Bændablaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 16
17 Bændablaðið | fimmtudagur 22. október 2009 Kæfu gerðar konur! Mæðgurnar Sigrún Jóhannesdóttir á Skútustöðum í Mývatnssveit og dóttir hennar, Jóhanna S. Kristjánsdóttir sem býr á Laxárvirkjun, stóðu í ströngu einn daginn og gerðu kindakæfu í óðaönn. Þær voru að sögn með slatta af slögum og fengu þó nokkur kíló af kæfu eftir vel unnið dagsverk. Fulltrúi Bændablaðsins fékk að bragða á kæfunni og gefur henni bestu meðmæli. Árið 1949 komu hér til lands 314 þýskir landbúnaðarverka- menn á vegum Búnaðarfélags Íslands til að starfa í sveitum í öllum landshornum. Þetta var stærsti hópur útlendinga sem komið hafði til Íslands fram að þeim tíma fyrir utan hernáms- lið Breta og Bandaríkjamanna. Nú er talið að um tvö þúsund afkomendur þessara landnema búi í dag á Íslandi en laugardag- inn 14. nóvember næstkom- andi verður haldin samkunda á Hótel Sögu til að minnast þess að 60 ár eru liðin síðan land- búnaðarverkamennirnir komu hingað til lands. „Félagið Germanía, þýsk/ís- lenska vinafélagið á Suður landi, þýska sendiráðið og Bænda sam- tökin taka þátt í þessari minning- arstund. Við viljum ná til fólks sem er enn á lífi og afkomendur þessa fólks sem vill minnast ártíð- arinnar með okkur og rifja upp hvað foreldrar eða ömmur og afar hafa farið í gegnum,“ segir Ásgeir Eggertsson, formaður Germaníu. Í upphafi átti að ráða fólk hing- að til lands sem ætti uppruna sinn í norðurhluta Þýskalands en það breyttist þó fljótt og mikill hluti fólksins voru flóttamenn frá fyrrum austurhéruðum Þýskalands, svæð- um sem eftir heimsstyrjöldina til- heyrðu Póllandi og Sovétríkjunum. Aðrir komu mun lengra að. „Pétur Eiríksson sagnfræðing- ur mun halda erindi og lýsa sög- unni en hann hefur ritað bókina Þýska landnámið sem fjallar ítar- lega um komu þessa fólks hing- að til lands. Síðan mun Nína Rós Ísberg, mannfræðingur, fjalla um hvernig það var fyrir þessa ein- staklinga að koma inn í íslenskt samfélag en hún hefur rætt við marga þeirra sem réðust hér til starfa. Þannig að það verða tvö stutt erindi frá Pétri og Nínu Rós en síðan verður spjall og léttar veitingar á eftir þannig að fólk getur átt saman notalega stund,“ segir Ásgeir sem bendir á að sam- koman verður opin öllum sem áhuga hafa. ehg Komu þýsks landbún- aðarverkafólks minnst Í apríl síðastliðnum voru sam- þykkt lög á Alþingi um Bjarg- ráðasjóð. Með nýjum lögum um sjóðinn breytist hlutverk hans þannig að sveitarfélögin eru ekki lengur aðilar að sjóðnum. Hefur ný stjórn verið kjörin af þessu tilefni en stjórnarmönn- um er fækkað úr fimm í þrjá. Nýju stjórnina skipa Hildur Traustadóttir, stjórnarformaður, og meðstjórnendur eru Eiríkur Blöndal og Jóhannes Sigfússon. Fráfarandi stjórn skilaði umboði sínu þann annan október síð- astliðinn, þar sem gengið var frá uppgjöri sveitafélaganna í sjóðnum. Skrifstofa sjóðsins hefur verið hjá Sambandi ís- lenskra sveitafélaga en flyst nú til Bændasamtaka Íslands. Að sögn Hildar Traustadóttur er eitt af fyrstu verkefnum nýrrar stjórnar að greiða styrki til bænda vegna áburðarkaupa, en alls bárust rúmlega 1.500 umsóknir. Hildur segir að verið sé að fara yfir þær og á allra næstu dögum verði greiðslur sendar til þeirra sem eiga rétt á styrk. Nokkrum umsóknum hafi verið hafnað en telji umsækj- andi að honum sé ranglega hafnað er honum bent á að óska eftir leið- réttingu. -smh Breytingar á starfsemi Bjargráðasjóðs Ný stjórn Bjargráðasjóðs. Jóhannes Sigfússon, Hildur Traustadóttir og Eiríkur Blöndal. Matvöruverslanir Krónunnar munu á næstunni merkja valdar íslensk- ar búvörur með merki „Eldum íslenskt“ matreiðsluþáttanna sem sýndir eru á mbl.is og sjónvarps- stöðinni ÍNN. Ef varan er merkt með Eldum íslenskt límmiðanum geta viðskiptavinir farið inn á mbl. is og horft á matreiðslumenn elda viðkomandi vöru og gefa góð ráð. Á vefnum er líka hægt að nálgast uppskriftir ásamt fleiri fróðleik um vörurnar. Íslenskar búvörur merktar Eldum íslenskt Á þriðja þúsund evrópskir kúa- bændur héldu til Lúxemborgar síðastliðinn mánudag til að mótmæla landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins. Tilefnið var að vekja athygli á bágri stöðu mjólkurbænda fyrir utan fundar- stað landbúnaðarráðherra aðild- arlanda ESB. Margir bændanna komu keyr- andi á dráttarvélum frá nágranna- löndunum og var áætlað að um 450 slíkar hafi farið um götur bæjarins og stillt sér loks upp í Kirchberg- hverfinu, þar sem Evrópu- og fjár- málastofnanir eru til húsa. Var líkast því að John F. Kennedy-breiðstræti hefði verið lagt undir mikla land- búnaðarsýningu. Bændur voru vopn- aðir kröfuspjöldum og borðum, kýrlíkneskjum í fánalitum, aðrir kúabjöllum, heyböggum, og jafnvel hjólbörðum og eldfærum. Á sama tíma funduðu landbúnaðarráðherr- arnir 27 og framkvæmdastjóri land- búnaðarmála innan ESB, Mariann Fischer Boel, í LuxExpó-höllinni um málefni landbúnaðarins. Þar var m.a. rædd tillaga um 280 milljón evra aukaframlag til kúabænda fyrir árið 2010. Það fór ekki á milli mála að mikill hiti er í kúabændum og örvænting hefur gripið um sig í stétt- inni. Lítraverð til bænda er frjálst að nafninu til en hefur farið lækkandi og fá t.d. þýskir bændur yfirleitt ekki nema rúm 20 cent fyrir mjólkurlítr- ann sem eru 36,50 íslenskar krónur á núverandi gengi. Verslunarkeðjur með ægivald Að sögn bónda frá Saarlandi eru í Þýskalandi fimm til sex stórar versl- unarkeðjur ráðandi á um 80% mat- vælamarkaðar og í lykilstöðu til að ákvarða verðið. Verslunarkeðja er oft með eigið vörumerki mjólkuraf- urða og getur skipt um mjólkurbú og þar með framleiðendur eftir geðþótta án þess að neytandinn sé upplýstur. Offramleiðsla á mjólk bætir heldur ekki samningsstöðu bænda. Þykir mönnum tekjur orðnar úr öllu sam- ræmi við vinnutíma og margir safna skuldum. Kúabændur vilja helmingi hærri greiðslur fyrir mjólkina Ein aðalkrafa mótmælenda var að fá afurðarverðið nær tvöfaldað, eða upp í 40 cent á lítrann. Margir gera kröfu um að á sama tíma verði mjólk- urkvótinn lækkaður um 5%. 280 milljón evrur, eða um þúsund evrur á bú, þykja dropi í hafið auk þess sem „ölmusa“ frá framkvæmdastjórn ESB komi ekki í staðinn fyrir sann- gjarnt verð. Margir gáfu til kynna með Júdasar-samlíkingum að þeim þættu þeir illa sviknir af kjörnum fulltrúum. Meðal þýsku bændanna gætir þónokkurrar óánægju með bændasamtökin þar í landi og margir mótmælendanna báru á sér áletrun um að þeir væru gengnir úr þeim samtökum. Ys og þys í Lúxemborg Öryggisviðbúnaður var mikill í kringum fundarstaðinn en einkum franskir bændur hafa orð á sér fyrir róttækar aðgerðir. Hafði lögreglan í Lúxemborg fengið liðsstyrk, m.a. brynvarin farartæki frá belgísku lög- reglunni og þyrla sveimaði yfir fund- arstaðnum. Um 800 lögreglumenn voru gráir fyrir járnum og var ætlað að hafa hemil á reiðum bændum. Að frátöldum dekkjabruna, eggjakasti o.þ.h. fóru mótmælin að mestu frið- samlega fram. Liggur framtíðin í aukinni verðstýringu? Eftir fundinn bárust fregnir af því að 22 ráðherrar af 27 hafi lýst vilja sínum til að koma til móts við bændur með verðstýringu og verður það undirbúið á næstu mán- uðum að sögn Romain Schneider landbúnaðarráðherra Lúxemborgar. Sagðist hann vilja líta til reynslu Svisslendinga af því að 80% mjók- urframleiðslu væri keypt á föstu verði en afgangurinn væri seldur á frjálsu verði, m.a. til útflutnings. Bruno Le Maire, landbúnaðarráð- herra Frakklands, lýsti því yfir að menn hefðu komið sér niður á að framtíð evrópsks landbúnaðar lægi í aukinni verðstýringu. Óskar Bjarnason Höfundur er leiðsögumaður og er búsettur í Lúxemborg. Evrópskir kúabændur mótmæla landbúnaðarstefnu ESB kröftuglega - loka vegum, brenna traktorsdekk og hafa hátt Þessi kúabóndi frá Saarlandi var ósáttur við sín kjör. Hann ber barm- merki þar sem segir að hann standi utan þýsku bændasamtakanna. Óánægja hefur verið með bænda- forystuna í Þýskalandi og hafa margir bændur sagt sig úr samtök- um bænda. Í baksýn má sjá reyk úr brennandi hjólbörðum. Óánægja með „hámenntaða land- búnaðarhugmyndafræðinga“ látin í ljós sem séu að ganga af hefð- bundnum landbúnaði dauðum. Belgískir brynvagnar og 800 lögreglumenn stóðu vörð um fundarstað landbúnaðarráðherranna 27 og fánaborg ESB-ríkjanna. Dráttarvélum var lagt þversum á götur í Kirchberg-hverfinu þar sem ESB-stofnanir eru til húsa. Þess má geta að höfuðstöðvar Kaupþings í Luxemborg eru í húsinu í miðið en þær heita nú Havilland banki.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.