Bændablaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 17
Bændablaðið | Þriðjudagur 11. mars 200817 geysi mikill ófriður um Samsöluna og kannski tvísýnt hvort hún hefði það af. Það er svo í himinhrópandi and- stöðu við alla þá pólitísku ólgu og hagsmunaátök sem geisuðu í kring- um Mjólkursamsöluna allan starfs- tíma hennar hversu mikill stöð- ugleiki var í rekstrinum. Ég held að það fyrirtæki sé vandfundið sem getur státað af jafnmikilli tryggð starfsmanna sinna. Það er eins og meirihluti starfsfólksins hafi unnið alla sína starfsævi hjá fyrirtækinu, þeir skipta tugum ef ekki hundr- uðum starfsmennirnir sem unnu þar í 30 eða 50 ár. Þetta sýnir að fyrirtækinu var alla tíð stjórnað af ótrúlegri festu og til þess að það gangi upp þarf andrúmsloftið að vera gott innan þess.“ Bændur hafa fært fórnir Óskar segir að fulltrúar bænda hafi ávallt verið mjög virkir í stjórnun fyrirtækisins. „Bændur eiga þetta fyrirtæki og hafa farið með stjórn þess þótt til daglegrar stjórnunar hafi verið ráðnir fagmenn úr heimi viðskiptanna. Alltaf þegar taka þurfti stórar ákvarðanir var boðað til fulltrúafunda þannig að bændur sjálfir hafa tekið afgerandi þátt í þróun fyrirtækisins. Auðvitað hafa líka verið mjög framsýnir menn í forystu sem hafa verið farsælir stjórnendur. Mjólkursamsalan er lengst af einokunarfyrirtæki á sínu framleiðslusvæði og það sætir tíð- indum að í öllum þeim kollsteypum sem íslenskt viðskiptalíf hefur tekið í áranna rás þá hafi þessu fyrirtæki alltaf tekist að þróa vörur sínar og starfshætti með þeim hætti að það hefur lifað af – og aukið fram- leiðslu sína. Það finnst mér merki- legt í sjálfu sér. Samtímis skapaðist sífellt meiri friður um mjólkurmál- in. Neytendum líkaði vel við þetta fyrirtæki. Þetta hefur náttúrlega gert þá kröfu til framleiðendanna að þeir færðu miklar fórnir. Það hefur þurft að hagræða og fækka bæði framleiðendum og vinnslustöðum á sama tíma og framleiðnin hefur aukist bæði á bú og kú. Gæði fram- leiðslunnar eru þannig að mörgum er til efs að nokkur framleiðsla standi henni á sporði, bæði hérlend- is sem erlendis. Auðvitað vita allir að það verður opnað fyrir aukinn innflutning umfram það sem þegar er orðið. Mér finnst eins og mjólk- uriðnaðurinn hafi alltaf verið að undirbúa næstu skref í þeirri þróun og tekist það vel. Nú hefur hann enn einu sinni stokkað sig upp og sameinast til þess að búa sig undir þá samkeppni sem hann á í vænd- um – við útlönd. Þær fórnir sem bændur hafa fært hafa líka borið árangur í ævintýra- legum ávinningi í uppbygging- arstarfi og það er ekki hægt annað en að dást að þeim bændum sem tekið hafa þátt í því.“ Séra Sveinbjörn og húsmæðurnar Óskar segir að á fyrstu árum Mjólkursamsölunnar hafi málefni fyrirtækisins oft verið á dagskrá ríkisstjórnar og margir málsmet- andi stjórnmálamenn tekið virkan þátt í starfsemi fyrirtækisins. „Margir forystumenn fyrirtækisins voru líka eftirminnilegir persónu- leikar, menn á borð við Sveinbjörn Högnason og Egil Thorarensen og fleiri góða menn sem voru bæði farsælir og kænir í störfum sínum. Sennilega hafa fáir menn fengið jafnmikið af pólitískum gusum og svívirðingum yfir sig á þessum fyrstu árum og séra Sveinbjörn Högnason. Þær sem harðast gengu fram í bar- áttunni gegn Samsölunni voru hús- mæður í Reykjavík. Húsmæðrafélag Reykjavíkur var einskonar kven félag sjálfstæðismanna og stofn að í því skyni að berja á Mjólkur sam sölunni. Í því ljósi er einhver skemmti- legasta mynd sem ég hef rek- ist á af séra Sveinbirni þar sem hann er að þjóna félagskonum í Húsmæðrafélaginu til borðs á vígsluhátíð mjólkurstöðvarinnar við Laugaveg árið 1949. Þar flutti Guðrún Pétursdóttir úr Engey sögufræga sáttaræðu. Myndin sýnir bæði hvað þær voru gæflyndar og sáttfúsar þrátt fyrir öll stóru orðin, en líka hversu mikill maður séra Sveinbjörn var. Hann erfði ekki stóryrðin og sýndi þá auðmýkt að þjóna þeim til borðs. Það er sigur fólginn í þeirri auðmýkt. Ætli þessi ljósmynd sé ekki táknræn fyrir þróun Samsölunnar fyrstu árin?“ Óskar segist hafa átt gott sam- starf við starfsmenn Mjólkur sam- söl unnar undir forystu Guðlaugs Björgvinssonar forstjóra við ritun þessarar sögu. „Margir hafa verið mér hjálplegir og veitt mér upplýs- ingar, forystumenn í mjólkuriðn- aðinum, þeir Magnús í Birtingaholti og Guðmundur á Skálpastöðum og Páll Lýðsson sagnfræðingur hefur verið mér innan handar á ýmsum stigum. Ég vil líka fá að nefna Gunnar Jónsson skrifstofustjóra, Þórð Jóhannsson sem lengi var bíl- stjóri og Laufeyju Magnúsdóttur sem hefur verið í forystu starfs- mannafélagsins. Og svo vil ég nefna sveitunga mína í Borgarfirði, þá Bjarna Guðráðsson í Nesi og Andrés heitinn í Deildartungu sem nýlega er fallinn frá en hann var sonur Jóns Hannessonar sem var forystumaður Samsölunnar á fyrstu árum og áratugum fyrirtækisins.“ Bókin Samsala í sjötíu ár er 368 bls. að stærð, prýdd fjölda ljósmynda. Henni verður dreift til þeirra bænda sem voru eignaraðilar og félagsmenn Mjólkursamsölunnar árið 2005, eldri starfsmanna og annarra sem áhuga hafa á – eins og kynnt er á öðrum stað í Bændablaðinu. Hún verður ekki á almennum markaði en verður að sjálfsögðu aðgengileg á bókasöfn- um. –ÞH Séra Sveinbjörn Högnason þjónar vinkonum sínum úr Húsmæðrafélaginu til borðs á vígsluhátíð Samsölunnar 1949, frá vinstri: María Maack, Guðrún Pétursdóttir, Guðrún Ólafsdóttir og Jónína Guðmunds dótt ir. Aftar sitja þeir bændur Sigurjón Sigurðsson í Raftholti og Eiríkur Jóns son í Vorsabæ. Rafskinnuaug lýs- ingar sem voru í gluggum verslunar Haraldar Árnasonar við Lækjartorg á árun- um 1936-1956 vöktu miklar athygli og þóttu bæði fallegar og mikill húmor í þeim. Gunnar Bachmann var hugmyndasmiður þessara auglýsinga, en Jón Kristinsson í Lambey teiknaði. Hann var tengdason- ur sr. Sveinbjarnar Högnasonar.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.