Bændablaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 8
8 Bændablaðið | fimmtudagur 22. október 2009 Umhverfisvænir orkugjafar eru til rannsóknar hjá Siglingastofnun Framtíðarsýnin á repjufræ – árangurinn fyrsta árið hefur fullkomlega staðist væntingar Síðsumars árið 2008 var rann- sóknarverkefni á vegum Sigl- ingastofnunar hrundið af stað þar sem ætlunin var að leita svara við því hvort vetrarrepja næði þroska á Íslandi; hvort íslenska vor- og sumarbirtan gæti skilað svipuðum árangri og hin heitu og löngu sumur í Norður-Evrópu. Er verkefnið liður í markmiðum samgönguáætlunar stjórnvalda árin 2007-2010, þess efnis að Siglingastofnun finni umhverfis- vænan orkugjafa sem geti leyst af hólmi núverandi orkugjafa fiski- skipaflotans, dísilolíuna. Reiknað er með að verkefnið sé til þriggja ára í það minnsta og ekki er ólík- legt að framhald verði á. Rannsóknar verkefni Siglinga stofnunar Jón Bernódusson, verkfræðingur hjá Siglingastofnun, hefur veg og vanda af repjuverkefninu, en það er unnið í samstarfi við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og nokkra bændur víðs vegar um land. „Siglingastofnun skoðaði marga valkosti og nið- urstaðan varð að setja af stað þetta rannsóknarverkefni um ræktun á vetrarrepju og í framhaldinu að pressa fræ hennar til vinnslu á repju- olíu. Í raun var þetta spurningin um hvort hægt væri að rækta vetrarrepj- una með svipuðu sniði og gert er í Norður-Evrópu og bera saman upp- skerumagn,“ segir Jón. „Við settum okkur í upphafi í samaband við sérfræðinga hjá Landbúnaðarháskóla Íslands og gerðum með okkur samning um framgang þessa verkefnis sem við köllum Umhverfisvænir orkugjaf- ar. Ákveðið var að fara af stað með ræktun á níu stöðum kringum landið og skyldi hver staður leggja til einn hektara í verkefnið. Lagt var upp með að ræktunin skyldi fara fram með þremur mismunandi aðferðum; í fyrsta lagi var sáð í akra sem yrðu plægðir, þá í akra þar sem fræjunum var dreift á jörðina og loks í akra þar sem mikill sandur var í jörðinni. Skoða átti hvort það myndi nægja að dreifa fræjunum og einnig hvort þessi fræ kæmu til greina til land- græðslu á sandsvæðum. Bændur tóku þessu mjög vel og erum við mjög þakklátir fyrir þeirra jákvæðu viðbrögð.“ Ræktunin fullkomlega staðist væntingar Jón segir að sérfræðingar Landbún- aðarháskólans hafi tekið að sér undirbúning, sáningu og eftirfylgni með vexti repjunnar. „Uppskeran var í höndum bænda sjálfra en Siglingastofnun hefur unnið úr öllum upplýsingunum og metið nið- urstöður úr ofangreindu. Ræktunin hefur fullkomlega staðist væntingar. Bændur sáðu í lok síðasta sumars og fór jurtin í dvala yfir veturinn. Þegar vora tók fór jurtin aftur af stað og um miðjan júní sl. mátti sjá gular breiður repjujurtarinnar á þeim stöðum þar sem tilraunin fór fram. Það sem mest hefur komið okkur á óvart er að við erum að fá jafnvel meiri fræ af hverj- um hektara hér á landi en bændur í Norður-Evrópu. Það sem vekur sérstaka athygli hér er að uppskeru- magn er mest á Ósum sem er nyrsti bærinn í verkefninu; staðsettur rétt við heimskautabaug – norðan við Hvammstanga. Þar fengust 5.150 kg á hektara. Þetta sýnir að þessi ræktun á heima hér á landi. Spurningin er hvort birtan yfir sumartímann hafi þessi áhrif en vitað er að jurtin þrífst að mestu á birtu sólar, koltvísýringi (CO2) og næringu úr jarðveginum.“ Hvernig virkar repjuolían sem orkugjafi? „Til þess að repjuolían geti nýst sem orkugjafi, t.d. á skipavélar, þarf að blanda í jurtaolíuna tréspíra og sóda. Þessi efni sjá til þess glyser ólið í olíunni sest á botninn og auðveldar hreinsunina úr olíunni. Eftir stend- ur bíódísillinn sem nota má á allar dísilvélar og bíódísillinn er full- komlega sambærilegur orkugjafi og jarðefnadísill. Munurinn hér er að bíódísillinn er gerður úr lífrænni jurt en jarðefnadísillinn er framleiddur úr þúsund ára rotnandi jurtaleifum. Bíódísillinn myndi verða ákjósan- legur valkostur fyrir útgerðina og þá sérstaklega vegna þess að bíódísill- inn mengar þegar á heildina er litið um 80% minna en núverandi jarð- efnadísill flotans – og fer mun betur með vélarnar. Af þessu má ráða að rannsókn okkar er á réttri leið. Svo má náttúrulega nota bíódísilinn á hvaða dísilbíl sem er sem og dísil- vinnuvélar til sveita,“ segir Jón og bætir því við bíódísill úr repjuolíu skili sama afli og venjuleg dísilolía og munur á eyðslu er varla mark- Starfsmenn repjuverkefnisins og forstjóri Siglingastofnunar Guðbjartur Einarsson vélfræðingur og framkvæmdastjóri Véltaks (vinnur nú að smíði emstrunar- búnaðs fyrir Siglingastofnun), Hermann Guðjónsson, forstjóri Siglingastofnunar Íslands, Jón Bernódusson með repjuolíu og Ásgeir Valhjálmsson, aðstoðarmaður. Pálmi Stefánsson, starfsmaður Siglingastofnunar, var ekki viðstaddur þegar blaðamaður var á ferðinni. myndir | smh Þegar repjufræin koma af akrinum eru þau þurrkuð í 7% raka. Jón Bernódusson sigtar hér repjufræin ásamt aðstoðarmönnum sínum Guðbjarti og Ásgeiri. Fræin eru svo sett í olíupressu og olían pressuð úr þeim (35-38%) við 40°C. Hratið eða fóðurmjölið er verðmæt fóðurkaka sem nota má til fóðrun ar t.d. nautgripa, svína, fyrir sauðfé eða í fiskeldi. Olían er svo hreinsuð með síum eða skilvindu. Olían sem kemur úr press- unni er nefnd kaldpressuð olía og er fyrirtaks matarolía. Ef nota á hana til matargerðar er hún hreinsuð með mjög fínum síubúnaði. Olían sett í emstrun. Tréspíra og sóda er blandað saman við olíuna í þeim tilgangi að taka glýserólið úr olíunni. »

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.