Bændablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 4
Bændablaðið | Þriðjudagur 1. apríl 20084
Eftir snarpa verðhækkun á
áburði og öðrum aðföngum
velta bændur því nú fyrir sér
hvað rúlluplastið muni kosta í
vor. Plastnotkun á meðalstóru
búi er allnokkur og ekki fráleitt
að ætla að útgjöld til plastkaupa
séu á bilinu 200500 þúsund án
vsk. hjá bændum. Rúlluplast er
m.a. unnið úr olíu og verðhækk
anir á henni gefa fyrirheit um
hærra verð á plasti.
Bændablaðið hafði samband
við fjölda söluaðila á rúlluplasti
og ræddi við þá um verðlagsmál
og einnig hvaða plast þeir hefðu á
boðstólum í vor.
Gengismálin leika menn grátt
Enginn söluaðili á rúlluplasti er
tilbúinn að gefa upp verð þegar
þetta er skrifað. Ástæðan er eink
um mikið gengissig íslensku krón
unnar og sá órói sem fylgir flökti
hennar. Innflutningsaðilar eru ragir
við að greiða fyrir pantanir og þeir
bera því fyrir sig að óvissan sé
mikil þar sem vörurnar geti jafnvel
hækkað í hafi um mörg prósentu
stig. Í samtölum við söluaðila kom
fram að hækkun hjá framleiðend
um sé á bilinu 1520% á milli ára.
Einn aðili taldi engar breytingar
verða á verði erlendis og því væri
gengisbreyting krónunnar eina
óvissuatriðið.
Eldri birgðir að klárast
Sumir innflutningsaðilar eru enn
að selja gamlar birgðir frá því í
fyrra en að sögn þeirra er lítið eftir.
Dæmi eru um að verð á hefðbund
inni 75 cm rúllu sé kr. 6.1007.200
án vsk. en innifalið í því verði er
gamla úrvinnslugjaldið sem ekki
fæst endurgreitt.
Úrvinnslugjald lækkað
Um síðustu áramót var úrvinnslu
gjaldið lækkað úr 25 krónum á
hvert kg niður í 3 krónur á hvert
kg. Gjaldinu er ætlað að standa
undir kostnaði vegna meðhöndl
unar og endurnýtingu eftir að
plastið hefur þjónað upphaflegum
tilgangi sínum. Lækkunin þýðir að
á hefðbundinni 75 cm plastrúllu
sem er 27 kg á þyngd verður gjald
ið 594 krónum lægra en í fyrra.
Þetta á að skila sér strax sem lækk
un á útsöluverði. Söluaðilar hafa
hins vegar gefið í skyn að hækk
anir erlendis frá þurrki út þessa
breytingu.
Innflutningur á bilinu
1.600-1.800 tonn
Heildarinnflutningur á rúlluplasti
er talinn nema á bilinu 1.6001.800
tonn á ári hverju. Verðmæti mark
aðarins í fyrra má áætla á bilinu
390510 milljónir króna en þá
var algengt verð á einni rúllu af
rúlluplasti kr. 6.6007.700 án vsk.
Úrvinnslugjaldið eitt og sér nemur
nú á bilinu 4,85,4 milljónum
króna sé miðað við 3 krónur af
hverju kg. Ljóst er af magninu að
dæma að eftir nokkru er að slæg
jast hjá söluaðilum. Áætla má að
plastrúllur, sem eru seldar hérlend
is á hverju ári, séu á bilinu 6066
þúsund og dugi til þess að fylla 67
fjörutíu feta gáma.
Mun plastnotkun breytast?
Í búrekstrinum almennt velta
bændur því nú fyrir sér hvar sé
hægt að spara og e.t.v. breyta hefð
bundnum aðferðum. Ráðunautar
hafa slegið á að kostnaður vegna
plastkaupa við framleiðslu á
hverjum mjólkurlítra sé 1,7 kr. og
í kindakjötinu nemi kostnaður
inn rúmum 12 kr. á kg. Áætlað
plastverð á hverja heyrúllu er um
330 kr. ef gert er ráð fyrir að hvert
plastkefli dugi á 22 rúllur (rúllur
eru þó misjafnar að stærð). Verkun
á heyi í rúllubagga er enn lang
algengasta aðferð við geymslu á
heyforða þó aðrar aðferðir sæki
í sig veðrið eins og verkun í flat
gryfjur og stæður. Þeir aðilar sem
Bændablaðið ræddi við segja þó
langt í land að plastið hörfi. Það sé
hins vegar mikil þróun hjá plast
framleiðendum sem muni skila
sér í lægra verði til bænda. T.d. er
nú verið að þróa þynnra plast og
alltaf er verið að bæta teygjuefni
og slitþol plastsins. Heildsalinn
Plastcó hefur boðað nýja tegund
sem hafi um 33% betri nýtingu en
hefðbundna plastið sem íslensk
ir bændur þekkja. Rúllurnar eru
2.000 metrar (gömlu eru flest
ar 1.500 m) og plastið þynnra en
áður hefur sést. Verðið er hærra
en á gömlu rúllunum en sölumenn
fullyrða að bændur geti náð fram
rúmlega 20% sparnaði noti þeir
nýja plastið.
Margir söluaðilar og fjöldi
tegunda í boði
Eins og fyrr segir eru margir aðil
ar sem bjóða upp á plast á þessu
ári og sumir þeirra eru með stórt
net sölumanna um allt land.
Tegundirnar eru jafnframt marg
ar en sumar hverjar fengnar hjá
einum innflutningsaðila. Að sögn
ráðunautar sem Bændablaðið tal
aði við hafa bændur rætt það að
taka sig saman og óska eftir tilboð
um frá söluaðilum. Af því hefur þó
ekki orðið en ástæðan er talin vera
mikil samkeppni og góð kjör sem
bændum hafi boðist til þessa.
Bændablaðið mun halda áfram
að fylgjast með verðlagsþróun á
rúlluplasti og birta verð frá sölu
aðilum þegar það liggur fyrir.
TB
Söluaðilar Plasttegund Breidd Litur Verð
Búaðföng PolyBale 50 og 75 cm Hvítt, grænt og svart Ekki vitað
Búvís Rani 50 og 75 cm Hvítt og ljósgrænt Ekki vitað
Fóðurblandan Trio- og Duoplast, Tenospin 50 og 75 cm Hvítt og ljósgrænt Ekki vitað
Frjó Bal'ensil 50 og 75 cm Hvítt og dökkgrænt Ekki vitað
Lífland PolyBale 50 og 75 cm Hvítt, grænt og svart Ekki vitað
Plastcó (heildsala) Triowrap, Teno Spin,
Trioplus
50 og 75 cm Hvítt, svart, ljós- og dökkgrænt Ekki vitað
Sláturfélag
Suðurlands
Teno Spin, PrexStreem 50, 73 og 75 cm Hvítt, ljósgrænt, svart,
dökkgrænt
Ekki vitað
Vélaborg John Deere 50 og 75 cm Hvítt, ljósgrænt og svart. Ekki vitað
Vélar og þjónusta Silograss, Supergrass 50 og 75 cm Hvítt og ljósgrænt Ekki vitað
Vélaver Silotite 50 og 75 cm Hvítt og ljósgrænt Ekki vitað
Þór Rani 50 og 75 cm Hvítt og ljósgrænt Ekki vitað
Enginn vill gefa upp verð á rúlluplasti
Gengisbreytingar skapa óvissu segja söluaðilar
Bændur þurfa að stökkva til ef þeir ætla að kaupa
rúlluplast af birgðum síðasta árs. Óvissa ríkir um
verð á plasti í vor en í ljósi fjölda söluaðila binda
bændur vonir við virka samkeppni. Ljósm. Jón
Eiríksson
Tafla: Söluaðilar á rúlluplasti, tegundir og litir.
Aðalfundur Hrossa ræktar
sam taka Suðurlands fór fram í
Þing borg í Flóahreppi miðviku
dags kvöldið 26. mars að við
stöddu fjölmenni. Á fundinum lét
Hrafn kell Karlsson frá Hrauni af
emb ætti formanns en við því tók
Sveinn Steinarsson frá Litlalandi
í Ölfusi.
Að loknum hefðbundnum aðal
fundarstörfum var komið að fyrir
lesara kvöldsins, dr. Kára Stef áns
syni hjá Íslenskri erfðagreiningu,
sem nefndi erindi sitt „Um íslenska
hestinn“. Kári gat ekki mætt í eigin
persónu á fundinn, var staddur í
New York, en var búinn að tala inn
á myndband sem varpað var upp á
vegg á fundinum. Kári fór víða í
erindi sínu en byrjaði á að taka það
fram að hann hefði lítið sem ekk
ert vit á hestamennsku, væri aðeins
búinn að vera í þessu sporti í 34 ár
með aðstoð góðra manna.
Í erindi sínu gagnrýndi hann
nokkra þætti hestamennskunnar,
t.d. sagði hann að þetta væri sú
íþrótt sem hefði hnignað hvað mest
í 1100 ára sögu þjóðarinnar því hér
á árum áður hefði um 3000 manns
mætt á hestamannamót í Reykjavík
en í dag nennti fólk varla að mæta á
þessi mót, það vantaði alla stemmn
ingu enda væru dómarnir oft á tíð
um svo skrýtnir og lítið samræmi á
milli þeirra að fólk botnaði hvorki
upp né niður í þeim. Kári sagði
að menn mættu helst á landsmótin
því þá gætu þeir dottið í það. Hann
gagnrýndi einnig val á knapa árs
ins, sem væri valinn af misvitrum
blaðamönnum og furðaði sig á því
að Sigurbjörn Bárðarson hefði t.d.
ekki fengið þann titil 2006.
Í lok erindisins talaði hann um
nauðsyn þess að byggja upp eina
almennilega keppnisaðstöðu fyrir
hestamenn á höfuðborgarsvæðinu,
það væri ekkert vit í því að vera að
byggja upp aðstöðu víða um land,
það ætti að flytja íþróttina til fólks
ins. Einnig talaði hann um nauðsyn
þess að opna aftur fyrir innflutning
á hrossum frá útlöndum, það væri
mjög mikilvægt atriði fyrir hesta
mennskuna.
Þar sem Kári var ekki á fund
inum gat hann ekki svarað fyrir
erindi sitt en það var ljóst að mál
flutningur hans hristi vel upp í þeim
hestamönnum sem voru á aðalfund
inum þó enginn þeirra hefði þorað
að tjá sig um skoðanir hans nema
Guðlaugur Antonsson, hrossarækt
arráðunautur Bændasamtaka
Ís lands. Hann gaf lítið fyrir erindi
Kára og var honum meira og minna
ósam mála í öllu því sem hann fjall
aði um. MHH
Dr. Kári Stefánsson uppá vegg í
Þingborg. Fjölmargir mættu á aðal-
fundinn en flestir biðu eftir erindi
dr. Kára og hlustuðu á hann af mik-
illi athygli.
Aðalfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands:
Dr. Kári Stefánsson hristi upp
í hestamönnum uppi á vegg
Tófan farin að grenja
sig í lúpínuökrum
Reynir Bergsveinsson minkab
ani segist hafa verið á ferð í
uppsveitum Árnessýslu nýlega
og aldrei séð annan eins fjölda
af tófu og minkaslóðum eins og
uppundir Geysi. Tófan þar sé svo
spök að hún gangi um allt svæð
ið þótt þar sé fullt af fólki. Hann
segir gárunga halda því fram að
hún sé farin að afgreiða bensín
hjá Geysi.
En gamanlaust hefur tófu fjölgað
gríðarlega á Suðurlandi. Hún gerir
sér greni í skógræktinni á Suðurlandi
og í lúpínubreiðunum. Reynir segir
að hún grafi sig niður í lúpínubreið
urnar, éti ræturnar og geri sér þar
greni sem nær ómögulegt sé að
finna. Sömuleiðis sé erfitt að finna
tófu sem geri sér greni í skógrækt.
Í sumar er leið átti að rannsaka
tófur í Skaftafelli, en menn fundu
engin greni þótt þeir sæju alltaf
öðru hvoru tófu. Ástæða þess að
grenin fundust ekki er sú, að þau
voru í lúpínubreiðunum.
Reynir segir að þetta sé að gerast
í Skaftafelli, á Markarfljótsaurum,
við Stóra Dímon, austur í Skriðdal,
í Helgafellssveit, Haukadal og við
Bræðratungu. Á öllum þessum
stöðum grenji tófan sig nú í lúp
ínunni. Hún sé greinilega að færa
sig æ nær mannabyggð og sé ekki
næstum því eins stygg og manna
fælin og áður var. S.dór
Fjöldi bænda í
verktakavinnu
við loðnuhrogna
framleiðslu á
Akranesi
Fjöldi bænda vinnur nú við
loðnu hrognaframleiðslu hjá HB
Granda á Akranesi og vinna
þeir, sem hafa virðisaukanúmer,
sem verktakar.
Arnar Eysteinsson, bóndi í
Stórholti í Dölum, sér um að kalla
bændur til vinnu þegar loðnufryst
ingin hefst. Hann segir í sam
tali við Bændablaðið að hann og
nokkrir fleiri bændur hafi unnið
við loðnufrystingu á Akranesi í
nokkur ár, en sjálfur byrjaði hann
árið 2000. Að sögn Arnars er þetta
um tveggja vikna törn, í mesta lagi
þrjár vikur. Unnið er 16 tíma á sól
arhring, síðan er 8 tíma hvíld og
enginn frídagur meðan á törninni
stendur.
Mikil vinna
„Þetta er gríðarlega mikil vinna,
en gott upp úr henni að hafa og er
þarna um hreina uppgripavinnu að
ræða fyrir sauðfjárbændur. Með
því að vera í burtu tvær til þrjár
vikur erum við auðvitað að níðast á
konum okkar, sem verða að sjá um
búskapinn á meðan,“ segir Arnar.
Rúmlega 20 bændur úr
Dölunum, af Ströndum og af
Snæfellsnesi vinna við loðnufryst
inguna á Skaganum og er þar bæði
um karla og konur að ræða. Auk
bændanna vinnur margt heima
fólk við loðnufrystinguna, en alls
munu vinna um 40 manns við hana
hjá HB Granda.
Arnar segir þetta mikla búbót
fyrir bændur og nefnir sem dæmi
að þeir bændur úr Dölunum, sem
unnu á loðnuvertíðinni í fyrra,
hafi haft upp úr því um 14 millj
ónir króna samtals. Það samsvar
ar beingreiðslum fyrir 3 þúsund
ærgildi. En hann ítrekar, að það
liggi óhemju mikil vinna á bak við
þetta. Það taki á að vinna 16 tíma á
sólarhring í tvær til þrjár vikur.
S.dór