Bændablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 19
Bændablaðið | Þriðjudagur 1. apríl 200819 Fr u m Vélfang – Notaðar vélar Nánari upplýsingar veita sölumenn okkar Gylfaflöt 32 • 112 Reykjavík • Sími 580 8200 • www.velfang.is • velfang@velfang.is VERKIN TALA Case MXU 110pro Árg: 2006 Notkun: 900 vst. Stærð: 110-137 hö Búnaður: Ámoksturstæki DEUTZ FAHR AGROTRON 110 Árg: 2007 Notkun 500 vst. Búnaður: Ámoksturst, 3 vökvamilligírar og vökvavendigír. Ford 6640 Árg: 1996 Notkun: 4.000 vst. Stærð: 85 hö Landini Gibli 100 Árg: 2001 Notkun: 1.100 vst. Stærð: 100 hö Búnaður: Trima John Deer samstæða Árg: 2006 Notkun: 6.700 rúllur Case 895 XL Árg: 1993 Notkun: 3.900 vst. Stærð: 85 hö Búnaður: Vökvamilligír MacHale 991BE Árg: 1999 Búnaður: Barkastýrð Conor pökkunarvél Árg: 2003 Búnaður: 75 cm barkastýrð og teljari Case 4240 XL Árg: 1995 Notkun: 2.706 vst. Stærð: 82 hö Búnaður: Vetö FX-16 Iveco Euro 120E23 R/FP vörubíll Notkun: 250.000 km. Árgerð: 1997 Framkvæmdir við gerð Héðins­ fjarðarganga eru í fullum gangi, en þeim áfanga var náð að kveldi föstudagsins langa að bormenn sprengdu síðasta haftið í göng­ unum, þ.e. þeim hluta þeirra sem liggur frá Siglufirði og út í Héðinsfjörð. Ólafsfjarðarmegin, frá Ólafsfirði og í Héðinsfjörð hefur gengið hægar, en þar hefur vatnsagi gert mönnum lífið leitt og gerir að verkum að hægar gengur þar sem vinna þarf við bergþéttingar. Sá hluti ganganna er nú rétt um 3 kílómetrar að lengd. Björn A. Harðarson hjá GeoTek ehf. sem hefur umsjón og fram­ kvæmdaeftirlit með framkvæmdum fyrir Vegagerðina segir að menn hafi vissulega fagnað því að kom­ ast út í Héðinsfjörð, það sé merkur áfangi í verkinu. Ekki fékkst leyfi til að sprengja á móti bormönnum úr Héðinsfirði, þannig að farið var í eina átt og segir Björn það nokkuð sérstakt en allt gengið að óskum. Björn segir að framkvæmdir við verkið hafi gengið mjög vel og ekk­ ert óvænt komið upp á enn. Aðstæður séu almennt mjög hagstæðar en til að mynda hafi hiti í göngunum frá Siglufirði verið mjög góður,10 til 15 gráður. Það megi þakka nálæg við hitasvæði Siglfirðinga í Skútudal. Kaldara er hins vegar á þeim sem starfa við sprengingarnar í Ólafsfjarðarhluta ganganna þar sem hitans nýtur ekki við. Búist er við að töluverðan tíma taki að ganga frá munnanum í Héðinsfirði og gera hann örugg­ ann en þegar því lýkur munu gest­ ir streyma til Siglufjarðar og taka þátt í formlegu gegnumslagi með mikilli viðhöfn. Bormenn munu svo innan tíðar hefja undirbúning að gangasprenginum í austurhlíð Héðinsfjarðar og sprengja sig á móti þeim sem koma frá Ólafsfirði. Hafist var handa við fram­ kvæmdir Héðinsfjarðarganna haustið 2006 og er áætlað að verk­ inu ljúki í lok árs 2009. Göngin eru tvíbreið og í tvennu lagi, 3,7 kílómetrar frá Siglufirði til Héðinsfjarðar og svo 6,9 kílómetr­ ar úr Héðinsfirði til Ólafsfjarðar, samtals um 11 kílómetrar að lengd. Við alla gangamunna verða steyptir vegskálar. Þá verður lagður vegur, um 600 metra langur í Héðinsfirði á milli gangaopanna og að auki nær verkið einnig til lagningar vega að göngunum frá báðum þéttbýlis­ stöðunum Verktakasamsteypan sem vinn­ ur verkið er Metrostav í Tékklandi og Háfell. Samsteypan átti lægsta boð í verkið, um 5,7 milljarða en áætlaður verktakakostnaður Vegagerðarinnar var tæplega 6,5 milljarðar. Áætlaður heildarkostn­ aður verksins með öllu er um 7 milljarðar. Þetta er stærsta einstaka vegaframkvæmd sem Vegagerðin hefur ráðist í. Markmið með gerð Héðins­ fjarð arganga er að bæta samgöng­ ur, auka umferðaröryggi og tengja Siglufjörð við Eyjafjarðarsvæðið og styrkja þannig búsetu á svæðinu. Með tilkomu ganganna styttist leið­ in milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar um 47 kílómetra, úr 62 kílómetr­ um nú í um 15 kílómetra og er þá miðað við að farið sé um Lágheiði, en í þeim tilvikum sem hún er ófær og aka þarf um Öxnadalsheiði og Skagafjörð nemur stytting á leið­ inni milli þéttbýlistaðanna tveggja, Ólafsfjarðar og Siglufjarðar um 219 kílómetrum. MÞÞ Góðum áfanga náð í gerð Héðinsfjarðarganga Fylgst með þegar síðasta haftið Héðinsfjarðarmegin er sprengt í burtu. Hér að neðan má sjá stöðu framkvæmda um páskana, gulu línurnar sýna hvert bormenn eru komnir, tæplega hálfnaðir með Ólafsfjarðarlegginn. Glaðbeittir bormenn búnir að opna sér leið til Héðinsfjarðar.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.