Bændablaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | fimmtudagur 3. desember 2009 Dagana 17. til 20. nóvember síðastliðinn var haldin á Hótel Sögu ráðstefna er nefndist Nordic Poultry and Veterinary Conference. Þessi ráðstefna er haldin árlega, til skiptis í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku og síðan á Íslandi, þegar búið er að fara tvo hringi á norðurlöndunum eða níunda hvert ár. Þessi ráðstefna er skipulögð af fimm manna stjórn, einum fulltrúa frá hverju Norðurlandanna og er Thorkil Ambrosen frá Danmörku formaður en Hildur Traustadóttir er fulltrúi Íslands og kom það því í hennar hlut að skipuleggja ráð- stefnuna hér á landi. Rúmlega eitt hundrað manns sátu ráðstefnuna frá fyrrnefndum þjóðum auk þess gestir og fyr- irlesarar frá Bretlandi, Belgíu og Þýskalandi. Mjög misjafnt er hvaða málefni ber hæst á rástefnum sem þess- um en þetta árið var lögð áhersla á dýrasjúkdóma, velferð fugla og dýravernd, fóðrun, loftræst- ingu í alifuglahúsum, reglugerðir um kjúklingarækt ásamt ítarleg- um skýrslum frá hverju landi um stöðu alifuglaræktar síðasta árs. Eftir tveggja daga fundar- setu fóru gestirnir í dags- ferð um Borgarfjörð. Skoðuðu Land námssetrið í Borgarnesi, Bú vélasafnið á Hvanneyri, Deild- ar tunguhver og Reykholt. Margt er hægt að læra á svona ráðstefnu fyrir utan það að þarna hittist fagfólk sem stundar rann- sóknir og skiptist á skoðunum, alifuglaræktinni til framdráttar. Jarle Reiersen, framleiðslustjóri hjá Reykjagarði, flutti fróðlegt erindi á Norðurlandaráðstefnu alifuglabænda á dögunum um tilraunir hérlendis sem lofa góðu með uppsetningu flugnaneta yfir sumarmánuðina á kjúklingabú- um til að koma í veg fyrir meng- un kamfýlóbakters í kjúklingum. „Þetta er byggt á rannsóknum sem við kynntumst í Danmörku. Á árunum 2006 og 2007 lok- uðu þeir nokkrum kjúklingabúum alveg fyrir flugum en við töldum það ekki raunhæfa leið hér að loka alveg húsunum. Við ákváðum að loka eingöngu innblástursviftunum með flugnanetum, en flugurnar sogast með lofti inn í húsin. Við byrjuðum á þeim búum þar sem mengunin var mest og árið 2008 dró úr henni um heila 2/3, þannig að þetta ber árangur og við feng- um merkilega góðar niðurstöður,“ útskýrir Jarle og segir jafnframt: „Nú höfum við unnið að þessu verkefni með bæði Bandaríkja- og Kanadamönnum en það kom í ljós í þeim rannsóknum frá árun- um 2002-2004 að við hækkandi hitastig yfir sumartímann er meiri hætta á að flugur beri smit inn í kjúklingabúin.“ Ótvíræðir kostir Í kjölfar mikillar kamfýlóbak- termengunar sem upp kom hér- lendis árið 1999 hefur verið unnið ötullega að því hvernig hægt er að leysa vandann og fyrirbyggja mengun í kjúklingum í framtíðinni. „Á árunum 2000-2004 unnu Bandaríkja- og Kanadamenn að rannsóknarverkefni sem kall- aðist Campy on Ice til að rannsaka smitleiðir kamfýlóbakter og hvern- ig það hagar sér. Ísland varð fyrir valinu af því að landið er af þeirri stærð að hægt er að gera faralds- fræðirannsókn. Nokkrir fagaðilar tóku þátt í henni með okkur, eins og Landlæknisembættið og fleiri, og má segja að flugnanetstilraunin sé ein afleiðing af því sem gert var í því verkefni,“ segir Jarle. Eftir kynningu sína á Norður- landaráðstefnu alifuglabænda hefur Jarle fengið fyrirspurnir frá Svíum og Dönum um flugnanetsverkefnið. „Við höfum netin uppi frá miðju sumri og fram á haust. Með þessu er minna af kamfýlóbakter í kjúk- lingunum og það skiptir máli fyrir almannaheill. Einnig hefur þetta mikið fjárhagslegt vægi fyrir fram- leiðendur, sem selja færri mengaða fugla. Það er þjóðhagslega hag- kvæmt að gera þetta og gott fyrir kjúklingabændur að fá jákvæðar fréttir. Þetta leiðir til þess að smit í fólki hér á landi er í sögulegu lág- marki, svo þetta varðar almanna- heill. Þannig að kostirnir eru ótví- ræðir og þetta er hagur fyrir alla.“ ehg Flugnanet draga verulega úr kamfýlóbaktermengun Jarle Reiersen er framleiðslu- stjóri hjá Reykjagarði og hefur gert áhugaverðar tilraunir með flugna- net í kjúklingabúum til varnar kam- fýlóbaktermengun. Ásmundur Einar Daðason, þing- maður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og bóndi á Lambeyrum í Dölum var á dögunum kjörinn formaður Heimssýnar – hreyfingar sjálfs- stæðissinna í Evrópumálum. Ásmundur sat um síðustu helgi landsþing Nei-hreyfingarinnar í Noregi ásamt fleiri fulltrúum Heimssýnar og vakti koma þeirra talsverða athygli í Noregi. Bændablaðið tók Ásmund tali og spurði hann m.a. um hvort langur aðdragandi hefði verið að því að hann gaf kost á sér sem for- maður Heimssýnar. „Nei, ekki var það nú en ég velti mjög gaumgæfi- lega fyrir mér hvort ég ætti að gefa kost á mér í þetta embætti. Það er mikilvægt að þetta séu þver- pólitísk samtök eftir að hafa velt þessu fyrir mér mat ég stöðuna svo að það gæti verið sterkt fyrir samtökin að ég tæki þetta að mér. Það verður erfitt að feta í fótspor Ragnars Arnalds, hann vann þarna mjög gott starf.“ – Setur þetta þig í erfiðari stöðu en verið hefur gagnvart stjórnarsamstarfinu og setu þinni á Alþingi? „Nei, það held ég ekki. Það var um þetta samið í stjórnarsáttmálan- um að hver myndi berjast fyrir sinni afstöðu til Evrópusambandsaðildar með sínum hætti. Ég hef metið stöðuna svo, og sagði það raunar við atkvæðagreiðsluna í þinginu, að í þessu máli myndi ég starfa með hverjum þeim sem vildi starfa með mér. Það einskorðast ekki við hin pólitísku hjólför, hvorki innan né utan þings, og ég lít svo á að Heimssýn sé afskaplega góður vett- vangur til þess.“ – En hefur þú orðið var við andúð vegna þessarar ákvörðunar þinnar, að taka að þér þessa for- mennsku? „Harðir ESB sinnar eru auðvit- að smeykir við að það náist saman þverpólitísk hreyfing gegn aðild og að þar starfi saman fólk sem hefur þroska til að vinna saman þó að það sé ósammála um önnur mál. Við höfum alveg fundið það, að Evrópusambandssinnar eru hræddir við að það takist að byggja upp fjöldahreyfingu, ekki ósvipaða norsku Nei-hreyfingunni. Þess vegna mat ég það svo að þarna ætti að vera fólk úr forystu- og framvarðarsveit allra flokka og samtaka.“ Ekki róttækir þjóðernissinnar – Margir hafa lýst þeirri skoðun sinni á Heimssýn í gegnum tíð- ina að samtökin séu íhaldssöm og þjóðernissinnuð, jafnvel einangr- unarsinnuð. Ýmsir hafa sett spurn- ingarmerki við hvort Heimssýn geti orðið sú fjöldahreyfing sem þú talar um vegna fortíðar sinnar. Áttu þá von á því að samtökin geti uppfyllt slíkt hlutverk? „Það er markmiðið. Það hafa verið gerðar ákveðnar lagabreyt- ingar og áherslubreytingar og það er klárlega markmið mitt sem for- manns að ná að byggja Heimssýn upp sem þverpólitíska og opna hreyfingu. Ef við horfum til Noregs þá tókst það þar. Nei-samtökin eru stór, þverpólitísk samtök þar sem er gríðarlega mikið af ungu fólki. Félagar þar eru um þrjátíu- þúsund talsins og ungliðahreyfing þeirra er mjög virk. Það er eitthvað sem við ætlum okkur að vinna að hér heima, að byggja upp slíka hreyfingu. Við eigum von á stórri sendinefnd frá Noregi af ungum Nei-sinnum strax á nýju ári. Það er sem sagt búið að setja ýmsa vinnu í gang til að byggja upp breiðfylk- ingu sem mun standa saman gegn Evrópusambandsaðild en þetta eru ekki einhverjir róttækir þjóðern- issinnar sem slíkir. Þetta er fjölda- hreyfing fólks sem telur að sókn- arfæri Íslendinga séu miklu meiri utan Evrópusambandsins og þetta eru víðsýn samtök eins og nafnið gefur til kynna.“ – Hvað getur Heimssýn lært af baráttu Nei-hreyfingarinnar úti í Noregi á sínum tíma? „Úti í Noregi var andrúmsloft- ið svipað fyrir fimmtán árum eins og það er núna hér. Það voru sam- bærileg félög fylgjandi aðild og andvíg aðild. Það voru sambæri- legir hópar þjóðfélagsins fylgjandi og andvígir aðild eins og hér og sambærilegt andrúmsloft í fjöl- miðlaheiminum. Það sem stendur upp úr ferðinni sem við fórum í til Noregs er þrennt. Í fyrsta lagi að Heimssýn viði að sér þekkingu um Evrópusambandið, í öðru lagi að byggja þarf upp öflugt net félags- manna um allt land til þess að hægt verði að koma þessari þekk- ingu út til fólks og í þriðja lagi að samtökin verði öflug og gaman að starfa í þeim og þau höfði til fólks á öllum aldri, ekki síst ungs fólks. Við munum njóta stuðnings Nei- hreyfingarinnar í Noregi enda kom skýrt fram hjá þeim að þau telja mikla hagsmuni fólgna í því fyrir Noreg að Ísland standi áfram utan Evrópusambandsins.“ – Svona barátta kostar mikla fjármuni. Hvaðan fær Heimssýn sína fjármuni? „Heimssýn hefur nú ekki úr miklu að moða en við erum með styrktarmannakerfi. Við höfum tek ið þá stefnu fyrst um sinn að það séu engin félagsgjöld í Heims- sýn og stærstur hluti okkar tekna byggist á frjálsum framlögum frá fyrirtækjum en einkum þó frá ein- staklingum.“ – Hefurðu áhyggjur af því að umræðan um ESB aðild muni ein- kennast af slagorðum og auglýs- ingamennsku og að fjárhagslega vel stæðir aðilar muni einoka um- ræðuna? „Það er alveg ljóst að ef að annar hvor hópurinn, aðildarsinnar eða aðildarandstæðingar, þarf að hafa áhyggjur af því að hin hliðin hafi úr meiri peningum að moða þá eru það við. Við höfum fengið það staðfest, frá Brussel og víðar, að það verður lögð gríðarleg áhersla á að ná Íslandi inn í sambandið. Það yrði lykillinn að Noregi, norðurhöfunum og fiskimiðunum hér. Settar verða háar fjárhæðir í þennan slag og þess vegna megum við sem teljum Íslandi betur borg- ið utan ESB engan tíma missa og verðum að fara að þétta raðir okkar. Reynsla Norðmanna var sú að ef tækist að byggja upp öflugt félagsmanna kerfi um allt landi á þverpólitískum grunni væri þessi barátta unnin.“ – Skoðanakannanir hafa sýnt meirihluta þjóðarinnar andvígan Evrópusambandsaðild en telur þú að afstaða þingmanna sé breytt frá því að tillaga um umsókn var afgreidd í þinginu? „Það er jákvætt að sjá þessar skoðanakannanir og mín tilfinn- ing er sú að meirihluti Alþingis sé andvígur aðild. Við sáum það í atkvæðaskýringum á sínum tíma og ég held að raunverulega sé ekki meirihluti fyrir Evr ópu sam- bands aðild, hvorki á Alþingi né úti í þjóð félaginu. Við megum samt ekki sofa á verðinum, við verðum að nota þennan tíma til að byggja okkur upp. Það skiptir ekki máli hver leiðir leikinn eftir tíu mínútur heldur hver stendur uppi sem sig- urvegari.“ – Stjórn Heimssýnar sendi á dögunum frá sér ályktun þar sem skorað er á ríkisstjórnina að draga umsókn um aðild til baka. Hefurðu trú á að það gæti gerst einhvern tíma í ferlinu? „Mér fannst ákaflega misráðið að fara í þetta ferli á þessum tíma- punkti, kljúfa þjóðina í hópa ein- mitt á þeim tímum sem við þurfum á samtöðu að halda. Í annan stað eru það peningarnir sem fara í þetta en allt að tveimur milljörðum gætu fallið á ríkissjóð fyrir utan kostnað hagsmunasamtaka. Ég efast reynd- ar í hreinskilni um að það verði þingmeirihluti fyrir því að draga þessa ákvörðun til baka eins og sakir standa en ég á allt eins von á því að andstaðan við aðild auk- ist eftir því sem á þetta ferli líður og þá gæti farið svo að þingmeiri- hluti yrði fyrir því að draga þessa umsókn til baka.“ fr Skiptir ekki máli hver leiðir leikinn eftir tíu mín- útur heldur hver stendur uppi sem sigurvegari Frá landsfundi Nei-hreyfingarinnar í Noregi, fremstur er Heming Olaussen formaður Nei til EU og fyrir aftan hann eru Vigdís Hauksdóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir og Ási. Aftan við Vigdísi er síðan Páll Vilhjálmsson. Blönduósbær hefur tekið í notk- un nýja dælustöð fyrir fráveit- una í Brautarhvammi en stækk- un sumarhúsahverfisins gerði það að verkum að núverandi rot- þrær urðu of litlar. Aðgerðin var talsvert umfangs- mikil en leggja þurfti nýjar stofn- lagnir fyrir sumarhúsin og lögn frá grunnskólanum að þjóðvegi 1. Fengnir voru verktakar í að reka lögn í gegnum þjóðveginn, þann- ig að ekki þyrfti að grafa hann í sundur. Síðan liggur þrýstilögn frá dælubrunni í gegnum þjóðveginn til að dæla inn á fráveitukerfið. Með þessari aðgerð fer öll fráveitan austan Blöndu í gegn- um hreinsistöð fráveitunnar þar sem fram fer svokölluð eins þreps hreinsun. Hreinsistöðin var tekin í notkun árið 2003 og hefur Blönduósbær með markvissum aðgerðum byggt upp fráveitukerfið á liðnum árum. Félag alifuglabænda Velheppnuð norræn ráðstefna Nokkrir fulltrúar á þingi norrænna alifuglabænda fyrir framan þúfna- banann í Búvélasafninu á Hvanneyri. Ný dælustöð í notkun á Blönduósi

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.