Bændablaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 17
17 Bændablaðið | fimmtudagur 3. desember 2009
ÞAÐ VERÐUR erfið áskorun fyrir
sífjölgandi jarðarbúa að fram-
leiða meira af matvælum á næstu
50 árum en samanlagt frá upphafi
mannkyns. Frá upphafi iðnbylting-
arinnar, sem leiddi af sér þá skriðu
mannfjölgunar í heiminum sem er
rót þessa vanda, hafa orðið tvær
megin byltingar í ræktun og þar
með framleiðslu matvæla. Sú fyrri
átti sér stað á fyrstu áratugum síð-
ustu aldar; með tilbúnum áburði,
betri ræktunartækni og nýjum
afbrigðum nytjajurta.
Sú síðari hófst með öflugu
kynbótastarfi upp úr 1945 m.a. á
hveiti, og átti meginþátt í því að
framleiðsla matvæla og fólksfjölg-
un fylgdust nokkurn veginn að.
Þessar grænu byltingar náðu að
forða mannkyni frá almennri hung-
ursneyð.
Nú er þörf á þriðju byltingunni
í fæðuöflun jarðarbúa. Það þarf að
takast þrátt fyrir að hver íbúi jarðar
hafi aðgang að sífellt minna landi
og í skugga yfirvofandi loftslags-
breytinga.
Land – Grundvöllur
matvælaframleiðslu
Árið 1900 hafði hver íbúi jarðar að
meðaltali 8,58 hektara af landi til
umráða. Vegna mikillar fólksfjölg-
unar var sú tala komin niður í 2,11
árið 2005.
Frjótt land jarðar samanstendur
af ræktanlegu landi, beitilandi með
nægilega góð rakaskilyrði og skóg-
lendi. Þessi undirstaða velferðar
minnkar um einn hektara á hverj-
um 8 sekúndum. Á degi hverjum
fjölgar þeim hins vegar um 220.000
sem þarf að metta; íbúafjöldi jarðar
vex nú um 80 milljónir á ári.
Eyðing jarðvegs rýrir mjög
landkosti víða um heim. Þéttbýli
leggur stöðugt meira land undir sig
og á þessu ári búa í fyrsta sinn fleiri
jarðarbúar í borgum en í dreifbýli.
Gott land til landbúnaðar minnkar
stöðugt, á 40 árum hefur ræktanlegt
land á hvern einstakling minnkað
um helming.
Ýmsar þjóðir, s.s. Kína, Suður-
Kórea og Saudí-Arabía, ásamt
fjölda alþjóðlegra fyrirtækja, hafa
að undanförnu verið að kaupa
eða leigja lönd í stórum stíl til að
tryggja hag íbúa sinna og aukin
viðskipti með matvæli. Það er oftar
en ekki á kostnað fæðuöryggis í
þeim löndum sem landið láta af
hendi. Rætt er um nýja nýlendu-
tíma. Sameinuðu þjóðirnar vinna
nú að því að semja siðareglur til
að hafa áhrif á slíkar fjárfestingar í
landbúnaðarlandi.
Loftslagsbreytingar
Loftslag jarðar hlýnar stöðugt.
Áhrifin koma misjafnt niður. Á
sama tíma og búsældarlegra verður
á Íslandi, sem víðar á norðlægum
slóðum, gera líkanareikningar fjöl-
margra stofnana ráð fyrir að þurrk-
ur og hiti muni valda miklum erf-
iðleikum á ýmsum þeim ræktunar-
svæðum sem nú eru mikilvægust.
Þetta gæti valdið miklum vandræð-
um í framleiðslu matvæla.
Líklegt er að loftslagsbelti
muni færast til. Mikil óvissa ríkir
hins vegar um hve hratt þau svæði
sem njóta munu meiri úrkomu
ná að bregðast við. Þannig telur
t.d. Peterson stofnunin að geta
Indlands, næst fjölmennasta ríki
heims, til framleiðslu landbúnaðar-
vara gæti minnkað um 40% ef þær
loftslagsbreytingar sem taldar eru
líklegar ganga eftir.
Meðal annarra afleiðinga þeirra
loftslagsbreytinga sem nú eiga sér
stað er bráðnun jökla. Áhrif á mat-
vælaframleiðsluna verða mikil,
því leysingarvatn frá jöklum og
snjóþekju fjallgarða er undir-
staða áveitu til ræktunar í mörg-
um löndum, s.s. Kína, Indlandi og
Argentínu. Mikilvægt ræktarland
mun fara á kaf þegar yfirborð sjáv-
ar hækkar, ekki síst frjóir óshólmar
sem oft eru mjög þéttbýlir.
Ísland
Íslendingar njóta þess að eiga
óvenju mikið af ræktanlegu landi á
hvern íbúa. Með hlýnandi loftslagi
mun fjölga þeim tegundum nytja-
jurta sem hér verður hægt að rækta,
auk þess sem uppskera úthagans
vex. Frjósamt land verður okkur æ
dýrmætara.
Vegna gengishruns íslensku
krónunnar er landverð afar lágt
samanborið við a.m.k. önnur lönd í
Evrópu. Hvernig mun Íslendingum
ganga að fást við ásælni annarra
þjóða í landrými og náttúruauðlind-
ir í framtíðinni? Fjölmörg dæmi frá
öðrum löndum eru víti til varnaðar
um það að erfiðara getur orðið að
vernda landkosti ef eigendur jarða
búa handan landamæra. Sama gild-
ir um aðgengi að landi til útivistar
eða annarra nota sem Íslendingum
eru kær. Eru lög okkar og regluverk
þannig úr garði gerð að engin hætta
sé á að við missum yfirráð á fjölda
jarða eða jafnvel mun stærri svæð-
um til íbúa annarra landa?
Jarðvegseyðing og önnur land-
hnignun hefur víða leikið landið
grátt. Við það hefur kolefni að ígildi
a.m.k. milljarðs tonna af koltvísýr-
ingi tapast úr íslenskum vistkerf-
um. Með meiri landbótaverkefnum
væri unnt að skila gríðarlegu magni
af kolefni aftur til jarðar. Slík verk-
efni eru afar hagkvæm því þau
sameina það að endurreisa virkni
vistkerfa, mæta losun gróðurhúsa-
lofttegunda og styrkja fæðuöryggi
Íslendinga.
Verður nóg að borða? – 2
Land og loftslagsbreytingar
Andrés Arnalds
fagmálastjóri Landgræðslunnar
andres@land.is
Landbúnaður
Vegna fólksfjölgunar hefur hver íbúi jarðar sífellt minna land til umráða (heimild: Hulan E. Jack, 2006)
SNILLDARJÓLAGJÖF
HLEÐSLUTÆKI
15% jólaafsláttur
af þessum frábæru tækjunum
12V 3,6A 12V 0,8A
12V 4A
Nýtt
Forsteyptir byggingahlutar.
Útveggir.
Burðarveggir.
Innveggir.
Súlur og bitar.
Grindur og stigar.
Og nánast allt úr steypu
sem þér dettur í hug.
Esju -
Einingar
Esjumelar 9
116 Reykjavík, Iceland
Tel: +354 511 6960 / 894 6960
Email: gulli@eei.is
www.eei.is
Guðlaugur Long
Húsasmíðameistari
Sölustjóri / Sales Manager
Næsta
Bændablað
kemur út
17. desember