Bændablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 17
Bændablaðið | Þriðjudagur 1. apríl 200817 Landbúnaðarsafn Íslands hefur opnað nýja heimasíðu, www. land bunadasafn.is Land bún að­ ar safnið er sjálfseignarstofnun sem hefur tekið við starfi Bú véla­ safnsins á Hvanneyri. Heimasíða Landbúnaðarsafnsins leysir af hólmi heimasíðu Búvélasafnsins sem haldið hefur verið úti í hart­ nær 10 ár. Hafði hún eignast drjúgan hóp tryggra lesenda. Fyrirtækið Vélaver hf., eitt þekkt­ asta þjónustufyrirtæki landbúnaðar­ ins um langt árabil, hefur veitt safn­ inu mikilvægan stuðning við gerð hinnar nýju heimasíðu. Síðan er vistuð hjá Nepal í Borgarnesi sem einnig hefur annast gerð hennar. Á heimasíðu Landbúnaðarsafns er að finna fréttir af safninu og ýmsan fróðleik um það á svipuðu formi og var á hinni eldri síðu. Myndefni, bæði almenns eðlis og af safngripum, hefur verið aukið og endurbætt. Helsta nýjungin á nýju heima­ síðunni er Vefritið Plógur sem Landbúnaðarsafn hleypir nú af stokkunum. Vefritinu er ætlað að vera vettvangur greina og annars efnis um íslenska búnaðarsögu eða viðfangsefni tengt henni. Vefritið á að varðveita og miðla lýsandi, greinandi, fræðandi og skemmtandi efni um einkenni, þróun og stöðu íslensks landbúnaðar á ýmsum tímum og á ýmsum svæðum. Vefritið kemur út eftir efnum og ástæðum. Efni ritsins verður eingöngu birt þar. Eftir ástæðum og því, sem við á, er þó gert ráð fyrir að efni þess birtist á öðru formi, t.d. prentað. Það er Landbúnaðarsafni sérstakur heiður að fyrsta grein vefritsins er eftir einn helsta fræði­ mann og fræðara bænda á tuttug­ ustu öld – hann Magnús Óskarsson frá Hvanneyri. Grein Magnúsar fjallar um engjarækt og áveitur. Þá er tekið í notkun merki Landbúnaðarsafns Íslands. Merkið vann Berglind Gunnarsdóttir, grafiskur hönnuður á Akureyri, eftir hugmyndum vinnuhóps. Meginhluti merkisins er vagnhjól, sem bæði á að minna á hina eilífu hringrás sem landbúnaðurinn er og á þá sífelldu þróun greinarinn­ ar sem hjólið í sínum fjölmörgum myndum – stórum og smáum – hefur átt hlut að. Annars er ekki ástæða til þess að fjölyrða um hina nýju heimasíðu: Lesendur eru hvattir til þess að kíkja á hana og nota sér eftir þörf­ um og hætti. Fróðlegt væri líka að heyra frá lesendum bæði um efni síðunnar og form hennar. Bjarni Guðmundsson Hvanneyri s. 433 5000 / 894 6368 Gúmmívinnslan á Akureyri tók nýverið yfir allan rekstur Alorku í Reykjavík, sem er ört vaxandi fyrir- tæki sem hefur sérhæft sig í sölu á hjólbörðum og flutningatækjum. Í kjölfarið var ákveðið að sameina alla hjólbarðasölu og hjólbarðaþjónustu félagsins undir nafni og vörumerki Alorku. Með þessum breytingum verður til eitt öflugasta félag landsins á sviði hjólbarðaþjónustu. Alorka er með starfsstöðvar á Akureyri og í Reykjavík og býður breiða vörulínu af hjólbörðum fyrir flestar gerðir farartækja. Hjólbarðaverkstæði Alorku að Rétt- arhvammi 1 á Akureyri og Tangarhöfða 15 í Reykja- vík hafa á að skipa traustum fagmönnum með mikla reynslu. Gúmmívinnslan verður áfram í fullum rekstri en mun fyrst og fremst sjá um framleiðslu á sóluðum hjól- börðum og ýmsum vörum úr endurunnu gúmmíi. Þessar breytingar gera okkur kleift að veita enn betri þjónustu og meira vöruúrval á samkeppnishæfu verði. Þannig viljum við styrkja tengsl okkar við núverandi viðskiptavini ásamt því sem við bjóðum nýja viðskiptavini velkomna í hópinn. Réttarhvammi 1 • Akureyri • Sími 464 7900 Tangarhöfða 15 • Reykjavík • Sími 577 3080 Vagnhöfða 6 • Reykjavík • Sími 577 3080 www.alorka.is Alorka er nafnið á sameinuðum félögum Gúmmívinnslunnar og Alorku á sviði hjólbarðaþjónustu Alorka er umboðsaðili á Íslandi fyrir: Fljótandi vítamín með seleni TRANOL 16% Efnainnihald: Leiðbeiningar: A-Vítamín D3-Vítamín E-Vítamín E-Vítamín Selen 3200 IE/g 320 IE/g 11200 mg/kg 10182 mg/kg 20 mg/kg Kýr Kálfar Kindur Gyltur Grísir Hestar 25 ml/dag 7 ml/dag 7 ml/dag 10 ml/dag 3 ml/dag 10 ml/dag Geymið á köldum og dimmum stað 20 Korngörðum 5 104 Reykjavík Sími: 540 1100 ATHUGIÐ! Röng notkun selens getur leitt til eitrunar( ) tranol5litra.pdf 5.3.2008 15:43:13 Starfsmenntanám · Blómaskreytingar · Búfræði · Garðyrkjuframleiðsla · Skógur og umhverfi · Skrúðgarðyrkjubraut www.lbhi.is Háskóli lífs og lands Umsóknarfrestur um skólavist er til 4. júní Landbúnaðarsafn Íslands: Ný heimasíða – nýtt vefrit – nýtt merki Þéttbýlið í Hörgárbyggð heitir Lónsbakki, samkvæmt nýlegri ákvörðun sveitarstjórnar, en til­ laga um það kom frá skipulags­ og umhverfisnefnd sveitarfélags­ ins. Þéttbýlið nær yfir göturnar Skógarhlíð og Birkihlíð, ásamt Lóni, Lónsá, Berghóli I og II, Húsasmiðjulóðinni, lóð Þórs­ og DNG­húss og lóð leikskólans Álfasteins. Svæðið með íbúðagötunum hefur ýmist verið nefnt Spyrnuhverfi, Skógarhlíð eða Skógarhlíðarhverfi, en flestar atvinnulóðirnar hafa verið kenndar við Lónsbakka. Nú hefur sem sé verið ákveðið að allt svæðið fái heitið Lónsbakki. Hagstofunni hefur verið tilkynnt um þessa nafn­ gift og er þess vænst að hún festist í sessi. Frá þessu er skýrt á heima­ síðu Hörgárbyggðar. Þéttbýlið heitir Lónsbakki

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.