Bændablaðið - 11.03.2008, Síða 4
Bændablaðið | Þriðjudagur 11. mars 20084
Hafist hefur verið handa við gerð
stefnumótunaráætlunar fyrir
ferðaþjónustu í Þingeyjar sýsl um.
Að vinnunni standa At vinnu þró-
unarfélag Þingeyinga, Ferða-
mála setur Íslands og Rannsókn-
ar stofnun ferðamála á Nýja Sjá-
landi. Stefnumótunin byggir á
reynslu og vinnu sérfræðinga frá
Kanada og Nýja Sjálandi.
Markmið stefnumótunarinnar er
að greina möguleika til uppbygg-
inar á ferðaþjónustu til framtíðar,
út frá úttekt á því sem svæðið hefur
upp á að bjóða. Úttektin, sem unnin
er í samvinnu við lykil hagsmuna-
aðila og þá sem þekkja vel til á
svæðinu er síðan er borin undir aðra
hagsmunaaðila í ferðaþjónustu og
þarfir hennar til framtíðar greind-
ar með þeim hætti. Allir hags-
munaaðilar munu einnig koma að
vinnunni á tveggja daga námskeiði
og hugarflugsfundi um stefnumót-
un á svæðinu sem haldinn verður
í byrjun maí. Úttektin er unnin af
íslenskum sérfræðingum í málefn-
um ferðaþjónustu í samvinnu við
lykilaðila en greining og kortavinna
er í höndum erlendra sérfræðinga
og byggir á þeirra vinnu á ýmsum
svæðum hvaðanæva úr heiminum.
Í sameiningu munu síðan rannsak-
endur og hagsmunaaðilar vinna
stefnumótun til fimm ára, en áætl-
að er að vinnan verði endurtekinn
að þeim tíma liðnum.
Landfræðilegum upplýsinga-
kerfum (GIS) er beitt við úttekt
og greiningu á ferðaþjónustu í
Þingeyjarsýslum. Gögnum um
einsstaka staði, s.s. fossa, byggða-
minjar, sundlaugar, veitingastaði
og vegaslóða er safnað í aðgreind-
ar þekjur sem nýtast til að átta sig
á þyrpingum ólíkra möguleika til
uppbygginar í framtíðinni. Með
þessari aðferð er þáttað saman nálg-
unum fræðimanna og hagsmunum
atvinnugreinarinnar á máta sem
auðvelt er að setja fram í kortum
og myndum en jafnframt nýtist til
frekari greininga. Sá landfræðilegi
upplýsingagrunnur sem byggður
verður upp í Þingeyjarsýslum mun
nýtast sem fyrirmynd í sambæri-
lega gagnaöflunar- og stefnumót-
unarvinnu á öðrum landssvæðum
og getur að lokum orðið undirstaða
landnýtingaráætlunar fyrir íslenska
ferðaþjónustu.
MÞÞ
Stefnumótunaráætlun fyrir ferðaþjónustu í
Þingeyjarsýslum
Mun nýtast sem fyrirmynd
á öðrum landssvæðum
Fylkisstjórn Manitoba hefur
ný lega kynnt hugmyndir sínar
um aðgerðir upp á 60 milljónir
kanadískra dollara til að styðja
við svínabændur og nautakjöts-
framleiðendur. Ástæða þessara
aðgerða eru gríðarlegar hækk-
anir á aðföngum, lágt afurðaverð
og hátt gengi kanadíska dalsins.
Aðgerðirnar byggjast á því
að svínabændur geta fengið hag-
stætt lán til að laga slæma lausa-
fjárstöðu. Upphæð lánsins miðast
við ákveðna upphæð á hvern grip.
Lánið er til átta ára og er afborg-
unarlaust fyrstu þrjú árin. Vextir eru
lægri en gengur og gerist í Kanada.
Svínabændur telja væntanlegar
aðgerðir fara langt með að hjálpa
bændum í gengum erfiðleikana.
Það sé hinsvegar ókostur að upp-
hæð lánanna takmarkist við 2,5
milljónir dala, sem mun þýða að
stærri framleiðendur fá takmark-
aðan stuðning. Fá en mjög stór fyr-
irtæki framleiða 40% af öllu svína-
kjöti í fylkinu. Bændur telja þó að
aðgerðir fylkisstjórnar beri vott um
trú þeirra á að greinin verði með
tímanum fær um að greiða þessi
lán til baka.
Tillögur um að styðja við nauta-
kjötsframleiðslu eru ekki eins yfir-
gripsmiklar. Eftir kúariðutilfelli í
Albertafylki 2003 urðu mikli erf-
iðleikar hjá kanadískum nautakjöts-
framleiðendum. Þá var gripið til
svipaðra aðgerða, þ.e. bændum voru
veitt lán á hagstæðum kjörum. Nú
stendur þessum framleiðendum til
boða að fresta greiðslum þessara lána
í þrjú ár líkt og hjá svínabændum.
Nautgripabændur telja að ekki
sé nóg gert og vilja sjá meiri stuðn-
ing sem komi öllum í greininni til
góða. Viðræður eru þó enn í gangi
milli nautgripabænda og fylkis-
stjórnar og vilji beggja aðila er að
finna ásættanlega lausn.
Þrátt fyrir tímabundna erfiðleika
í einstökum greinum telja flestir að
framtíðarhorfur í kanadískum land-
búnaði séu mjög góðar. Reiknað er
með að eftirspurn frá Asíu á margs
konar afurðum haldi áfram að vaxa
og svo er verð á hveiti og korn-
vörum alls konar hærra en nokkru
sinni. Sigurgeir Sindri
Bjarni Jóns-
son hefur
ver ið ráð-
inn fram-
k v æ m d a -
stjóri Sam-
bands garð-
yrkjubænda
og hefur
þegar tekið
til starfa.
Bjarni vann áður hjá Frjó ehf.,
sem selur m.a. vörur fyrir garð-
yrkjubændur. „Þeir sem voru við-
skiptamenn mínir þar eru orðnir
yfirmenn mínir í dag eftir að hafa
ráðið mig í vinnu,“ segir Bjarni.
Hann segir þessi starfsskipti
mikla breytingu fyrir sig, því hann
fari úr sölu- og markaðsstarfi yfir í
vinnu fyrir garðyrkjubændur. Bjarni
segir mikla vinnu fylgja þessu nýja
starfi, allavega sýnist honum ærin
verkefni bíða úrlausnar, en um
er að ræða hagsmunagæslu fyrir
þau fjögur félög sem mynda sam-
bandið.
Bjarni er lærður prentsmiður og
vann við það fram til 1990, þegar
hann flutti til Svíþjóðar þar sem
hann vann í 7 ár í stórri umbúða-
verksmiðju. Hann flutti heim 1997,
skipti þá um starfsvettvang og fór í
sölu- og markaðsstarf.
Bjarni er Reykvíkingur, fæddur
árið 1959. S.dór
Fylkisstjórn Manitoba kynnir aðgerð-
ir vegna vanda kjötframleiðanda
Með dómi Héraðsdóms Reykja-
víkur hinn 27. febrúar sl. var
komist að þeirri niðurstöðu
að breytingar á samþykktum
Mjólkursamsölunnar í Reykjavík
og samþykkt á bráða birgðaákvæði
samfara því, sem samþykkt var á
aðalfundi í mars árið 2002, hefði
verið ólögmæt, og hefði bakað
Auðhumlu skaðabótaskyldu gagn-
vart félagsbúinu að Hálsi.
„Ég er ánægður með þessa nið-
urstöðu héraðsdóms en auðvitað
verður að gæta að því að þetta er
undirréttardómur og búið er að
áfrýja málinu.“ segir Sigurbjörn
Magnússon hæstaréttarlögmað-
ur, en hann sótti málið fyrir hönd
Félagsbúsins að Hálsi.
Aðdragandi þessa máls er sá
að breytingar voru gerðar á sam-
þykktum Mjólkursamsölunnar
árið 2002 og var nokkrum fjölda
félagsmanna í kjölfarið gert að
innleysa séreign sína í séreigna-
sjóði félagsins. Félagsbúið að
Hálsi var í þeim hópi. Ábúendur
voru hins vegar ósáttir við þá
ákvörðun og vildu ávaxta fé sitt
áfram í sjóðum samsölunnar.
Í samþykktum Mjólkursamsöl-
unnar var ákvæði þess efnis að sér-
eign hvers mjólkurframleiðenda
félli til útborgunar að tíu árum
liðnum frá því að viðkomandi
bóndi hætti framleiðslu mjólkur,
en væri að öðru leyti ekki kræf.
Í málinu gerði félagsbúið að
Hálsi þá kröfu að viðurkennt yrði
að breytingar sem gerðar voru á
samþykktum Mjólkursamsölunnar
sem gerðu að verkum að innleysa
þyrfti séreign í séreignasjóði væri
ólögmæt og að sú breyting hefði
bakað samsölunni skaðabóta-
skyldu gagnvart félagsbúinu.
Taldi félagsbúið sig hafa orðið
fyrir tjóni í kjölfar breytinga á
samþykktunum. Það hefði því
farið á mis við veruleg fjárhags-
leg verðmæti sem fylgdu inneign-
um félagsmanna við endurmat
og hækkanir á séreignahlutum.
Hefðu eigendur búsins átt þess
kost að eiga áfram sína eign í
séreignarsjóði hefði það leitt til
verulegrar hækkunar á inneign í
séreignarsjóðnum, svo sem raunin
varð hjá öðrum félagsmönnum.
Sigurbjörn segir að með dómn-
um sé staðfest að breytingar á
samþykktum hafi verið ólögmæt-
ar og viðurkennt sé að bændur að
Hálsi hafi orðið fyrir umtalsverðu
fjárhagstjóni. Fjármagn í séreign-
arsjóði hafi aukist verulega, fyrst
árið 2004, um 550 milljónir og
svo aftur árið 2006 um 1,5 millj-
arð. Aukningin er til komin með
tilfærslu af eiginfé félagsins yfir á
séreignarsjóðsreikninga.
Sigurbjörn segir að gera megi
ráð fyrir að á bilinu 400 til 500
bændur séu í sömu sporum, marg-
ir hverjir þó með smáa inneign
„við höfum ekki áætlað hversu
stórar fjárhæðir getur verið að
ræða í þessu máli, en um verulega
upphæð getur verið að ræða. Ég
giska á að upphæðin sem menn
eigi rétt á geti verið þrisvar sinn-
um hærri en sú fjárhæð sem
dæmd var Sigurbirni Hjaltasyni á
Kiðafelli með dómi Hæstaréttar.“
segir hann.
Sigurbjörn segir að með dómn-
um sé komið fordæmi sem skort
hafi áður. Dómur sem féll í
Hæstarétti í máli Kiðafellsbóndans
hafi ekki þótt nægjanlega for-
dæmisgefandi „nú er fordæmið
komið og verði niðurstaðan stað-
fest í Hæstarétti verður Auðhumlu
gert að leiðrétta útborgun á sér-
eignarsjóðsinneign bænda í sam-
bærilegri stöðu. Ég vona svo
sannarlega að félagið sjái sóma
sinn í að sýna fyrrum félagsmönn-
um sínum þá virðingu að greiða
bændum út þennan mismun,“
segir Sigurbjörn. MÞÞ
Breytingar á samþykktum Mjólkursamsölunnar
dæmdar ólögmætar í Héraðsdómi Reykjavíkur
Viðurkennt að bændur að
Hálsi urðu fyrir fjárhagstjóni
Trjáfellingar og grisj-
un með keðjusög
Nýlega var haldið námskeið í trjá-
fellingum og grisjun með keðju-
sög að Reykjum í Ölfusi á vegum
Landbúnaðarháskóla Íslands. Níu
manns sóttu námskeiðið; skógar-
bændur, starfsmenn sveitarfélaga
og skógfræðingar. Leiðbeinendur
voru þeir Björgvin Eggertsson,
Böðvar Guðmundsson og Þorkell
Gunnarsson.
Námskeiðið var bæði bóklegt
og verklegt. Fyrsti dagur var bók-
legur, þar sem m.a. var farið yfir
fellingartækni, öryggisatriði við
fellingu trjáa og leyfi og öryggis-
sjónarmið varðandi fellingu trjáa í
þéttbýli. Einnig var fjallað um val
á trjám til fellingar og komið inn
á grisjun skóglenda, trjáþyrpinga
og garða. Á öðrum degi fengu
nemendur að kynnast innviðum
keðjusaga með því að taka þær í
sundur. Komið var inn á hvernig
framkvæma eigi einfalda bilana-
leit í söginni, ásamt því að læra
hefðbundið viðhald, þrif sagar og
brýningu keðju. Loks var einn
og hálfur dagur helgaður trjáfell-
ingum og grisjun í skógi í hlíðum
Reykjafjalls. MHH
Þrír af þátttakendum á námskeiðinu, talið frá vinstri; Úlfur Óskarsson, skóg-
fræðingur hjá Landbúnaðarháskólanum, Þorbergur Hjalti Jónsson, skógar-
vörður Skógræktar ríkisins á Suðurlandi og Aðalsteinn Sigurgeirsson, for-
stöðumaður rannsóknarstöðvar skógræktarinnar á Mógilsá.
Nýr framkvæmdastjóri hjá
Sambandi garðyrkjubænda
Miklar umræður urðu um fjall-
skilamál á nýliðnu Búnaðarþingi,
enda má segja að þær miklu breyt-
ingar sem orðið hafa á atvinnu-
háttum í sveitum landsins síðustu
ár kalli á breytingar í fjallskila-
málum. Meðal annars hefur verið
kvartað yfir því að á sumum svæð-
um sé ekki hægt að manna leitir á
haustin og því sé fé sums staðar að
koma af fjalli fram eftir vetri.
Erindi um málið frá Bún aðar-
sam bandi Norður-Þingeyinga
hljóð aði svo:
„Búnaðarþing 2008 beinir því
til stjórnar Bændasamtaka Íslands
að kanna hvort þörf sé á að breyta
lögum og/eða reglugerðum sem í
gildi eru um fjallskil.“
Þórólfur Sveinsson, formað-
ur Landssambands kúabænda, bar
einnig fram erindi um fjallskila-
málin, sem hljóðaði svo:
„Búnaðarþing 2008 felur stjórn
BÍ að beita sér fyrir endurskoðun
laga um afréttarmálefni og fjallskil,
nr. 6/1986. Markmið með endur-
skoðuninni yrðu einkum að ná sátt
um nýtingu afrétta við gjörbreyttar
forsendur í búfjárhaldi og stuðla
eftir föngum að hóflegri en víðtækri
þátttöku jarðeigenda í þeim kostn-
aði, sem óhjákvæmilegur er vegna
nýtingar afréttarlanda. Jafnframt að
finna leiðir til að sætta gagnstæð
sjónarmið varðandi skyldu landeig-
enda til að smala heimalönd, óháð
því hvort þeir eiga búfé eða ekki.“
Málinu var vísað til allsherj-
ar nefndar en meðal annarra í
þeirri nefnd er Sveinn Ingvarsson
í Reykjahlíð í Skeiða- og Gnúp-
verjahrepp i. Hann segir í samtali
við Bændablaðið miklar breyting-
ar ha fa orðið á búháttum í sveitum
landsins og því ríki ekki fullkomin
sátt um þetta mál.
„Í sumum sveitum er stór hluti
jarða ekki lengur í eigu hefð-
bundinna bænda. Eins má benda
á að kúabændur eiga yfirleitt ekki
sauðfé í dag,“ segir Sveinn.
Hann segir menn ætla að setja
þetta mál í milliþinganefnd, sem
afla muni allra þeirra gagna sem
nauðsynleg séu til að fá fulla yfirsýn
yfir málið. Nefndin leggi síðan til-
lögu fyrir næsta Búnaðarþing um
fjallskilamálin. S.dór
Breytingar á atvinnuháttum til sveita
kalla á breytingar á fjallskilamálum
Fylgst með umræðum á Búnaðar þingi, frá vinstri: Birna Þorsteins dóttir,
Guðmundur Davíðsson, Nanna Jónsdóttir og Karl Kristjánsson.