Bændablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 8
Bændablaðið | Þriðjudagur 1. apríl 20088 Ýmislegt er á döfinni hjá Lands­ samtökum vistforeldra í sveit­ um (LVS), eins og blaðamað­ ur Bændablaðsins komst að eftir notalegt spjall við for­ mann samtakanna, Evu Dögg Þorsteinsdóttur, á dögunum. Seint á síðasta ári lagði LVS könnun fyrir félagsmenn sína um markmið félagsins og félags­ manna sjálfra og urðu niðurstöð­ ur áhugaverðar. Einnig er félagið á leið í átaksverkefni, sem ber yfirskriftina „Sveitin – lærðu, lifðu!“. „Markmiðið með könnuninni var að fá yfirsýn yfir störf félags­ manna, við hvers konar starfsum­ hverfi þeir hafi búið og hvað þeir vilji fá út úr starfi LVS. Þetta var mikil vinna, þar sem við hringdum sjálf út í félagsmenn. En fyrir mig var þetta mjög lærdómsríkt og gott að fá að heyra frá félagsmönnum, bæði það sem vel hefur gengið og það sem miður hefur farið varðandi vistforeldrastarfið,“ útskýrir Eva Dögg. Ýmiss konar vistunarfyrirkomulag Í könnuninni kom fram að flestir vistforeldrar eru á Suður­, Vestur­ og Norðurlandi vestra en um 75% félagsmanna starfa sem vistforeldr­ ar í dag. „Fólk vistar börn með ýmiss konar fyrirkomulagi og einnig full­ orðna einstaklinga. Mjög margir félagsmenn vista börn í sumardvöl­ um, en það er um helmingur félags­ manna. Einnig má sjá að margir eru með börn í tímabundnu fóstri, eða rétt tæpur helmingur. Þar sjáum við greinilega hvaða hópar eru stærstir innan félagsins og hvar við þurfum að leggja áherslu á bætt starfsum­ hverfi.“ Þegar spurt var um búskap­ arhætti voru langflestir með blandað bú eða fjárbú. ,,Mér þótti athyglisvert hve margir vinna utan heimilis, en það er mjög algengt að annar maki vinni utan heimilisins eða tæpur helmingur,“ segir Eva Dögg og bætir við: „Á aðeins um 30% heimila vinna báðir heima, en ég myndi vilja sjá fleira fólk vinna við vistforeldra­ starfið samhliða búskap, þannig að báðir aðilar geti haft nægilegar tekjur heima fyrir. Sýnilegt er, að fólk er í alltof mörgum tilfellum að fá of lítið borgað fyrir sína vinnu sem vistforeldrar og fram kom, að um 60% félagsmanna vita ekki hvaða kröfur þeir geta gert. Það verður að teljast mjög óeðlilegt og er engan veginn það starfsumhverfi sem við eigum að búa við.“ Vandasöm og erfið vinna Eva Dögg bendir á það álag og þær miklu breytingar sem verði á heim­ ilinu og hjá einstaklingnum, sem þarfnist vistunar. Hvert tilfelli sé einstakt á sinn hátt og beri að fara fagmannlega að. „Það að vera vistforeldri krefst mikils, en þetta er vandasöm og erfið vinna og getur skapað mikið álag á heimilum. Ekki má gleyma fósturbörnunum, sem eru send úr sínum aðstæðum til okkar í ókunn­ ugt umhverfi. Það er alltaf erfitt fyrir þau, þó svo að þau hafi búið við mjög erfiðar aðstæður. Það er því mjög mikilvægt að vel sé haldið utan um málefni þessara barna og að eftirlit og eftirfylgni verði aukin til muna,“ útskýrir Eva Dögg. Í niðurstöðum könnunarinnar fannst Evu Dögg sláandi að sjá að tæpur helmingur þeirra, sem hafa vistað börn, hafa lent í erfiðleikum með að koma börnunum í skóla í sinni heimabyggð. „Þarna er náttúrulega um klár mannréttindabrot gagnvart þessum börnum að ræða, sem eru ekki með nokkru móti ásættanleg. Einnig virðist of algengt að vistforeldrar hafi lent í erfiðleikum vegna samn­ inga og samskipta við félagsmála­ yfirvöld, en um 30% svöruðu því játandi. Þannig að það kom ýmis­ legt áhugavert út úr könnuninni sem veitti mér til dæmis betri inn­ sýn í, hvað félagsmenn okkar eru að hugsa vítt og breitt um landið. Þetta mun án efa nýtast í okkar góða starfi,“ segir Eva Dögg bros­ andi. Nýtt tilraunaverkefni í bígerð Sem fyrr segir ætlar félagið að ráðast í átaksverkefni til eins árs, sem ber yfirskriftina „Sveitin – lærðu, lifðu!“, en til þess verð­ ur sótt um fjárhagslegan styrk til Framleiðnisjóðs og hugsanlega fleiri aðila. „Hugsunin er að efna til samstarfssamnings við FFF (Félag fóstur­foreldra) til eins árs og að vinna að þeim hagsmunamálum, sem eru sameiginleg. Þau lúta ann­ ars vegar að hagsmunum vistfor­ eldra og ekki hvað síst hagsmunum barnanna sem koma til vistunar. Þar er hugmyndin að skerpa mjög á öllu því vinnuferli, sem er í kring­ um vistun hvers barns, og tryggja fagleg og rekstrarleg starfsskilyrði vistforeldra. Má þar m.a. nefna að samskiptareglur varðandi sveitar­ félög og ríki verði skýrðar, teym­ isvinnu kringum hvert barn komið á, skólaúrræði tryggð, trygginga­ mál vegna barnanna samræmd, sér­ fræðiþjónusta skilgreind nánar og tryggð og að kostnaðarþættir vegna barnanna; fatnaður, tómstundir, læknisþjónusta, sumarvinna ungl­ inga o.fl. látið lúta samræmdum aðferðum. LVS mun einnig ein­ beita sér að kjaramálum og innri málefnum félagsins, svo það er af nógu að taka,“ útskýrir Eva Dögg Þorsteinsdóttir. ehg Ásókn bænda í lán hjá Byggða­ stofnun hefur aukist mjög und­ anfarin misseri. Síðastliðnar vikur hefur í vaxandi mæli borið á því að bændur leiti til stofnunarinnar og umsóknir frá þeim hafa sjaldan verið fleiri en nú. Það virðist einkum stafa af því að aðgengi bænda að lánsfé í bönkum er nú ekki eins gott og verið hefur undanfarin ár, auk þess sem vaxtakjör lána hafa hækkað mjög mikið. Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri Byggðastofnunar segir að stofn­ unin hafi ekki sinnt landbúnaði mikið fram til þessa ef frá er talið að hefð er fyrir því innan hennar að lána til ferðaþjónustu bænda og eins var á árum áður töluvert um að stofnunin lánaði afurðastöðv­ um. „Enn eru nokkrar afurðastöðv­ ar í viðskiptum við okkur, en það er frekar á undanhaldi og virðist rekstrarumhverfi þeirra nú vera mun betra en áður var, enda hefur orðið mikil hagræðing þar að und­ anförnu,“ segir Aðalsteinn. Málefni loðdýrabænda voru löngum inni á gafli Byggðastofnunar að tilhlutan stjórnvalda, en undanfarin misseri hefur betur árað í þeirri grein en oft áður, að refarækt undanskilinni. Þannig hafa verð á skinnum hækk­ að verulega það sem af er þessu ári. „Það er áberandi nú að fjöldi umsókna til Byggðastofnunar um lán frá bændum hefur aukist jafnt og þétt. Þar má nefna að bændur eru að fjárfesta í mjólkurkvóta og eins hefur mikið verið um end­ urnýjun fjósa,“ segir hann. Eftir að Lánasjóður landbún­ aðarins var lagður niður fyrir fáum árum var sú breyting gerð á reglum um stofnunina að henni er nú heimilt að lána til hefð­ bundins landbúnaðar. Áður var slíkt einungis gert í tengslum við uppbyggingu ferðaþjónustu. „Við höfum tekið eftir því á allra síð­ ustu mánuðum að mikil fjölgun hefur orðið í lánsbeiðnum frá bændum. Má vera að skýringin á því sé sú að viðtökur bankanna hafi eitthvað breyst, að þeir standi meira á bremsunni en áður, en einnig hafa vaxtakjörf á útlánum til bænda hækkað mjög að und­ anförnu,“ segir Aðalsteinn. Landbúnaður er klárlega byggðamál „Landbúnaður er að mínu viti klárlega mikið byggðamál og þau svæði þar sem byggð á hvað mest undir högg að sækja og með­ altekjur eru hvað lægstar eru flest hver mjög háð landbúnaði því þar er landbúnaður oft aðalatvinnu­ greinin. Það er því í raun og veru mjög eðlilegt að stofnunin komi að þessari atvinnugrein,“ segir Aðalsteinn. Hann segir það mikið áhyggju­ efni að mörg bú séu afar skuld­ ug um þessar mundir, enda hafi margir bændur, einkum kúabændur lagt út í umfangsmiklar og kostn­ aðarsamar fjárfestingar, m.a. end­ urbyggingu fjósa og þá hafa margir lagt út í kaup á mjólkurkvóta, auk þess sem verð aðfanga hefur hækk­ að verulega „Búum er að fækka, en þau stækka og því fylgir mikil fjárfesting og skuldsetning, því hafa bændur nú aukna þörf fyrir lánsfé og fyrir því finnum við af fullum þunga.,“ segir Aðalsteinn. Hann bendir líka á að kynslóða­ skipti á búum séu kostnaðarsöm og kalli á skuldsetningu Það sé þó rétt að hafa í huga að umræð­ an um landbúnaðinn sé að breytast og nú sé offramleiðsla landbún­ aðarvara ekki það vandamál sem veki áhyggjur heldur miklu fremur hugsanlegur skortur á matvælum. Landbúnaðurinn eigi vissulega sóknarfæri bæði í hefðbundnum greinum og nýjum búgreinum eins og kornrækt sem hafi sýnt sig að hægt sé að stunda með ágætis árangri víða um land. Það sé ekki síst mikilvægt nú þegar kjarnfóð­ ur og áburður hafa stórhækkað í verði. Geta Byggðastofnunar til að sinna landbúnaðinum að þessu leyti takmarkast við útlánaheim­ ildir stofnunarinnar eins og þær eru ákveðnar í fjárlögum hverju sinni, og því er alveg ljóst að ekki verður hægt að sinna öllum þeim beiðnum sem kunna að berast stofnuninni. Aðalsteinn segir að fara verði varlega að þessu leyti, og geri stofnunin skýrar kröfur um vandaðar og raunhæfar rekstr­ aráætlanir frá bændum er sýni getu búanna til að standa undir þeim skuldbindingum sem á þeim hvíla. Það sýnist raunar ljós að einhver bú eru orðin það skuldsett nú þegar að mikill vafi leikur á rekstrarhæfi þeirra við óbreyttar aðstæður. Það segir Aðalsteinn mikið áhyggjuefni. ­MÞÞ­ Aðgengi að lánsfé í bönkum ekki eins gott og áður og vextir hærri Bændur sækja í auknum mæli í lán hjá Byggðastofnun Ásókn bænda í lán hjá Byggðastofnun hefur aukist mikið að undanförnu, segir Aðalsteinn Þorsteinsson for- stjóri. Hann telur að bankar standi meira en áður á brems- unni varðandi útlán og eins hafi vaxtakjör á útlánum bænda hækkað mikið sem líklegast er að skýri aukinn fjölda lánsbeiðna bænda til Byggðastofnunar. Krefst mikils að vera vistforeldri Eva Dögg Þorsteinsdóttir formaður Landssamtaka vistforeldra. Gunnar Björnsson, bóndi á Sandfelli í Öxarfirði, fer um með sónar og telur fóstur í kindum alveg frá Siglufirði og austur allt Norðurland og á Austurlandi. Hann hefur verið manna dugleg­ astur við að vekja athygli á þeim mikla skaða sem bændur verða fyrir vegna fósturdauða, einkum hjá gemlingum. Þessi fósturdauði er þannig að þegar fóstrin deyja eyðast þau en koma sárasjaldan niður þannig að menn urðu ekki varir við fósturdauðann fyrr en farið var að telja fóstrin með són­ artæki fyrir nokkrum árum. Gunnar segir að fósturdauðinn sé ekkert meiri í ár en undanfarin ár en þar sem hann kemur segir hann ástandið verra nú en áður. Hann segist hafa verið við fósturtaln­ ingu í ein fimm ár og allan þann tíma orðið var við fósturdauðann og tilkynnt um hann til dýralækna og annarra yfirvalda en enginn hafi hlustað á sig. ,,Margir hafa bent á að bólusetja ærnar skömmu fyrir fengitíma en það hefur reynst lítils virði og ég hef alls enga trú á selen gegn fósturdauða hjá gemlingum. Bændur hafa gert ýmsar tilraunir með selen og steinefni og fleira en það ber engan árangur. Þá er sú kenning uppi að baktería sem kettir bera með sér valdi fósturdauð­ anum. Síðan venjist ærnar honum og því sé allt í lagi hjá tveggja ára kindum og eldri þótt dæmi sé um fósturlát hjá eldri ám. En ég tel að það sem kom upp á Möðrudal í vetur afsanni þessa kenningu. Þar eru engir kettir en samt drápust fóstur í 110 ám af 250 sem á bænum eru. Það er líka greinilegt að fleira en eitt getur valdið þessum fósturdauða,“ segir Gunnar. Hann segir að nú loks sé hafin alvöru rannsókn á þessu fyrirbæri. Matvælastofnun og yfirdýralæknir séu búin að taka sýni af nokkrum bæjum og segist Gunnar bera vonir til þess að lyf finnist gegn þessu fári. Halldór Runólfsson yfirdýra­ læknir hefur sagt að tekið verði á málinu af festu og að sauðfjár­ bændur og Matvælastofnun sam­ einist um umfangsmikið verkefni til að finna skýringuna. Ekki hefur farið fram nákvæm talning á fjölda þeirra gemlinga­ fóstra sem drepist hafa í ár eða í fyrra. Gunnar slær á að á annan tug þúsunda fóstra hafi drepist í fyrra. Á 35 bæjum sem hann skoðaði í fyrra var tjónið 40 lömb eða fleiri. Það svæði sem Gunnar fer um með sónarinn er um það bil þriðjungur landsins. ,,Ef ekki finnst lyf við þessu mjög fljótt þá getum við sauðfjár­ bændur nú bara hætt búskap,“ sagði Gunnar Björnsson. S.dór Getum hætt búskap ef ekki finnst lyf við fóst­ urláti í gemlingum − segir Gunnar Björnsson fósturtalningamaður

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.