Bændablaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið | fimmtudagur 3. desember 2009
Sigurgeir Þorgeirsson ráðuneyt-
is stjóri í sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðuneytinu var í upp-
hafi nóvember skipaður formað-
ur samningahóps Íslands gagn-
vart Evrópusambandinu um
land bún aðarmál. Bændablaðið
tók Sigur geir tali af því tilefni og
forvitnaðist um stöðu viðræðna
um að ild arsamninga við sam-
bandið. Sigur geir segir að mikil
vinna sé framundan enda megi
búast við því að landbúnaðar-
mál verði hvað erfiðust viður-
eignar í samningum við Evr ópu-
sambandið. Land bún að ar kerfi
Íslands er um margt ólíkt því
sem er í ESB auk þess sem mála-
flokkurinn er mjög víðfeðmur.
Sigurgeir segir að vinna við
landbúnaðarhluta samninganna
hafi í raun hafist í september þegar
spurningalista sambandsins var
svarað. Nú sé beðið eftir því að
ráðherraráðið komi saman og sam-
þykki að hefja aðildarviðræður en
eins og þekkt er má ætla að af því
verði ekki fyrr en á næsta ári. Nú
hefur verið gengið formlega frá
skipan landbúnaðarhópsins og kom
hann saman til fyrsta fundar síðast-
liðinn þriðjudag.
Fáum ekki styrk til að rækta
ólífur!
Sigurgeir segir að vinna hóps-
ins hefjist á því að greina löggjöf
ESB um landbúnað og byggðamál
og bera saman við innlenda lög-
gjöf. „Þegar og ef samþykkt verður
að hefja við okkur viðræður þá er
fyrsti kaflinn í því ferli að greina
löggjöf ESB þar sem fulltrúar sam-
bandsins fara yfir þá hluta sem lúta
að landbúnaðar- og byggðamálum.
Þá þarf landbúnaðarhópurinn að
vera búinn að glöggva sig á þeim
gögnum til þess að geta meðtek-
ið og jafnframt spurt fulltrúa ESB
frekar um álitamál. Það er því
gríðarlega mikil vinna framundan
fyrir hópinn að glöggva sig á og
læra löggjöf sambandsins, átta sig
á því hvað af þessum reglugerðum
og tilskipunum hafa eitthvert gildi
fyrir okkur. Við getum ekki hent til
hliðar reglugerðum um ólífur, svo
dæmi sé nefnt, því að allt sem felur
í sér rétt til styrkja á tegundum sem
við höfum ekki tök á að rækta hér
hljótum við að hafa í huga og halda
til haga vegna möguleika á að fá
sambærilega styrki út á aðra fram-
leiðslu. Vonandi getum við lagt til
hliðar allstóran hluta reglugerða og
laga sem við þurfum engar áhyggj-
ur að hafa af. Sértækar reglugerð-
ir um aðstæður annars staðar sem
ekki geta varðað okkar hagsmuni,
til að mynda. Seinni hlutinn í þessu
ferli er sá að við munum svo fara
yfir innlenda löggjöf varðandi
þessa málaflokka. Þá eigum við
að vera búin að sigta út hvað það
er helst sem ber í milli í okkar lög-
gjöf og þeirra. Í framhaldi af því,
og þegar unnin hefur verið skýrsla
um samanburð á lögunum verður
síðan mótuð kröfugerð fyrir aðild-
arsamningana. Það er sem sagt ekki
fyrr en að þessum ferli loknum að
hinar eiginlegu samningaviðræður
geta hafist.“
Grundvallarmunur á land bún-
aðarkerfi Íslands og ESB
– Er hægt að meta hvenær það
getur orðið?
„Ég held að það geti aldrei orðið
fyrr en næsta haust. Það má leiða
að því líkur að landbúnaðarvið-
ræðurnar geti orðið tímafrekastar
og þess vegna verður vafalaust lagt
kapp á að þær hefjist sem fyrst svo
þær tefji ekki viðræðurnar í heild.
Um hversu langan tíma þær gætu
tekið er ómögulegt að segja.“
– Á hvað þarf að leggja megin-
áherslu varðandi landbúnaðarmál,
þegar og ef til samningaviðræðna
kemur?
„Við vitum að það er ákveð-
inn grundvallarmunur á land-
búnaðarkerfinu hér og í
Evrópusambandinu. Við eigum það
reyndar sameiginlegt að styrkja
landbúnað nokkuð dyggilega bæði
með fjárframlögum og tollvernd.
Ef við göngum í Evrópusambandið
lendum við inn fyrir þeirra tollam-
úra, en þeir eru þó lægri en okkar.
Grundvöllur sambandsins er síðan
tollfrjáls verslun milli landa innan
þess. Í því sambandi komum við til
með að vilja halda uppi einhverjum
vörnum og viðfangsefni samning-
anna verður að verja samkeppnis-
stöðu og möguleika íslensks land-
búnaðar til þess að þrífast eins og
áður eða betur. Samningsmarkmið
okkar hljóta að miða að því annars
vegar að tryggja sjúkdómavarnir,
bæði fyrir fólk, búfé og plöntur og
hins vegar að tryggja efnahagslega
stöðu og vaxtarmöguleika íslensks
landbúnaðar.“
Líklegt að lagt verði upp með
kröfur um tollvernd og bann við
innflutningi
Frá upphafi hefur verið gert ráð
fyrir að tollvernd á landbúnaðar-
vörur falli niður við inngöngu í
Evrópusambandið. Jón Bjarnason
sjávarútvegs- og landbúnaðarráð-
herra hefur hins vegar sagt í ræðu
og riti að ljóst sé að látið verði
reyna á hvort Ísland geti haldið
uppi tollvernd fyrir íslenskar land-
búnaðarafurðir. Sömuleiðis hefur
ráðherra lagt áherslu á að tryggja
þurfi áframhaldandi bann og tak-
markanir á innflutningi lifandi dýra
og hrávöru eins og gert er ráð fyrir
í matvælafrumvarpinu sem liggur
fyrir þinginu. Sigurgeir vildi ekki
tjá sig efnislega um slík samnings-
markmið en gera má ráð fyrir að
það verði veganestið sem samn-
inganefndin tekur með sér.
Horft til finnska samningsins
Finnskir bændur hafa kvart-
að undan því að ekki sé eðlilegt
að landinu sé skipt upp þegar
kemur að stuðningi við bændur,
en aðildarsamningur þeirra við
Evrópusambandið gerir ráð fyrir
því. Bændasamtökin hafa lagst ein-
dregið gegn því að slík skipting
yrði tekin upp hér á landi. Sigurgeir
telur líklegt, að það verði áherslu-
atriði í samningunum að landinu
verði ekki skipt í svæði með mis-
jöfnum stuðningi. „Við erum norð-
an við 62. breiddargráðu og Ísland
er allt harðbýlt svæði á alþjóðleg-
an mælikvarða (e. Less favourable
area). Hér hefur ekki verið vilji til
að skipta landinu með tilliti til mis-
munandi hárra styrkja, og það held
ég að hafi ekkert breyst.“
– Verður litið til samnings Finna
við Evrópusambandið, og einnig
samnings Norðmanna sem svo var
felldur, í viðræðunum?
„Við hljótum að kynna okkur þá
mjög vel, ekki síst finnska samn-
inginn, það sem þar náðist fram og
það kerfi sem Finnar búa við. Ég
ætla ekki að fullyrða að það verði
lagt algjörlega til grundvallar en ég
held að við hljótum að hafa þann
samning til hliðsjónar að verulegu
leiti í okkar starfi.“
– Í finnska samningnum eru
ákvæði um að finnska ríkið geti
stutt verulega við innlendan land-
búnað, auk þeirra styrkja sem
koma frá Evrópusambandinu. Er
ekki ljóst að við munum gera slíkar
kröfur einnig?
„Við hljótum að gera kröfur á
þeim nótum að við getum sem best
tryggt áframhaldandi hag íslensks
landbúnaðar og sóknarmöguleika
hans. Það hljóta að vera samnings-
markmiðin og það felur í sér að við
þurfum frekar meiri en minni heim-
ildir en Finnar í þessum efnum.“
Verður framleiðendum
hvítakjötsins fórnað?
Álit meirihluta utanríkisnefndar
varðandi landbúnaðarmál í aðild-
arumsókn hlýtur að verða leið-
arsteinn samninganefndarinnar en
þar er tekið fram að skýr stuðning-
ur við mjólkurframleiðslu og annan
hefðbundinn búskap verði eitt af
samningsmarkmiðum Íslands. Af
orðalagi meirihlutaálitsins má ráða
að meirihluti utanríkisnefndar hafi
tekið þá afstöðu að ekki verði sett
sem skilyrði í aðildarviðræðum að
til komi stuðningur við svínarækt
og alifuglarækt við inngöngu í
Evrópusambandið. Sigurgeir vildi
ekki tjá sig sérstaklega um þetta
orðalag en sagði að lögð yrði
áhersla á að verja íslenskan land-
búnað í heild sinni við samninga-
borðið. Það mætti hins vegar færa
fyrir því gild rök að með inngöngu
í Evrópusambandið hlytu þessar
greinar svo þung högg að þau gætu
tæpast staðið undir þeim. Er það í
fullu samræmi við þá afstöðu sem
Bændasamtökin og forsvarsmenn
þessara búgreina hafa sett fram
um að Evrópusambandsaðild muni
veikja landbúnað á Íslandi verulega
í heild sinni. fr
Samningsmarkmið að tryggja
heilbrigði og efnahagslega stöðu
Sigurgeir Þorgeirsson fer fyrir samninganefnd Íslands um landbúnaðarmál
gagnvart Evrópusambandinu. Áhersla verður lögð á að landinu verði ekki
skipt í svæði með tilliti til stuðnings við landbúnað
Laugardaginn 21. nóvember
síð astliðinn var sagt frá því
í frétt í Morgunblaðinu að
Ís land uppfyllti ekki verklags-
reglur um gerð hagskýrslna.
Einkum ætti þetta við um hag-
tölur í landbúnaði þar sem
Bændasamtökin sjá um skýrslu-
gerð. Bændasamtökin væru
hags munaaðilar í málinu og
ótækt samkvæmt reglum Evr-
ópu sambandsins að þau sæju
um þá vinnu. Ástæða skrif-
anna var sú að hingað til lands
kom sendinefnd á vegum Evr-
ópusambandsins til fundar við
sérfræðinga Hagstofu Íslands.
Í fréttinni var jafnframt vitnað
í Magnús S. Magnússon skrif-
stofustjóra hjá Hagstofunni
sem að taldi að vegna þessa gæti
þurft að vinna tölfræðina sem á
baki gögnum liggur frá grunni.
Það gæti valdið því að viðræður
við Evrópusambandið myndu
tefjast, í það minnsta sá hluti
þeirra sem að lýtur að landbún-
aðarmálum.
Sigurgeir segist telja ólíklegt
að svo verði. „Ég held að það
sem kemur fram í þessari frétt sé
heldur ofsagt. Ég hygg hins vegar
að það sé alveg rétt að í framtíð-
inni þurfi að skipuleggja söfnun á
hagtölum öðruvísi en nú er gert.
Þá finnst mér líklegast og eðlileg-
ast að Hagstofan verði ábyrg fyrir
slíkri hagtölusöfnun þó að það
kunni að verða einhver stjórn-
sýslustofnun á vegum ráðuneyt-
isins sem safnar grunngögnum, í
raun og veru þeim grunngögnum
sem Bændasamtökin halda utan
um í dag. Þetta finnst mér líkleg-
asta uppbyggingin. Það er líka
rétt að það komi fram að ég tel
að þessi þróun verði hvort held-
ur sem við gerumst aðilar að ESB
eða ekki. Í raun og veru hefðum
við átt að vera búin að taka upp
samræmda hagtölusöfnun sam-
kvæmt EES-samningnum en það
hefur dregist hér.“
Sigurgeir segir að það muni
örugglega koma til skoðunar
á næstunni hvort og hvernig
hagtölusöfnun í landbúnaði
verði breytt. Sum þau stjórn-
sýsluverkefni sem Bænda sam-
tök in sinni séu í raun ekki á
hendi samtakanna lögum sam-
kvæmt heldur séu þau unnin í
umboði og með samningum við
Matvælastofnun. Sigurgeir segist
telja það æskilegra, ekki síst fyrir
Bændasamtökin, að færa þau
verkefni inn í stjórnsýslustofnun
hjá ríkinu, enda liggi þegar fyrir
ákvörðun um tilfærslu sumra
verkefnanna. Slíkar breytingar
hljóti þó óhjákvæmilega að taka
tíma. Sigurgeir telur þó ekki að
þessi staða muni tefja samninga-
ferlið. „Ég held að það sé ofsagt
að það séu líkur til þess að ágrein-
ingur um gerð hagskýrslna verði
settur á oddinn sem deilumál og
geti þess vegna stöðvað eða tafið
viðræður við ESB. Ráðuneytið
treystir Bændasamtökunum sem
fagaðila fyrir þessari vinnu. Ég tel
ólíklegt að það verði gerð krafa
um einhverja skyndibreytingu á
því ef við útskýrum nákvæmlega
á hverju þetta byggist. Það breyt-
ir ekki því að til framtíðar hygg
ég að hagtölusöfnun verði færð í
opinbera stofnun. Ég tel ljóst að
áður en kemur að lokum samn-
ingsferilsins verðum við að sýna
fram á að við séum að byggja upp
einhvern þann strúktúr sem stenst
kröfur ESB hvað þetta varðar.
Við þurfum að sýna fram á getu
okkar og áætlun um að safna
þessum gögnum og vinna úr þeim
samkvæmt stöðluðum og við-
urkenndum aðferðum.“
– Þýðir það ekki að breyta
þarf lögum um framleiðslu, verð-
lagningu og sölu búvara? Er slík
vinna hafin í ráðuneytinu?
„Án þess að ég ætli að fullyrða
neitt um það tel ég líklegt að það
verði að breyta þessum lögum, jú.
Slík vinna er hins vegar ekki hafin
í ráðuneytinu. Það eru engar eig-
inlegar samningaviðræður hafnar.
Það breytir ekki því að ég held
að óhjákvæmilegt sé að menn
byrji fljótlega að leggja drög að
því hvernig koma eigi þessum
stjórnsýsluverkefnum fyrir til
framtíðar, með tilliti til þess að
við getum uppfyllt ESB-reglur.
Menn hljóta hins vegar að byggja
það kerfi þannig upp að það geti
þjónað þörfum okkar jafnt utan
sem innan Evrópusambandsins,“
sagði Sigurgeir Þorgeirsson.
Ólíklegt að samningaviðræð-
ur tefjist vegna hagskýrslna
Flest bendir þó til að breyta verði
fyrirkomulaginu
Þann 1. desember kom út nýtt Hrútaspil þar sem finna má allar mik-
ilvægustu upplýsingar um efnilegustu hrúta landsins. Hentar spilið
jafnt fyrir bændur og spilaáhugafólk því ásamt kynbótaupplýsingum er
þetta einnig venjulegur spilastokkur. Sunnudaginn 13. desember verð-
ur haldið Íslandsmeistaramót í Hrútaspili á Þjóðminjasafninu klukkan
14. Hrútaspilið er að berast í allar betri verslanir þessa dagana en frek-
ari upplýsingar má fá hjá stefan@hrutaspilid.is
Sigurgeir Þorgeirsson ráðuneytisstjóri og formaður samninganefndar um
landbúnaðarmál í aðildarviðræðum við Evrópusambandið.