Bændablaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | fimmtudagur 3. desember 2009 Utan úr heimi Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, varð 91 árs hinn 18. júlí sl. Árið 1995 kom út minningabók hans, tæplega 800 bls., sem ber heitið Long Walk to Freedom. (útg. Abacus, London). Við skrifin naut hann aðstoðar ritstjóra Time, Richard Stengel, sem lengi hafði verið aðdáandi mannsins sem setið hafði 27 ár í fangelsi en yfirgaf það óbugaður. Þetta var fyrsta stóra skrefið gegn óréttlæti og kúgun í Suður-Afríku. Mandela, skírnarnafn Rolihlala („hávaðaseggur“) Dalibhugna Mandela, hafði spáð því þegar árið 1952 að Suður-Afríka ætti eftir að fá þeldökkan forseta. Fjöldamorðin í Sharpville árið 1960 drógu úr trú manna á að hinir kúguðu næðu fram réttindum sínum á friðsamlegan hátt. Árið 1964 var Nelson Mandela fang- elsaður og Þjóðarráð Suður-Afríku lét hann ekki lausan fyrr en árið 1990. Árið 1994 rættist hins vegar spá hans, Mandela var kosinn for- seti Suður-Afríku til fimm ára. Eftir það hefur hann notið virðing- ar um víða veröld. Mandela kom með boðskap sinn í átta liðum úr fangels- inu, þeim boðskap var ætlað að leiða þjóð hans til aukins frelsis. Richard Stengel gerði grein fyrir þeim í Time 21. júlí 2008: 1. Kjarkur er ekki fjarvera ótta – kjarkur hvetur aðra til athafna Mandela hefur sagt frá því að hann hafi oft verið hræddur. En sem leiðtogi varð hann að sýna óttaleysi og til þess þurfti hann að greina hvað óttanum olli og hvern- ig unnt væri að vinna úr honum. 2. Taktu forystu en haltu samstarfsmönnunum upplýstum Eftir uppskurð á blöðruhálskirtli árið 1985 varð Mandela að hlífa sér og halda sig til hlés frá sam- herjum sínum. Afríska þjóðarráð- ið, ANC, varð áhyggjufullt en því var ekki ljóst að Mandela átti í viðræðum við ríkisstjórnina. Þegar það kvisaðist fóru menn að efast um stöðu hans. Var hann að svíkja ANC? Einn tók hann áhættuna og smám saman hafði hann samband við samstarfsmenn sína og setti þá inn í málin. 3. Stjórnaðu neðan frá og láttu aðra upplifa sig sem leiðtoga Mandela heldur því fram að for- ysta komi aftan og neðan frá. Það er mikilvægt að sannfæra bæði fylgismenn og pólitíska samherja um að það séu þeir sem ráði. Þegar Mandela var ungur lærði hann stjórnlist af leiðtoga ættbálks síns, Jongitaba. Hann stillti fylgismönn- um sínum upp í hring og fékk hvern og einn þeirra til að tjá sig. Á eftir dró Jongitaba svo saman skoðanir hópsins. Mandela fékk það hlutverk að sameina þeldökka leiðtoga landsins, einn af þeim var Thabo Mebeki, núverandi forseti. 4. Lærðu að þekkja óvin þinn, einnig uppáhalds íþróttagrein hans Um 1960, þegar baráttan gegn aðskilnaðarstefnunni (e.apartheid) hófst fyrir alvöru, fór Mandela að leggja sig eftir „afríkans“, máli hvíta minnihlutans. Hann vildi kynnast þeim innan frá, tengja örlög sín við örlög þeirra og koma af stað viðræðum við þá. Það tókst. Sem lögfræðingur studdi hann miskunnarlausa fangaverði sína í kjarabaráttu þeirra. Hann gat líka rætt við þá um uppáhalds- íþrótt þeirra, en sjálfur var hann áhugaboxari. 5. Ræktaðu vini þína og enn frekar keppinauta þína Mandela bauð fólki heim, bæði þeim sem hann þekkti en ekki síður þeim sem hann treysti ekki. Hann bauð þeim í mat og hann hældi keppinautunum og leysti þá út með gjöfum. Hann hringdi í þá á afmælum þeirra og fylgdi þeim til grafar. Þegar honum var sleppt sá hann til þess að fangelsisstjór- arnir fengju góðar stöður. Hann sýndi þeim traust og vildi hafa reglu á hlutunum. 6. Nærveran hjálpar – og mundu eftir að brosa Mandela notfærði sér að hann var vel á sig kominn, með hávaxn- ari mönnum og með óvenjumikla útgeislun. Hann var vel til fara, litaglaður og flottur. Hann var virðulegur í framkomu. Þó að hann gæti verið bitur, skyldu fylgismenn hans aldrei sjá það á honum. 7. Ekkert er eingöngu svart eða hvítt Lífið er flókið í augum Mandela. Til þess að finna lausnir verður að tak- ast á við þá þætti sem valda ágrein- ingi og keppa hver við annan. Hann leitaði eftir að fá fram andstæður á fundum, hann bar fram spurning- ar og óttaðist ekki vandamál. Þau voru til þess að finna lausnir á þeim. Hann kom pólitískum leiðtogum um víða veröld á óvart með því að standa með og styðja einræðisherra eins og Gaddafi, forseta Líbýu, og Castró, forseta Kúbu. Þjóðarráð Suður-Afríku studdi þá. 8. Að stjórna er einnig að gefa eftir Mandela hafði lært að semja um málamiðlanir. Þegar hann vildi lækka kosningaaldur undir 18 ár (reyndar niður í 14 ár), var jafnvel fylgismönnum hans nóg boðið. Hann varð undir og fann að það var hluti af pólitíkinni. Leiðtogar verða að kunna að hætta þegar tími þeirra er liðinn. Mugabe, for- seti Zimbabwe, hefur aldrei skilið það og Mandela hefur gagnrýnt hann miskunnarlaust. Ef við ætlum í framtíðinni að reyna að skilja Mandela, þá er skilning- inn að finna í árunum 27 sem hann sat í fangelsi. Sjálfsævisaga hans er þar besta heimildin. Hver er svo arfleifð hans? Hún er sú að við lærum af og hag- nýtum okkur stjórnunarstíl hans. Með þá djúpu innsýn, sem hann átti, ástríðu og snert af bilun átti hann þá snilligáfu að í augum fjölmargra varð hann að dýrlingi okkar tíma. Gerum 18. júlí, afmæl- isdag hans, að degi stjórnlistarinn- ar, eins og ritstjóri Time, Richard Stengel, hefur lagt til. Við þörfnumst góðra leiðtoga. Nationen/John Gustavsen Arfleifð Nelsons Mandela Allt lífrænt efni er með innbyggt niðurbrotskerfi sem skilar því aftur til náttúrunnar til endur- nýtingar fyrir nýjar kynslóðir plantna og dýra. Í gerviefni er ekki að finna slíkt kerfi. Þess vegna safnast það fyrir í vistkerf- inu og endar með því að ógna því. Í sýnum úr Norðursjó er mikið af örlitlum plastkornum, um 20 míkrómetrar að stærð. Fjöldi þeirra hefur þrefaldast frá 8. áratugi síð- ustu aldar. Rannsóknir á dýrum, sem nærast á svifi, sýna að þau taka plastkornin upp sem fæðu. Það, að plastkornin séu orðin hluti af vist- kerfinu, vekur ugg. Það er áhyggjuefni hve notkun- arsvið plastsins er orðið víðfeðmt. Sem dæmi þar um má nefna plast- efni til að hefta útbreiðslu elds, sem mýkingarefni o.fl. o.fl. Þá binda plastefnin önnur skaðleg efni sem losna síðan þegar þau fara í gegn- um meltingarveg dýra. Í Kyrrahafinu mara í kafi um 100 milljónir tonna af úrgangi og um 90% hans eru plast. Úrgangurinn berst með tveimur meginhringrás- um í hafinu. Bandaríski haffræð- ingurinn Charles Moore óttast að úrgangurinn muni tvöfaldast að magni á næsta áratug. Á hverju ári drepur plastið um eina milljón sjófugla og um 100 þúsund sjávarspendýr á kvalafull- an hátt. Um 10% af öllu plasti, sem framleitt er, endar í hafinu. Iðnríki heims endurvinna að hluta það plast, sem lokið hefur hlutverki sínu, en vegna allra þeirra aukaefna, sem er að finna í því, er ógerlegt að nota það á ný í verð- mætar afurðir. Endastöðin er plast- pokar og eldsneyti. Aðeins um 5% af öllu plasti í heiminum er endur- unnið, mikill hluti þess er fluttur til Indlands og Kína til úrvinnslu. Hart plast er óhæft til endurvinnslu. Mikið af plasti er notað við byggingu húsa, svo sem til ein- angrunar, í gluggakarma, sem vörn gegn raka og gufu, þakklæðning, lakk, málning, sparsl, lím, til fúgu- fyllingar, rafmagnsrör og -rofar, vatnsrör, frárennslisrör o.fl. Um 25% af öllu plasti er notað í byggingar. Varasamasta plastið fyrir umhverfið er PVC (polývín- ilklóríð) en árlega eru framleiddar 40 milljónir tonna af því. Við nið- urbrot þess myndast eiturefnin díoxín og PCB. Þekking á umhverfismálum er nú meiri en nokkru sinni fyrr. Þó er það breytt að áður var þekkingin fléttuð inn í viðhorf hvers einstak- lings og stjórnaði hegðun hans. Nú á tímum eru það hins vegar fyrst og fremst afmarkaðir faghópar sem láta sig umhverfið varða, hver á sínu sviði. Vandamálið er að fyrir hverja nýja náttúrulega afurð, sem kemur á markað, bætist við mikill fjöldi afurða úr gerviefnum. Frauðefni úr plasti er til margra hluta nyt- samlegt, nánast galdraefni við byggingu og viðhald á húsum. Það er notað til að þétta dyra- og gluggaumbúnað, eða rörabúnað um veggi og gólf, einfalt og fljótlegt í notkun. Efnið er gert úr pólýúret- an, sem blandað er fjölda efna allt eftir notkunarsviði. Varasömustu íblöndunarefnin eru ísócyanöt, sem losna með tímanum og valda fólki ofnæmi, einkum á slímhúð. Við bruna þeirra losna ýmsar loftteg- undir, m.a. blásýrugufa. Hvernig væri nú að nota aftur gamaldags tróð, e.t.v. bleytt í línolíu? Einnig mætti draga úr plastnotkun til ein- angrunar á gólfi með náttúrulegum efnum úr steini eða gleri. Á jólum og afmælisdögum fyll- ast barnaherbergin af plastleikföng- um, sem síðan hverfa smám saman í ruslið, og heimilið allt er meira og minna undirlagt plasti. Hér eiga við orð Prédikarans: „Allt hefur sinn tíma“. Og þegar til lengdar lætur er það hið náttúrulega í tilverunni sem lifir af. Eitt stærsta lögmál náttúr- unnar er hringrás, hún er undirstaða þess að lífið, bæði hin einföldustu og flóknustu form þess, séu sjálf- bær. Nationen/ Öyvind Holmstad, stytt Plast og umhverfið Tómatar frá Marokkó valda COPA og COGECA áhyggjum Framkvæmdastjórn ESB hefur átt í viðræðum um endurnýjun viðskiptasamnings við Marokkó. Regnhlífarsamtök bænda í ESB, Copa og Cogeca, krefjast þess að ESB taki saman greinargerð um mikilvægi tómata-, grænmetis- og ávaxtaræktar fyrir evrópskan landbúnað. Marokkó hefur í viðræðunum krafist þess að lágmarksverð á grænmeti og ávöxtum verði lagt niður, jafnframt því sem innflutn- ingskvótar til ESB verði hækkaðir. Framkvæmdastjóri Copa, Pekka Pesonen, krefst þess á hinn bóginn að kvótarnir verði óbreyttir en þeir gilda allt árið fyrir tómata, gúrkur, sítrónur og epli. Aðrar tegundir, svo sem appelsínur, mandarínur, vínber, perur og plómur, eru háðar kvótum hluta af árinu. Að áliti Pesonen verður fram- kvæmdastjórn ESB að gefa álit sitt á gildi þessarar ræktunar fyrir evr- ópskan landbúnað, áður en teknar verða ákvarðanir um breytingar á innflutningskvótum fyrir Marokkó. Mikilvægt er, segir hann, að við- halda gildandi innflutningsreglum þar sem leyfi til innflutnings á tóm- ötum gilda aðeins fyrir einn mánuð í senn. Þá bendir Pekka Pesonen á að ávaxta- og grænmetisbændur í ESB verði að hlíta ströngustu reglum sem gilda um umhverfis- og vinnu- vernd sem og matvælaöryggi. ESB er einnig með viðskipta- samninga við fleiri Mið jarðar- hafslönd um ávexti og grænmeti. Þar má nefna Alsír, Egyptaland, Ísrael, Jórdaníu, Líbanon, Palestínu og Túnis. Undir þennan samning heyra einnig Sýrland og Tyrkland. Samningsskilyrðin eru með ýmsu móti við einstök lönd, lág- marksverð er breytilegt, en yfirleitt eru engir innflutningstollar lagðir á. Landsbygdens Folk Danskir karlmenn vilja sitt kjöt og engar refjar Ein þeirra hugmynda, sem komið hafa fram í umræðum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í aðdragana loftslagsráðstefn- unnar í Kaupmannahöfn sem hefst í næstu viku, er sú að inn- leiða einn kjötlausan dag í viku. Hugsunin að baki kjötlausum degi er að með því sé dregið úr framleiðslu á rauðu kjöti sem vísindamenn segja að valdi mik- illi losun metans sem er ein af gróðurhúsalofttegundunum. Þegar afstaða gestgjafanna, Dana, til þessarar hugmyndar var könnuð kom hins vegar í ljós að tæpur helmingur karlmanna segist andsnúinn henni. Þeir vilja fá sitt kjöt og engar refjar. Konur eru hins vegar jákvæðari í garð kjötlausa dagsins en rúmur helmingur þeirra getur alveg hugsað sér að sleppa kjötinu. Kynjafræðingurinn Hilda Rømer Christensen við Kaup- manna hafnarháskóla segir að kjöt- neysla tengist karlmennsku í hug- um karla, þeim finnist það beinlín- is ókvenlegt að sjá konur borða nautabuff. Danir eru hins vegar frem- ur jákvæðir þegar spurt er um hvort þeir séu til í að versla í heimabyggð, spara bílinn á styttri vegalengdum og neyta lífrænnar fæðu til þess að draga úr losun. En stuðningurinn fer dvínandi þegar spurt er hvort þeir séu reiðubúnir að borga meira fyrir umhverf- isvæna orku eða bjór og gosdrykki sem framleiddir eru með vistvænni orku. Nyhedsbrevet 3F

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.