Bændablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 28
Bændablaðið | Þriðjudagur 1. apríl 200828
Birtan og hlýindin hafa góð áhrif
á marga landsmenn og kemur
það ekki hvað síst fram í árs
tíðabundnum matarvenjum, en
líkaminn kallar á léttara fæði
á þessum árstíma. Þá er gott að
hvíla sig á þungu, fljótmettandi
vetrarfæði og fara yfir í léttari
rétti og kjörið að hafa suðrænt
ávaxtasalat með sætri hunangs
sósu í eftirrétt.
Nautafajitas
400500 g fitulítill nautavöðvi
1 msk. hvítlauksduft
1 msk. laukduft
2 tsk. paprikuduft
1 tsk. chiliduft
salt
pipar
8 tortillakökur
4 msk. rifinn ostur
Grænmetisfylling
1 rauðlaukur
1 græn paprika
1 rauð paprika
olía til steikingar
½ tsk. kúmenduft
2 hvítlauksrif
1 dl salsasósa
Aðferð:
Skerið kjötið í hæfilega bita til
steikingar á pönnu. Blandið öllu
kryddinu saman í skál og kryddið
kjötið vel á öllum hliðum. Látið
standa á meðan meðlætið er und
irbúið. Skerið rauðlaukinn og papr
ikuna í þunnar sneiðar og snögg
steikið grænmetið á pönnu við
mikinn hita í örlítilli olíu. Kryddið
með kúmendufti og kreistið hvít
lauksrifin yfir. Hellið salsasósunni
yfir grænmetið og takið af hitanum.
Snöggsteikið kjötið á vel heitri
pönnu, kælið og skerið í þunnar
sneiðar eða strimla. Hitið tortilla
kökurnar örlítið og síðan getur hver
og einn fengið sér kjöt og grænmeti
að eigin smekk á kökurnar.
Gott er að útbúa sitt eigið Guaca
molemauk með réttinum.
Guacamolemauk
1 avókadó
½ laukur
1 hvítlauksrif
2 tsk. sítrónusafi
¼ tsk. kúmenduft
½1 tsk. tabascosósa eða ¼ tsk.
cayennepipar
Aðferð:
Skerið avókadóið í tvennt, fjarlæg
ið steininn og flysjið. Setjið ald
inkjötið í matvinnsluvél og hrærið.
Saxið laukinn og hvítlaukinn og
bætið honum út í ásamt sítrónusafa
og kryddi. Hrærið vel og geymið í
lokuðu íláti fram að framreiðslu.
Suðrænt ávaxtasalat
Fyrir 46
3 ferskjur
3 kíví
2 perur
2 bananar
1 stór, þroskaður mangóávöxtur
Hunangssósa:
1 msk. fljótandi hunang
3 msk. sítrónusafi
kókosflögur eða ristaðar hnetur til
að strá yfir
Aðferð:
Flysjið alla ávextina, skerið í bita
og setjið í falleg glös eða skálar
fyrir hvern og einn. Blandið öllu
sem á að fara í hunangssósuna
saman og dreypið yfir ávextina.
Stráið að endingu kókosflögum eða
hnetum yfir.
(Uppskriftir og mynd fengið úr bókinni
Lærum að elda hollt og gott úr bóka
klúbbi Eddu útgáfu). ehg
MATUR
Létt og hollt í vetrarlok
9 5 2
7 9 1
4 6
8 6 4
4 3
9 2 8
8 9
2 8 1
6 3 5
3
6 5 4 2
9 7
2 6 8
1 4
4 9 7
2 6
1 7 5 9
8
8 4 2 7
3 5 1
8
5
1 8 6 4
7
3
4 7 9
5 2 3 6
Sudoku
Galdurinn við Sudokuþrautirnar er
að setja réttar tölur frá 19 í eyðurn
ar. Sama talan má ekki koma fyrir
tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og
heldur ekki innan hvers reits sem
afmarkaður er af sverari lín um.
Þrautirnar eru miserfiðar, sú
sem er lengst til vinstri er léttust og
sú til hægri þyngst en sú í miðjunni
þar á milli.
Hægt er að fræðast nánar um
Sudokuþrautirnar á vefsíðunni
www.sudoku.com og þar er einn
ig að finna fleiri þrautir ef þessi
skammtur nægir ekki.
Líf og lyst
Nauta-fajitas er léttur og bragðgóður réttur sem hentar vel nú á vormán-
uðum, áður en farið er í tilraunir með sumarsalötin. (Mynd: Kristján
Maack.)
Aðalfundur Félags kúabænda
í Skagafirði var haldinn fyrir
skömmu. Þar voru samkvæmt
venju veitt verðlaun fyrir afurða
hæstu kýr á síðasta ári. Þar stóð
efst Dolla 218 í Sólheimum í
Sæmundarhlíð, hún skilaði 813
kílóum verðefna mjólkur, þ.e.
samanlagt magn mjólkurfitu og
mjólkurpróteins. Dolla var á sínu
þriðja mjólkurskeiði.
Næst varð Björg 174 á Ytri-Hof-
dölum með 807 kg. Björg var á
sínu níunda mjólkurskeiði og hefur
um árabil verið meðal afurðahæstu
kúa í héraðinu. Þriðja í röðinni varð
svo Smella 181 á Hlíðarenda með
804 kíló verðefna en hún skilaði
mestu mjólkurmagni kúa í héraðinu
11.798 lítrum. Þyngsti sláturgripur
á árinu var frá Hamri í Hegranesi,
hann vó 461 kíló og flokkaðist í
UNI úrval B.
Hæstu meðalafurðir eftir hverja
kú voru á Hlíðarenda 7.242 kg.
Næst var Tunguháls II með 7.066
kg og þriðja í röðinni var Flugumýri
með 6.948 kg eftir hverja kú.
Gestir á aðalfundinum voru
Ólafur Jónsson héraðsdýralækn
ir og Baldur Helgi Benjamínsson
framkvæmdastjóri Landssambands
kúabænda. Miklar umræður urðu
um afkomu og horfur í búgrein
inni og þær miklu hækkanir sem
komnar eru fram eða fyrirsjáanleg
ar á ýmsum rekstrarvörum búanna.
Eru menn mjög uggandi í þessum
efnum, ekki síst þeir sem hafa stað
ið í framkvæmdum undanfarin ár
og eru skuldsettir.
Ein breyting varð á stjórn
félagsins á aðalfundinum. Ingibjörg
Hafstað í Vík kom inn í stað Bjarna
Þórissonar á Mannskaðahóli. Aðrir
í stjórn eru nú Guðrún Lárusdóttir
Keldudal, Jón Einar Kjartansson
Hlíðarenda, Ómar Jensson Gili og
Valdimar Sigmarsson Sólheimum
sem er formaður félagsins.
ÖÞ
Kúabændur verðlaunaðir á aðalfundi
Sævar Einarsson á Hamri með far-
andgrip sem veittur er þeim sem
á þyngsta sláturgripinn í héraðinu
ár hvert.
Hér eru þeir sem hlutu viðurkenn-
ingar fyrir nythæstu kýrnar. Frá
vinstri Halldór Jónasson Ytri-
Hofdölum, Jón Einar Kjartansson
Hlíðarenda, Valdimar Sigmarsson
Sólheimum, með þeim er Steinunn
Halldórsdóttir ráðunautur sem
afhenti viðurkenningarnar.
Stofnað landgræðslufélag í Hrunamannahreppi
Í lok febrúar var á Flúðum stofnað Landgræðslufélag Hruna
manna en félagssvæði þess er Hrunamannahreppur og afrétt
ur hreppsins. Tilgangur félagsins er fyrst og fremst að stuðla að
uppgræðslu lands og stöðvun á jarðvegs og gróðureyðingu innan
félagssvæðisins.
Á fundinum kynnti Sigþrúður Jónsdóttir héraðsfulltrúi fjölþætt
starf svið landgræðslunnar og verkefnisins Bændurgræða landið. Dr.
Sig urður H. Magnússon gróðurvistfræðingur frá Bryðjuholti lýsti í
máli og myndum því árangursríka landgræðslustarfi sem fram hefur
farið á afréttinum. Farið var að dreifa áburði úr flugvél árið 1970 og
allstórt landsvæði friðað að mestu. Markvisst uppgræðslustarf hefur
verið unnið eftir tillögum Sigurðar síðan árið 1992 sem borið hefur
góðan árangur. Hann hefur verið mikil driffjöður enda gjörkunnugur
afréttinum allt frá því að hann fór að fara á fjall sem unglingur. Margir
hafa komið að uppgræðslustarfinu í sjálfboðavinnu af dugnaði sem
borið hefur ágætan árangur. Alltaf er þó hægt að gera betur en það er
einmitt tilgangurinn með stofnum þessa félags.
Um 20 manns tóku þátt í að stofna félagið en vitað er að fjölmargir
munu bætast í hópinn. Í stjórn voru kjörin Unnsteinn Hermannsson,
Sigurður H. Magnússon, Svanhildur Pétursdóttir, Jón Óli Einarsson og
Sigríður Jónsdóttir.