Bændablaðið - 11.03.2008, Síða 12
Bændablaðið | Þriðjudagur 11. mars 200812
Búnaðarþing 2008 var haldið
daga 2.-6. mars 2008. Alls voru
46 mál tekin fyrir á þinginu en
ályktanir eru birtar hér fyrir
neðan. Í sumum tilvikum eru
langar greinargerðir sem fylgja
en ekki er unnt að birta þær allar
hér í Bændablaðinu. Lesendum
er því vinsamlegast bent á vef
Bændasamtakanna, www.bondi.
is, þar sem nálgast má greinar-
gerðir í fullri lengd ásamt erind-
unum sjálfum. Þar er einnig
að finna fundargerðir þings-
ins, ræður við setningarathöfn,
nefndarskipan og skrá yfir bún-
aðarþingsfulltrúa ásamt fleiru.
Mál nr. 9 um búfjárhald og
nr. 19 um gripagreiðslur komu
ekki úr nefnd. Erindum nr. 14
um brunavarnir, nr. 18 um kynn-
ingarmál, nr. 33 um skattlagn-
ingu vegna niðurskurðar riðu og
máli nr. 43 um tryggingasamning
við bændur var vísað til stjórnr
Bændasamtakanna. Nokkur mál
voru sameinuð en mál nr. 23. um
gjöld á fóðurblöndur og mál nr.
24 um verðhækkanir á aðföng-
um og mál nr. 34 um verð á
rekstrarvörum voru afgreitt með
kjaramálaályktun sem var mál
nr. 44. Mál nr. 36 um landbóta-
sjóð var afgreitt með máli nr. 37
um landgræðslu. Mál nr. 39 sem
fjallaði um skráningu örnefna
var afgreitt með máli nr., 40 um
hnitsetningu landamerkja.
Mál nr. 1 Reikningar
Bændasamtaka Íslands
Fjárhagsnefnd búnaðarþings leggur
til að búnaðarþing 2008 samþykki
reikninga Bændasamtaka Íslands,
Nautastöðvarinnar á Hvanneyri og
Þorleifskoti fyrir árið 2007 eins og
þeir liggja fyrir á þingskjali 1.
Mál nr. 2 Fjárhagsáætlun
fyrir árið 2008
Búnaðarþing 2008 samþykkir fjár-
hagsáætlun Bændasamtaka Íslands
og Nautastöðvar BÍ á Hvanneyri
eins og þær liggja fyrir.
Mál nr. 3 Fjallskil
Búnaðarþing 2008 felur stjórn
Bændasamtaka Íslands að skipa
starfshóp sem hafi það hlutverk
að skoða stjórnvaldsfyrirmæli um
fjallskil, einnig dóma og annað sem
varðar framkvæmd fjallskila.
Þá hafi starfshópurinn það hlut-
verk að skilgreina helstu vandamál
sem tengjast lögum um afréttarmál-
efni og fjallskil og framkvæmd
þeirra laga.
Ef starfshópurinn telur nauðsyn-
legt að lögum um afréttarmálefni
og fjallskil verði breytt, skili hann
tillögum þar um til stjórnar BÍ fyrir
15. janúar 2009, ásamt skýrslu um
starf hópsins.
Mál nr. 4 Ræktarland
Búnaðarþing 2008 skorar á sjáv-
arútvegs- og landbúnaðarráðherra
að skipa starfshóp sem fái það
hlutverk að finna leiðir til þess að
tryggja varðveislu góðs rækarlands
til framtíðar.
Í starfshópnum verði full-
trúar sjávarútvegs- og landbún-
aðarráðuneytis, Samtaka sveitar-
félaga og Bændasamtaka Íslands.
Starfshópurinn skili skýrslu fyrir
15. janúar 2009.
Mál nr. 5 Fjarskipti
Búnaðarþing 2008 beinir því til
stjórnar Bændasamtaka Íslands að
koma eftirfarandi ályktun á fram-
færi við stjórnvöld:
Búnaðarþing hefur ítrekað
ályktað um mikilvægi öflugra teng-
inga við Internetið til að stuðla að
áframhaldandi byggð á öllu landinu.
Stjórnvöld hafa ekki staðið sig í að
tryggja jafnræði í þessu mikilvæga
hagsmunamáli landsbyggðarinnar.
Það eru vonbrigði að ekki tókst að
tryggja öllum landsmönnum aðgang
að háhraðanettengingum á síðasta
ári eins og lofað var í núgildandi
fjarskiptaáætlun stjórnvalda. Minnt
er á umfangsmikla viðhorfskönn-
um Félagsvísindastofnunar sem
Bændasamtökin létu framkvæma,
meðal bænda, á sl. ári þar sem fram
kemur m.a. að 48% þeirra sem
nýta sér Internetið eru ekki með
háhraðanettengingu.
Búnaðarþing fagnar lang-
þráðu útboði á háhraðanetteng-
ingum til um 1400 heimila og
fyrirtækja á landsbyggðinni, sem
auglýst var í síðustu viku, á vegum
Fjarskiptasjóðs. Vonir eru bundnar
við að með útboðinu verði jafnræði
allra landsmanna tryggt að öflugum
háhraðanettengingum sem eru lífæð
upplýsingasamfélagsins. Þingið
tekur heilshugar undir stefnu-
yfirlýsingu ríkisstjórnar Geirs H.
Haarde um að tryggja öllum lands-
mönnum aðgengi að þeirri byltingu
sem orðið hefur í gagnaflutningum
og að landið verði eitt búsetu- og
atvinnusvæði.
Það er hins vegar áhyggjuefni
að sum svæði eru ekki hluti af aug-
lýstu útboðssvæði Fjarskiptasjóðs
vegna skilyrða í lögum um upp-
byggingu háhraðanettenginga á
markaðsforsendum. Stjórnvöld
verða að tryggja íbúum á þeim
svæðum sambærilega úrlausn.
Þýðingarmikið er að tryggja
áframhaldandi starfsemi Fjarskipta-
sjóðs með árlegum fjárveitingum
ríkisins. Ólíklegt er að markaðsleg-
ar forsendur skapist á næstu árum
við að tryggja öllum landsmönnum
aðgang að upplýsingahraðbrautinni
á sambærilegum kjörum óháð land-
fræðilegri staðsetningu.
Skorað er á ríkisstjórnina að
endurskoða lög um Fjarskiptasjóð
þannig að hann virki í framtíð-
inni sem bakhjarl byggðanna í
að tryggja íbúum alls landsins
háhraðanettengingar. Það verður
best gert í samvinnu við sveitarfélög
á hverjum stað og kæmi þá aðstoð
Fjarskiptasjóðs í formi styrkja,
faglegrar aðstoðar og eftirlits með
þjónustu fjarskiptafyrirtækja.
Mál nr. 6 Þjóðlendumál
Búnaðarþing 2008 lýsir yfir stuðn-
ingi við framkomið frumvarp á
Alþingi, þskj.630 − 386 mál, um
breytingar á lögum nr. 58/1998
um þjóðlendur og ákvörðun marka
eignarlanda, þjóðlendna og afrétta.
Mál nr. 7
Dýralæknaþjónusta
Búnaðarþing 2008 skorar á rík-
isvaldið að leggja fram fjármagn
til að tryggja dýralæknaþjónustu á
strjálbýlum svæðum svo allir dýra-
eigendur landsins hafi aðgang að
þjónustu dýralækna.
Greinargerð:
Þegar endanlegur aðskilnaður eftir-
lits og almennrar dýralæknaþjón-
ustu verður að veruleika er nauð-
synlegt að tryggja þjónustuþáttinn
á svæðum sem eru of fámenn til
þess að sjálfstætt starfandi dýra-
læknar sjái sér hag í að bjóða þar
fram þjónustu sína. Nauðsynlegt er
að hið opinbera leggi fram fé til að
tryggja fullnægjandi þjónustu og
dýravelferð á þessum svæðum.
Mál nr. 8 Samgöngumál
Búnaðarþing 2008 skorar á sam-
gönguráðherra að láta hefja nú
þegar vinnu við uppbyggingu vega-
kerfis í dreifbýli sem víða hefur
verið vanrækt svo áratugum skiptir.
Greinargerð: Sjá www.bondi.is
Mál nr. 10 Bændabókhald
og bókhaldsforritið
dkBúbót
Búnaðarþing 2008 beinir því til
Landbúnaðarháskóla Íslands og
Bændasamtaka Íslands að öll
kennsla og námskeiðahald í bók-
haldi og rekstri verði aukin.
Ákveðin grunnkennsla í bók-
haldi og rekstri þarf að vera skyldu-
fag við þær deildir LbhÍ sem út-
skrifa ráðunauta.
Árlega þarf að bjóða upp á
endur menntun í bændabókhaldi
og bókhaldsforritinu dkBúbót
fyrir bændur og þá sem starfa við
bændabókhald. Halda þarf áfram
að skipuleggja byrjenda- og fram-
haldsnámskeið í dkBúbót í sam-
starfi við búnaðarsamböndin.
Bæta þarf upplýsingar og leið-
beiningar á vefnum um rekstur,
bókhald og dkBúbót. Uppfæra þarf
vefinn eftir því sem við á.
Greinargerð: Sjá www.bondi.is
Mál nr. 11 Íslenski
geitfjárstofninn
Búnaðarþing 2008 leggur áherslu á
varðveislu íslenska geitfjárstofns-
ins. Leita þarf leiða til að á öllum
landsvæðum séu möguleikar á að
varðveita stofninn. Lagt er til að
stuðningur við geitfjárrækt verði
efldur sem og rannsóknir á stofn-
inum. Búnaðarþing styður tillögu til
þingsályktunar um eflingu íslenska
geitfjárstofnsins sem nú liggur fyrir
Alþingi og flutt er af þingmönnum
úr öllum flokkum.
Greinargerð: Sjá www.bondi.is
Mál nr. 12
Landbúnaðarháskóli Íslands
Búnaðarþing 2008 hvetur
Landbúnaðarháskóla Íslands til að
marka skýra stefnu um uppbygg-
ingu og verkefni starfsstöðva sinna
utan Hvanneyrar. Þingið minnir
á mikilvægi þess fyrir skólann að
halda öflugri tengingu við hefð-
bundnar greinar landbúnaðarins og
leiðbeiningastöðvarnar.
Greinargerð: Sjá www.bondi.is
Mál nr. 13 Gæði fóðurs og
birgðir
Búnaðarþing 2008 beinir því til
stjórnar BÍ að taka upp viðræð-
ur við stjórnvöld og fóðursala um
hvernig betur megi tryggja gæði og
birgðir á innfluttu fóðri á hverjum
tíma. Í ljósi matvælaöryggis þarf
að leggja sérstaka áherslu á að lág-
marksbirgðir fóðurs séu að jafnaði
til í landinu.
Greinargerð:
Óánægja hefur komið fram varð-
andi hreinleika hráefnis til fóð-
urgerðar og nauðsynlegt er að leita
leiða til að bæta úr því. Núverandi
eftirlit byggist fyrst og fremst á
pappírum, en dæmi eru um að ekki
hafi verið tekin hráefnissýni hjá
fóðursala í nokkur ár. Nauðsynlegt
er að efla þetta eftirlit.
Þá hefur einnig ítrekað komið til
þess á síðustu misserum að fóður-
salar hafa ekki átt hráefni til fóður-
gerðar. Mikilvægt er að stjórnvöld
leiti leiða til að tryggja að minnsta
kosti þriggja mánaða birgðir fóðurs
í landinu.
Mál nr. 15 Húsnæði BÍ
Búnaðarþing 2008 heimilar stjórn
Bændasamtaka Íslands að hefja
endurbætur á skrifstofuhúsnæði
Bændasamtakanna.
Stefna þarf að góðu og aðlað-
andi vinnuumhverfi starfsmanna.
Stjórn er jafnframt heimilað að
selja norðurálmu þriðju hæðar
Bændahallarinnar til Hótel Sögu.
Mál nr. 16 Vistforeldrar í
sveitum
Búnaðarþing 2008 beinir því til
stjórn ar Bændasamtaka Íslands að
styðja við starfsemi Landssamtaka
vistforeldra í sveitum.
Mál nr. 17 Merking
íslenskra landbúnaðavara
Búnaðarþing 2008 fagnar því að
vinna er komin vel á veg við sér-
staka upprunamerkingu á íslensk-
um búvörum. Skýrar reglur og öfl-
ugt eftirlit þarf að vera með notkun
merkisins til að tryggja áreiðanleika
þess. Gera þarf tímasetta aðgerð-
aráætlun við innleiðingu og kynn-
ingu á merkinu og tryggja til þess
fjármagn. Jafnframt að skerpt verði
á reglum um merkingu uppruna-
lands innfluttra landbúnaðarafurða.
Þingið leggur áherslu á að verkinu
verði hraðað.
Greinargerð: Sjá www.bondi.is
Mál nr. 20 Málefni
mjólkurframleiðslu
Búnaðarþing 2008 skorar á sjáv-
arútvegs- og landbúnaðarráðherra
að eyða þeirri óvissu sem ríkir um
afsetningu afurðastöðva á mjólk
sem framleidd er umfram greiðslu-
mark.
Mál nr. 21 Beint frá býli
Búnaðarþing 2008 beinir því til
stjórnar BÍ að hún styðji við stofn-
un samtakanna Beint frá býli.
Greinargerð:
Vaxandi áhugi er fyrir heima-
vinnslu afurða meðal bænda og
voru samtökin Beint frá býli stofn-
uð 29. febrúar 2008. Miklar vonir
eru bundnar við verkefnið beint frá
býli. Samtökin þurfa nú að marka
sér stefnu til framtíðar. Setja þarf
reglur um kröfur til framleiðsl-
unnar og hvernig haldið verði
utan um hana. Mikilvægt er að
Bændasamtök Íslands veiti sam-
tökunum faglegan stuðning við þá
vinnu sem er framundan.
Mál nr. 22 Greiðslur
ferðakostnaðar
Búnaðarþing 2008 skorar á félags-
málaráðherra að breyta reglum um
endurgreiðslu ferðakostnaðar sem
fellur til hjá einstaklingum sem
sækja þurfa læknisþjónustu út fyrir
heimahérað. Reglurnar þurfa að
vera þannig að ferðakostnaður sem
af slíku hlýst sé endurgreiddur að
fullu.
Samþykktir Búnaðarþings 2008
Frá setningarhátíðinni. Fremstur á
myndinni hér að ofan er varafor-
maður dönsku bændasamtakanna,
Ib W. Jensen. Við hlið hans situr
Erna Bjarnadóttir hagfræðingur
BÍ og síðan koma þingmennirnir
Steingrímur J. Sigfússon, Árni Þór
Sigurðsson og Sturla Böðvarsson.
Hér til hliðar er Atli Guðlaugsson
stjórna Grundartangakórnum sem
söng við setninguna.