Bændablaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 17
19 Bændablaðið | fimmtudagur 22. október 2009 NÚ ÞEGAR Ísland hefur sótt um aðild að Evrópusambandinu (ESB) er ástæða til að fjalla um þær undan- þágur og sérlausnir sem ríki hafa fengið við aðild að sambandinu. Það er eðlileg krafa ríkjasam- bands eins og ESB að vilja sem mest halda í sameiginleg stefnumið sáttmála ríkjanna, m.a. til að fullt jafnræði gildi milli aðildarríkja og til að koma í veg fyrir of flók- ið regluverk sem byggist á undan- þágum. Reynslan hefur verið sú í stækkunarferlum sambandsins að ný ríki hafa gert kröfur um tíma- bundnar undanþágur eða varanleg- ar sérlausnir frá sáttmála ESB. Þegar gengið er til aðildarviðræðna er þýðingarmikið að ný ríki komi með í farteskinu vandaða kröfugerð með vísun í gjörðir ESB og ástæð- ur þess að ríkin telji sig ekki geta framfylgt öllum ákvæðum sáttmála ESB vegna sérstöðu eða vegna aðlögunarvandamála. Það gildir í öllum tilvikum að til að fá aðlaganir, jafnt tímabundnar sem ótímabundnar, þarf að setja fram ákveðna sérstöðu Íslands og sýna fram á að hvaða leyti aðstæður hér á landi séu sérstak- ar og frábrugðnar því sem gerist í ríkjum ESB. Framkvæmdastjórn ESB sér um samningaviðræður við EES/EFTA-ríkin um aðlag- anir og almennt kallar það á mikla undirbúningsvinnu, m.a. við að sýna fram á sérstöðu Íslands og að semja um aðlaganir. Ekki er sjálfgefið að samkomulag náist um aðlaganir, en mikilvægt er að greina sem fyrst hvort þörf sé á aðlögunum til þess að nægur tími gefist til að undirbúa viðræður við framkvæmdastjórnina. Í skipunarbréfi Evrópunefndar- innar var henni falið að skoða und- anþágur við gerð aðildarsamninga. Nefndin gerir einnig grein fyrir sér- ákvæðum eða sérlausnum sem ein- stök ríki sömdu um í aðildarsamn- ingum sínum. Tilvitnun hér á undan er tekin úr skýrslu nefndarinnar og undirstrikar mikilvægi þess að leggja í vandaða heimavinnu við að skýra sérstöðu Íslands í landbún- aðarmálum. Samningar um slíkar sérlausnir nást í aðildarsamning- um ríkja við ESB en þeir eru jafn- réttháir Rómarsáttmálanum. Það er þýðingarmikið að halda því til haga að löggjöf ESB, er varðar landbún- aðarmál, er rétthærri en landsréttur aðildarríkja. Hér er því um yfir- þjóðlegt vald að ræða. Þess vegna er mikilvægt að tryggja varanlegar undanþágur í aðildarsamningum. Undanþágur og sérlausnir ríkja eru annars vegar tímabundnar og hins vegar varanlegar. Sérákvæði í aðildarsamningum Í samningum ESB við síðustu stækkun árið 2004 við 10 ríki Mið- og Austur-Evrópu var samið um aðlögunartímabil ríkjanna á árabilinu frá 2004 til 2013. Þetta aðlögunartímabil var ætlað til að nýju ríkin hefðu tíma til að upp- fylla allar ESB-reglugerðir og land- búnaðarstyrkir ESB færu úr 25% í 100% á tímabilinu. Ein sérlausn nýju ríkjanna var hærri hlutfalls- legur byggðastuðningur á aðlög- unartímanum úr seinni stoð CAP, sem var ætlað að koma til móts við lægri beina styrki úr fyrri stoð CAP í upphafi. Varanlegar sérlausnir sem hafa fengist í aðildarsamningum, og varða landbúnað, við ESB eru helst þessar:     &  '    #    - leika (deilt er um hve varanlegur þessi styrkur er).   ‚{ ‘  =q  ‹'   c# Ž „`¡`'   #  =    - enda. Rétt er að gera grein fyrir þeim sérlausnum sem eiga við íslenskar aðstæður. Það er mat höfundar að allar ættu þær að koma sterklega til álita í aðildarviðræðum Íslands við ESB. Finnar og Svíar náðu mikilvægu sérákvæði um stuðning við land- búnað á norðurslóðum í aðild- arsamninga sína árið 1994. Hefur þessi sérlausn gengið undir nafninu Norðurslóðaákvæðið. Það felur í sér rétt þessara landa til að styrkja sjálf landbúnað sinn á afmörk- uðum svæðum umfram það sem almennt er kveðið á um í CAP. Tilgangurinn er að auka samkeppn- ishæfni landbúnaðar á norðlæg- um slóðum, vernda umhverfið og efla búsetu á þessum slóðum. ESB féllst á þau rök í aðildarviðræð- um að samþykkja yrði varanlega sérlausn vegna erfiðra búskap- arskilyrða sem rekja mætti m.a. til veðurfars og fámennis byggðar norðan 62. breiddargráðu (142. gr. í aðildarsamningum Finnlands og Svíþjóðar við ESB fjallar um Norðurslóðaákvæðið). Finnar náðu inn í sinn aðildar- samning ákvæði um að styrkja megi sérstaklega svæði sem eigi í alvar legum erfiðleikum með aðlög- un að CAP. Það eru svæði í Suður- Finnlandi sem notið hafa þessa stuðnings. Finnar og ESB deila nú um hvort þetta hafi verið var- anlegt ákvæði eða tímabundið en ESB telur að þessi stuðningur hafi verið tímabundinn. Slæm reynsla er af þessari leið, bæði vegna þess að hún er ekki varanleg að áliti ESB sem og að hún skipti Finnlandi upp í svæði, sem skapar ójafnræði og ójafnvægi í byggðamálum, og leiðin hlýtur auk þess að teljast efnahagslega óhagstæð til lengri tíma litið. Í þriðja lagi hafa lönd samið um stuðning við landbúnað á harð- =q    ‘' ‚ {  !   ‚{‹   jafna samkeppnisstöðu þeirra gagn- vart frjósamari svæðum. Bretar og Írar settu fyrstir þetta ákvæði inn í aðildarsamninga sína og sama gerðu Austurríkismenn, Finnar, Svíar og Maltverjar síðar. Allt Finnland er skilgreint sem harðbýlt svæði, sem ætti að vera fordæm- isgefandi þegar kemur að flokkun Íslands. „¢#  q  !  #  aðildarsamningi Möltu, er áhuga- verð fyrir Ísland að því leyti að +     # „¢  flokkuð sérstaklega þegar kemur að úthlutun ESB-styrkja vegna sérstakra aðstæðna á eyjunni. Það styrkir yfirlýsinguna að hún byggir á 158. grein Maastricht-sáttmálans um harðbýlustu svæði og eyjar (e. least favoured regions and islands) og fylgir vegna þessa ákvæðis sér- stök yfirlýsing með Amsterdam- sáttmálanum. Evrópunefnd for- sætisráðuneytisins vekur athygli á í skýrslu sinni eftirfarandi hluta úr yfirlýsingunni sem fylgdi Amsterdam-sáttmálanum, sem varðaði eyjasvæðið, eða að „eyja- svæði líði fyrir landfræðilega stöðu þeirra, sem hamli efnahags- og félagslegri þróun þeirra og því megi grípa til sérstakra aðgerða þeim í hag til að samlaga þau innri markaðnum á sanngjarnan hátt“. Ákvæði um jaðarsvæði í Rómarsáttmála Í Rómarsáttmálann var sett inn sér- stakt ákvæði sem fjallar um það sem þýða mætti sem jaðarsvæði (e. outermost regions). Í skýrslu vinnuhóps utanríkisráðuneytisins er notað orðið útkjálki Evrópu. Hér er um að ræða 299. grein sáttmál- ans. Með þessu vildi ESB „veita útkjálkunum verulega sérstöðu að ýmsu leyti, þ.á m. á sviði landbún- aðar, fiskveiða o.fl. Ákvæðin sýna að sérstakt og víðtækt tillit til stað- hátta og atvinnuhagsmuna o.fl. á sér stoð í grundvallarreglum ESB án þess að um sérstaka túlkun, und- anþágu eða tímabundna aðlögun sé að ræða.“ Þessi fullyrðing úr skýrslu vinnuhóps utanríkisráðuneytisins, sem í voru sérfræðingar og hags- munaaðilar, m.a. í landbúnaði, er merkileg í ljósi þess að oft hefur verið haldið fram í umræðunni um hugsanlega aðild að ESB að lítið tillit væri tekið til séraðstæðna smáríkja. 299. greinin er sértæk að því leyti að tilgreindar eru eyj- arnar sem ákvæðið gildir fyrir, þ.e.a.s. frönsku umdæmin handan    ¢#!    Kanaríeyjar. Í sáttmálanum kemur fram í þýðingu fyrrgreinds vinnu- hóps að svæðin séu „afskekkt, ein- agruð og lítil, landslag er óhagstætt og einnig veðurfar, efnahagslífið er háð örfáum tegundum framleiðslu- vara“. Ákvörðunarvald um sérstak- ar ráðstafanir vegna stuðnings við jaðarsvæði er í höndum ráðherra- ráðs ESB að fengnum tillögum frá framkvæmdastjórninni. ESB hefur sett reglugerðir til að útfæra stuðn- ing við þessi umdæmi handan hafs- ins, eins og það er svo skemmtilega orðað í sáttmálanum. En hve vel eiga þessar sérlausnir við Ísland? Um það verður fjallað í næstu grein. „    =#  }''   í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Heimildir: Evrópunefnd forsætisráðuneytisins (2007, mars). Tengsl Íslands og Evr- ópu sam bandsins. Reykjavík: For- sætis ráðu neytið. Óttar Pálsson og Stefán Már Stefánsson (2003). Fiskveiðireglur Íslands og Evr ópusambandsins. Reykjavík: }& + ` Framkvæmdastjórn ESB (2004, desem- ber). Enlargement of the European  ' „        Vinnuhópur utanríkisráðuneytisins (2003, nóvember). Íslenskur landbún- að ur í alþjóðlegu umhverfi. Áfanga- skýrsla. Undanþágur og sérlausnir ríkja innan ESB Jón Baldur Lorange stjórnmálafræðingur og sviðsstjóri hjá Bændasamtökum Íslands jbl@bondi.is Þann 13. þessa mánaðar var opn- aður nýr vegur um Arnkötludal. Vegurinn fær veganúmerið 61 og telst til Djúpvegar en áður lá vegur 61 suður Strandir og Hrútafjörð vestanverðan. Það blés all hressilega á við- stadda en vegagerðarfólk, heima- menn á Ströndum og í Reykhóla- sveit og aðrir gestir létu það ekki    ' |  ‚'   göngu ráðherra og Hreinn Haralds- son vegamálastjóri klipptu á borða sem strengdur var utan um stein og afhjúpuðu um leið merki, sem markar þau tímamót að bundið slitlag er nú á allri leiðinni milli Reykjavíkur og Ísafjarðar og raun- ar alla leið til Bolungarvíkur. Horf- ið var frá því að strengja borðann yfir veginn, svo sem hefð er fyrir, sökum þess að Kári lét heldur ófriðlega meðan á athöfninni stóð. Fjölmenni var við opnunina og að henni lokinni bauð Vegagerðin upp á veitingar í félagsheimilinu á Hólmavík. Með veginum styttist leiðin milli Reykjavíkur og Hólmavíkur um 42 kílómetra. Með opnun brú arinnar um Mjóafjörð styttist vetr ar leiðin milli Hólmavíkur og Ísa fjarð ar um 33 kílómetra þann- ig að samtals er um að ræða 75 km styttingu á vetrarleiðinni milli Ísa fjarðar og Reykjavíkur. Þá eru þetta stór tímamót að því leyti að með veginum er komið bund- ið slitlag milli Bolungarvíkur og Reykja víkur. Atvinnubílstjórar eru meðal þeirra sem þessar samgöngubætur nýtast hvað best. Við opnunarhá- tíðina kom til að mynda fram að leiðina Ísafjörður-Reykjavík mætti nú við góð skilyrði aka á 7 tímum í stað 8-9 stunda áður. Þá hefur komið fram í fjölmiðlum að Eimskip hyggist bregðast við með 8% lækkun á flutningskostnaði. Hjá Kaupfélagi Steingríms- fjarð ar, sem er eina matvöruversl- unin á Hólmavík, er ekki fyrirséð hvort lækkaður flutningskostnaður skili sér í lægra vöruverði í versl- uninni. Jón Eðvald Halldórsson kaupfélagsstjóri segir að nýi veg- urinn sé vissulega samgöngubylt- ing fyrir Strandamenn og aðila í flutningarekstri. „En hvort lækk- un flutningskostnaðar á eftir að skila sér í lægra vöruverði verður að koma í ljós. Þó ég sé vissulega búinn að gera áætlun um hverju það geti mögulega skilað okkur að aka nýjan veg samkvæmt nýju fyr- irkomulagi á vöruflutningum, þá er það eingöngu áætlun og raun- lækkun kostnaðar á eftir að koma fram. Nokkrir óvissuþættir sem þarf að fá haldbært mat á fyrir reksturinn eru t.a.m. hversu mikið við komum til með að nýta okkur veginn með tilliti til veðurfars og þjónustu, hvaða áhrif hann hefur á olíueyðslu, hver tímasparnaður- inn verður o.fl. Þegar þessir þættir liggja fyrir, og bendi niðurstöðurn- ar til þess að grundvöllur sé fyrir lækkun vöruverðs, munum við að sjálfsögðu taka það til alvarlegrar skoðunar,“ segir Jón Eðvald. kse Vegurinn um Arnkötludal opnaður Mikil tímamót í sam- göngumálum Vestfirðinga Hreinn Haraldsson vegamálastjóri ávarpar samkomuna. Kristín Lilja Sverrisdóttir skæravörður frá Hólmavík og Kristján L. Möller samgönguráðherra fylgjast með. Kristján afhjúpar steininn. Glæsilegt veisluborð í félags- heimilinu á Hólmavík, í boði Vegagerðarinnar, en Café Riis sá um veisluföngin. Meðal vígslu- gesta í rokinu var Guðmundur Björns son flutn- ingabílstjóri, sá með derhúf- una, sem hefur verið mikill bar- áttumaður fyrir veginum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.