Bændablaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 5
5 Bændablaðið | fimmtudagur 3. desember 2009
Jólahlaðborð
Bændaferða
Nú eru jólahlaðborðin í algleymingi
en fyrir skömmu héldu Bænda ferðir
sitt árlega jólahóf þar sem tæplega
400 gestir gæddu sér á íslensk-
um jólamat. Þessar skrautbúnu
konur starfa allar fyrir Bændaferðir,
utanlandsdeild Ferðaþjónustu
bænda, en þær heita Áslaug M.
Magnúsdóttir, Sól veig Skaftadóttir,
Hugrún Hannesdóttir og Hólmfríður
Bjarnadóttir. Á milli þeirra síð-
astnefndu stendur kampakátur
Kristinn Sigurðsson farþegi og við-
skiptavinur Bændaferða til margra
ára. Nýr bæklingur Bændaferða er
kominn út en þar er að finna allar
upplýsingar um framboð ferða á
næsta ári.
Verður Hrísey undir-
lögð af lúpínu og
skógarkerfli?
Samkvæmt skýrslu sem rædd var
í umhverfisnefnd Akureyrar í vik-
unni eru vandamál vegna lúpínu og
skógarkerfils í Hrísey það mikil að
ef ekkert verður að gert mun eyjan
verða undirlögð af þessum plöntum
innan 50 ára. Lagt er til að kynna
skýrsluna fyrir íbúum Hríseyjar í
byrjun næsta árs. Þá var formanni
umhverfisnefndar falið að ræða
við umhverfisráðherra um vandann
vegna gríðarlegrar útbreiðslu áður-
nefndra plantna. Umrædd skýrsla,
um kortlagningu gróðurs í Hrísey,
sem Náttúrufræðistofnun Íslands
vann að beiðni umhverfisnefndar,
var lögð fram á fundinum. Borgþór
Magnússon forstöðumaður vist-
fræðideildar Náttúrufræðistofnunar
kynnti skýrsluna.