Bændablaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 19
21 Bændablaðið | fimmtudagur 22. október 2009 ÁHUGASAMT FJÁRRÆKTARFÓLK á Snæ fellsnesi kom fyrir nokkrum árum á reglulegum héraðssýning- um á lambhrútum í fjárskipta- hólfinu vestan varnargirðingar á Nesinu. Haustið 2008 var ákveðið að auka þetta sýningahald þannig að það yrði héraðssýning fyrir alla Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu. Um leið var tekin ákvörðun af Búnaðarsamtökum Vesturlands um að setja hinn veglega verðlauna- skjöld frá héraðssýningum fyrri ára að nýju í umferð sem farandgrip vegna besta lamhrútsins á þessum sýningum á hverju ári. Laugardaginn 17. október var þessi sýning haldin vegna haustsins 2009. Sýningin austan girðingar var haldin í Mýrdal fyrir hádegi og voru þar mættir til sýningar 18 lambhrútar, sem er nokkru fleira en á síðasta ári, þegar þessi sýning var þar fyrsta sinni. Þarna hlýtur samt að eiga að vænta stóraukinnar þátttöku á næstu árum ætli þeir að standa félögum sínum vestan girð- ingar á sporði í ræktunarstarfinu. Eftir hádegið var sýningin vest- an girðingar haldin í reiðhöllinni að Bergi í Grundarfirði. Þarna var feikilega mikil mæting eða samtals 65 lambhrútar. Sýningaraðstaða var frábær og var jafnframt sölusýn- ing og uppboð á lömbum, bæði gimbrum og hrútum. Sýningin var ákaflega vel sótt. Eins og áður þá var sýningagrip- um skipað í þrjá flokka. Mislita hrúta. Hvíta hrúta, kollótta og hvíta hrúta hyrnda. Í heild var hópurinn, sem þarna var mættur til sýning- ar, frábær. Lömbin á þessu svæði komu í samanburði við fyrri ár ákaflega vel fyrir í haust og minnist ég þess ekki að hafa áður komist í slíkt lambaval sem þarna var mætt. Við Lárus G. Birgisson höfum dæmt á þessum sýningum frá byrj- un og okkar mat var að þarna væri ótrúlega mikill fjöldi lamba sem að gæðum stæðu framar því sem verið hefur á fyrri sýningum. Í hópi mislitu hrútanna voru mættir til leiks 19 hrútar. Á slík- um sýningum hefur þessi hópur oft viljað einkennast af misjöfnu fé, en hópurinn á þessari sýningu var með ólíkindum öflugur. Þetta skýrist af því að sumir af bestu hrútum sæð- ingastöðvanna eru að skila mörg- um lituðum lömbum auk þess sem mjög mikið hefur komið af öflugu mislitu fé úr hjörðunum bæði á Hjarðarfelli og í Mávahlíð á allra síðustu árum. Efsta sæti í þessum hópi skipaði lamb 128 á Bergi sem var svartur hrútur, samanrekinn og feikilega vel holdfylltur og vel gerður. Þetta lamb er undan Bjarti 08-202, en það er sami hrútur og skipaði efsta sæti sýningarinnar á Snæfellsnesi 2008 en móðurfaðir er Ljóri 95-828. Í öðru sæti var svart- ur lamhrútur númer 59 á Álftavatni, en hann hafði gríðarlega þykkan bakvöðva og líkt og mörg lömb undan Kveiki 05-965 vann hann gríðarlega á við nánari skoðun þó að hann léti lítið yfir sér. Segja verður að þetta hafi verið í vissum skilningi svartur dagur fyrri þennan hóp þar sem í þriðja sæti var svart- ur hrútur númer 49 í Mýrdal. Þessi hrútur líktist hinum tveim mikið með feikilega þétt hold og góða gerð og mikinn vænleika miðað við stærð. Hrútur þessi er sonur Prjónns 07-812 og móðurfaðir hans Fróði 04-963. Á sýningunni vestan girðingar, sem einnig var sjálfstæð sýning, kom í þriðja sætið þar lamb 695 á Hjarðarfelli. Þetta er svarbíl- dóttur, kollóttur hrútur meðan hinir þrír sem áður eru nefndir eru allir hyrndir. Hann er mjög bollangur, vel gerður með mikla vöðvafyll- ingu. Þessi hrútur er sonur Magna 06-730, sem átt hefur marga úrvals- syni á sýningunum síðustu þrjú árin. Fæstir voru hrútarnir í flokki hvítu, kollóttu hrútanan eða sam- tals 15 og eru það miklar breyt- ingar frá því þegar héraðssýningar á Snæfellsnesi fyrir nokkrum ára- tugum voru að meirihluta kollóttir hrútar. Í þessum flokki skipaði efsta sætið lamb 339 hjá Eiríki Helgasyni í Stykkishólmi. Hrútur þessi er hreinhvítur, mjög jafnvaxinn og vel gerður og einstaklega lagðprúður og föngulegur á velli. Faðir hrúts- ins er Bogi 04-814 en móðurfaðir hans Bjartur 00-641 á Berserkseyri var um árabil einn öflugasti koll- ótti kynbótahrúturinn á Nesinu. Annað sætið féll í hlut hrúts 591 á Hjarðarfelli, sem er ákaflega vel gert og mjög vel vöðvafyllt og þétt- vaxið lamb. Faðir hans er Magni 06-730 og hann því hálfbróðir svarbíldótta hrútsins sem að fram- an er fjallað um. Í þriðja sætinu var síðan lamb 92 á Hraunhálsi sem er feikilega þéttvaxið og vel gert lamb með mjög góð lærahold. Faðir hans er Völundur 07-442 en móðurfaðir Máni 03-975. Langsamlega stærsti hópurinn voru hvítir, hyrndir hrútar en þar voru samtals 49 lambhrútar skráðir til leiks. Kostir lambanna í þessum hópi voru með fádæmum miklir. Fyrsta sætið skipaði lamb 651 á Hjarðarfelli. Hrútur þessi var feiki- lega þroskamikill, með frábæra bol- lengd og sterkbyggður. Hann hefur einstaklega breitt og vel vöðvað bak (38 mm) og ákaflega vel gerð- ur að öllu leyti. Faðir hans Kvistur 08-748 er sonur Rafts 05-966 en móðurfaðir lambsins Ylur 05-805. Annað sætið skipaði lamb 105 í Mýrdal en sá hrútur líkist um margt hrútunum í fyrsta sætinu, hann er gríðarlega þroskamikill með ein- staklega mikla bollengd, ákaflega vel gerður með feikilega mikla vöðvafyllingu. Þessi föngulegi hrútur er sonur Prjóns 07-812 en móðurfaðir hans Kóngur 97-847. Þriðja sætið féll síðan í hlut lambs númer 7 á Hjarðarfelli en sá hrútur er frábærlega vel gerður, gríðarlega vöðvaþykkur og með enn öflugri lærahold en hrútarnir sem ofar stóðu. Faðir hans er Klaufi 08-750 sem er sonarsonur Kveiks 05-965 en móðurfaðir er Kækur 03-961 og er lambið fætt sem þrílembingur undan tvævetlu. Hrútlambið sem skipaði þriðja sætið í þessum flokki á sýningunni vestan girðingar var númer 44 á Fáskrúðarbakka sem er einstaklega glæsilegt lamb með frábær lærahold, en faðir þess er At 06-806. en móðurfaðir hans er aftur á móti Hvellur 05-969. Besti hrútur sýningarinnar var dæmdur 651 á Hjarðarfelli og varðveitir Harpa Jónsdóttir sem er eigandi hrútsins því héraðssýning- arskjöldinni til næsta hausts. Eins og fram kemur á ættern- isupplýsingum topplambanna þá eru þau afsprengi margra ára skipu- legrar og öflugrar ræktunar á þeim búum sem þessi lömb komu frá. Þegar ætterni sýningarlambanna er skoðað nánar koma mikil áhrif sæðinganna skýrt fram. Kveikur 05-965 átti þarna átta syni, Prjónn 07-812 sex syni og Púki 06-807 fjóra syni og hjá kollóttu lömb- unum voru áhrif Boga 04-814 mikil þar sem sex þeirra voru synir hans. Þessi glæsilega sýning bar vitni um þróttmikið og sterkt ræktunar- starf í sauðfjárrækt á Snæfellsnesi. Framkvæmd sýningarinnar var sýningarhöldurum einnig til ein- staks sóma. JVJ Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi haustið 2009 Námskeið í gæðastýr- ingu í sauðfjárrækt Nýir þátttakendur í gæðastýringu í sauðfjárrækt þurfa að sækja um það til Matvælastofnunar á þar til gerðum umsóknareyðublöðum. Umsóknarfrestur er til 20. nóvember ef framleiðandi óskar eftir álags- greiðslum fyrir næsta almanaksár. Námskeið: Eitt af grunnskilyrðum fyrir þátttöku í gæðastýringu í sauðfjárrækt er að hafa sótt undirbúningsnámskeið. Námskeið verður haldið í Bútæknihúsinu á Hvanneyri mánudaginn 9. nóvember, frá kl 10-18. Skráning: Þeir sem óska eftir að sækja námskeiðið eru vinsamlegast beðnir að skrá þátttöku til Bændasamtaka Íslands sem fyrst en í síðasta lagi fyrir fyrir 4. nóvember. Unnt er að skrá þátttöku í síma 563 0300 eða á tölvupósti til bella@bondi.is Námskeiðið uppfyllir kröfur Starfsmenntasjóðs BÍ og verður nám skeiðs- gjaldið því greitt af sjóðnum. Bændasamtök Íslands Eigendur verðlaunahrúta á sýningunni, frá vinstri: Guðlaug á Hraunhálsi, Harpa á Hjarðarfelli, Eiríkur Helgason, Stykkishólmi, Anna Dóra á Bergi, Gísli í Mýrdal, Guðbjartur á Hjarðarfelli og Gísli á Álftavatni. Harpa og Guðbjartur á Hjarðarfelli með hrútinn sem efstur stóð, 651, og hinn glæsilega verðlaunaskjöld héraðssýningarinnar. Bárður Rafnsson í Grundarfirði, en höfuðdjásnið var einkenni stjórnenda sýningarinnar. Næst honum stendur Hrafnhildur Bárðardóttir og að baki henni Eiríkur Helgason í Stykkishólmi sem er frumkvöðull þessa sýninga- halds á Snæfellsnesi. GÓÐ KAUP SP-902B, stærð 107x107 sm. sturtuklefi - margar gerðir 2ja manna nuddbaðkar, stærð 180x120x75 sm SP-20SN, stærð 123x123 sm Infra rauður saunaklefi GODDI.IS Auðbrekku 19, 200 Kóp. S. 5445550 Möguleiki á að taka reykrör upp úr vél eða aftur úr henni. Öryggisgler fyrir eldhólfi. Trekkspjald fylgir. Sp-302C, 90x90 sm. og 96x96 sm. MA-420 slöngubátur m/álgólfi, stærð 430x202 sm Roro bjálkasaunaklefi, stærð 205x174 sm.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.