Bændablaðið - 11.03.2008, Side 31
Bændablaðið | Þriðjudagur 11. mars 200831
Klikkaðast að sitja
á brjálaðri kind
Í grunnskóla Bolungarvíkur eru
rúmlega 130 nemendur og einn
af þeim er Sigríður Elma Björns-
dóttir sem er tíu ára gömul.
Henni leiðist reikningur en finnst
þess þá skemmtilegra í lífsleikni,
handavinnu, náttúrufræði og
mat reiðslu í skólanum.
Nafn: Sigríður Elma
Björnsdóttir.
Aldur: 10 ára.
Stjörnumerki: Bogmaður.
Búseta: Bolungarvík.
Skóli: Grunnskóli
Bolungarvíkur.
Hvað finnst þér skemmtilegast
í skólanum? Mér finnst gaman
í lífsleikni, handavinnu, nátt-
úrufræði og matreiðslu.
Hvað er uppáhaldsdýrið þitt? Ég
á kött sem heitir Eldur, ég fékk
hann í ágúst, hann er voðalega
skemmtilegur.
Uppáhaldsmatur: Lasagna, kjúk-
lingur, lambalæri og pizza þetta
er allt sem mér finnst gott.
Uppáhaldshljómsveit: Birgitta
Haukdal og Björgvin Halldórs-
son, mér finnst þessi vera mjög
góð, sérstaklega lagið Vertu ekki
að plata mig, sem bekkurinn
minn söng á árshátíðinni okkar.
Uppáhaldskvikmynd: Bratz og
Skolað í burtu.
Fyrsta minningin þín? Ég man
eftir því þegar ég var lítil að
leika mér við kindurnar, það var
skemmtilegt, ég var í sveitinni
hans afa.
Æfir þú íþróttir, eða spilarðu á
hljóðfæri? Nei, en mér finnst
gaman að syngja. Ég vil verða
söngkona þegar ég verð stór.
Hvað er það skemmtilegasta sem
þú gerir í tölvu? Fara í leik sem
maður getur klætt dúkkur í.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú
verður stór? Fatahönnuður og
söngkona.
Hvað er það klikkaðasta sem þú
hefur gert? Sitja á brjálaðri kind.
Hvað er það leiðinlegasta sem þú
hefur gert? Vera í stærðfræði.
ehg
Fólkið sem erfir landið
Sigríður Elma er 10 ára gömul og búsett í Bolungarvík en hún stefnir á
fata hönnun og jafnvel að verða söngkona þegar hún verður stór.
Aðalfundur Félags
nautakjötsframleiðenda
verður haldinn í Ásgarði Kjósarhreppi
15. mars 2008 kl. 14:00.
Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf.
Nýir félagar velkomnir.
Upplýsingar í síma 897-7687 (Snorri).
Stjórnin