Bændablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 2
2 Þó að samkeppni harðni stöð­ ugt á gistimarkaði í Reykjavík heldur Hótel Saga stöðu sinni sem eitt stærsta hótel landsins, þar sem stöðugar endurnýjanir eiga sér stað. Nú nýverið voru til að mynda hin kunnu bændakort uppfærð, svo nú hafa fríðindin enn aukist fyrir bændur sem nýta sér gistingu á hótelinu þegar þeir koma til höfuðborgarinnar. Bændakortið inniheldur meðal annars 15 prósenta afslátt í Skrúði, á Mímisbar, á barnum á Park Inn og á Café Island yfir sumartímann. „Við ákváðum að uppfæra bændakortin, sem hafa verið í gangi í nokkur ár, en ekki verið nýtt sem skyldi. Þetta er okkar viðleitni til að koma til móts við bændur og færa hótelið nær þeim. Við vilj­ um gera hótelið að alvöru valkosti fyrir bændur í Reykjavík. Áður var fast verð frá október og fram í apríl en við erum að lengja þetta tímabil um einn mánuð og bæta ýmsu við, til dæmis glaðningi inn á hvert herbergi við komu, og einn­ ig eru ýmsir afslættir í boði,“ segir Kristján Daníelsson, framkvæmda­ stjóri Hótel Sögu. Heldur sínum markaðshlut Þrátt fyrir harðnandi samkeppni á hótelmarkaði í Reykjavík hefur Hótel Saga haldið sinni markaðs­ hlutdeild. Aðsóknin hefur aukist milli ára en um 20 prósent heild­ argistináttafjölda eru Íslendingar, þar af tvö prósent bændur. „Öll hótel í Reykjavík hafa verið endurnýjuð að fullu undanfarin fimm ár, laun og aðföng hafa hækk­ að og við höfum þurft að mæta því. Hótel Saga á þó mikla og sterka sögu og við höfum náð að halda okkar markaðshlut í þessu erfiða umhverfi. Við höfum til að mynda hækkað meðalverð um 5­7 prósent og stefnan er að ná sem mestu út úr gistingunni. Það hefur verið mikil veltuaukning í veitingadeildinni hjá okkur, sem skilar okkur um helm­ ing af þeim tekjum sem við fáum inn. Nú einblínum við enn frek­ ar á hana og það að gera betur, án þess þó að fórna gæðum,“ útskýrir Kristján og nefnir jafnframt ráð­ stefnudeildina, sem var endurnýjuð að fullu árið 2007 og er aðstaða þar ein sú fullkomnasta á landinu. Matseðill úr íslensku hráefni Hótel Saga er fjórða stærsta hótelið á Íslandi í dag og hefur Kristján ákveðnar hugmyndir um frekara aðdráttarafl að hótelinu í samvinnu við Bændasamtökin. „Mín sýn er að endurvekja hinn gamla sjarma Hótel Sögu og ég hef fulla trú á að það takist. Markmið okkar er að gera hótelið að miðstöð matar og veitinga í Reykjavík, en við höfum eitt besta kokkateymi á landinu á okkar snærum. Grillið er kvöldstaðurinn hjá okkur og þar hefur verið mikill vöxtur. Skrúður og Mímisbar eru frekar dagveit­ ingastaðir í léttari kantinum, með alþjóðlegu ívafi. Við höfum hug­ myndir um að breyta Skrúð á þá leið að þar verði eingöngu á boð­ stólum réttir úr íslenskum afurðum, en þetta getum við ekki gert nema með aðstoð iðnaðarins og einnig Bændasamtakanna. Þessi hugmynd er í þróun og ég á eftir að taka hana upp með stjórn hótelsins, en við erum mjög spennt fyrir þessu og teljum að slík sérstaða myndi auka hróður okkar enn frekar,“ segir Kristján með bros á vör. ehg Fréttir Bændablaðið | Þriðjudagur 1. apríl 2008 www.bbl.is „Þetta er ekki rétt,“ segir Eyj­ ólfur Sigurðsson framkvæmda­ stjóri Fóðurblöndunnar og vís­ ar á bug því sem fram kemur í greinargerð með erindi Svína­ rækt arfélags Íslands til síðasta Bún aðarþings um að í sýni úr inn fluttu korni hafi allt að 15% af innihaldi verið mylsna, rusl, sandur og jafnvel grjót. Anna Bryndís Tryggvadóttir sem sæti á í búfjárræktar­ og fagráðsnefnd segir í síðasta Bændablaði að fram hafi komið ábendingar um að allnokkuð skorti á gæði fóðurs og þyki mönnum slíkar ábend­ ingar fara heldur fjölgandi. Eyjólfur segir að afar strangt eftirlit sé með framleiðslu fyrirtæk­ isins og hvergi sé slakað á í þeim efnum. „Gæðastefna okkar hefur það að meginmarkmiði að fóður­ vörur okkar séu í háum gæðaflokki og að þær séu rétt meðhöndlaðar,“ segir hann og bætir við að með þessi markmið að leiðarljósi reyni fyrirtækið að uppfylla væntingar og þarfir viðskiptavina sinna á hverj­ um tíma. Eyjólfur segir að umræða af þessu tagi sé ekki ný af nálinni og að fulltrúar fyrirtækisins hafi komið á Búnaðarþing og skýrt málið. „Við förum eftir skýrum alþjóð­ legum stöðlum í einu og öllu hvað kornviðskipti varðar,” segir hann en í þeim stöðlum er miðað við að hámark óhreininda í korni sé 2%. „Þetta eru landbúnaðarvörur sem koma beint frá ökrum kornbænda og þess vegna ýmsar ástæður fyrir því að óhreinindi ýmis konar slæð­ ist með, en menn kappkosta að lágmarka þau með öllum tiltækum ráðum.“ Það er alþekkt að það sest efni til í sílóum og virkað mikið en það magn hefur hingað til reynst innan marka (2%). Hann segir allt hráefni sem Fóðurblandan noti við framleiðslu á fóðri koma frá viðurkenndum birgjum og að fyrirtækið geri miklar kröfur til þeirra, bæði innlendra sem erlendra birgja. Korn er flutt inn til landsins með skipum sem uppfylla strangar kröfur hvað varðar hreinlæti og allan búnað sem flutningunum tengjast. Allt hráefni er svo unnið í verksmiðju fyrirtækisins og fer þar í gegnum síur, sigti og segla sem taka aðskotahluti burt. Prufur eru teknar úr öllu hráefni með reglulegu millibili við lestun skipa erlendis og síðan aftur hér á landi við uppskip­ un. Allt korn sem við kaupum hefur reynst innan þeirra marka sem alþjó­ legar reglur um kornviðskipti kveða á um„Við erum með mikið og öfl­ ugt eftirlit með öllum okkar vörum,“ segir Eyjólfur, en Fóðurblandan hefur innleitt gæðakerfi samkvæmt HACCP, sem stendur fyrir greiningu hættu og mikilvægra stýristaðla. Vel er hugað að hráefnisgæð­ um sem og öryggi framleiðslunn­ ar. Starfrækt er rannsóknarstofa á vegum fyrirtækisins þar sem efnainnihald hráefna og fóður er rannsakað og regluleg sýni tekin af hráefnum. Þá fer einnig fram örveirueftirlit sem nær bæði til hrá­ efnis og tilbúins fóðurs. Að auki þá gera íslenskt yfirvöld strangar kröf­ ur til fóðurframleiðenda og hefur MAST (Matvælastofnun) eftirlit með því að í öllu sé farið eftir þeim reglugerðum sem um fóðurfram­ leiðslu gilda til þess að tryggja öryggi fóðursins. „Við teljum að okkar gæðaeftirlit sé mjög gott og strangt og dylgjur um að allt að 15% af innfluttu korni pinnihaldi óhreinindi af ýmsu tagi eru til þess eins fallnar að kasta rýrð á okkur,“ segir Eyjólfur. MÞÞ Skýrar alþjóðlegar reglur gilda um kornviðskipti Vel hugað að hráefnisgæðum og öryggi framleiðslunnar Daginn fyrir skírdag var felld ur dómur í Héraðsdómi Norð ur­ lands eystra í máli sem Hörður Snorrason kúabóndi í Hvammi í Eyjafjarðarsveit höfðaði til þess að hnekkja fjárnámsgerð sem sýslumaðurinn á Akureyri gerði hjá honum í október í fyrra. Fjárnámið var gert vegna kröfu um að Hörður greiddi fjallskila­ gjöld sem lögð voru á hann á árunum 2003­2005. Dómarinn, Þorsteinn Davíðsson, féllst á kröfu Harðar og felldi fjárnámið úr gildi. Niðurstaða dómarans var sú að fjallskilagjaldið ætti sér vissulega stoð í lögum, nánar tiltekið 42. gr. laga nr. 6/1986. Til þeirrar grein­ ar væri vísað í fjallskilasamþykkt Eyjafjarðarsveitar. Í samþykkt­ inni væri hins vegar ekki að finna „nokkra ákvörðun um álagningu eða útfærslu gjaldtökunnar … (né) hvernig gjaldið skuli ákvarðað eða hversu hátt hlutfall fjallskilakostn­ aðarins megi leggja á eftir land­ verði. Verður því ekki talið að 15. gr. fjallskilasamþykktar fyrir sveitarfélög á svæði Héraðsnefndar Eyjafjarðar veiti fullnægjandi stoð fyrir þeirri aðferð að leggja hluta innheimtukostnaðar á eftir land­ verði jarðar.“ Dómarinn vefengir ekki rétt sveitarfélaga til að leggja á fjall­ skilagjald eftir landverði, þ.e. að þeir sem ekki reka á fjall eða leggja ekki fram mannskap í smölun þurfi að greiða sem svar­ ar einhverjum dagsverkum. Hins vegar vanti í fjallskilasamþykkt Eyjafjarðarsveitar og raunar allra sveitarfélaga við Eyjafjörð skýr ákvæði um það hvert gjaldið skuli vera, hvernig það sé fundið út og hvernig eigi að innheimta það. Kemur ekki á óvart Þetta er fyrsti dómurinn sinnar teg­ undar og fái hann að standa er ekki að sjá annað en að æðimörg sveitar­ félög þurfi að laga til í fjallskila­ samþykktum sínum ef þau hyggjast halda áfram óbreyttri innheimtu fjallskilagjalds. Á Búnaðarþingi 2008 var gerð samþykkt um fjall­ skilamál þar sem stjórn BÍ er falið að skipa starfshóp til „að skoða stjórnvaldsfyrirmæli um fjallskil, einnig dóma og annað sem varð­ ar framkvæmd fjallskila“. Einnig á starfshópurinn að skila tillögum um breytingar á lögum um afrétt­ armálefni og fjallskil, telji hann ástæðu til þess. Þorsteinn Kristjánsson stjórn­ armaður Bændasamtaka Íslands sagði í viðtalið við Bændablaðið að þessi dómur væri í takt við þær umræður sem orðið hafa um fjall­ skilamál á Búnaðarþingi og víðar í röðum bænda. „Þetta staðfestir það sem við höfum talið að lögin væru í lagi en að fjallskilasamþykktir sveitarfélaganna væru veiki hlekk­ urinn í þessari innheimtu. Þetta þarf heldur ekki að koma á óvart í ljósi þess að nú er það viðhorf ríkjandi hjá dómstólum að öll gjaldtaka þurfi að styðjast við gjaldskrár sem hlotið hafa staðfestingu stjórn­ valda,“ sagði Þorsteinn. Hann hefur verið tilnefndur af stjórn BÍ til setu í starfshópnum sem tekur fljótlega til starfa. Búið er að óska eftir tilnefningum og beðið eftir að þær berist svo hægt sé að skipa starfshópinn. −ÞH Innheimta fjallskilagjalds dæmd ógild Skýrari reglur og gjaldskrá forsenda þess að hægt sé að leggja fjallskilagjald á eftir landverði Búnaðarfélag Mýramanna efnir nú í vikunni til landbúnaðar­ sýningar undir heitinu Eftir Mýraelda. Segir formaðurinn, Guðbrandur Guðbrandsson á Staðarhrauni, að þetta sé eins­ konar þakkargjörðarhátíð eftir þær hremmingar sem eldarnir ollu fyrir tveimur árum. Þungamiðja hátíðarinnar verð­ ur í félagsheimilinu Lyngbrekku sem er við þjóðveginn út á Snæ­ fellsnes, 10­15 mínútna akst ur frá Borgarnesi. Þar hefst hátíðin með almennum fundi um landbúnaðar­ mál fimmtudaginn 3. apríl um kvöldið þar sem frum mælendur verða Einar K. Guð finns son land­ búnaðarráðherra og Har aldur Bene diktsson formaður Bænda­ sam taka Íslands. Upp úr hádegi á laugardaginn 5. apríl verður svo opnuð sýning á ýmsu sem tengist landbúnaði í Lyngbrekku. Þjónustufyrirtæki sem þjóna landbúnaði, svo sem Vélfang og Jötunn Vélar, og afurðastöðvar á borð við MS, Kaupfélag Borgfirðinga og fleiri munu sýna tæki og framleiðslu­ vörur. Um þrjúleytið ætla heima­ menn svo að sýna hvers þeir eru megnugir og verður þá sungið og spilað og fleira sér til gamans gert í Lyngbrekku. Er jafnvel von á leikhópi til að flytja lög úr söng­ leiknum Þið munið hann Jörund. Einn liður í þessari hátíð verð­ ur opið fjós í Þverholtum en þar hefur fyrirtækið Landstólpi reist nýtt og fullkomið fjós. Verða full­ trúar fyrirtækisins á staðnum og útskýra bygginguna fyrir gestum. Að sjálfsögðu eru allir vel­ komnir vestur á Mýrar. Landbúnaðarhátíðin Eftir Mýrarelda Hótel sem aldrei sefur Nýverið var bændakortið á Hótel Sögu uppfært og er nú eins konar fríðindakort fyrir bændur sem inni- heldur ýmis afsláttarkjör. Var tvo vetur á útigangi Um miðjan mars fannst vet­ urgamall hrútur á Tungudal í Fljótum. Hrúturinn reynd­ ist vera frá bænum Sandfelli skammt fyrir ofan Hofsós. Hann var langt kominn með að ganga út sinn annan vetur. Við smöl­ un í Unadal sem er fyrir ofan Hofsós í haust var hann með fjórum öðrum útgangskindum sem náðust en hann var skilinn eftir uppgefinn. Hans var síðan leitað í nokkur skifti um haust­ ið en fannst ekki og var talið líklegast að hann hefði drepist. Þarna kom annað í ljós sem sýnir enn einu sinni hvað kind­ ur sem verða einar geta ranglað um fjöllin. Þar sem hrúturinn fannst talsvert frá heimaafrétti og í gildi er flutningsbann á sauðfé á þessum slóðum var hann sendur í sláturhús. Þetta eru ekki einu útigang­ skindurnar sem fundist hafa í Skagafirði nú á útmánuðum. Þannig kom veturturgömul ær með lambi frá bænum Melstað í Óslandshlíð samanvið fé í Hjaltasdal fyrir skömmu. Þessar kindur voru í mjög þokkalegum holdum enda hefur veturinn verið snjóléttur og því hagstæður fyrir útgangsfé. ÖÞ Bræðurnir Þórgnýr t.v. og Skarphéðinn Jónssynir halda í hrússa en faðir þeirra fann gripinn þegar hann fór á snjósleða í Tungudal. Ljósm. ÖÞ

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.