Bændablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 6
Bændablaðið | Þriðjudagur 1. apríl 20086 Málgagn bænda og landsbyggðar LEIÐARINN LOKAORÐIN Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 5.400 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.400. Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 – Ritstjóri: Þröstur Haraldsson, ábm. th@bondi.is – Sími: 563 0375 Blaðamenn: Erla Hjördís Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurdór Sigurdórsson ss@bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason eh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN 1025-5621 Ábending um heppilegan óvin Það er dálítið undarlegt andrúms­ loft í samfélaginu þessa dagana. Tilfinningin um það að veislunni sé lokið breiðist ört út og nú er hafin leitin að sökudólgunum, þeim sem hafa komið því til leiðar að við sjáum fram á sultartíð og sölnaða haga. Allt í einu gera menn uppreisn og aka í hægagangi um götur borg­ arinnar. Þessi þjóð sem hefur látið flest yfir sig ganga möglunarlaust mótmælir nú með hjólbörðunum, rétt eins og soltnir mexíkanskir bændur sem verða að neita sér um tortilluna sína af því maísinn er orðinn svo dýr. Nú er kominn tími til að finna þá í fjöru sem koma vandræðum okkar til leiðar. Niður með bensíngjaldið! Það er spurt hverjir hafi gert árás á krónuna og hvort það hafi verið gert viljandi eða ekki. Deilt er um hvort kenna eigi um óprúttn­ um erlendum spákaupmönnum eða flumbruganginum í íslensku útrásargreifunum. Sumir eru meira að segja svo ósvífnir að halda því fram að þetta sé allt ríkisstjórninni að kenna. Má ég nú ekki í fyllstu hógværð benda mönnum á tilvalinn óvin sem auk þess á sannanlega stóran þátt í því hvernig efnahagsmálum heimsins er komið? Það eru að sjálfsögðu Kínverjar sem hafa sýnt af sér þá óbilgirni að verða mun fleiri en sanngjarnt getur talist og auk þess bætt hag sinn meira en góðu hófi gegnir. Þeir gera nú kröfu um að fá olíu til að kynda hús sín, knýja æ fleiri bíla og starf­ rækja verksmiðjur sem framleiða megnið af því sem við kaupum í búðunum okkar. Og svo heimta þeir að fá almennnilegan mat að éta. Þeim nægja ekki lengur hrísgrjónin heldur vilja úði í sig kjöti og drekka mjólk með. Í ofanálag er þeim illa við Dalai Lama. Þarna er rétti óvinurinn kom­ inn. Það er bara verst hvað hann er langt í burtu. Kínverjar hafa líka tekið útrásargreifunum okkar svo vel. Æjá, það er vandlifað fyrir Ragnar Reykás þessa dagana. ­–ÞH Mjólkurverðshækkun til bænda um þessi mánaðamót er mikilvægur áfangi í viðurkenn­ ingu á því breytta umhverfi sem landbúnaður heimsins þarf nú að búa við. Aðfangaverð heldur enn áfram að hækka og áður hefur verið rætt um á þessum vettvangi að þar sé miklu frekar um að ræða hamfarir en eðlilega verðþróun. Það er alvarlegt mál þegar þarf að hækka mjólk jafnmikið og nú er raunin. Yfir það skal ekki reynt að draga fjöður. Hins vegar er ágætur skilningur á þessum aðgerðum meðal neytenda. Bændur þurftu nauðsynlega á þessu að halda til að ekki fari illa í rekstri á búum þeirra. Það er hins vegar afar óheppilegt að þegar þessar miklu breytingar verða á heims­ markaði skuli á sama tíma vera verðbólgu­ spenna hér á landi. En fyrir einhverja tilvilj­ un ber þessar breytingar upp á sama tíma og verulegur umsnúningur verður á efnahagslífi okkar. Íslenskir fjármálamarkaður gengur í gegnum þrengingar, eins og landbúnaður og búvöruframleiðsla hér á landi, sem glímir fyrst og fremst við hækkandi aðfangaverð. Á sama tíma hellast yfir heimilin verðhækk­ anir á eldsneyti, fjármagni og matvöru. Þá er athyglisvert að hlusta á framkvæmdastjóra Haga koma fram í útvarpsþætti og ætla að lækka matarreikining heimila með því að flytja inn svína­ og alifuglakjöt, óheft. Í sama viðtali ræddi forstjórinn um það hvernig matarkarf­ an skiptist á milli innlends landbúnaðar, inn­ lendrar iðnaðarframleiðslu og innfluttra land­ búnaðarvara. Hann benti réttilega á að önnur vara en innlend búvara stæði undir meirihluta þeirra útgjalda sem rynnu til matarkaupa og tengdi það beint við gengisfall krónunnar sem kallaði á verulega verðhækkun innfluttra mat­ væla. Í haust talaði verslunarstjóri einnar keðj­ unnar innan Haga við Bændablaðið og hvatti til eflingar á innlendri landbúnaðarframleiðslu, vegna mikilla hækkana erlendis. Það vantar greinilega dálítið upp á samræmið í málflutn­ ingi þessara ágætu manna. Bændum er fullljóst að pressan á aukinn innflutning eykst við þær væringar í verðlagn­ ingu sem nú eru uppi. En á það skal minnt hér að þegar hefur verið ákveðið að lækka verulega innflutningstolla á kjötvöru sem flutt er til landsins. Jafnframt er verið að semja um aukinn innflutning sem verður án slíkra gjalda. Sú aðgerð hefur þegar áhrif á verðlag. Að þessu er unnið í samhengi við samninga­ viðræður við ESB um aðgang fyrir íslenska framleiðslu á sömu forsendum. Það eru sem­ sagt fleiri með sömu reglur og við, engan óheftan innflutning. Það vill svo til að við höfum samanburð við innfluttar matvörur sem fluttar hafa verið inn um langan aldur án tolla. Ef marka má málflutning þeirra sem vilja afnema tollvernd innlendra búvara ættu þessar vörur að kosta það sama og í nágrannalöndum okkar. En það hafa þær ekki gert. Íslenskir neytendur hafa undantekningalítið þurft að greiða hærra verð en neytendur í nágrannaríkjunum fyrir inn­ flutt brauð, kornmeti, sykur og fleiri landbún­ aðarvörur. Er einhver ástæða til að halda að öðru máli muni gegna um innflutt klúklinga­ og svínakjöt eða egg ef innlend framleiðsla á þessum afurðum leggst af? Íslenskur markaður hefur mikið verðþol. Þess vegna er ekki hægt að trúa því að hér myndi ríkja eilíf hamingja lágs matarverðs við það eitt að tollverndin verði afnumin. Nema kannski rétt á meðan innlend framleiðsla er að leggja upp laupana. Hvað gerist svo? Umræðan um „frjálsan“ innflutning á svína­ og alifuglaafurða er oft dregin fram sem dæmi um eitthvað annað en hefðbund­ inn landbúnað. Hvernig getur framleiðsla sem byggist á lifandi búfé verið eitthvað annað? Víst er að umfang þess rekstrar er mikið og oft glæsilega uppbyggðar einingar. Íslenskir bændur í þeim búgreinum eru í dag flestir með hátæknilegar framleiðsluaðstæður. Í fullu samræmi við erlenda kollega sína. Þessar búgeinar framleiða núna um 55% af innlendri kjötframleiðslu. Augljóst er að brotthvarf þeirrar framleiðslu hefði stórkostleg áhrif á alla möguleika slátrunar og kjötvinnslu í land­ inu − fyrir allar búgreinar. Og fyrir þorra þeirra sem vinna slík störf. Víst eru búin og bændurnir ekki margir, en veita engu að síður fjölmörgum atvinnu við úrvinnsluna. Það dugir ekki endalaust að slá keilur með því að benda á íslenska búvöruframleiðslu sem vandamál hás verðlags. Landbúnaður skiptir máli. HB Verðhækkanir á mjólk og innfluttri búvöru Dagana 25. og 26. febrúar sl. héldu samtök danskra kúabænda, Dansk Kvæg, árlega ráðstefnu sína, Kvægkongres, um stöðu og framtíðarhorfur í danskri mjólkurframleiðslu, í Herning á Jótlandi. Á ráðstefnunni var einnig fjallað um mörg mikilvæg fagmál greinarinnar í nokkrum málstofum. Að þessu sinni voru áherslusviðin: Stjórnun á frjó­ semi kúa, aðgerðir til að draga úr kálfadauða, þættir til að styrkja og bæta kvíguuppeldi, heilsufar og bætt heilbrigði kúa, sjálfvirk mjaltatækni og ör þróun í vist­ vænni mjólkurframleiðslu. Á ráðstefnunni var lagt fram gríð­ armikið efni, sem full ástæða væri til að koma á framfæri hér á landi. Hér verður aðeins tæpt á fáeinum molum. Ráðstefnuna sækja rúmlega eittþúsund manns, − ráðunautar, rannsóknamenn og stjórnmálamenn en þó einkum kúabændur. Bjartsýni og framfarahugur Bjartsýni ríkir nú í dönskum kúabú­ skap. Í ávörpum danska landbún­ aðarráðherrans sem og formanns kúabænda á ráðstefnunni leyndi sér ekki að viðsnúningur hefur orðið í ytri aðstæðum á stuttum tíma, sem eykur mönnum bjartsýni. Hinar stóru endurbætur (reform­ er) á landbúnaðarstefnu ESB, 1992, 1999 og 2003, sem miðuðu að því að gera landbúnað í aðildarlöndum sambandsins sókndjarfari og mark­ aðstengdari, koma sér vel í dag. Samtímis hafa umhverfiskröfur verið hertar, aukin áhersla er lögð á velferð búfjár, þróun byggðar í dreifbýli sett í forgang og strangar reglur um milliríkjaviðskipti með búvörur hafa verið settar. Allt skap­ ar þetta nú ákjósanleg sóknarfæri. Nú eru markaðsaðstæður breytt­ ar, afurðaverð hækkar og eftirspurn eykst. Talað er í alvöru um að auka mjólkurkvótann í ESB um 2% frá 1. apríl 2008. Fyrir fáeinum árum snerist umræðan á hliðstæðri ráð­ stefnu Dansk Kvæg um hvernig unnt yrði að bregðast við boðuðum 25% tekjusamdrætti á kúabúum í Danmörku. Umræðan nú snýst hins vegar ekki eingöngu um hvernig auka megi framleiðsluna, heldur einnig hvernig skapa megi for­ sendur fyrir „mjúkri lendingu“ í stjórnun framleiðslunnar þegar mjólkurkvótakerfi innan ESB verð­ ur aflagt árið 2014 eða 2015. Staða dansk mjólkuriðnaðar innan ESB er sterk og danskir bændur horfa því mjög til þess hvernig þeir geti aukið framleiðsluna án þess að ganga of langt í þeim efnum. Forsendur „mjúkrar lendingar“ eftir að kvótinn hefur verið lagður niður árið 2015 Innan ESB er mikið talað um virkt eftirlit með landbúnaðarstefnu sam­ bandsins, „heilbrigðiseftirlit“, eins og það er nefnt í ESB og þar með í Danmörku. Þetta er sjálfsrýni og liður í víðtækri umræðu sem á að skapa forsendur fyrir samningum um nýjum fjárhagsramma land­ búnaðar innan ESB fyrir tímabilið 2014­2021. Ekki liggur fyrir hvaða þættir verða lagðir til grundvall­ ar í þeim samningum. Nefnt er að áfram verði dregið úr beinum stuðningi við framleiðslu, jafn­ vel að þeim stuðningi verði alveg hætt, og hann færður í meira mæli yfir á jarðirnar sjálfar og á nýtingu þeirra til annarra þarfa en búvöru­ framleiðslu. Mikið er fjallað um hvernig má ná fram „mjúkri lend­ ingu“ sem sem flestir geti sætt sig við eftir að kvótakerið hefur verið aflagt. Aðferðin, sem menn telja skynsamlegasta og vilja helst fara, er „hægfara aukning“ mjólkurkvót­ anna. Vægi þeirra til stýringar minnkar þar með og þannig væri helst komið í veg fyrir hugsanlegar kollsteypur í framleiðslunni, spá­ kaupmennsku og mjólkurframleið­ endum gæfist kostur á nægum tíma til aðlögunar, bæði rekstrar­ og tæknilega. Einnig kom fram í máli manna og umræðum á fundinum að lítil hætta væri á offramleiðslu mólkur í Danmörku þótt kvótastýr­ ingu yrði hætt, þar sem strangar umhverfisreglur, sem þegar hafa verið innleiddar, myndu takmarka stór stökk í framleiðslunni. Leiðir til að auka mjólkur- framleiðsluna í Danmörku Danskir kúabændur telja sig hafa góða möguleika á að auka mjólk­ urframleiðslu sína umfram núver­ andi kvóta. Árleg framleiðsluaukn­ ing eftir hverja kú er 2 til 3%. Það eitt dugar skammt. Aðrar leiðir sem Danir ætla að fara eru að auka og bæta kvíguuppeldi frá því sem nú er og stefna að 23­24 mánaða aldri kvígna við fyrsta burð. Fullyrt var að spara megi sem svarar 12.000 íkr. í afskriftum, vinnu og fóðri við að lækka burðaraldur kvígna úr 27 í 23 mánuði. Í dag flytja danskir kúabændur árlega út 5.000 til 10.000 lifandi kvígur til ann­ arra landa. Úr því verður dregið verulega. Kálfadauði í Danmörku hefur verið rösklega 10 af hundraði und­ anfarin ár. Helmingur kálfanna drepst við burð og hinn helming­ urinn seinna. Danskir kúabændur stefna að því að helminga kálfa­ dauðann eftir fæðingu og reikna með að það, ásamt því að flýta fyrsta burði kvígnanna um 2­4 mánuði, muni geta leitt til þeirr­ ar framleiðsluaukningar sem þarf til að mæta aukinni eftirspurn án umtalsverðra breytinga í rekstri búanna að öðru leyti. GG Breyttar markaðsaðstæður til umræðu á ráðstefnu Dansk Kvæg

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.