Bændablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 15

Bændablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 15
Bændablaðið | Þriðjudagur 1. apríl 200815 Fyrr á árinu opnaði vef­ verslunin www.kindur. is, þar sem fólki gefst kostur á að kaupa sér kind eða fóstra kind fyrir ákveðna upphæð. Hlédís Sveinsdóttir er hugmyndasmiðurinn á bak við síðuna og vill með henni styrkja stöðu bænda og færa sveitina nær almenningi. „Þetta byrjaði sem örlít­ il hugdetta, sem vatt svona líka hressilega upp á sig. Ég átti alltaf kindur heima þegar mamma og pabbi voru með búskap og núna, þegar pabbi byrjaði aftur með kindurnar, þá gaf hann öllum í fjölskyldunni kind (reyndar fékk ég mína að gjöf frá Siggu og Brynjari í Bjarnarhöfn, en hún er ættuð úr „gamla“ fjárstofninum okkar) og ef við vildum, þá máttum við ráða hvaða hrút við notuðum til undan­ eldis. Við brottfluttu börnin fáum svo afurðirnar okkar og reynd­ ar meira til. Mér fannst þetta svo mikið sport að mér datt í hug að bjóða öðrum upp á þennan mögu­ leika. Maður þarf samt ekki að vera alinn upp í sveit til að finnast þetta svona skemmtilegt,“ útskýrir Hlédís brosandi. Styrkir stöðu bænda Hlédís segir hugmyndina sameina marga góða kosti og að hana hafi langað að skapa vinnu fyrir for­ eldra sína í sveitinni með þessu. „Almenningur hefur svo lítinn aðgang að sveit nú til dags, börn hafa misst að stórum hluta alla upp­ runatengingu við mat og heimasíð­ an gæti verið lausn á þessu. Ef þetta gengur vel styrkir það stöðu bænda, bæði hvað varðar búsetumöguleika og einnig eykst skilningur almenn­ ings á því að halda sveitunum okkar í byggð. Fólki gefst einnig kostur á að gæðastýra sínu lamba­ kjöti alla leið á diskinn, ekki upp að sláturhússdyrunum eins og þetta er núna,“ segir Hlédís. Fyrirtæki Hlédísar í kring­ um síðuna heitir Eigið fé ehf., en sjónvarpsmaðurinn kunni, Gísli Einarsson, stakk upp á nafninu. „Viðtökurnar eftir opnun hafa verið rosalega góðar, eiginlega framar öllum vonum, bæði hér­ lendis og erlendis. Ég hef fengið ofboðslega mikið af símtölum og tölvupóstum frá fólki sem hefur lýst ánægju sinni með hugmynd­ ina. Mér finnst hafa sprottið upp laumubændur og sauðfjáráhugafólk allt í kringum mig, því ólíklegasta fólk hefur komið að máli við mig. Íslenska sauðkindin er greinilega greypt ansi djúpt í æskuminningar þjóðarinnar, en fólk hefur komið, hringt og skrifað mér um gömlu kindurnar sem það átti í sveit og æskuminningar því tengdar. Það er greinilega grunnt á væntumþykju fyrir íslensku kindinni hjá mjög mörgum,“ útskýrir Hlédís, sem vill jafnframt koma þakklæti á framfæri til alls þess góða fólks sem studdi hana með ráðum og dáð við að láta hugmyndina verða að veruleika. Sem fyrr segir er bæði hægt að fóstra og kaupa kind inni á síðunni, en þessar tvær leiðir eru misdýrar og bjóða upp á mismunandi mögu­ leika. Eignavottorð og jólakort frá kind „Þegar fé er tekið í fóstur getur fólk valið sér fósturkind á heimasíð­ unni eða í heimsókn á opnum degi. Aðilinn má nefna kindina og fær fósturvottorð með nafni og mynd. Einnig fær sá hinn sami jólakort frá kindinni þar sem farið er yfir árið, auk aðgengis að sveitinni og kindinni um 5­8 sinnum í gegnum opna daga á því búi þar sem kindin er. Sá sem fóstrar kind getur látið vinna og prjóna úr ullinni af kind­ inni sinni hjá Ullarselinu, gegn aukagjaldi, í gegnum heimasíð­ una. Þetta kostar 15.500 krónur á ári eða 1.292 krónur á mánuði,“ segir Hlédís og útskýrir jafnframt í hverju það felist að kaupa sér kind: „Eigandinn getur valið eigin kind á heimasíðunni eða í heim­ sókn á opnum degi. Hann má nefna kindina, fær eignarvottun með nafni og mynd og jólakort frá kind­ inni þar sem farið er yfir árið. Sá hinn sami fær aðgengi að sveitinni og kindinni um 5­8 sinnum í gegn­ um opna daga á því búi þar sem kindin hans er og hann getur valið hrút í gegnum heimasíðu eða á opnum degi, af búinu sem kindin er á, til að nota til undaneldis. Einnig fær hann kjötafurðirnar sendar heim að dyrum og getur valið um að láta fínsaga skrokkinn/skrokk­ ana eða úrbeina. Gegn aukagjaldi getur hann látið vinna og prjóna úr ullinni, sæða kindina í gegnum hrútaskrá, vinna kjötafurðirnar meira (reykur og fleira) og látið vinna gærurnar af lömbunum hjá Sjávarleðri, allt í gegnum heima­ síðuna. Þetta kostar 39.500 krónur á ári eða 3.292 krónur á mánuði,“ útskýrir Hlédís. „Annars hef ég miklar hug­ myndir um framþróun í sambandi við þetta og til að byrja með ætla ég að markaðssetja hugmyndina á erlendri grund. Síðan er að bætast við nýtt bú, Krossar, sem er átta kílómetra innan við Dalvík, þannig að Norðlendingar geta tekið gleði sína. Ég held að með sameiginlegu átaki eigi sveitir landsins bjarta framtíð, við eigum nokkuð sem er alveg sérstakt og ef við stönd­ um vörð um það og finnum nýjar leiðir til að nýta okkur það, þá trúi ég ekki öðru en að fólk geti búið og lifað í sveitinni án þess að þurfa að keyra út um hvippinn og hvapp­ inn í uppgripavinnu,“ segir Hlédís einnig. ehg Fóstrar kind eða kaupir þína eigin − ný heimasíða býður upp á skemmtilega möguleika Hlédís sýnir hvernig eignarvottorðin líta út. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra var fyrsti við skiptavinur Hlédísar þegar hún opn aði heimasíðuna um miðjan febrúar.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.