Bændablaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið | fimmtudagur 22. október 2009 G S Solver er heiti á nýju fyrir- tæki sem þau Bryndís Péturs- dóttir á Laugum í Reykjadal og Garðar Héðinsson á Laxár virkj- un hafa stofnað, en markmið þess er að þróa og smíða svonefndan „mótvægiskubb“ við jarðgeislum og vinna að rannsóknum á áhrif- um þessara jarðgeisla og reyna að greina afleiðingar þeirra á menn og búfénað. Þau hafa sótt um einkaleyfi á uppfinningu sinni og er umsókn þeirra nú í vinnslu hjá Einkaleyfastofu. Fáist leyfið munu þau nota tímann sem það er í gildi til frekari rannsókna og þróun- arstarfa, sem og að safna reynslu á þessu sviði. Bryndís er garð- yrkjufræðingur og bowentæknir, Garðar rafvirki og vélfræðingur við Laxárvirkjun. Starfsemin hófst af fullum krafti síðastliðið sumar og voru fyrstu „mótvægiskubbarnir“ settir upp í lok júlí og síðan þá hafa þau vart haft undan, en búið er að koma fyrir um 50 kubbum víðs vegar um landið. Kubbur þeirra Bryndísar og Garðars er notaður á svonefnd- um streitusvæðum í jarðlögum, oft kallaðað jarðárur eða jarðgeislar (geopathic stress á ensku) en þessi fyrirbæri eru af ýmsum gerðum og því afar misjafnt hvað hentar best til að vinna bug á neikvæðum áhrif- um þeirra. Þá segja þau Bryndís og Garðar og það sé líka misjafnt hversu næmir einstaklingar eru varðandi það að finna áhrif þessara geisla. Þeir sem eru hvað næmastir verða jafnan fyrir miklu heilsutapi, oft hrakar heilsunni og ekkert finnst að viðkomandi þrátt fyrir rannsókn- ir. Bryndís finnur út hvar þessi streitusvæði eru en mælingar hennar fara fram með svokallaðri „prjóna- mælingu“ sem er aldagömul aðferð við leit að vatni, jarðgeislum og nú hin síðari ár hefur aðferðinni verið beitt til að staðsetja jarðstrengi og lagnir áður en grafið er. Margt bend- ir til að það sem Bryndís mælir sé bergsegulssvið og eru þau því að leita samstarfs við aðila úr heimi vís- indanna, bæði hér á landi og erlend- is. Einkum horfa þau til Danmerkur í þeim efnum, en Danir eru langt komnir varðandi mælingar af þessu tagi. Góð viðbrögð strax í upphafi „Þetta byrjaði allt fyrir 4-5 árum, þá flutti ég í nýtt íbúðarhús og á skömmum tíma varð ég fyrir miklu heilsutapi sem engin skýr- ing fannst á, ég hafði ekki breytt neinu varðandi mataræði eða annað slíkt,“ segir Bryndís. Loks kom í ljós að ekki var búið að jarðbinda húsið sem hún bjó í. Það var gert og Bryndís náði fullri heilsu á ný eftir nokkurn tíma. Eftir þetta fór hún að hugleiða þessi mál og nú er svo komið að hún og Garðar hafa stofnað eigið fyrirtæki um smíði mótvægiskubbsins og frekari rann- sóknir á áhrifum jarðfræðilegra streitusvæða á heilsufar fólks og búfénaðar. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa, þó svo að starfsemin hafi ekki verið auglýst og er í raun nýhafin. „Við notuðum sumarið í að prufa okkur áfram, settum niður nokkra kubba hér og þar og víða hefur árangur verið góður að mati þess fólks sem þá hefur notað,“ segja þau Bryndís og Garðar. Hlutverk Bryndísar er að finna úr ákveðna gerð af streitusvæð- um með mælingum og Garðar sér um smíði á mótvægiskubbunum, en bæði komu þau að þróun hans. Kubburinn er mjög öflugur en áhrif hans ná í um 150 metra radíus. Jákvæður árangur komið í ljós Í ljós hefur komið að þau svæði sem Bryndís hefur mælt hafa truflað heilsufar fólks og þó ekki sé langt um liðið frá því fyrstu kubbarnir komu á markað hefur jákvæður árangur þegar komið í ljós, heilsufar hefur batnað til muna eftir að það hefur fengið mótvægiskubbinn í námunda við híbýli sín, inn á svæði sem mæld- ist sem jarðfræðilegt streitusvæði. Einnig eru þess dæmi að veikindi í búfénaði hafa lagast með tilkomu kubbsins. „Við þurfum að afla okkur meiri reynslu, en vissulega er ánægjulegt að þessi jákvæðu við- brögð eru þegar komin fram. Eins erum við mjög þakklát fyrir þann áhuga sem fólk hefur sýnt okkur, ekki síst bændur, enda er mikið í húfi fyrir þá að heilsufar bústofnsins sé sem allra best,“ segir Bryndís. Hún segir að mælingar sýni að streitusvæði í jörð séu misbreið og þau liggi ýmist bein eða beygi, sum krossist, en öll eigi þau það sameiginlegt að í þeim er nokkurs konar kjarni eða miðja sem þurfi að finna út hvar sé og koma mót- vægiskubbnum fyrir á þeim stað. Honum þarf svo að snúa á ákveð- inn hátt gagnvart höfuðáttum til að virkni hans verði sem best. Í ljós hefur komið að ef hann er færður út úr þessum kjarna breytist heilsufar skepna aftur til hins verra. Þau Bryndís og Garðar segja að í áranna rás hafi ýmislegt verið reynt til að vinna á misjöfnum streitusvæðum, smíðaðar spólur, steyptir veggir niður í jörð, krist- allar settir inn í geisla til að bægja honum frá og settar upp gildrur til að beina geislum frá íbúðar- og úti- húsum. „Það hafa margir verið að skoða þessa hluti og þetta er þekkt fyrirbæri. Við vonum að okkar við- bót á þessum markaði sé jákvætt innlegg og verði til þess að þoka málum áleiðis í jákvæða átt,“ segir Bryndís. Nokkur rannsóknarverkefni í gangi Nú vinna þau að rannsóknarverk- efnum á nokkrum sveitabýlum þar sem fósturlát hefur verið óvenju- mikið, bæði í kindum og kúm og eins er hafið samstarf við Fiskeldi Eyjafjarðar. „Það er margt í gangi hjá okkur og ýmislegt í farvatninu, og því höfum við sótt um styrki til að geta haldið starfseminni áfram af fullum krafti. Það er afar mik- ilvægt þegar um er að ræða ný fyrirtæki og nýjar hugmyndir að fá stuðning. Það getur verið mjög erfitt að hefja starfsemi, af því fólk hefur ekki pening til að koma sér af stað, margir frumkvölaðar hafa því hætt í miðjum klíðum,“ segja þau og eru bjartsýn á að takist að afla styrkja svo hægt verið að halda áfram með frekari rannsóknir. Þau nefna sem dæmi að lögregl- an á Húsavík og í Reykjanesbæ séu í samstarfi við þau, en á þjóðveg- um eru á ákveðnum svæðum svo- nefndir svartblettir, svæði þar sem fólki hættir umfram önnur til að sofna undir stýri. Þessir blettir eru víða þekktir. ;eð því að setja upp mótvægiskubbar á þessum svæðum er ætlunin að kanna hvort þeir hafi áhrif á aksturlag, hvort slysatíðni minnki og annað í þeim dúr. „Allt er þetta langtímaverkefni hjá okkur, við þurfum tíma til að stunda rannsóknir og sjá hver nið- urstaðan verður, við höfum fullan hug á að afla okkur meiri þekk- ingar og koma á samvinnu þeirra sem telja sig hafa hag af úrræðum í þessum málum,“ segja þau og benda á að spennandi sé að fylgjast með hversu langt Kanadamenn og Nýsjálendingar eru komnir í þess- um efnum. „Árangurinn sem við höfum þegar séð lofar góðu og hvetur okkur áfram. Það að sjá að fólk og búfénaður hefur náð betri heilsu eftir að mótvægiskubburinn var settur upp eru okkar laun,“ sagja þau Garðar og Bryndís. MÞÞ Tveir Þingeyingar stofna fyrirtæki um smíði mótvægiskubbs við jarðárum Markmiðið að bæta heilsu- far fólks og búfénaðar „Undanfarin ár hef ég þjáðst af síendurteknum raddmissi auk verkja í mjöðm. Verkirnir voru að vísu mismiklir án þess að ég gæti tengt það við eitthvað ákveðið. Þessu til viðbótar upp- lifði ég mig síþreytta og þurfti iðulega að leggja mig um miðj- an dag. Allt þetta ágerðist síðan þegar við hjónin færðum okkur á milli herbergja í húsinu okkar í vor. Gekk þetta svo langt að á tímabili var rætt um að ég þyrfti í mjaðmakúluskipti,“ segir einn viðskiptavina G S Solver um reynslu sína. Það var svo einn dag í águst að Bryndís kom í heimsókn og með prjónana í bílnum. Eftir smá spjall bauðst hún til þess að mæla út húsið og komst að því að þá lá eitt- hvað sem hún nefndi jarðáru þvert í gegnum húsið og það í gegnum herbergið sem við hjónin sváfum í. Hún mætti síðar með kubb sem við höfðum inni til að byrja með en grófum síðan fyrir utan húsið. „Breytingarnar urðu ótrúlegar. Mjög fljótlega, sennilega á öðrum eða þriðja sólarhring breytt- ist svefninn hjá mér og ég bæði svaf dýpri svefni og samfelldari en áður. Verkirnir í mjöðminni hurfu smám saman og nú hef ég verið verkjalaus í margar vikur og röddin eins og best verður á kosið. Þegar heilsa manns er annars vegar hlýtur maður að skoða alla möguleika og reyna að vera ekki fordómafullur út í hluti sem maður skilur ekki til fulls, eins og t.d. í þessu tilviki. A.m.k. var það ekki spurning um að prófa þetta þó svo að ekki væri hægt að sjá fyrir um árangur. Ég hef svo sem enga sönnun fyrir því að það hafi verið akkúrat þetta sem breytti öllu fyrir mig, en ég trúi að svo sé.“ Heilsufar kálfanna batnaði til mikilla muna Ábúendur á Stórutjörnum í Ljósa- vatnsskarði, þau Laufey Skúla- dóttir og Ásvaldur Ævar Þor- móðs son, tóku í notkun nýtt fjós vorið 2008 og gekk allt sem best verður á kosið til að byrja með. „En svo fór að halla undan fæti, það kom upp þrálát júgurbólga og hærri frumutala, kálfarnir veikt- ust og urðu vægast sagt fárveikir,“ segir Laufey. Þau misstu tvær kýr vegna veikinda og leist alls ekki á blikuna, en mesta breytingin varð þó á kálfunum, þeir voru alveg ómögulegir, lágu fyrir í nokkra daga án þess að standa á fætur. „Þetta höfðum við aldrei séð í gamla fjósinu og þótti þetta mjög undarlegt, kálfarnir höfðu vissu- lega veikst þar líka, en aldrei oðrið svona ofboðslega slappir.“ Laufey segir að einhverju sinni í sumar hafi Bryndís átt leið um, var raunar að fara í næsta hús, en kom við og prófaði prjóna sína inni í fjósinu. Þá kom í ljós að ekki hafði verið gengið frá jarð- tengingu í kringum hólfið sem kálfarnir voru í, það var snarlega gert og eins var settur upp mót- vægiskubbur á ákveðnum stað. Þetta var í lok júlí á liðnu sumri, en eftir þessar aðgerðir hefur heilsufar kálfanna batnað til mik- illa muna og una þeir hag sínum vel, eru heilsuhraustir og hið sama gildir um kýr í fjósi. Þegar heilsan er annars vegar skoðar maður alla möguleika Bryndís Pétursdóttir, á Laugum í Reykjadal og Garðar Héðinsson á Laxárvirkjun hafa stofnað fyrirtækið G S Solver, en markmið þess er að þróa og smíða svonefndan „mótvægiskubb“ sem nýtist á jarðfræðilegum streitu- svæðum. Hér eru þau við vélina þar sem Garðar smíðar mótvægiskubbana. Bryndís sér um mælingar og notar til þess aldagamla aðferð, „prjónamæl- ingu“. Þau hyggjast vinna áfram að rannsóknum á áhrifum jarðgeislanna og reyna að greina afleiðingar þeirra á fólk og fénað. Gisting í Reykjavík á besta stað í bænum Hvor íbúð er búin eldhúsi, tvöföldu rúmi, sjónvarpi og sameiginlegu baðherbergi. Íbúðirnar eru í rólegu og fallegu hverfi. Sundlaug, verslun og önnur þjónusta er í þægilegu göngufæri. Sími: 896 0587 eða email: leigulidinn@internet.is Verð, ein nótt: 7.500 kr. (minni íbúð) 9.500 kr. (stærri íbúð) Afsláttur er gefinn ef gist er þrjár nætur eða meira.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.