Bændablaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | fimmtudagur 22. október 2009 Ungir höfuðborgarbúar hafa margir mikla gleði og ánægju af því að gera sér ferð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Segja má að garðurinn sé að sumu leyti sveit í borg. Eldri kynslóðir muna margar hverjar eftir búrekstri innan þéttbýlismarka á höfuð- borgarsvæðinu en ekki er víst að allir viti að upp við Elliðavatn er rekin umfangsmikil eggjafram- leiðsla – svo að segja inni í miðju íbúðarhverfi. Í Elliðahvammi býr Þorsteinn Sigmundsson for- maður Félags eggjaframleiðenda ásamt fjölskyldu sinni og rekur þar eggjabú, ferðaþjónustu og hunangsframleiðslu auk ann- ars. Blaðamaður Bændablaðsins hitti Þorstein í Elliðahvammi á dögunum og forvitnaðist um stöðu eggjaframleiðslu á land- inu, búskapinn í Elliðahvammi og skoðanir Þorsteins á landbún- aðarkerfinu. Þorsteinn tekur á móti blaða- manni á hlaðinu og býður í kaffi í gróðurhúsinu. Þar er jafnframt boðið upp á hunangssmökkun en í Elliðahvammi eru framleidd allt að eitt hundrað kíló af hunangi á ári. Þorsteinn var í sveit í Dalsmynni á Snæfellsnesi í eitt sumar sem ungur maður en önnur tengsl er vart hægt að segja að hann hafi haft við land- búnað áður en hann hóf búskap í Elliðahvammi. „Ég er fæddur á Bergstaðastræti 28 b, í bakhúsi árið 1943. Ég var einn af þessum flóttamönnum, for- eldrar mínir flúðu Reykjavík árið 1949 með Finnboga Rúti Valdi- marssyni því það var engar bygg- ing arlóðir að hafa í Reykjavík fyrir fátækt fólk. Ég tók því þátt í upp byggingu í Kópavogi, virkjun félagslífs og ég tók þátt í að byggja upp þetta samfélag. Ég lít á mig sem Kópavogsbúa. Hingað upp eftir í Elliðahvamm fluttum við, ég og Alísa kona mín, þegar við gift- um okkur árið 1965 og höfum búið hér, lifað af landbúnaði að mestu leyti síðan.“ – Hvað rak þig þá upp í Ell iða- hvamm til að stunda landbúnað? „Ég hafði verið að vinna í Sápu- gerðinni Frigg og var lærður sápu- gerðarmaður. Þegar við fluttum hing að upp eftir byrjuðum við með lítinn búskap og ég vann í sápu- gerðinni á sama tíma. Svo einhvern veginn helltist það yfir mig að ég gat ekki hugsað mér það sem mína framtíð að vera fastur inni í sápu- verksmiðju. Mér var það óbærilegt enda er ég mikið náttúrubarn og lítið frelsi fólgið í því að vera lok- aður inni milli veggja sápugerð- arverksmiðju. Ég ákvað þá að hætta og taka þá áhættu að reyna að lifa alfarið af landbúnaði. Það tókst, með harðfylgi, og segja má að við höfum farið að lifa algjörlega af landbúnaði upp úr 1970.“ Maður ekki einhamur Elliðahvammur var upphaflega ný býli og er jörðin ekki stór en öll skipulögð til landbúnaðarnota. Börn Þorsteins hafa komið inn í reksturinn á undanförnum árum en Þorsteinn er þó alls ekki á því að hætta búrekstrinum. Hann hefur reyndar í mörgu að snúast en með- fram því að vera formaður Félags eggjaframleiðenda er hann jafn- framt stjórnarformaður Stofnunga, stjórnarformaður Ísfugls, situr í stjórn Félags býflugnabænda auk annarra félagsstarfa. Í Elliða- hvammi er rekin eggjaframleiðsla upp á 150 tonn á ári, um 60 tonn framleidd af kjúklingum auk þess sem rekin er ferðaþjónusta í þremur húsum og búið er félagi í Ferðaþjónustu bænda. Jafnframt er framleitt hunang í Elliðahvammi og ræktuð epli auk ýmissar annarrar ræktunarstarfsemi. Þorsteinn seg- ist vera nýjungagjarn og viss um að framþróun í landbúnaði verði ekki nema að menn prófi sig áfram. „Oft eru þetta reyndar tilvilj- anir, hlutir sem vinda upp á sig. Allt spilar þetta saman og fjölbreytni finnst mér skipta verulegu máli í þessum rekstri.“ – Hvernig hófst búskapur ykkar hjóna hér? „Í upphafi vorum við hér með smávegis af hænsnum og fórum svo út í gæsarækt. Við vorum með aligæsir og sömuleiðis fengum við egg og unga af villigæsum sem við ólum svo upp. Þessu slátruðum við á haustin og seldum sem jólagæs- ir. Við vorum raunar í ýmsu öðru smávægilegu, svo sem kertasteypu. Upp úr 1970 fórum við síðan í eggja framleiðslu fyrir alvöru.“ Brautryðjendastarf í kjúklingaræktun Í Elliðahvammi var líka hafin kjöt- framleiðsla á svipuðum tíma og var það að vissu leyti brautryðjenda- starf. Þorsteinn segir að vart hafi verið hægt að tala um neina neyslu á kjúklingkjöti í landinu í upphafi áttunda áratugarins enda hafi sala á kjúklingi einskorðast að segja má við örfáa veitingastaði í Reykjavík. „Við tengdumst fljótlega Jóni og fjölskyldu hans á Reykjum í kjöt- framleiðslunni. Allt var þetta frem- ur frumstætt til að byrja með en svo reistum við í samvinnu og hófum rekstur á sláturhúsi undir merkjum Ísfugls. Þetta var gríðarleg breyt- ing, kjötframleiðslan fór úr nokkr- um tonnum upp í á milli sex og sjö þúsund tonn. Þetta er hins vegar ekki stór hluti af framleiðslu okkar í dag.“ – Nei, þið einbeitið ykkur að eggjaframleiðslu. Hvernig hefur sá búskapur þróast hjá ykkur í gegn- um árin? „Hún hefur þróast þannig að þessi grein er orðin mjög vél- vædd. Við erum með mjög góðar hænur í dag hér á landi, með þeim bestu sem völ er á í heiminum. Við erum með hámarksafurðir eftir fugl og heilbrigði stofnsins er afar gott. Við eigum kost á góðu fóðri og almennt held ég að hægt sé að segja að eggjaframleiðsla á Íslandi sé í nokkuð góðum málum eins og staðan er. Hvað okkur varðar per- sónulega erum við í mjög góðum málum, framleiðslan gengur vel og markaðurinn tekur vel við. Við fórum fljótlega út í vélvæðingu þegar sú tækni var að ryðja sér til rúms og þetta hefur verið farsælt.“ – Hversu margir stunda eggja- framleiðslu á Íslandi núna? Hvern- ig stendur greinin rekstrarlega? „Þeir eru um tuttugu sem eru það stórir að þeir eru í skýrsluhaldi, auk einhverra smærri aðila. Rekstrarleg staða greinarinnar er vel viðunandi. Munurinn á eggjaframleiðslunni og kjúklingræktinni felst í skuldsetn- ingunni. Kjúklingaræktin er vel þróuð og vélvædd en víða eru búin afar skuldsett eins og við þekkjum svo sem víða í íslenskum landbún- aði í dag. Eggjaræktin stendur hins vegar mun betur það ég best veit þó auðvitað sé staðan eitthvað mis- jöfn þar. Flest bú eru í ásættanlegri stöðu og munu klára sig af sínum málum fái þau frið til þess.“ – Hvað má segja um verðalag á eggjum á Íslandi? Eru þið sam- keppnishæf ef miðað er við erlenda framleiðslu? „Ég hef spurst fyrir um hvað egg kosta út úr verslunum í nágranna- löndum okkar, s.s. Færeyjum og Noregi, og þau eru yfirleitt litlu dýrari þar heldur en hér. Það var reyndar verið að biðja um egg héðan til Færeyja á dögunum enda þeir ósáttir við verðlag þar. Ég veit hins vegar ekki hvort við erum hreinlega aflögufær um afurðir á þann markað.“ Landbúnaður á Íslandi er ein heild sem þarf að standa vörð um Þorsteinn segir landbúnað á Íslandi hafa þurft að þola mörg þung högg á síðari árum og það sé ljóst að það megi ekki mikið út af bregða til að grundvöllur fyrir landbúnaðarfram- leiðslu hérlendis bresti. Hvert það áfall sem yfir eina búgrein dynji hafi keðjuverkandi áhrif á aðrar greinar með þeim afleiðingum að grunnur kerfisins veikist ennþá meira. Beint samspil milli eggja- framleiðslu og annarra greina sé kannski ekki mikið en landbúnaður sé ein heild og verði að líta svo á í öllum ákvörðun. „Það er til að mynda ekki mikið samspil milli eggjaframleiðslu og kjúklingaræktarinnar. Það eina sem í raun er sameiginlegt er kynbóta- starfið okkar í Stofnunga uppi á Hvanneyri. Að öðru leyti eru nokk- uð skörp skil á milli greinanna en vissulega spilar staða þeirra saman við stöðu landbúnaðar í heild sinni. Ef ein grein veikist hefur það áhrif á allan landbúnað. Staða landbún- aðar á Íslandi er sú að það er búið að ganga svo nærri honum að hann stendur á bjargbrúninni. Ef meira verður höggvið í undirstöðurnar þá mun landbúnaðarkerfið hrynja til grunna. Vissulega finnur maður til þess að eftir bankahrunið virðist fólk hafa áttað sig á að landbún- aður leikur stórt hlutverk í íslensku samfélagi. Ég vonast bara til að sú hugarfarsbreyting endist og að Íslendingar beri gæfu til að verja landbúnaðinn.“ – Þú telur sem sagt að staða eggjaframleiðslu í landinu sé nokk- uð ásættanleg og menn muni kom- ast yfir þann hjalla sem efnahags- hrunið olli fái þeir tíma og frið til. Hefurðu trú á að það gerist eða hef- urðu áhyggjur af því að aðrir þætt- ir valdi greininni búsifjum? Hvað myndi aðild að Evrópusambandinu til dæmis þýða fyrir eggjafram- leiðsluna? „Það yrði hræðilegt ógæfuspor. Það væri barnaleg ákvörðun að taka og ég held að menn ættu að kynna sér sögu Evrópu. Evrópa er flakandi sár og Evrópusambandið er ótraust bandalag. Eggjabændur gætu slökkt á sinni framleiðslu ef gengið yrði í sambandið, það myndi þýða algjört hrun. Það er ein sérstök ástæða fyrir því. Við yrðum kannski samkeppnisfær- ir í verði til einhvers tíma en við myndum aldrei ráða við það ef verði yrði sökkt á dúndrandi tilboð. Þeir tveir aðilar sem halda á nánast allri smásölu í landinu, gætu pant- að inn tíu gáma af eggjum á gríð- arlegu tilboði og vitaskuld myndu þeir leggja áherslu á að selja það fyrst. Á meðan sætum við uppi með okkar vöru sem ekki seldist og þar með væri grundvöllur fram- leiðslunnar brostinn. Ég hef trú á að þetta myndi henda líka með aðrar greinar landbúnaðar. Við myndum sjá þetta gerast með kjötvinnsl- urnar og mjólkursamlögin líka, þeim þyrfti að loka. Landsbyggðin færi sérstaklega illa út úr aðild og sumir þéttbýliskjarnar reyndar líka. Atvinnuleysi myndi stóraukast og einhver hundruð milljarða myndu tapast því þessar atvinnugreinar skulda auðvitað peninga.“ – Af orðum þínum má greina að þú teljir að fákeppni á smá- sölumarkaði yrði hamlandi fyrir búvöruframleiðslu hér ef gengið yrði í Evrópusambandið. Hver er staðan að þessu leyti núna? „Fákeppni á smásölumark- aði er vissulega hamlandi eins og staðan er en mín trú er að hún myndi aðeins aukast við inngöngu í Evrópusambandið.“ Íslensk egg státa af hvað mestum gæðum í heimi Þorsteinn segir eggjaframleiðslu hér á landi búa við hvað best gæða- kerfi í heiminum enda hafi tekist að verjast sjúkdómum hér betur en víðast hvar annars staðar. Því sé vonandi að íslenskir eggjabænd- ur geti miðlað af þekkingu sinni í sjúkdómavörnum til erlendra koll- ega sinna. „Við búum við mun meiri gæði hér á landi heldur en víðast hvar í Evrópu. Ég myndi segja að við stöndum á pari við Svía og Norð- menn. Þessar þrjár þjóðir búa við öflug og góð gæðakerfi en víð- ast hvar annars staðar verður því miður að segjast eins og er að allt er í molum. Okkur hefur auðvitað tekist afar vel að glíma við bæði salmón ellu og kamfýlóbakter. Við erum með lægstu tíðni þessara sjúkdóma sem þekkist og hingað til lands hafa menn komið til að kynna sér þennan árangur. Vonandi getum við orðið mönnum til aðstoðar í glímunni við þessa sjúkdóma.“ Þorsteinn segir ekki neina sér- staka útrásardrauma hjá eggja- bændum þrátt fyrir mikil gæði vörunnar. Mikið af eggjum hafi reyndar verið flutt út til Færeyja á tímabili en sá útflutningur hafi legið niðri um tíma. „Ég veit ekki hvort það verður eitthvað meira úr því. Annars höf- um við sinnt innanlandsmarkaði og erum ekki með sérstök önnur plön.“ – Er þá jafnvægi á innanlands- markaði með egg? „Hann er í jafnvægi í dag já. Það hefur vissulega ekki alltaf verið, við höfum stundum farið fram úr okkur í framleiðslu. Þetta gengur í bylgjum en markaðurinn virðist leita í jafnvægi.“ – Á síðustu árum hafa komið á markað egg sem hafa verið mark- aðssett sem vistvæn og lífræn. Eftir spurn eftir vörum af því tagi hefur aukist verulega. Telurðu líkur á að sú þróun haldi áfram og eru líkur til að fleiri eggjabændur muni fara út í slíka framleiðslu? „Það er ákveðinn markhópur sem vill kaupa þessa vöru. Þetta er dýrari framleiðsla og eftir því sem ég best veit þá gengur þetta prýði- lega. Það er mjög gott að hafa þetta í bland en það er jafn ljóst að það geta ekki allir farið út í framleiðslu af þessu tagi. Það verður auðvitað að leita hagkvæmra lausna í þessu sem öðru. Þeir sem vilja fá vöru af þessu tagi eiga auðvitað að eiga kost á því.“ Framtíðin björt ef við stöndum áfram utan ESB Þorsteinn segir nýliðun hæga í stétt eggjabænda. Þörf sé á endur- nýjun í greininni en búin séu hins vegar almennt í mjög góðu standi og tiltölulega lítið mál væri að auka framleiðslu ef þörf yrði á. „Það verður nú að viðurkenn- ast að það er fremur lítil nýliðun í greininni og eggjabændur eru almennt ekki yngstu bændurnir. Þetta á reyndar ekki bara við um eggja bændur heldur er landlægt í landbúnaði og ekki bara á Íslandi. Þessar greinar eru svo mikið keyrð- ar áfram af aðkeyptu vinnuafli og oft innfluttu og það má segja að það standi nýliðun að vissu leyti fyrir þrifum. Mín skoðun er sú að það eigi að keyra á fjölskyldubúskap og menn eigi að reyna eftir megni að sinna þessu sjálfir.“ Þorsteinn segist bjartsýnn á framtíð eggjaframleiðslu á Íslandi ef rétt verði haldið á málum á næstu árum. Hann segir jafnframt að hann telji ekki miklar líkur á stórstígum breytingum í nánustu framtíð. Hitt sé svo annað mál að það verði að vera til staðar pólitískur vilji til að standa við bakið á íslenskum land- búnaði almennt. Hann verði ekki varinn með markaðsvæðingu né inngöngu í Evrópusambandið. „Við erum bara á svipuðu róli og það sem er að gerast erlendis. Ég sé ekki fyrir mér neina sérstaka stökk- breytingu á næstu árum enda eru búin almennt mjög tæknivædd og í góðu standi. Við erum með vísi að vinnslu hérlendis og það hefur verið mikið að gera þar að undanförnu enda hefur eggjamassi til iðnaðar- framleiðslu verið fluttur inn í mun minna mæli en áður eftir að krón- an féll. Sú vinna gengur ágætlega en almennt er þetta hægfara þróun. Við munum halda áfram í kynbóta- starfi og halda áfram á sömu braut. Ef við berum gæfu til að standa áfram utan Evrópusambandsins á þessi grein alla framtíð fyrir sér.“ fr Sápugerðarmaður sem hóf fram- leiðslu á eggjum og hunangi Formaður eggjabænda, Þorsteinn í Elliðahvammi vill halda landbúnaði sem fjölskyldurekstri. Aðild að Evrópusambandinu yrði hræðilegt ógæfuspor sem myndi ganga að eggjaframleiðslu dauðri Þorsteinn Sigmundsson í Elliðahvammi með nokkrar smávaxnar en af- kasta miklar kaupakonur sem framleiða fyrir hann hunang.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.