Bændablaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 11

Bændablaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 11
11 Bændablaðið | fimmtudagur 3. desember 2009 Hlynur Einarsson með sýnishorn af spæninum sem hann, ásamt föður sínum og bróður, vinnur í verk- smiðju þeirra feðga í Gunnarsholti. Grisja skógana og nýta í spænis- framleiðslu Framleiðsla á spæni hófst í byrj- un árs hjá feðgunum Einari Þórarins syni, Sæþóri Einarssyni og Hlyni Einarssyni í Gunn- ars holti. Feðgarnir, sem ráku verktakafyrirtæki fyrir krepp- una, hafa nú snúið vörn í sókn og sett á laggirnar nýja spænisverk- smiðju, og hannað og smíðað flest allan vélbúnað sem þarf til framleiðslunnar. Feðgarnir grisja skóga í Gunn- ars holti endurgjaldslaust en gríð- arlega mikil vinna fer í þann þátt framleiðslunnar. „Við erum mikið í hesta- mennsku og byrjuðum í fyrra heima hjá foreldrum okkar í bíl- skúr í Ásahreppi að framleiða spón. Þá var spónn orðinn dýrari en fóðurbætir og okkur blöskraði það, en framleiðsla á spæni hérlendis hefur ekki verið nægileg og í fyrra var hráefnið flutt inn fyrir í kring- um 200 milljónir króna, þannig að það sparast gríðarlegur gjaldeyrir á þessari framleiðslu. Stefna okkar er að vera með ódýra hágæða- vöru og skapa vonandi fleiri störf í framtíðinni hér á Suðurlandi,“ útskýrir Hlynur Einarsson, en vör- una afhenda þeir í 25 kílóa endur- nýtanlegum pokum. Fullvinna afurðina Feðgarnir leigja húsnæði í Gunn- arsholti af Landgræðslunni og hönn uðu og smíðuðu sjálfir klipp- ur framan á gröfu til að grisja skóg ana með og einnig vél til að hefla meterslanga trjáboli. „Ég sá mynd af slíkri hefilsvél á Netinu en með því að smíða hana sjálfir spöruðum við okkur umtals- verðan pening. Framleiðslugetan miðað við tíu tíma notkun á dag er rúm tvö tonn af þurrkuðum spæni en hann léttist um 70 prósent í þurrkun. Við fullvinnum afurðina og engu er hent, en við gerum einnig svolítið af kurli og eldi- viði,“ segir Hlynur. Að sögn Hlyns er vandamál hérlendis í dag að skógar liggja undir skemmdum því þeir eru of þéttir og mikil vinna því framund- an við að grisja þá. „Við höfum mikinn áhuga á að fá rekavið í framleiðsluna og mega bændur endilega setja sig í sam- band við okkur í gegnum netfangið msdford@gmail.com ef þeir vilja selja okkur rekavið. Rekaviður hefur minnkað hér við strendur, hér áður fyrr kom mikið frá Síberíu en eftir að tæknin batnaði hjá þeim missa þeir minna frá sér og þar af leiðandi kemur minna hingað til lands.“ ehg Gómsæt gjöf fyrir sælkera Falleg gjafakarfa me› úrvali af brag›gó›um íslenskum ostum er tilvalin jólagjöf handa starfsfólki og vi›skiptavinum Körfurnar eru afhentar í sellófani me› fallegri slaufu. Einnig bjó›um vi› fallega ostakassa til a› senda til vi›skiptavina og starfsfólks á erlendri grundu. Pantanir í síma 569 2345 eða á netfangið ostakorfur@ms.is www.ms.is Hluti af vélinni sem þeir feðgar hönnuðu og smíðuðu og heflar eins metra langa trjáboli. Spónninn er afhentur í 25 kílóa endurnýtanlegum pokum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.