Bændablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 11
Bændablaðið | Þriðjudagur 1. apríl 200811
ORKA-ÚTHALD-ÁRANGUR
Er allt annar maður...
100%
náttúrulegt
Fyrir þremur árum síðan íhugaði Jón
Eggertsson, bóndi á Eyri, alvarlega að hætta
búskap vegna stöðugrar þreytu sem hann
fann fyrir og sá ekki fram á hann hefði orku
til þess að takast á við erf ið bústörf. Á
þessum tíma kynntist hann Metasys-
hylkjunum, sló til og prófaði. Ég fann mun á
mér strax fyrstu vikuna. Ég varð orkumeiri og
leið miklu betur. Ég varð betri til allrar vinnu
og átti mun auðveldara með að vakna og
satt að segja er ég allt annar maður. Ég þarf
mikla orku og það er því alveg ótvírætt að
Metasys virkar. „Núna hef ég engar áætlanir
um að hætta búskap og um að gera að
vinna á meðan orkan er fyrir hendi, þó
aldurinn sé kannski að færast yfir mann.”
Orka og úthald mun meira
Aðspurður hvort Jón hafi búist við þessum
góða árangri þegar hann heyrði fyrst af
Metasys, NEI af og frá. „Ég verð að segja
alveg eins og er að ég hafði ekki mikla trú á
þessu en þetta virkaði vel á mig og ég hef
tekið hylkin inn daglega síðan. Það er alveg
ótrúlegt hvað ég hef notið góðs af því að
taka inn Metasys. Maður er allt annar, frískari
á allan hátt, í raun líkari því hvernig ég var
þegar ég var yngri og er ég nú orðinn 66 ára
gamall. „Líkamleg heilsa er mun betri” segir
Jón og bætir við, Metasys geri líf ið töluvert
auðveldara. Ég vakna alltaf snemma á
morgnana og hef fullt starfsþrek langt fram
á kvöld. Yfir heyskapartímann þarf maður
oft að vinna fram á nótt og ekki spurning þá
er Metasys ómissandi.
Fleiri og fleiri Íslendingar kjósa Metasys til
að grenna sig, bæta orkuúthald og heilsu,
það hefur verið fáanlegt í rúm þrjú ár og
aukast vinsældir þess ár frá ári.
Frekari upplýsingar um Metasys er
hægt að finna á www.metasys.is
Metasys er fáanlegt í öllum apótekum,
heilsubúðum, Hagkaup, Fjarðarkaup
og Vöruvali Vestmannaeyjum.
METASYS - KRAFTUR
Í SAUÐBURÐINN
w
w
w
.sm
idjan.is / 11817
Reynir Bergsveinsson er gríð
arlega stórtækur í minkaveið
inni, sérstaklega eftir að hann
fór að nota minkasíuna sem hann
fann upp og hefur nú lagt víða
um land. Hann segir í samtali við
Bændablaðið að þær séu komnar
á fimmta hundraðið, minkasíurn
ar sem hann hefur lagt um landið.
Síðastliðin fjögur ár hefur hann
verið með síur við Þingvallavatn
og víðar á Suðurlandi.
Reynir segir að Þingvallavatn sé
nú allagt og hafi verið það í tvær
til þrjár vikur. Hringinn í kring
um vatnið eru 78 vakir. Þar halda
minkar sig, því þeir veiða fisk undir
ísnum en koma svo upp í vakirnar.
Reynir segist hafa haldið að fjöldi
minka væri við hverja vök, en svo
var alls ekki. Við sumar vakirnar
hafi enginn verið, en við nokkr
ar aðrar fann hann mink. Þetta
segir hann sýna best hve góðum
árangri hann hafi náð með síurnar
í Þingvallavatni, enda skipta þeir
tugum, minkarnir sem hann hefur
veitt þar.
Tófur út um allt
Reynir segir að eftir að fór að snjóa
rétt fyrir áramót hafi tófum fjölgað
mikið í þjóðgarðinum. Því meira
sem hafi snjóað, því meira hafi tóf
unni fjölgað. Áður en vatnið fraus
hefðu tófurnar tiplað fram og til
baka á ströndinni í leit að æti, sem
minkurinn hefði dregið að landi.
Þær ræna hann æti miskunnarlaust,
jafnvel þótt hann reyni að verja
bráð sína af grimmd. Þegar tófur
koma á svæði þar sem minkur er
fyrir hrekst hann vanalega undan
þeim.
Síurnar hans Reynis eru orðnar
mjög eftirsóttar við laxveiðiárn
ar og hefur hann lagt þær víða.
Veiðifélag Vatnsdalsár hefur sýnt
síunum áhuga og þá er Reynir
með síur hjá báðum Rangánum,
Norðurá, Laxá í Miklaholtshreppi,
Haffjarðará og við Dalárnar,
Vopna fjarðarárnar, Breiðdalsá og
norður á Skaga.
Aðspurður hvort hann telji
mögulegt að eyða minknum á
Íslandi segist Reynir ekki telja það.
Þar sem hraun nái fram í sjó með
smá fjöruborði á milli sé minkurinn
óvinnandi, og í venjulegu hrauni sé
erfitt að eiga við hann.
S.dór
Reynir Bergsveinsson minkabani
Hefur lagt út á fimmta
hundrað minkasíur
Reynir Bergsveinsson með drjúgan feng af minkum.
Hér má sjá síuna í ánni. Hana þarf ekki að egna.
Írafellsmóri og hauskúpufundurinn
Heimamenn í Kjósarhreppi velta nú fyrir sér hvort tengsl séu á
milli hauskúpunnar sem fannst um páskana og hauss af hrúti sem
fannst á svipuðum slóðum fyrir nokkrum árum en ekki var hægt
að skýra tilvist hans á þessum slóðum. Hausinn var rannsakaður
á Tilraunastöðinni að Keldum og kom í ljós að engir áverkar voru
á honum sem gæfu tilefni til að ætla að honum hefði verið fargað
með hefðbundnum hætti.
Eins og kunnugt er fylgir Írafellsmóri afkomendum Korts á Möðru
völlum í níu liði og munu einhverjir Kjósverjar vera innan þeirra
marka. Allt sem aflaga fer, og ekki fæst skýrt, er skrifað á pretti Íra
fells móra. Hvort Írafellsmóri hafi fundið sér félagsskap í hjólhýsinu
skal ekki fullyrt, þó leiða megi að því líkum. Í því ljósi má e.t.v. skýra,
hversvegna hinn dularfulli hrútshaus fannst á sömu slóðum og haus
kúpan um páskana. Þessi pistill er af vef Kjósverja.