Bændablaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 22
24 Bændablaðið | fimmtudagur 22. október 2009 3 9 2 4 1 9 7 6 2 3 5 7 5 1 8 7 6 6 9 4 3 5 3 7 8 1 5 4 5 7 6 4 2 4 9 6 9 8 4 3 5 2 3 7 8 1 2 5 4 3 2 8 9 1 3 8 9 6 2 4 1 5 7 6 1 4 3 8 Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn- ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni www.sudoku.com og þar er einn- ig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki. Líf og lyst Ilmandi góð súpuangan að vetri Nýverið kom út matreiðslubók- in Súpa og stóll eftir hönnuðina Ragnhildi Ragnarsdóttur og Sigrúnu Sigvaldadóttur í sam- vinnu við matreiðslumanninn Snorra Birgi Snorrason. Í bók- inni eru 30 aðilar fengnir til að skreyta einfalda, hvíta tréstóla eftir sínu höfði og var hugmynd hönnuðanna að opna síðar meir lítið veitingahús. Það varð ekki úr en stólarnir hafa farið víða og hlotið mikla athygli, og í fram- haldinu þróaðist sú hugmynd að búa til bók þar sem stólarnir og súpuuppskriftir myndu sóma sér vel. Sveppasúpa með hvítlauk og geita- osti 1 msk. ólífuolía 1 laukur, saxaður 1 hvítlauksgeiri, afhýddur og saxaður 400 g sveppir, smátt skornir en takið frá fjóra sveppahatta 1 msk. smjör 1 msk. hveiti 3 msk. sérrí 1 l grænmetissoð 150 ml rjómi salt og pipar kerfill 80 g geitaostur Aðferð: Steikið lauk og hvítlauk í fimm mínútur upp úr ólífuolíunni án þess að brúna. Bætið sveppum við og einni matskeið af smjöri og steikið áfram í tíu mínútur. Hrærið stöðugt í. Bætið í hveiti og hrærið áfram í eina mínútu. Bætið sérríi og græn- metissoði út í og látið sjóða við vægan hita í 15 mínútur. Maukið með töfrasprota eða í matvinnslu- vél. Bætið við rjómanum og sjóð- ið í tvær til þrjár mínútur. Kryddið með salti og pipar. Fyllið sveppahattana með geita- osti og bakið í ofni við 170°C í fimm mínútur. Rauðkálssúpa með roast beef og piparrótarsósu 1 msk. ólífuolía 400 g rauðkálshöfuð, fínskorið. Fjarlægið ystu blöðin og stilkinn 2 rauðlaukar, afhýddir og skornir í sneiðar 1 grænt epli, skrælt, kjarnhreinsað og skorið í teninga 1 msk. púðursykur 2 hvítlauksgeirar, marðir og saxaðir 3 msk. rauðvínsedik 1 l nautakjötssoð salt og pipar 600 g nautafillet, sinahreinsað Aðferð: Hitið ofninn í 150°C. Setjið epli, rauðkál, rauðlauk, púðursykur, hvítlauk, rauðvínsedik og 1/2 bolla af nautakjötssoðinu í eldfast mót eða pott. Bætið ólífuolíunni út í, salti og pipar og blandið vel saman. Setjið lok eða álpappír yfir og bakið í u.þ.b. tvær klukkustundir. Skoðið á 30 mínútna fresti hvort blandan er of þurr og setjið þá eina mat- skeið af nautakjötssoðinu saman við. Takið mótið úr ofninum eftir tvær klukkustundir og látið standa með lokinu. Hækkið hitann á ofn- inum í 200°C. Brúnið nautafillet á pönnu upp úr ólífuolíu og kryddið með salti og pipar. Setjið í ofninn í u.þ.b. 10-12 mínútur eigi kjötið að vera lítið steikt en 25 mínútur ef þið viljið að kjötið sé vel steikt. Takið kjötið út og látið standa í fimm mínútur áður en það er skorið í þunnar sneiðar. Piparrótarsósa 2 tsk. piparrót, rifin 2 tsk. hvítvínsedik 1 tsk. dijonsinnep 1 dós sýrður rjómi, 18% Aðferð: Blandið öllu saman og kælið. Setjið sósuna á toppinn á súpunni þegar komin er á hvern og einn súpudisk og njótið vel. ehg MATARKRÓKURINN Sveppasúpa með hvítlauk og geitaosti er bragðmikil og öðruvísi súpa sem sómir sér vel jafnt í fallegu máli eða á djúpum súpudiski. Myndir | Áslaug Snorradóttir Í matreiðslu- bókinni Súpa og stóll er að finna margar girnilegar súpuupp- skriftir og uppskriftir að mismunandi soðum. Ábúendurnir í Hænuvík eiga ættir sínar að rekja í gamla Rauðasandshrepp, margar aldir aftur í tímann. Þau Guðjón og María tóku við jörðinni árið 1982. Guðjón er alinn upp á jörð- inni en María er frá næsta bæ, Sellátranesi. Býli? Hænuvík. Staðsett í sveit? Sunnanvert við Patreksfjörð í gamla Rauðasandshreppi. Ábúendur? Guðjón Bjarnason og María Ólafsdóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Tvær dætur, Guðný Ólafía og Bjarnveig Ásta. Tíkin Snotra og Skotta í þjálfun. Stærð jarðar? ???. Tegund býlis? Sauðfé og ferðaþjónusta.. Fjöldi búfjár og tegundir? 370 vetrarfóðraðar kindur, íslenskar hænur og aliendur. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Misjaft milli árstíða. Fólk reynir að sinna skepnum svo í lagi sé og halda umhverfinu uppi úr skítnum. Svo er húsakostinum haldið í lagi svo hann fari ekki í veðrið ef það hvessir illa. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegasta er að fá heimaln- ingana í brúntertuna í búrnu. Það er ekkert leiðinlegt, bara mismunandi skemmtilegt. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Mjög svipað og það er í dag. Ef Jóhanna fer ekki með okkur inn í Evrópusambandið. Hvaða skoðun hafið þið á félags- málum bænda? Enga skoðun vegna þess að hérna er nánast engin byggð eftir og allt félagslíf dautt. Hvernig mun íslenskum landbún- aði vegna í framtíðinni? Eftir 10 – 20 ár verður enginn búskapur á landinu ef verðandi bændur verða að kaupa framleiðslu- rétt eins og það er í dag. Þetta er sjálfkrafa gjaldþrota stefna. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Miklir möguleikar eru í útflutningi á framleiðsluvörum íslensks landbún- aðar ef rétt er á málum haldið. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, lýsi, matarolía, ávextir, hangiflot á bútunginn. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Bútungur með hangifloti og kart- öflum. Og hangikjöt sem hefur gleymst í kofanum fram á þorra.. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar Skotta (í þjálfun) pissaði í skóinn hjá húsbóndanum. Þegar Blíðukolla (heimalningur) hoppaði á rúllunum þegar henni leiddist, ef enginn vildi vera úti hjá henni. Hænuvík, Patreksfirði Bærinn okkar Hlíðarnar Sýnishorn af beitarlandinu í Hænuvík.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.