Bændablaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 1
Það er ekki á hverjum degi sem sett er Íslandsmet og það í sauðfjárrækt. Það gerðist þó á dögunum þegar bændurnir á Skjaldfönn við Ísafjarðardjúp, Indriði og Lóa, gerðu upp fjár- bókhaldið eftir sláturtíðina. Þau komust að því að 12 ára gamall draumur varð loks að veruleika þegar framleiðsla búsins fór að meðaltali yfir 40 kíló af dilkakjöti eftir hverja á með lambi. Jón Viðar Jónmundsson lands- ráðunautur í búfjárrækt lýsir þessu afreki þeirra svo. „Indriða á Skjaldfönn er óþarfi að kynna fyrir íslenskum sauðfjár- bændum. Fyrir 12 árum fórum við Matthías Eggertsson og tókum ítar- legt viðtal við Indriða um fjárbú- skap hans og margt fleira. Viðtalið birtist í Frey á þeim tíma. Þar lýsti Indriði því markmiði sínu að ná að framleiða 40 kg af dilkakjöti eftir hverja á. Þetta hefur aðeins látið á sér standa en nú liggja fyrir niður- stöður úr uppgjöri fyrir bú hans og Lóu á Skjaldfönn og þar má segja að þau smeygi sér inn fyrir gullna hliðið. Fullorðnu ærnar á búinu voru 211 settar á vetur haustið 2008. Vorið 2009 fæddust að jafnaði 1,91 lömb eftir hverja á og lambahöld voru mjög góð þannig að 1,85 lömb skila sér að jafnaði til nytja um haustið. Eins og svo oft var væn- leiki lamba með fádæmum. Eftir tvílembuna er kjötmagnið 42,2 kg að jafnaði og 25,4 kg hjá einlemb- unni en það gerir 40,5 kg eftir á sem skilaði lambi eða 39,4 kg að jafnaði eftir hverja skýrslufærða á. Margir þekkja að þegar nýr skýrsluhaldsgrunnur var tekinn í notkun árið 2007 fyrir sauðfjárrækt- ina var þungagrunnur dilkakjötsins færður úr blautvigt sem notuð hafði verið til þess tíma yfir í þurrvigt. Sú breyting gerir það að verkum að hefðu þessar tölur nú verið í eldri viðmiðun hefðu reiknaðar afurðir eftir hverja á verið komnar vel yfir 40 kg þannig að þarna ná Indriði og Lóa fyrst manna að rjúfa þennan múr fyrir fjárbú sem telur yfir 100 ær. Þeim eru færðar hamingjuóskir með þennan frábæra og stórglæsi- lega árangur. Til viðbótar má geta þess að tæplega 50 veturgamlar ær á búinu eru að skila til nytja 1,06 lömbum að hausti 2009. Vænleiki lambanna er ekki síðri þar en hjá fullorðnu ánum þar sem reiknuð framleiðsla hjá hverri þeirra verður 20,7 kg af dilkakjöti að jafnaði sem er ekki síður einstakur árangur. Fjárbúið á Skjaldfönn er löngu landsþekkt. Búið hefur um áratuga skeið verið í hópi þeirra afurða- mestu í landinu þó að árangur síð- asta hausts slái þar öll eldri met. Þarna fer saman einstök fóðrun og meðferð fjárins ásamt ræktun sem stunduð hefur verið á markviss- an hátt um áratuga skeið. Á það má minna að þegar BLUP matið kom um mjólkurlagni ánna kom í ljós að sá eiginleiki stóð sterkar á þessu búi en flestum öðrum hér á landi, en fáum kom það á óvart sem þekktu ræktunarstarfið þar. Á síð- ustu árum hefur einnig verið lögð mikil áhersla á að bæta kjötgæði fjárins, þannig að þarna er að finna eitt athyglisverðasta fé í landinu fyrir þá sauðfjárframleiðslu sem vonandi eflist hér á landi á kom- andi árum. Framleiðslu sem byggir á mikilli afkastagetu fjárstofnsins og gæðum framleiðslunnar.“ JVJ 12 14-15 Blaðað í jólabókum ársins 21. tölublað 2009 Fimmtudagur 3. desember Blað nr. 316 Upplag 20.500 8 Æðarræktin þróast hægt og sígandi, segir Jónas Helgason Markmiðið að tryggja efna- hagslega stöðu Næsta Bændablað kemur út 17. desember Næg verkefni framundan Hrútarnir Vari, sá mórauði, og Júdas, sá ferhyrndi, eru mik- ilúðlegir á þessari mynd sem Páll Imsland tók undir Eyjafjöllum í haust. Það kemst greinilega enginn upp með moðreyk þegar þeir eiga í hlut. Þeir sjá fram á miklar annir á næstu vikum og eru þess albúnir að takast á við erfið verkefni. Júdas er hvítur en allvel dökkur í andliti og á leggjum og með gulleit- ar hærur í feldinum. Þetta litaraf- brigði mun yfirleitt vera kallað gult á Suðurlandi, sums staðar jafnvel vell- ótt, en írautt nefnist það í Hornafirði og víðar eystra. Hrútarnir eru báðir í eign Ólafs Tómassonar í Skarðshlíð undir Eyjafjöllum. Íslandsmet Indriða og Lóu á Skjaldfönn 40 kíló dilkakjöts liggja eftir hverja á Skjaldfönn í vetrarskrúða. Myndina tóku skaftfellskir bændur sem gerðu sér ferð á dögunum til að ná sér í nýtt blóð í bústofninn en frásögn af þeirri ferð má lesa á bls. 20. Mynd | Bjarney E. Sigvaldadóttir Vinnuhópur á að meta breytingar á eignarhaldi í landbúnaði og sjávarútvegi Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað vinnuhóp til að fjalla um breytingar sem kunna að verða á eignarhaldi í landbúnaði og sjávarútvegi í kjölfar bankahrunsins. Ráðherra lagði 22. septem- ber síðastliðinn fram minnis- blað í ríkisstjórn þar sem fjallað er um málið. Í minnisblaðinu er meðal annars vakin athygli á að borið hafi á að erlendir aðilar hafi falast eftir skipum til kaups og jafnframt varað við því að slík atvinnutæki kunni að glatast úr höndum þjóð- arinnar. Sömuleiðis er nefnt að ef til gjaldþrota sjávarútvegs- fyrirtækja kæmi gæti farið svo að aflaheimildir flyttust frá byggðarlögum sem eiga allt sitt undir sjávarútvegi. Brýnt er að grípa til aðgerða til að sporna við slíku að mati ráðherra. Þá kemur fram í minn- isblaðinu að ráðherra leggi mikla áherslu á að tryggja þurfi að bújarðir sem komist í eigu fjármálastofnanna verði áfram nýttar til landbúnaðarnota og búseta tryggð á þeim, helst þeirra aðila sem þær hafa setið fram til þessa. Vinnuhópnum, sem skipað- ur er embættismönnum úr ráðu- neytum, er gert að fylgjast með þróun þessara mála, fara yfir stöðuna og kortleggja hana. Vinnuhópnum er síðan ætlað að meta hvort rétt sé að stjórnvöld hafi hlutist til um þessa þróun og leggja þá fram tillögu um með hvaða hætti. fr

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.