Bændablaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 21
23 Bændablaðið | fimmtudagur 22. október 2009 Með Hjalta Gestssyni er genginn hinn síðasti úr hópi þeirra snjöllu einstaklinga sem mótuðu íslenskt búfjárræktarstarf, bæði faglega og félagslega, um og fyrir miðja síð- ustu öld. Sérstaða Hjalta í þeim hópi var sú að hann lagði hönd á plóg í öllum megingreinum búfjár- ræktarinnar; nautgripa-, sauðfjár- og hrossarækt. Ég hef ekki þá þekkingu á íslenskri hrossarækt að ég sé réttur maður til að fjalla um hlut Hjalta á því sviði. En á fyrstu starfsárum sínum var hann einnig öflugur liðs- maður í ræktunarstarfinu þar. Í nautgriparæktinni tók hann við starfi Páls Zóphóníassonar að auka enn frekar útbreiðslu þekkt- ustu ræktunarlína í kúastofninum, Klufta- og Mýrdalsstofnunum. Óbrotgjarnasti bautasteinn Hjalta í nautgriparæktinni er þó fastmótun á stefnu um útlit íslenskra naut- gripa, sem hann reisti árið 1951 með dómstiga sínum fyrir útlitsmat nautgripa. Dómstigi Hjalta er enn grunnurinn að því sem þar er notað. Þá er ónefnd forysta hans um upp- byggingu á kynbóta-, afkvæma- rannsókna- og tilraunastöðinni í Laugardælum. Um alla þessa starf- semi byggði hann öflugt félagskerfi og nautgriparæktarsamböndin tvö, sem lengi störfuðu á Suðurlandi, voru hið félagslega vopn Hjalta í nautgriparæktarstarfinu og sköp- uðu festu og traust. Þegar ég hóf störf í nautgripa- rækt nokkru fyrir 1980 hafði hann látið af störfum á þeim vettvangi, þannig að ég kynntist honum þar fyrst og fremst sem ómetanlegum fræðara um eldri tíð. Í sauðfjárræktinni varð ég hins vegar þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa hann sem samstarfsmann um árabil. Þar bera hæst í minning- unni ógleymanleg sýningaferðalög á Suðurlandi. Í mörgum sveitum voru sýningardagarnir eins konar sveitarhátíð. Einnig voru orðnar margar ferðir okkar vítt um land vegna skoðunar á úrvalsgripum fyrir sæðingarstöðvarnar. Hjalti var fyrstur manna til að koma á skipu- legu starfi í sambandi við skoðun lambhrúta. Hjalti átti auðvelt með það, með sínum einstöku hæfileikum til að lýsa gripum á kraftmiklu máli, að fanga hug viðstaddra og láta þá hrífast með. Hann gat því skap- að sterkari sýningastemmingu en flestir. Augnablikin þegar Hjalti tyllti sér á garðabandið og lýsti glæsigrip fyrir framan sig í krónni af innlifun og nákvæmni eru áreið- anlega fjölmörgum greypt í minni. Á þessum ferðum naut ég jafn- framt frásagna hans um menn og málefni í sunnlenskum byggðum, auk fræðslu um sögu sauðfjárrækt- arinnar á svæðinu. Hjalti varð snemma á starfsferli sínum einn dyggasti samverkamað- ur Halldórs Pálssonar í sauðfjár- ræktarstarfi á Íslandi. Hjalti byggði upp og mótaði á Suðurlandi sterk- ara félagslegt kerfi í sauðfjárrækt- inni en þekktist annars staðar á landinu. Það afl, sem hann virkj- aði á þennan hátt, skilaði feikilega miklum árangri. Um þetta má fræð- ast í ágætu riti Hjalta, sem hann vann þegar hann hafði lokið far- sælu starfi sínu á þessu sviði, sem stóð á sjötta áratug. Faglegt starf Hjalta var þannig með ólíkindum mikið og skilaði ómældum árangri. Hjalti gerði sér glögga grein fyrir hinu tvískipta eðli búfjárræktarstarfsins í sauð- fjár- og nautgriparæktinni. Annar meiðurinn er hinn félagslegi grunn- ur, sem þarf að vera traustur og öfl- ugur. Hinn að vekja metnað og dug einstakra ræktenda með keppni, sem í búfjárræktinni verður öðru fremur í tengslum við sýningar- starf. Hann hafði gríðarlega mikla hæfileika á báðum þessum sviðum og náði þannig að skapa þá her- kvaðningu bænda í búfjárræktinni á Suðurlandi, sem skilaði frábærum árangri á löngum starfsferli hans. Hér verður ekki fjallað um gríð- armikið starf Hjalta sem fram- kvæmdastjóra Búnaðarsambands Suðurlands um langt árabil. Það var á mesta framfaraskeiði land- búnaðar á Íslandi og öflugt starf sambandsins átti sinn ómælda þátt í þeim gríðarlega miklu framför- um sem þá urðu. Glögg sýn og trú Hjalta á getu íslensks landbúnaðar skipti þar verulegu máli. Hjalta minnist ég samt ofar öllu fyrir mikla forystuhæfileika og fá- gæta frásagnarhæfileika hans. Þar bera hæst í minningunni ómet- anlegar stundir á heimili hans og Karenar á Reynivöllum 10. Kvöldin að loknum löngum sýn- ing ar dögum þar sem notið var frá- bærr ar gestrisni og veitinga Karen- ar og fágætrar frásagnargáfu Hjalta eru ógleymanlegar stundir í minn- ingunni. Að leiðarlokum eru þakkir færð- ar fyrir ómetanlegt samstarf og kynni við þennan mikla öðling, sem nú er kvaddur. Börnum Hjalta og öðrum að- stand endum færi ég innilegar sam- úðarkveðjur. Jón Viðar Jónmundsson Það var á fögrum vordegi fyrir 30 árum, ég kominn á Reynivelli 10 snemma morguns og Hjalti ferð- búinn. Í morgunsólinni var ekið upp í Hreppa, því að ég hafði þegið boð Hjalta um að hann kynnti fyrir mér hluta Árnessýslu um leið og hann sinnti ýmsum erindum fyrir búnaðarsambandið. Við höfðum þekkst allt frá 1967, verið öðru hvoru í sambandi á 8. áratugnum, farið saman á ráðstefnur Bú fjár- ræktarsambands Evrópu og átt gott samstarf þegar Hjalti sat á Búnaðarþingi. En þó er þessi vor- dagur sérlega minnisstæður því að þá kynntist ég Hjalta best. Skemmst er frá að segja að ég fræddist mikið um búskapinn á svæðinu, komið var á bæi og rætt við bændur, Hjalti sífellt að miðla mér, ungum ráðunaut, af mikilli þekkingu og víðtækri reynslu. En kærust er minningin um heimsókn- ina í fjárhús Hjalta uppi á Hæli, undir kvöld. Þar var jarðsam- bandið, tengslin við upprunann og grasrótina sem aldrei rofnuðu. Ekki vorum við lengi í húsunum því að á Selfossi beið Karen með kvöld- matinn sem var í raun veisla. Við Hjalti héldum okkur mest við sam- eiginlegt áhugamál, sauðfjáreign, en Karen tókst auðveldlega, með alkunnri röggsemi og glaðværð, að gera umræðurnar við matarborð- ið fjölbreytilegri. Minningin um Karen er mér einnig mjög kær. Árin liðu og Hjalti, sem hafði unnið íslenskum landbúnaði mjög vel, bæði sem búvísindamaður og félagsmálamaður, sinnti hugðarefn- um sínum alla tíð af brennandi áhuga. Hreif aðra með eins og hann hafði áhrif á mig í ferðinni góðu og við fleiri tækifæri. Hann var í for- ystusveit frumkvöðla í sauðfjár- rækt, nautgriparækt og hrossarækt og var m.a. mikill fengur að bók- inni Sauðfjárrækt á Suðurlandi, sem hann skráði á efri árum. Hjalti átti létt með að koma fyrir sig orði, sagði sögur betur en flestir, flutti ræður sem eftir var tekið og skrifaði fjölda afbragðs minningargreina. Það var alltaf ánægjulegt að fá Hjalta í heimsókn í Bændahöllina, spjallað inni á skrifstofu um vandamál líðandi stundar en inni á kaffistofu slegið á léttari strengi, og fyrr á tíð var söngmaðurinn Hjalti fljótur að koma af stað fjölda- söng, t.d. í Búnaðarþingsveislum. Síðast reyndar fyrir aðeins þrem- ur árum, þegar Hjalti var heiðr- aður níræður með málþingi um íslenska búfjárrækt og samfundum í góðra vina hópi á eftir, á Hótel Sögu. Ég veit að margir starfsmenn Bændasamtaka Íslands deila þess- um góðu minningum með mér. Ég og Svanfríður kona mín vor- um viðstödd endurvígslu Skaft- holtsréttar í lok júlí í sumar en þar hefur Kristján, tengdasonur Hjalta, verið framarlega í flokki þeirra sem staðið hafa að endurbygg- ing unni svo að til fyrirmyndar er. Hápunkturinn var að hitta Hjalta, enn með hugann við féð og bú- skap inn, í sveitinni sem honum var svo kær og í réttinni sem hann átti fjárvon í, haust hvert, allt frá barn- æsku. Þá vissum við ekki að við vorum að kveðja Hjalta í hinsta sinn en minningin lifir góðu lífi – Hjalti í Skaftholtsrétt. Hugheilar samúðarkveðjur send um við öllum ástvinum og að- stand endum. Blessuð sé minning Hjalta Gestssonar. Ólafur R. Dýrmundsson Minning Hjalti Gestsson Fæddur 10. júní 1916 – dáinn 6. október 2009 Fyrsta skóflustungan að nýrri reiðhöll á Selfossi Guðjón Sveinbjörnsson frá Uppsölum, næstelsti heiðursfélagi Hesta- mannafélagsins Sleipnis á Selfossi, og Kolbrún Björk Ágústsdóttir, átta ára, tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri reiðhöll á Selfossi laugardag- inn 17. október að viðstöddu fjölmenni. Reiðhöllin mun rísa á næstu tveimur mánuðum á félagssvæði Sleipnis. Hér eru þau Guðjón og Kol- brún ásamt Guðna Ágústssyni sem sér um fjármál nýju hallarinnar og Guðmundi Lárussyni, formanni Sleipnis, þegar fyrsta skóflustungan var tekin. MHH H ÍV T A H Ú S IÐ / S ÍA 0 9 - 1 4 9 2 AÐEINS 1% FITA 20% ÁVEXTIR N Ý R J Ó G Ú R T D R Y K K U RM S . I S NÝR JÓ GÚRT DRYKK UR 3% HVÍTUR SYKUR AÐEINS ENGINSÆTUEFNI

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.