smeik um að fallþungi dilka gæti orðið lakari af fénu sem gekk á heið- unum í sumar einmitt vegna þurrkanna, enda þurrara þar en nærri byggð. En allt kemur þetta í ljós að loknum göngum og rétt- um. S.dór Sláturhús SAH afurða ehf. á Blönduósi Meðalþungi dilka í ágúst 1,2 kg meiri en á sama tíma í fyrra Ekki lengur skylda í ESB að hafa land í tröð Allt útlit er fyrir að ESB muni ekki krefjast þess af bændum á næsta ári að taka land úr ræktun til að njóta óskertra styrkja. Mariann Fischer Boel yfirmaður landbúnaðarmála ESB hefur gefið til kynna að hún muni leggja þetta til, m.a. í ljósi þess að nú stefnir í að kornbirgð- ir heimsins verði aðeins 111 millj. tonn í lok þess framleiðsluárs sem nú er að hefjast, þar af aðeins 31 millj.tonn í aðal útflutningslönd- unum. Að auki eykst eftirspurn eftir korni til framleiðslu á bio- eldsneyti, hratt og því er fram- kvæmdastjórn ESB örugg um að 10-17 millj.tonna aukning á fram- boði valdi ekki offramboði. Frekar muni þetta stuðla að jafnvægi í verði og hægja á þeim gríðarlegu hækkunum sem hafa verið á korni undanfarið. EB Fjárfestar í Evrópu og Ameríku kaupa jarðnæði í Argentínu 125 milljón l af mjólk Nú liggja fyrir bráðabirgðatölur um innvigtun mjólkur á verðlags- árinu sem lauk um síðustu mán- aðamót. Samkvæmt þeim voru lagðir inn 123.622.505 lítrar í afurðastöðvum MS og var aukn- ingin frá fyrra ári 10.490.889 lítrar, eða 9,27%. Innvigtun hjá Mjólku liggur ekki fyrir en hún hefur sennilega verið á aðra milljón lítra. Það merkir að heildarframleiðsla á mjólk hefur verið um 125 milljónir lítra og hefur aldrei verið meiri. –ÞH

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.