Bændablaðið - 11.03.2008, Page 20

Bændablaðið - 11.03.2008, Page 20
Bændablaðið | Þriðjudagur 11. mars 200820 Stefán Hrafn Magnússon býr ásamt fjölskyldu sinni við Isortoq syðst á Grænlandi, skammt vest- an við Hvarf. Þar rekur hann myndalegt hreindýrabú ásamt konu sinni, Lone Nielsen frá Qaqortoq og tveimur börnum þeirra, Manitsiaq John 10 ára og Freyju Aþenu 6 ára. Býlið stend- ur við samnefndan vog, Isortoq sem þýðir Leiruvogur á íslensku, þaðan eru 40 kílómetrar til næsta byggða bóls á Grænlandi. Stefán er ættaður úr Dalasýslu, sonur Erlu Lárusdóttur sem fædd var að Ytra-Fagradal á Skarðströnd, dóttir bændahjónanna Lárusar Alexanderssonar og Borghildar Guðjónsdóttur. Stefán, sem stendur nú á fimm- tugu, ákvað þegar hann var átján ára að gerast hreindýrabóndi og vann markvisst að takmarki sínu þar til hann byrjaði búskapinn við Isortoq árið 1989, rúmlega þrítug- ur. Hann gekk í bændaskóla, varð búfræðingur frá Hvanneyri, var síðan í þriggja ára starfsþjálf- un í Noregi og Svíþjóð, ásamt eins árs námi við hreindýrarækt- arbraut Menntaskólans í Gällivara í Norður-Svíþjóð. Það getur krafist fórna að búa í fámenni og börn þurfa að stunda skóla Aðspurður um það hvernig sé að búa einn með fjölskyldunni lang- dvölum langt frá næsta byggða bóli á Grænlandi, svarar Stefán: ,,Við vinnum mikið átta mán- uði ársins og maður finnur aldrei til einangrunar eftir að alnetið og gervihnattasíminn kom til sögunn- ar. Þegar unnið er við ferðamennsku og stjórnun á fólki meginhluta árs- ins þá er ég þakklátur fyrir hverja kyrrláta stund þótt hún geti enst í einn til tvo mánuði. Ef hið innra líf sem býr í mis- munandi ríkum mæli með hverj- um manni er í lagi, þá er engin ástæða til að óttast fámenni. Það getur krafist ýmissa fórna til dæmis þegar börnin manns þurfa að stunda nám eða skóla. Það er ekki verra en svo að við leysum þau mál, ann- aðhvort með því að hafa viðveru í samfélagi annarra yfir hávetrartím- ann og ferðast síðan á milli, einn- ig að lengja jóla-, páska- og önnur frí barna, sem þó setur þær kvaðir á foreldra að heimanámi verður að sinna.“ Grænland hafði vinalegasta pólitíska umhverfið til að byrja þessa ræktun Þegar Stefán er beðinn að segja frá dvölinni hjá Sömunum í Noregi og Svíþjóð og þegar hann bjó í Kanada segir hann það svo langt mál að nægi í heila bók. ,,Í stuttu máli sagt gekk dvölin út á það að vera viðstaddur og taka þátt í öllum störfum við hreindýra- ræktina. Gæslu dýranna, viðgerðir á vélum, tólum og tækjum, upp- setningu og viðhald á girðingum, slátrun og notkun á tólum og tækj- um við það. Einnig kynnti ég mér stjórnsýslu fyrir hreindýrarækt, lög og rétt,“ segir Stefán. Hann fór víða til að leita fanga um landssvæði undir hreindýra- ræktina. „Ég skoðaði Norður-Kanada, Ísland og Grænland. Grænland hafði vinalegasta pólitíska umhverfið til að byrja þessa ræktun í og hefur enn. Það var síðan þekk- ing á landinu og þægilegt pólitískt umhverfi til hreindýraræktar sem leiddi mig til Grænlands. Ég valdi landssvæðið við Isortoq eftir að hafa kannað það í mörgum leiðöngrum á árunum 1983 til1987. Landið sem ég bý á er bæði numið af mér og látið mér í té af græn- lenskum stjórnvöldum, með svo- kölluðum þinglýstum afnotarétti. Ég keypti síðan hreindýrastofn- inn af Ole Kristiansen, fyrsta sjálf- stæða hreindýrabónda Grænlands, alls 250 dýr, og flutti hingað árið 1989.“ Bústofn Stefáns telur nú milli fjögur og fimm þúsund dýr eða álíka fjölda og allur hreindýrastofn- inn á Íslandi. ,,Þumalfingursreglan fyrir fjölg- un hreindýrastofns við góð skilyrði er tíföldun á 10 árum. Ég er nú að lóga um það bil 1.100 dýrum úr stofninum á ári. Í fyrstu lóguðum við á víðavangi, síðan byrjuðum við að senda lifandi dýr sjóleiðina á pramma til slátrunar í lambaslátr- unarhúsinu í Narsaq, þangað til við byggðum okkar eigið. Fyrsta sláturhúsið hér við Isortoq var byggt 1993 með viðurkenn- ingu fyrir markaðinn á Grænlandi, síðan fór ég út í að byggja útflutn- ingssláturhús árið 2001 og það tók átta mánuði að fá það viðurkennt þar sem Grænland á ekki aðild að Evrópusambandinu. Ef þú ert í ESB og byggir nýtt sláturhús færðu það viðurkennt sama dag og lyklinum er stungið í skrána.“ Með því að borða hreindýrakjöt lengir þú lífið „Ég markaðsset afurðirnar með því að líta í kringum mig, tala við kollega mína sem stunda svipaðan rekstur, fylgist með matarvenjum fólks og þeim breytingum sem eiga sér stað. Það má segja að fólk almennt í hinum vestræna heimi þar sem efni eru góð og fólk er upp- lýst, stefni að betri gæðum í mat og vilji heldur borga aðeins meira fyrir matinn. Þú lengir líf þitt og lífsgæði að sjálfsögðu við að borða réttan mat og með því að borða hrein- dýrakjöt þrisvar í viku þá lifir þú tíu árum lengur en almennt gerist og karlmenn sem borða hreindýra- kjöt halda reisn sinni mun lengur en svínakjötsæturnar til dæmis. Það eru til vísindalegar nið- urstöður fyrir þessu. Kínverjar fundu upp fyrir 3000 árum að með því að borða hreindýrahorn þá virkuðu þeir betur. Finnskur vinur minn lét efna- greina hreindýrahorn og eiginlega allt hreindýrið eins og það leggur sig og þá kom í ljós að þetta með hornin var hjátrú. Raunveruleikinn var sá að gott var að borða ALLT dýrið og þurrkað hreindýrablóð virkar einnig mjög vel. Það eru til vísindalegar sann- anir fyrir þessu hjá Hrein dýra rann- sóknarstofnun Finnlands í Hupio- lampi í Norður-Finnlandi,“ segir Stefán. „Ég tók þátt í að koma græn- lensku hreindýrakjöti á markað á Íslandi með því að setja upp kjöt- vinnslu fyrir kjötið á Húsavík. Þetta var erfið fæðing og tók langan tíma að fá hana í gegn. Þetta var í tíð Guðna Ágústsonar, ég hrósa honum ekki neitt, en sem betur fer var skynsamt fólk annars staðar í landbúnaðarráðuneytinu sem kunni alþjóðleg vinnubrögð og það er þeim að þakka að þetta tókst. Ég seldi síðan minn hlut í þessu en fyrirtækið sem heitir Viðbót heldur áfram samt sem áður og vinnur úr bæði hreindýra-, nauta- og lambakjöti. Helstu áherslur í búskapnum byggjast á því að vera bæði frum- framleiðandi og heildsali á afurð- um, hlúa að og fylgjast grannt með ástandi beitilands, vinna gjarnan með grasafræðingum og vísinda- mönnum. Fylgjast með mörkuðum alls staðar í heiminum og vera þátt- takandi á sem breiðustu svæði, til að geta farið inn á nýja markaði þegar tækifæri bjóðast.“ Íslendingar flytja út tækniþekkingu til Grænlands en kaupa ekkert í staðinn „Íslendingar flytja út tækniþekk- ingu á sviði vatnsaflsvirkjana fyrir um tvo milljarða króna á ári til Grænlands en eru ekki að kaupa neitt af Grænlendingum í staðinn. Það ætti að koma á fríversl- unarsamningi milli Grænlands og Íslands á öllum sviðum. Eins eru hér möguleikar á þróun og nýsköp- un í landbúnaði, til dæmis flytja Grænlendingar inn 1.000 tonn af nautakjöti á ári og gífurlegt magn af svínakjöti. Það er grundvöllur hér til að setja upp mjólkur- og ostabú og Íslendingar gætu gerst þátttak- endur í því, en öll mjólkurvara hér kemur frá Danmörku og Evrópusambandinu, í þurr- og G-mjólkurformi. Ég vil þess vegna biðja íslenska mjólkurframleiðend- ur að hafa samband við mig ef þeir hafa áhuga og umframstarfsgetu og orku til nýsköpunar í mjólkurmál- um Grænlendinga. Við höfum í 15 ár verið viðrið- in ferðaþjónustu í sambandi við veiðar bæði á landi og í vötnum, þó svo að veiðar á hreindýrum hafi nú ekki verið okkar hjartans mál. Hreindýrabúskapur á Grænlandi Ef hið innra líf er í lagi er engin ástæða að óttast fámenni – segir Stefán Hrafn Magnússon hreindýrabóndi í Isortoq á Grænlandi Stefán Hrafn Magnússon býr með svipaðan fjölda hreindýra og allur íslenski stofninn telur. Myndir SigAð Lone kona Stefáns er hér að vinna við að hluta sundur skrokkana áður en þeir fara á markað. Eftirspurnin eftir veiðiferðaþjónustunni er alltaf að vaxa enda vænir tarfar í boði úr hjörð Stefáns.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.