Bændablaðið - 11.03.2008, Side 13

Bændablaðið - 11.03.2008, Side 13
Bændablaðið | Þriðjudagur 11. mars 200813 ar gu s 07 -0 91 Lækjarmel 1-2 /// 116 Reykjavík Sími 535 3500 /// www.kraftvelar.is Komatsu WB97-2 Árgerð 2005, vinnustundir 4.462 Verð 54.190 € án vsk. Komatsu WB97-2 Árgerð 2005, vinnustundir 2.293 Verð 56.290 € án vsk. Case 9033 Árgerð 1999 vinnustundir 8.050 Verð 56.190 € án vsk. Komatsu PC15-8 Árgerð 1999, vinnustundir 2.110 Verð 9.790 € án vsk. Hyundai Robex 130 W Árgerð 1998 vinnustundir 6.431 Verð 27.780 € Case 580 Árgerð 1999, vinnustundir 4.870 Verð 25.590 € án vsk. ´ Komatsu WB97S-2 Árgerð 2001 vinnustundir 5.275 Verð 35.790 € án vsk. Notaðar vélar til sölu SELD Greinargerð: Kostnaður fólks sem býr úti á landi og þarf oft að sækja læknisþjón- ustu um langan veg getur verið gríðarlegur. Núgildandi reglur eru flóknar og illskiljanlegar. Það er nægjanlegt álag fyrir alla aðila að verða fyrir áföllum vegna alvarlegra sjúkdóma. Óviðunandi er að við það bætist hjá landsbyggðarfólki verulega íþyngjandi ferðakostnaður vegna læknismeðferða. Mál nr. 25 Jöfnuður til náms Búnaðarþing 2008 skorar á mennta- málaráðherra og fjármálaráðherra að hækka jöfnunarstyrki til sam- ræmis við raunverulegan kostnað við nám, og tryggja þannig jafna möguleika ungmenna til framhalds- skólanáms, óháð búsetu. Mál nr. 26 Rannsóknir á innfluttum matvælum Búnaðarþing 2008 leggur áherslu á að gerðar séu sambærilegar rann- sóknir á gæðum innfluttra búvara og gerðar eru á íslenskum búvör- um. Þingið felur stjórn BÍ að fylgja málinu eftir við hlutaðeigandi yfir- völd. Mál nr. 27 Starfshópur um Selen í landbúnaði Búnaðarþing 2008 felur stjórn BÍ, í samvinnu við LBHÍ og Mat væla- stofnun, að tilnefna starfshóp til að skoða með hvaða hætti vænlegt er að bæta upp skort á seleni og öðrum snefilefnum í gróffóðri hér á landi. Mál nr. 28 Sjúkdómarannsóknir Búnaðarþing 2008 gerir þá kröfu til Matvælastofnunar og rannsóknaraðila dýrasýna, að tökur og rannsóknir á sýnum úr dýrum sem drepast af óþekktum orsökum verði viðkomandi bónda ávallt án kostnaðar, svo fremi sem sýnataka fari fram með samþykki héraðs- dýralæknis eða staðgengils hans. Greinargerð: Sjá www.bondi.is Mál nr. 29 Rafkyndikostnaður Búnaðarþing 2008 beinir því til iðn- aðarráðherra að beita sér fyrir aukn- um styrkveitingum vegna aðgerða sem draga úr kostnaði vegna kynd- ingar íbúðarhúsnæðis á köldum svæðum, þannig að styrkur fáist út á aðgerðir sem sannanlega draga úr upphitunarkostnaði. Lagabreytinga kann að vera þörf. Greinargerð: Sjá www.bondi.is Mál nr. 30 Skattlagning ökutækja Búnaðarþing 2008 skorar á ríkis- stjórn Íslands að lækka gjöld og skattaálögur á díselolíu og stuðla þannig að notkun díselbíla frekar en bensínbíla sem myndi draga úr koltvísýringsmengun. Mál nr. 31 Raforkudreifing Búnaðarþing 2008 skorar á stjórn- völd að setja fjármuni í þrífösun á rafmagni í dreifbýli og felur stjórn BÍ að fylgja málinu fast eftir. Greinargerð: Sjá www.bondi.is Mál nr. 32 Hagkvæmni áburðarframleiðslu Búnaðarþing 2008 beinir því til iðnarráðuneytisins að könnuð verði hagkvæmni þess að hefja aftur köfnunarefnisframleiðslu og blönd- un á áburði hér á landi, m.a. með hliðsjón af hækkandi áburðarverði. Mál nr. 35 Flutningsjöfnun á olíu Búnaðarþing 2008 hvetur stjórn- völd til að falla frá áformum um að leggja niður Flutningsjöfnunarsjóð olíuvara. Íbúar í dreifbýli búa nú þegar við verulega hærra elds- neytisverð á lítra þrátt fyrir flutn- ingsjöfnun. Verði henni hætt gæti það leitt til enn frekari hækkunar á bensíni og dísilolíu í dreifbýli. Sú ráðstöfun mun auka enn á þann aðstöðumun sem er á milli höf- uðborgarsvæðisins og landsbyggð- arinnar. Greinargerð: Sjá www.bondi.is Mál nr. 37 Landgræðsla Búnaðarþing 2008 telur brýnt að fjármagn til Landbótasjóðs og verk- efnisins „Bændur græða landið“ verði aukið í samræmi við hækkun áburðarverðs. Mál nr. 38 Varnarlínur og flutningur á búfé og tækjum Búnaðarþing 2008 skorar á Mat- væla stofnun og sjávarútvegs- og land búnaðarráðuneyti að ljúka endur skoðun á varnarlínum fyrir sauðfé, sem gert er ráð fyrir í skýrslu nefndar landbúnaðarráðherra um endurskoðun á vörnum gegn búfjár- sjúkdómum frá júlí 2006. Jafnframt leggur Búnaðarþing áherslu á að virt séu ákvæði laga nr. 25/1993 um samráð við heimaaðila vegna breytinga á girðingum og fleira. Mál nr. 40 Hnitsetning landamerkja Búnaðarþing 2008 felur stjórn Bændasamtaka Íslands að miðla þeirri þekkingu til búnaðarsam- banda sem til er um hnitsetningu landamerkja og frágang þeirra til þinglýsingar. Þá hvetur þingið sveitarfélög og félög bænda til að gangast fyrir almennri skráningu og varðveislu á örnefnum í sam- starfi við Örnefnasafn. Mál nr. 41 Bótaréttur vegna framkvæmda í almannaþágu og framkvæmd eignarnáms A. Það er sjálfsögð krafa land- eigenda að undirbúningur fram- kvæmda í almannaþágu fylgi eft- irfarandi ferli sem aðallega byggir á lögum um eignarnám. a. Gerður er samningur við landeig- endur til að undirbúningsrann- sóknir geti farið fram. b. Ákvörðun framkvæmdaaðila um hvort ráðist verður í fram- kvæmdir c. Samningaferli við landeigendur. d. Náist samningar hefjast fram- kvæmdir með eðlilegum hætti e. Náist samningar ekki er mál- inu vísað til Matsnefndar eign- arnámsbóta. Fyrsta aðgerð nefndarinnar er að leita sátta með aðilum. f. Framkvæmdir hefjast ekki nema með heimild Matsnefndarinnar sbr. 14. gr. laga nr. 11/1973. g. Í engu tilfelli má hefja fram- kvæmdir nema þetta ferli sé til enda gengið. B. Búnaðarþing 2008 leggur áherslu á að samningsréttur landeigenda sé virtur ef gerðar eru breytingar á eldri mannvirkjum. og ef eigenda- skipti verða á mannvirkjum sem reist hafa verið í almannaþágu. C. Búnaðarþing 2008 krefst þess að Alþingi geri eftirfarandi lagabreyt- ingar: Áréttuð er fyrri krafa Bænda- sam taka Íslands um afnám 3. mgr. 40. gr. laga nr. 80/2007 Krafist er að 3. mgr. 71. gr. laga nr. 81/2003 verði færð til samræmis við 5. mgr. 71. gr. sömu laga. Að annarri málsgrein 71. gr. laga 81/2003 verði breytt, þannig að eigandi fjarskiptavirkis sjái um og beri kostnað af flutningi þess ef nauðsyn ber til vegna verklegra framkvæmda. D. Búnaðarþing 2008 leggur áherslu á að skipulag vegna fram- kvæmda verði unnið í samráði við landeigendur. E. Búnaðarþing beinir því til land- eigenda að leggja aukna áherslu á að fá árlegar leigugreiðslur en ekki eingreiðslur eins og tíðkast hefur. F. Búnaðarþing 2008 felur stjórn Bændasamtaka Íslands að skipa starfshóp sem hafi eftirfarandi hlut- verk: a. Kynna þeim fyrirtækjum sem við á, ályktanir búnaðarþings í þessu máli. b. Kynna sveitarstjórnum sömu ályktanir. c. Standa fyrir kynningu á úrskurð- um matsnefndar eignarnámsbóta og samningum við landeigendur eftir því sem við á. Mál nr. 42 Landbúnaðarsafn Íslands Búnaðarþing 2008 heitir stuðningi Bændasamtaka Íslands við starf- semi Landbúnaðarsafns Íslands og hvetur um leið önnur samtök og stofnanir, sem láta sig landbúnað varða, til að styðja við safnið. Greinargerð: Sjá www.bondi.is Mál nr. 44 Kjaramál bænda Eins og Bændasamtök Íslands hafa bent á síðustu mánuði hefur rekstr- arkostnaður í landbúnaði hækkað verulega um heim allan. Hliðstæð þróun blasir við hér og rekstrarút- gjöld íslenskra bænda hafa á síð- ustu vikum og mánuðum hækkað meira en áður hefur þekkst. Þessar hækkanir eru að mestu leyti hluti af alþjóðlegri þróun sem nú leiðir hvarvetna til hækkandi matvælaverðs. Sem dæmi má nefna gríðarlegar hækkanir á fóðurverði, sáðvörum, olíu og ekki síst á áburð- arverði sem hefur hækkað sem næst 80%. Þá hefur orðið óheyri- leg hækkun á fjármagnskostnaði sem á sér bæði uppruna í alvar- legu ástandi á fjármálamörkuðum heimsins og stöðu efnahagsmála á Íslandi. Afleiðingar þessara hækk- ana eru þær að rekstrarforsendur í íslenskum landbúnaði eru brostnar að óbreyttu afurðaverði. Þessi staða er ekki aðeins alvarleg fyrir bænd- ur, heldur ógnar hún einnig aðgengi íslenskra neytenda að gæðamatvæl- um á sanngjörnu verði. Framtíð íslensks landbúnaðar og þar með mataröryggi þjóðarinn- ar, er undir því komið að bændur standi af sér núverandi þrengingar. Við þessar aðstæður leggur Bún- aðarþing 2008 áherslu á að afurða- verð til bænda verður að hækka í samræmi við aukinn tilkostnað. Að öðru leyti leggur þingið áherslu á eftirfarandi: 1. Tollar á innfluttar landbúnaðar- vörur verði ekki lækkaðir. 2. Samkvæmt gildandi lögum fell- ur útflutningsskylda kindakjöts niður 1. júní 2009. Lögð er áhersla á að núverandi skipan haldist og útflutningsskyldunni beitt áfram. 3. Til að draga úr áhrifum gríð- arlegrar hækkunar á áburð- arverði, leggi ríkissjóður fram fjármagn til að mæta þessum kostnaðarauka árið 2008 og stuðli þannig að lægra verði til neytenda. 4. Gjöld á innfluttar fóðurblöndur verði felld niður. 5. Beita þarf áfram öllum tiltækum faglegum leiðum til að lækka framleiðslukostnað íslenskra búvara. Mál nr. 45 Málefni WTO Búnaðarþing 2008 ítrekar álykt- un sína frá búnaðarþingi 2006 um alþjóðasamninga og íslenskan land- búnað. Nýleg samkomulagsdrög (frá 8. febrúar sl.) ganga enn lengra en fyrri drög frá júlí í 2007 í að koma til móts við kröfur útflutningslanda, svo sem um lækkun tolla og nið- urskurð á stuðningi strax við gildis- töku nýs samkomulags. Þá hefur ekki verið tekið tillit til óska G10 landanna um aukinn fjölda vöruteg- unda sem sættu minni lækkun tolla. Búnaðarþing skorar á stjórnvöld að standa vörð hag íslensks land- búnaðar í samningunum og vinna áfram náið með öðrum ríkjum sem hafa svipaðar áherslur. Mál nr. 46 Frístundabyggð Búnaðarþing 2008 leggst eindregið gegn samþykkt umrædds frumvarps í núverandi mynd. Það er krafa Bændasamtaka Íslands að skipaður verði að nýju starfshópur svo sem gert var hinn 21. júlí 2006 til þess að yfirfara og endurskoða fyrirliggj- andi frumvarp og freista þess að ná um það sem víðtækastri sátt og sam- stöðu þeirra er málið varðar. Greinargerð: Sjá í 14 tölusett- um liðum á www.bondi.is Haraldur Benediktsson formaður BÍ og Marteinn Njálsson formaður Félags ferðaþjónustubænda ræða málin í þinghléi. Sigurbjartur Pálsson og Þórarinn I. Pétursson blaða í þinggögnum.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.