Bændablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 16
Bændablaðið | Þriðjudagur 1. apríl 200816 Víða um land, en þó einkum á Suður­ og Vesturlandi, hefur ásókn í að breyta landbúnaðar­ landi í lóðir undir frístunda­ byggðir eða aðra skylda starfsemi aukist verulega. Þarna eiga bæði í hlut bændur og landeigendur sem hafa jafnvel keypt jarðir í því augnamiði að taka þær úr land­ búnaðarnotkun. Sveitarstjórnir hafa lent í nokkrum vanda af þessum sökum. Þær fara með skipulagsvaldið og þurfa þess vegna að taka um það ákvörðun hvaða pláss skuli fara undir mis­ munandi starfsemi. Þarna eru af augljósum ástæðum verulegir hagsmunir í húfi, bæði fyrir land­ eigendur og ekki síður aðra íbúa sveitarfélagsins. Sigríður Kristjánsdóttir lauk doktorsprófi í skipulagsfræðum í Bretlandi í fyrra og starfar nú sem lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Bændablaðið hitti hana að máli og bað hana að lýsa þessum vanda eins og hann blasir við henni. Sigríður rifjar upp þá lagaskip­ an sem myndar rammann um skipulagsmál hér á landi en sam­ kvæmt henni er skipulag unnið á þremur stigum, eða lögum. Í efsta laginu er svæðisskipulag sem nær til nokkurra sveitarfélaga. Þvínæst er aðalskipulag sem nær yfir eitt sveitarfélag og loks deiliskipulag sem segir fyrir um götur, lóðir og staðsetningu húsa. „Staðan í skipulagsmálum er sú að nú eru mörg sveitarfélög í land­ inu að ljúka við sitt fyrsta aðal­ skipulag. Þetta á sérstaklega við um dreifbýlið, enda var ekki skylda að skipuleggja dreifbýli fyrr en með lögum sem sett voru árið 1987. Því miður eru engar formlegar kröfur ennþá gerðar af opinberum aðil­ um hér á landi til þeirra sem vinna skipulag og taka á því faglega ábyrgð. Þetta hefur leitt til þess að mikið af því skipulagi sem hingað til hefur verið unnið er frekar sögu­ legt yfirlit og náttúrufarslýsing en sú stefnumótun sem er grundvall­ aratriði í nútíma skipulagi. Þessi stefnumótun getur verið talsvert flókin og haft víðtækar afleiðingar og því hafa nærliggjandi þjóðir og Evrópusamband skipulagsfræð­ inga verið að gera auknar kröfur til þeirra sem vinna skipulag og bera á því faglega ábyrgð. Ekkert örlar samt á breytingu í þessum efnum í frumvarpi umhverfisráðherra. Það er kominn tími til að færa þetta starf upp á næsta stig sem er að búa til tæki til þess að stýra þróun sveitarfélagsins. Þetta er þó að byrja. Í Hrunamannahreppi hefur til dæmis verið samþykkt aðalskipulag þar sem kveðið er á um að þar í sveit njóti mjólk­ urframleiðsla forgangs. Þegar svo kemur fólk og kaupir þar jörð til að breyta henni í frístundabyggð er því synjað um leyfi til þess með til­ vísun í skipulagið, það samræmist ekki markmiðum aðalskipulagsins að taka tún undir frístundabyggð. Þetta fór fyrir dómstóla sem stað­ festu ákvörðun sveitarfélagsins.“ Hægt að vernda ræktarland Nú er mikið gengið á ræktanlegt land í heiminum og hér á landi er búið að skipuleggja frístundabyggð sem hæglega gæti enst okkur til 2050. Því meira sem gengið er á gott ræktarland því líklegra er að verð á landbúnaðarafurðum hækki. Það gæti líka orðið mikilvægt fyrir okkur sem þjóð í framtíðinni að geta framleitt nægilegar landbún­ aðarafurðir. Sigríður vitnar til þess að í ljósi þess sé oft talað um að það þurfi að vernda ræktanlegt land fyrir mannvirkjagerð. Þetta eigi sér­ staklega við um land sem hægt er að plægja en það er ekki nema um 6% af landinu. Þetta segir hún að sé í raun hægur vandi að gera í krafti skipulagslaga. „Við gerð aðalskipulags er hægt að flokka land og þar heitir einn flokkurinn landbúnaðarland. En það er hægt að skilgreina flokkana nánar í greinargerð með skipulag­ inu og tilgreina að á þessu svæði hafi kornrækt forgang, á öðru sé það skógrækt, hér eigi að vera mjólkurframleiðsla og þar sauðfjár­ rækt. Þetta þarf svo að teikna upp á kort sem fylgir skipulaginu. Vilji menn ganga ennþá lengra í að varðveita landbúnaðarland þá er til hugtak sem heitir hverf­ isvernd. Það hefur verið notað í þéttbýli til að vernda gömul hús og tré eða önnur sérkenni sem sveitarstjórnin telur ástæðu til að vernda. Ef menn vilja taka frá land sem hægt er að plægja geta sveitarstjórnir gert það, rétt eins og þegar Reykjavíkurborg ákvað að friða húsin við Laugaveginn á dögunum. En til þess að forðast átök og deilur um slíkar ákvarðanir er best að setja þessar reglur inn í aðal­ skipulag og ganga vandlega frá þeim í greinargerðinni sem því fylgir svo ekkert fari milli mála. Þá eru reglurnar gegnsæjar og allir vita að hverju þeir ganga. Þá er engin hætta á að einn fái synjun við því sem annar fékk samþykkt. Hægt er að endurskoða aðalskipulag hve­ nær sem er og breyta því að hluta, þótt yfirleitt sé horft 20 ár fram á veginn.“ Hefur áhrif á pólitíkina Við gerð aðalskipulags koma upp fjölmörg álitamál og oft eru mikl­ ir hagsmunir í húfi fyrir einstaka íbúa. Það má hugsa sér tvo bændur sem búa hlið við hlið, önnur jörðin er að mestu flatlend þar sem gott er að rækta gras eða korn en hin er að hluta til hæðótt þar sem kjörið er að byggja sumarbústaði. Með skipulagi sem verndar ræktarland er verið að binda hendur þess fyrr­ nefnda hvað það varðar að búa sér til verðmæti með því að reisa frí­ stundabyggð. Þetta hlýtur að skapa vandamál í fámennum sveitar­ félögum. „Já, en það má líka snúa dæm­ inu við og segja að möguleikar síðarnefnda bóndans til að auka korn­ og grasræktina hjá sér séu takmarkaðir með skipulaginu. Það er því mikilvægt að meta landið og nýta það á sem bestan hátt, án þess þó að eyðileggja það. Meginmálið er að þegar búið er að gera aðalskipulag sem kveð­ ur á um hvernig nýta skuli landið, þá velkist enginn í vafa um það lengur. Þegar slíkt skipulag hefur tekið gildi þýðir ekkert fyrir fólk að kaupa landbúnaðarland með það í huga að breyta því í frístunda­ byggð. Þegar meiri reynsla kemur á gerð aðalskipulags í dreifbýli og menn læra á þetta stjórntæki förum við smám saman að sjá meiri mun á milli sveitarfélaga. Þá geta ákveð­ in sveitarfélög eða héröð, segj­ um Eyjafjörður og Skagafjörður, ákveðið að leggja höfuðáherslu á landbúnað meðan önnur setja sjáv­ arútveg eða álver í forgang. En að sjálfsögðu verður að vera svigrúm til þess að sveitarfélög þróist og geti brugðist við breyttum þjóð­ félagsháttum. Þess vegna er hægt að endurskoða skipulagið. En þegar farið er að beita skipulaginu til stefnumörkunar hefur það áhrif á pólitíkina. Fólk skiptist þá í flokka eftir því hvaða leið það vill fara í skipulagsmálunum.“ Útilokar ekki árekstra Hún bætir því við að vissulega komi gott skipulag ekki í veg fyrir allar deilur og hagsmunaárekstra en þeir verði þá bara verkefni fyrir dómstóla. Þróunin til sveita hefur verið á þá leið að þar eykst sífellt fjölbreytnin og þá geta komið upp árekstrar. Hún nefnir sem dæmi þéttbýlisbúa sem flytjast út í sveit en verða svo alveg hissa þegar bændur fara að bera skít á tún. Þá kemur lykt í þvottinn sem menn höfðu ekki reiknað með. Annað dæmi um árekstra er þegar fólk úr þéttbýli sest að í sveitum og byrjar á að koma upp rammgerðum girðingum, oft til að vernda skógræktarsvæði fyrir sauðkindinni. En í leiðinni er kannski búið að raska hefðbund­ inni umferð sauðfjár um sveitar­ félagið. „Sumir halda því fram að bændur eigi að girða sínar rollur af en með því værum við að gjör­ bylta þeirri hugsun sem er að baki íslenskri sauðfjárrækt. Hún bygg­ ist á því að sauðkindin fái að fara um frjáls og villt. Þá fengjum við ekki lengur fjallalamb heldur girð­ ingalamb. Þetta kemur oft til kasta skipu­ lagsfræðinga sem lenda jafnvel í því að miðla málum milli hópa sem takast á. En á endanum er það sveitarstjórnin sem verður að taka af skarið í þessum málum.“ Efasemdir um skipulagsfrumvarp Eins og fram kemur í viðtali við Þórunni Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra á öðrum stað í blaðinu hefur Alþingi nú til með­ ferðar frumvarp til nýrra skipulags­ laga. Þar er boðuð sú nýjung að ofan á áðurnefnda lagskiptingu komi fjórða lagið sem nefnt er landsskipulagsáætlun. Þar er gert ráð fyrir því að ríkisvaldið setji inn ýmsar áætlanir um náttúruvernd, byggðaþróun, vegagerð og aðrar samgöngur og taki frá svæði fyrir það. Sigríður segir að þau verð­ mæti sem skipulag hefur áhrif á hafa aldrei verið meiri og það sama má segja um afleiðingarnar af misráðnum skipulagsákvörð­ unum. Jafnframt þessu hafa kröfur um góða nýtingu fjármuna aukist. Þessu hafi ríkisstjórnir verið að gera sér betur og betur grein fyrir ásamt nauðsyn þess að samræma stefnu hinna ýmsu ráðuneyta fyrir landið í heild með svokölluðu landsskipulagi. Þetta gæti vissulega sett sveitar­ félögum ákveðnar hömlur, til dæmis ef þau hafa ákveðið ein­ hverja tiltekna landnotkun en ríkið tekur ákvörðun um annað í lands­ skipulagsáætlun. Sigríður segir að samkvæmt frumvarpinu leiki enginn vafi á því að landsskipulag­ sáætlun sé efsta lagið sem hin lögin verða að taka mið af. „Það má alveg halda því fram að þarna sé ríkið að setja fram ákveðna stefnu, búa til ramma sem sveitar­ félögin verða að halda sig innan. Það má vel vera að sveitarstjórn­ armenn hafi viljað fá slíkan ramma til að styðjast við, ég veit það ekki. Spurningin er hvort fyrsta áætlunin tekur mið af því sem þegar hefur verið gert eða fyrirskipar breyting­ ar á aðalskipulagi einstakra sveitar­ félaga. En í frumvarpinu er talað um að þarna komi inn ýmsar stórar áætlanir. Það getur í sjálfu sér verið mjög gott að fá þær fram og að þær séu aðgengilegar á einum stað. Þá er gert ráð fyrir að nefnd sem unnið hefur að skipulagi miðhálend­ isins verði lög niður. Þetta kallar á að skýrt þarf að kveða á um hvern­ ig landnotkun, svo sem beitarrétti, umferð og búfé, þeirra sveitarfé­ laga sem eiga land á miðhálendinu sé háttað.“ Sigríður segir að þessi breyting sé að verulegu leyti byggð á reynslu Skota sem settu það í lög hjá sér að ríkið geri slíkar heildaráætlanir. Þar hefur þetta virkað mjög vel, en Sigríður er dálítið efins um að þeim verði fylgt nógu vel eftir hér á landi. „Ég efast líka um að Íslendingar láti segja sér fyrir verkum með þessum hætti. Hvernig mundu Reykvíkingar til dæmis bregðast við ef að samgönguráðherra setti fram í landsskipulagi að flugvöll­ urinn yrði áfram í Vatnsmýrinni næstu áratugina? En þó að ég hafi þessar efasemdir er samt af því góða að stjórnvöld setji fram stefnu sína. Það gæti eytt þeirri óvissu sem víða ríkir, til dæmis vegna áforma um virkjanaframkvæmdir,“ segir Sigríður Kristjánsdóttir skipulags­ fræðingur. –ÞH Sveitarfélög í dreifbýli eru að læra að aðalskipulag er gott stjórntæki – Rætt við Sigríði Kristjánsdóttur skipulagsfræðing og lektor á Hvanneyri Sigríður Kristjánsdóttir kennir þrjú námskeið í skipulagsfræðum á Hvann- eyri og vinnur auk þess með fjórum nemum í einstaklingsmiðuðu meist- aranámi. Hún segir að mikill áhugi sé á því meðal nemenda og stjórnenda að auka hlut skipulagsfræðinnar og bjóða upp á frekara nám í greininni við skólann. Ljósm. ÁÞ VOR gegn virkjunum í Þjórsá VOR, Verndun Og Ræktun ­ félag framleiðenda í lífrænum búskap ­ lýsir fullkominni andstöðu við þrjár virkjanir í Þjórsá sem hefðu í för með sér mikið tjón í einu dýrmætasta landbúnaðarhéraði á Íslandi. VOR minnir á að ræktunarland er mjög takmörkuð auðlind en tún, beitilönd og land sem hægt væri að rækta upp verður eyðileggingu að bráð,vegna lóna og stíflugarða komi til fyrirhugaðra framkvæmda. Breytingar á grunnvatnsstöðu á svæðum í nágrenni uppistöðulón­ anna gætu einnig skaðað tún og beitilönd. Menn ættu að hafa í huga Blöndulón þar sem mun meira land en áætlað hafði verið blotnaði upp og varð bæði hættulegt og ónothæft til beitar og ræktunar. Mikil jarð­ skjálftavirkni á Suðurlandi eins og nýleg dæmi sanna, eykur ennfrem­ ur á hættu á flóðum yfir býli og jarðir bænda. VOR bendir á að ekkert knýji á um virkjanir og allra síst í þessu verðmæta landbúnaðarhéraði. VOR minnir á að náttúruspjöll vegna virkjana eru þau sömu hvert sem orkan er seld. Á tímum hækkandi matvælaverðs er algjörlega andstætt sjálfbærri þróun að rýra land­ svæði og skaða landbúnaðinn sem fyrir er á svæðinu. Virkjanir í byggð skaða sveitasamfélagið og atvinnulífið sem þar er fyrir. Af þeim hlýst rask, ófriður og náttúruspjöll á virkjanatímanum og til allrar framtíðar. Slíkar aðgerðir ganga gegn markmiðum VOR ­ verndunar og ræktunar og eru í andstöðu við hugsjónir og markmið lífrænu hreyfingarinnar í heild. VOR gagnrýnir einnig þá framsetningu Landsvirkjunnar að setja virkjanir í Þjórsá sem forsendu fyrir uppbyggingu hátækniiðnaðar á Suðurnesjum og skorar á fyrirtækið að beina sjónum sínum að öðrum valkostum. Frétt frá VOR Mykjuþjarkur Vélaval-Varmahlíð hf. sími: 453-8888 nr. 161

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.