Bændablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 12
Bændablaðið | Þriðjudagur 1. apríl 200812
Á Nýsköpunarþingi sem Rann
ís, Útflutningsráð og Ný sköp un
ar miðstöð Íslands héldu nýverið
hlaut fyrirtækið ORF Líftækni
nýsköpunarverðlaun ársins 2008
fyrir sameindaræktun sem þar
er stunduð. Hún byggir á að nýta
erfðatækni til að framleiða sér
virk prótein í plöntum, sem nýst
geta við heilbrigðisrannsóknir og
í efna og lyfjaiðnaði.
„Við erum náttúrlega mjög
hreyk in af þessum verðlaun
um og lítum á þetta sem mikla
viður kenningu fyrir það þróunar
starf sem við höfum unnið und
anfarin ár. Verðlaunin endur
spegla hinn almenna velvilja sem
hefur verið meðal almennings, hjá
Bændasamtökunum, í vísindasam
félögum og hjá fjárfestum gagnvart
okkar starfi. Nú er þetta að breytast
úr viðamiklu rannsóknarverkefni
í fyrirtæki á markaðsgrundvelli,“
segir Björn Lárus Örvar, fram
kvæmdastjóri ORF Líftækni og
einn stofnenda þess.
Selja til N-Ameríku og Evrópu
Fyrstu vörur frá ORF Líftækni
fóru á markað í janúar til Norður-
Ameríku og Evrópu, en það eru
helstu markaðssvæðin sem fyr
irtækið lítur til, auk Japans.
„Verðlaunin hafa mikla þýðingu
fyrir okkur og þá sérstaklega hvað
varðar markaðssetningu erlend
is. Við leggjum höfuðáherslu á að
koma vöru okkar, sem eru svo
kallaðir vaxtarþættir, til Norður-
Ameríku og Evrópu en þar eru 70%
af heimsmarkaðnum. Við erum líka
að skoða markaðssetningu á okkar
afurðum á Japansmarkaði, en það
verður að þróast. Sem stendur fer
mikið púður hjá okkur í sölu og
markaðsmál, enda fyrirtækið komið
á þann stað í ferlinu,“ útskýrir
Björn Lárus.
Fyrirtækið var stofnað í árslok
2000 og frá þeim tíma hafa starfs
menn þess nýtt tímann í að þróa
framleiðslukerfi sem byggir á því
að nota einstaka eiginleika bygg
plöntunnar, byggfræið, ásamt sér
stakri ræktunartækni, til að fram
leiða sérvirku próteinin.
„Þessi vara vekur mjög mikla
athygli og við höfum leyft virtum
vísindastofnunum að prófa þetta og
þróa og í framhaldi að kaupa vör
una af okkur. Við erum í samkeppni
við önnur fyrirtæki, sem eru fyrst
og fremst staðsett í Bandaríkjunum,
en við teljum að þeirra vörur hafi
ekki sömu eiginleika og okkar.
Því höfum við þó nokkra sérstöðu,
sem við getum nýtt okkur, og lítum
björtum augum til framtíðar,“ segir
Björn Lárus. ehg
Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra afhendir þeim Birni Lár usi
Örvar, Einari Mäntylä og Júlíusi B. Kristinssyni hjá ORF Líftækni Ný sköp-
un ar verðlaun ársins 2008 á Nýsköpunarþingi.
Verðlaunin mikil viðurkenning
Sumarexem í hrossum sem flutt
eru til útlanda er alvarlegt vanda
mál og hafa rannsóknir á slíku
exemi staðið yfir í rúm sjö ár að
Tilraunastöð Háskóla Íslands í
meinafræði að Keldum. Nú er
svo komið að í samstarfi við ORF
Líftækni getur brátt hafist fram
leiðsla á ofnæmisvaka í byggi
og verður í framhaldinu hægt
að prófa ýmsar leiðir í meðferð
á hestum. Blaðamaður bænda
blaðsins ræddi við Sigurbjörgu
Þorsteinsdóttur, ónæmisfræðing
á Keldum, og fékk nánari útskýr
ingar á rannsóknunum.
Hvenærhófustrannsóknirnar?
„Rannsóknir á sumarexemi
í hrossum er samstarfsverkefni
Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í
meinafræði að Keldum og Háskólans
í Bern í Sviss. Rannsóknirnar hafa
staðið í rúm sjö ár og eru styrktar
af Framleiðnisjóði landbúnaðar
ins, Rannís,Vísindasjóði Háskóla
Íslands, Svissneska Vísindasjóðnum
og WETSUISSE.“
Útáhvaðgangaþær?
„Sumarexem er ofnæmi gegn
prótínum sem berast í hross við bit
mýflugna af ættkvíslinni Culicoides
(smámý), en tegundir af þeirri ætt
kvísl lifa ekki hér á landi. Hross af
öllum kynjum geta fengið ofnæm
ið en það er sérstaklega algengt
í íslenskum hrossum sem flutt
hafa verið úr landi. Um helming
ur útfluttra hrossa sem hafa verið
tvö ár eða lengur á flugusvæðum
fá sumarexem, sé ekkert að gert
til að verja þau flugnabiti. Íslensk
hross sem fædd eru erlendis virðast
ekki fá sumarexem í meira mæli en
hross af öðrum kynjum.
Markmið rannsóknanna er þrí
þætt; í fyrsta lagi að finna og greina
prótínin sem valda ofnæminu, í
öðru lagi að rannsaka ónæmissvar
ið og feril sjúkdómsins og í þriðja
lagi að þróa ónæmismeðferð, þ.e.
bólusetningu eða afnæmingu.“
Hvererstaðaverkefnisinsnúna?
„Verkefnið nálgast nú óðum
þann mikilvæga áfanga að hægt
sé að fara að prófa meðferð á hest
um með hreinum ofnæmisvökum.
Við höfum sýnt fram á að það eru
að minnsta kosti 10 ofnæmisvak
ar í munnvatnskirtlum smámýsins
og þar af eru fimm mikilvægastir.
Einn af þessum fimm ætti að verða
tilbúinn í prófanir á þessu ári eða
næsta og fleiri eru á leiðinni.
Við erum einnig komin vel á veg
með að rannsaka þá þætti ónæm
issvarsins sem eru grundvöllur að
ofnæminu, en það er undirstaða
þess að velja ónæmismeðferð og
meta gagnsemi hennar. Notaður
er samanburður á ónæmissvörun
íslenskra hesta sem fluttir eru út
og eru með háa tíðni af sumarex
emi, við svörun íslenskra hesta sem
fæddir eru í Evrópu með lága tíðni
af sumarexemi. Einstakt er að geta
rannsakað feril ofnæmis í dýrum
með sama erfðabakgrunn, en alger
lega mismunandi ónæmisreynslu. Í
ljós kemur mikill munur í ónæm
isboðefnastjórnun hjá þessum
tveimur hópum.“
Erþáhægtaðhefjabólusetningu
gegnsumarexeminubráðlega?
„Við höfum prófað að hliðra
ónæmissvari fullorðinna hesta af
ofnæmisbraut með tvenns konar
genabóluefni og einu prótínbólu
efni án þess að fá nægilega afger
andi niðurstöður. Í úthlutun Rannís
fyrir árið 2007 fengum við styrk
til þess að hanna tjáningarferju
byggða á hestaherpesveiru til að
þróa kröftugra ofnæmisbóluefni.
Einnig fengum við styrk með sam
starfsaðilum okkar í Bern og ORF
Líftækni til að tjá ofnæmisvaka
sumarexems í byggi. Í framhaldinu
er áætlað að fóðra hross með sum
arexem á „ofnæmisvakabyggi“ og
reyna þannig afnæmingu um slím
húð meltingarfæra, en þeir hjá ORF
eru byrjaðir að vinna með fyrsta
ofnæmisprótínið. Þetta er komið á
góðan rekspöl og við sjáum fram á
að geta farið að prófa tilraunameð
höndlanir á næstu árum.“ ehg
Hér má sjá hópinn á Keldum sem rannsakar sumarexem í hrossum. Frá vinstri; Ólöf Sigurðardóttir, dýralækn-
ir og meinafræðingur, Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, ónæmisfræðingur, Mareike Heimann, dýralæknir og Dr. Med.
Vet. nemi, Vilhjálmur Svansson, dýralæknir og veirufræðingur, Heiða Sigurðardóttir, B. Sc. nemi í lífeindafræði,
Þórunn Sóley Björnsdóttir, lífeindafræðingur og meistaranemi og Lilja Þorsteinsdóttir, líffræðingur og meistara-
nemi. (Mynd: Ómar Runólfsson.)
Unnið á sumarexemi
hrossa með íslensku byggi
Í Bændablaðinu 15. og 29. jan
úar síðastliðinn var fjallað nokk
uð um mörkin oddfjaðrað og
geirskorið. Ritstjóri bað mig að
skoða málið betur því að fram
hafði komið að sums staðar á
landinu hafi það verið til siðs að
nema á brott þríhyrningssep
ann sem verður til þegar fjaðr
irnar tvær eru markaðar og er
þannig komið algerlega í veg
fyrir samgróning. Með þessu er
í raun búið að mynda annað
og gjörólíkt mark, geirskor
ið. Bæði þessi mörk teljast til
sjaldgæfra marka, einkum geir
skorið, og virðast þau helst hafa
verið notuð í Skagafjarðarsýslu,
Rangárvallasýslu og Árnessýslu.
Eftir því sem næst verður kom
ist hefur framangreind breyting á
markinu oddfjaðrað tíðkast lengi,
a.m.k. frá því um aldamótin 1900.
Þetta kemur t.d. skýrt fram í orða
bók Sigfúsar Blöndals frá 1924 og
aftur í orðabók Árna Böðvarssonar,
síðast þar í endurprentun frá 1993.
Bæði mörkin finnast í elstu prent
uðu markaskrám frá seinni hluta
19. aldar. Aftur á móti er gerður
glöggur greinarmunur á mörk
unum oddfjaðrað og geirskorið í
nýjustu útgáfu þessarar orðabók
ar sem Mörður Árnason ritstýrði
og kom út árið 2002 undir heit
inu Íslensk orðabók (tvö bindi).
Þar er m.a. einnig að finna skil
greiningu á hugtakinu „geiri“
sem fellur vel að markinu „geir
skorið“.Þessi glöggi greinarmun
ur á mörkunum á rætur að rekja
til ákvarðana sem Markanefnd
tók um 1980 og voru staðfestar á
fundi hennar með markavörðum
af öllu landinu sem haldinn var
haustið 1983. Við næstu útgáfu
markaskráa, 1988, í reglugerð nr.
579/1989 um búfjármörk o.fl. og
í fyrstu Landsmarkaskrá það ár,
svo og í öllum síðari markaskrám,
Landsmarkaskrám og núgildandi
reglugerð, kemur þetta skýrt fram í
markamyndaskrá. Hún var reyndar
birt til glöggvunar í Bændablaðinu
29. janúar sl. á bls. 8. Vitað er um
markaeigendur sem hafa nú þegar
lagað sig að þessum breyting
um, t.d. í Rangárvallasýslu, þ.e.
eru hættir að lýsa markinu „odd
fjaðrað“ þegar geirinn er numinn
á brott og lýsa því nú sem „geir
skorið“ eins og vera ber. Hér með
kem ég þeim skilaboðum áleiðis
frá Markanefnd til annarra eig
enda slíkra marka að þeir geri slíkt
hið sama, eigi síðar en við næstu
útgáfu markaskráa 2012, noti
núgildandi rétt heiti markanna
oddfjaðrað og geirskorið og marki
í samræmi við þau.
Á það þykir þó rétt að benda
að markið „geirskorið“ er eitt
þeirra marka, samkvæmt reglu
gerðinni, sem þykir óæskilegt
og skal unnið gegn notkun þess.
Þetta þýðir í raun að markavörð
um ber, við upptöku nýrra marka
(gerðarmarka), að hafna slíkum
beiðnum. Auðveldara er að finna
ný mörk eftir að þeim og eig
endum marka fækkaði og hvet
ég bændur og aðra fjáreigend
ur með „stór“ mörk eða hrein
lega soramörk að skoða, t.d .með
því að kanna Landsmarkaskrá
2004 með viðauka sem fæst
hjá Bændasamtökum Íslands,
hvort þeir geti „minnkað“ mörk
in eða tekið upp „nettari“ mörk
með minni særingu á eyrum.
Plötumerkin eru góð og gild, og
sömuleiðis örmerkin, en þau leysa
ekki eyrnamörkin af hólmi miðað
við hérlendar aðstæður.
Notkun eyrnamarkanna oddfjaðrað og geirskorið
Ólafur R. Dýrmundsson
fulltrúi Bændasamtaka Íslands í
Markanefnd
ord@bondi.is
Fjármörk
Markanefnd vill benda eigendum
sauðfjár á eftirfarandi af gefnu
tilefni:
1. Skylt er að hafa allt fé eyrna
markað og skal marka öll lömb
áður en þeim er sleppt frá bæ að
vori og önnur lömb eins fljótt
og unnt er og eigi síðar en í 12.
viku sumars. Auk þess skal setja
í eyru lambanna plötumerki í
réttum merkjalit skv. litakorti í
markaskrá.
Á öllum eyrnamerkjum (plötu
merkjum) sauðfjár, ekki síður í
ung lömbum en ásetningsfé, skal
hafa bæjarnúmer samkvæmt
marka skrá, auk einstaklings
núm ers.
2. Vegna erfiðleika við að áletra
nógu skýrt bæjarnúmer og ein
staklingsnúmer á dökka liti
plötumerkja (laser prentun) hafa
sem kunnugt er verið samþykkt
ar áður breytingar á litakortinu,
t.d. svart í ljósgrátt, brúnt í ljós
brúnt og dökkblátt í ljósblátt.
Samþykkt hefur verið að leyfa
nú, af sömu ástæðu, breytingu á
grænum lit kortsins í ljósgrænt.
Tekið er fram að öll frávik í
litblæ eða öðru, sem menn óska
að gera á merkjum og merkingu
skal bera undir Markanefnd.
3. Fram hafa komið óskir um að
fækka litum á litakortinu vegna
vandkvæða á að fá alla liti fram
leidda hjá sumum fyrirtækjanna.
Markanefnd getur ekki sam
þykkt það að svo stöddu, þar
sem ákvörðun um breytingu á
varnarhólfum landsins og fækk
un þeirra hefur ekki verið tekin.
Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir
formaður
Ólafur R. Dýrmundsson
búnaðarráðunautur
Sigurður Sigurðarson
dýralæknir
Frá Markanefnd ríkisins