Bændablaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 18
18 Bændablaðið | fimmtudagur 3. desember 2009
Síðastliðna tólf mánuði hefur
vísitala neysluverðs hækkað
um 8,6% en vísitala neyslu-
verðs án húsnæðis um 12,5%.
Undanfarna þrjá mánuði hefur
vísitala neysluverðs hækkað
um 2,7% sem jafngildir 11,2%
verðbólgu á ári (12,3% fyrir
vísitöluna án húsnæðis). Þetta
kemur fram í fréttatilkynningu
Hagstofunnar frá 26. nóvember
sl.
Af þessari 8,6% hækkun má
rekja 1,2% stig til hækkunar á
innlendum vörum, þar af 0,1% til
búvara og grænmetis. Hins vegar
eiga 6,6% stig rætur að rekja til
hækkana á innfluttum vörum.
Meðfylgjandi mynd sýnir þróun
verðlags í vísitölu neysluverðs sl.
23 mánuði ásamt matvöruliðum
vísitölunnar auk húsnæðisliðar. Á
þeim tíma hefur vísitala neyslu-
verðs alls hækkað um 26,2%, inn-
lendar búvörur um 21,4% (þar af
hefur kjöt hækkað um 12,2%),
grænmeti um 18,5%, og aðrar inn-
lendar mat- og drykkjarvörur um
37,9%.
Vísitölu framleiðsluverðs er
ætlað að mæla verðþróun á fram-
leiðsluvörum þegar þær eru seld-
ar frá framleiðendum. Tilgangur
vísitölunnar er tvíþættur. Annars
vegar er hún hugsuð sem raunvirð-
ir/staðvirðir fyrir þjóðhagsstærðir,
þ.e.a.s. tæki til að greina á milli
magnbreytinga og verðbreytinga í
landsframleiðslu. Hins vegar er til-
gangur hennar sá að til sé verðlags-
mælikvarði fyrir framleiðslustarf-
semi landsins sem er frábrugðinn
vísitölu neysluverðs, sem miðast
við neyslu heimilanna í landinu.
Vísitala framleiðsluverðs nýtist
því sem annar mælikvarði á ástand,
horfur og þróun hagkerfisins. Í
október var vísitala framleiðslu-
verðs 187,0 stig og hækkaði um
0,3% frá september 2009. Miðað
við október 2008 hefur vísitala
framleiðsluverðs staðið í stað en
verðvísitala sjávarafurða hækkað
um 1,4%. Á sama tíma hefur verð á
afurðum stóriðju lækkað um 17,7%
en matvælaverð hefur hækkað
um 8,6%, segir í fréttatilkynningu
Hagstofunnar frá 27. nóvember sl.
Sjá meðfylgjandi töflu.
Á markaði
Erna Bjarnadóttir
hagfræðingur Bændasamtaka
Íslands
eb@bondi.is
Verðlagsmál
Innflutt kjöt
Tímabil janúar - október Árið 2009 Árið 2008
Alifuglakjöt 281.382 479.901
Nautakjöt 101.900 316.274
Kindakjöt 61 0
Svínakjöt 154.470 273.790
Aðrar kjötvörur af áðurtöldu 28.663 19.918
Samtals 566.476 1.107.883
Breyting frá fyrra ári (%)
Vísitala fram-
leiðsluverðs
Sjávarafurðir Afurðir
stóriðju
Matvæli Innlend
sala
Útfluttar
afurðir
2008
September 39,6 47,3 62,0 15,9 17,8 53,1
Október 61,4 80,4 101,5 19,2 21,5 87,9
Nóvember 68,5 93,1 101,2 22,4 26,3 96,1
Desember 53,2 77,3 56,8 25,7 28,3 67,8
2009
Janúar 39,2 62,7 31,1 24,3 24,8 47,2
Febrúar 23,8 35,5 8,0 23,2 25,9 22,6
Mars 11,6 19,2 -15,3 21,7 27,3 3,9
Apríl 12,5 28,6 -16,5 14,8 19,1 8,4
Maí 13,9 33,9 -12,6 13,4 15,7 12,0
Júní 11,0 25,6 -13,3 14,2 15,7 7,6
Júlí 12,2 27,8 -8,4 14,3 13,6 10,2
Ágúst 13,8 29,9 -10,6 14,9 15,3 11,4
September 12,4 17,2 -1,2 13,4 13,0 10,0
Október 0,0 1,4 -17,7 8,6 10,1 -6,4
Heimild: Hagstofa Íslands
Verðlagsþróun, bú-
vöruverð og vísitala
framleiðsluverðs
CRU, alþjóðlegt greiningarfyrir-
tæki á sviði málma, jarðefna, orku,
áburðar ofl., sendir reglulega frá
sér greiningar á áburðarmörkuð um
og horfur um verðþróun. Mark-
aðssíða Bændablaðsins hefur rýnt í
greiningar nóvembermánað ar sem
birtast í FW+. Fyrir Díammóníum
Fosfat (DAP) er spáð hækkandi
verði næstu sex mánuði. Þannig
var FOB verð í Tampa í Banda-
ríkjunum á bilinu 283-290$/mt
(þúsund tonn) en spáð er að verðið
hækki í 330-370$/mt um mitt næsta
ár. Ástæður eru helstar aukin eft-
irspurn frá Kína og Mexíkó. Einnig
frá Rómönsku Ameríku, Indlandi og
Pakistan. Litlum verðbreytingum er
spáð á Ammóníum en áætlað er að
þvagefni (Urea) hækki í verði þegar
kemur fram á mitt árið 2010. EB
Spá um verð á áburðarefnum í Tampa/Mexíkóflóa í Bandaríkjunum $/mt (þúsundir tonna) FOB
29. okt Nóv Des Jan Feb-apríl Maí-júlí
Díammóníum fosfat (SAP) 283-290 270-285 270-290 290-310 310-330 330-370
Ammóníum 355-355 355-355 330-355 325-350 290-340 325-350
Urea FOB 255-260 255-275 265-285 270-290 290-320 260-270
Horfur á áburðarmarkaði
Styrkir til áburðarkaupa úr Bjargráðasjóði – Ítrekun
Eins og kunnugt er tóku ný lög um Bjargráðasjóð gildi 23. apríl síðastliðinn. Í bráðabirgðaákvæði
með lögunum segir að stjórn sjóðsins sé á árinu 2009 heimilt að ráðstafa fjármunum úr almennri
deild sjóðsins til að draga úr hættu á uppskerubresti sem gæti leitt af sér óæskilegan samdrátt í
búvöruframleiðslu. Þessir fjármunir eru nýttir til að styrkja bændur til áburðarkaupa.
Umsóknarfrestur um styrk til áburðarkaupa var auglýstur til 20. ágúst og styrkirnir voru greiddir út 21.
október, alls 5000 krónur á tonn.
Nú hefur stjórn Bjargráðasjóðs ákveðið að bjóða þeim sem ekki sóttu um á réttum tíma að sækja um nú.
Fjárhæð styrks nú getur tekið skerðingu vegna takmarkaðs fjármagns til verkefnisins. Umsóknarfrestur
er til 30. desember 2009.
= Leggja þarf fram reikninga vegna áburðar sem sannarlega er keyptur og notaður á vaxtarárinu 2009
(til og með 10. ágúst 2009). Hafi bóndi keypt áburð eftir 10. ágúst 2008 til notkunar á árinu 2009 má
þó leggja þann reikning til grundvallar sé skilyrðum að öðru leyti fullnægt.
= Til greina koma reikningar vegna innflutts tún- og akuráburðar sem inniheldur að lágmarki 11% N.
Varðandi gróðurhúsaáburð og fljótandi áburð er miðað við að N, P, og K gildi blöndu eða eingildra
tegunda samanlagt sé í samræmi við þarfir, að lágmarki 7% N í því samhengi fyrir gróðurhúsaplöntur
en 11% fyrir aðrar plöntur til matvæla- eða fóðurframleiðslu.
= Skilyrði er að umsækjandi standi fyrir búrekstri á lögbýli og greiði búnaðargjald.
= Umsækjendur skulu skila umsókn ásamt framlögðum reikningum til leiðbeiningamiðstöðvar síns
búnaðarsambands. Héraðsráðunautur mun gera úttekt á reikningunum, þ.m.t. kanna réttmæti þeirra
og hvort um eðlilega notkun er að ræða miðað við aðstæður.
Umsóknareyðublað er hægt að nálgast á bondi.is.
Framleiðsla og sala mjólkur
Framleiðsla mjólkur í október var 9.370 þús. Lítrar, 2,7% minni en í sama
mánuði í fyrra. Sl. 12 mánuði er framleiðsla 0,03% meiri en næstu 12
mánuði á undan. Meðfylgjandi tafla sýnir þróun í sölu mjólkur og mjólk-
urvara hjá Samtökum afurðastöðva mjólkuriðnaði. EB
Sala í ltr og kg Breyting frá fyrra ári %
Vöruflokkar Október
Síðustu
12 mán Mánuður 12 mánuðir
Mjólk alls 3.970.808 45.444.700 -2,72 6,56
– þar af önnur
mjólk1)
310.952 3.918.233 24,84 320,67
Rjómi 175.369 2.344.638 -6,67 -5,75
Jógúrt 214.134 2.639.625 -9,83 -20,84
Skyr 271.950 3.229.698 -12,3 -0,91
Viðbit 151.632 1.848.423 -18,56 1,34
Ostar 444.441 4.929.471 -6,23 -4,47
Samtals á
próteingrunni, ltr.
10.095.774 116.723.819 -9,39 -1,24
Samtals á
fitugrunni, ltr.
9.496.287 114.025.066 -8,77 1,01
1) Sala á mjólk til vinnslu.
Frá áramótum til októberloka höfðu
verið flutt inn ríflega 566 tonn af kjöti
en á sama tíma í fyrra var búið að
flytja inn 1.108 tonn. Mest er sem fyrr
flutt inn af alifuglakjöti en samdráttur í
innflutningi er mestur í nautakjöti þar
sem innflutningur það sem af er árinu
er innan við þriðjungur af innflutningi
fyrstu 10 mánuði ársins 2008. EB