Bændablaðið - 12.02.2009, Síða 14

Bændablaðið - 12.02.2009, Síða 14
14 Bændablaðið | fimmtudagur 12. febrúar 2009 Utan úr heimi Aukaafurðin ostamysa inniheld- ur mótefni sem getur dugað gegn kálfaskitu. Aðferðin við að vinna mótefnið úr mysunni er tiltölulega einföld og hráefnið er ódýrt. Samt hefur engum komið til hugar að gera það fram að þessu. „Hugmyndin liggur svo í augum uppi að það er ótrúlegt að engum skuli hafa dottið hún í hug áður,“ segir Erik Larsen, vísindamað- ur við Dýralækningadeild DTU (Danmarks Tekniske Universitet), um mótefni sem hann og sam- starfsmaður hans, prófessor Peter Helgaard, hafa fundið upp í sam- starfi við hið nýstofnaða fyrirtæki Multimerics ApS. Þeir áætla að unnt verði að draga úr kálfadauða um helming með því að gefa kálf- unum hreinsað mótefni frá auka- afurðinni ostamysu. Forvörn í stað lækningar Um 15% kálfa á venjulegu kúabúi drepast fyrstu dagana eftir burð, flestir af niðurgangi sem veirur og bakteríur valda og ónæm- isvarnir kálfsins ráða ekki við. Til að vinna gegn þessu vandamáli gæta bændur þess að kálfarnir fái næga broddmjólk eftir burð. Eftir að kálfurinn hefur verið tekinn frá kúnni sólarhring eftir burð fær hann aukamagn af mótefnum með ígildi móðurmjólkur. Það dugir þó ekki og bændur verða oft að grípa til lyfja til að vinna bug á sjúk- dómnum. Það er hér sem ostamys- an kemur til sögunnar. Lars Erik Larsen segir þá leit- ast við að láta mótefni úr mysunni líkjast sem mest þeim mótefnum sem fyrir eru í þörmum kálfanna. Afurðinni, sem þeir hafi enn ekki gefið nafn, sé svo unnt að bæta í ígildi mjólkurinnar sem kálfarnir fá þegar þeir eru teknir frá kúnni. Þannig megi styrkja ónæmisvarnir kálfsins og koma í veg fyrir nið- urgang í stað þess að þurfa að lækna hann. Fyrir tveimur árum hófu áðurnefndir tveir vísindamenn við DTU samstarf við Kirsten Bisgaard-Frantzen, líftækniverk- fræðing hjá Seruminstituttet. Þau settu sér það markmið að hagnýta hugmynd sem byggðist á tækni við að vinna mótefni úr osta- mysu, stofnuðu saman fyrirtækið Multimerics og fundu upp aðferð til þess sem þau fengu einkaleyfi fyrir og með hjálp fleiri aðila stofnuðu þau hlutafélag um verk- efnið. Þróunarvinnan heldur áfram og í framtíðinni er stefnt að fram- leiðslu mótefna bæði fyrir dýr og menn úr hinni yfirfljótandi og ódýru ostamysu. Þess skal að lokum getið að niðurgangur er algengur sjúkdóm- ur í þróunarlöndum, þannig að hér er einnig á ferð mikilvægt verk- efni til að bæta heilsufar fólks. Skólablað DTU, Dynamo Ostamysa gegn kálfaskitu Yfirstandandi fjármálakreppa kom flestum í opna skjöldu. Um hana hafði lítið verið fjallað í markaðsfræðum undanfarin ár. Kenningarnar og raunveruleik- inn rákust illilega á. Viðbrögð stjórnvalda voru hins vegar gamalkunn og fólust í því að ríkið lagði fram fé til að styrkja bankana og efnahagslífið upp á hundruð milljarða evra eða dollara. Þetta ráð var hið sama og notað var í fyrri kreppu, en dugar það núna? Ráð þeirra Roosevelts forseta og hagfræðingsins Keynes dugðu vegna þess að jafnframt efnahags- aðgerðunum var tekið á félags- legum þáttum. Þar má nefna að aðgerðir til atvinnusköpunar, lengd vinnutíma, frí og atvinnuleysisbæt- ur fengu forgang fram yfir hagvöxt, lága verðbólgu og greiðslujöfnuð á fjárlögum. Yfirstandandi kreppa verður ekki leyst nema tekið verði tillit til tveggja nýrra þátta í hagstjórninni; í fyrsta lagi alþjóðlegrar yfirsýn- ar, vegna þess að ákvarðanir ein- stakra landa eða fyrirtækja skipta máli á heimsvísu, og á hinn bóginn að tekið verði tillit til hagsmuna umhverfisins, en ljóst er að ákvarð- anir í efnahagsmálum hafa óhjá- kvæmilega áhrif á umhverfismál, hvort sem um er að ræða nýtingu auðlinda eða ráðstöfun úrgangs og mengandi efna. Sú stefna að hvetja efnað fólk til að auka jólainnkaupin eða veita stórfé í framleiðslu orkufrekra bíla getur ekki verið rétt svar við yfir- standandi kreppu. Athyglisvert er að fylgjast með því hve viðhorf til hagfræðinnar hafa mikið verið að breytast á síð- ustu áratugum. Til marks um það er að verðlaunapeningur í hagfræði árið 2002 til minningar um Alfred Nobel var veittur sálfræðingi. Jafnframt er auðséð að hagfræði sem fræðigrein stendur á breiðari grunni en fyrr. Áhugaverðar nýj- ungar til lausnar þeim stóru úrlausn- arefnum sem maðurinn stendur andspænis (matvælaframleiðsla, veðurfar/umhverfi og efnahagsmál) er að finna á mörkum fræðigrein- anna heimspeki, þjóðfélagsfræði og náttúruvísinda. Allt er hvað öðru háð. Þannig hefur það reyndar alltaf verið. Bæði hugtakið hagfræði (ökonomi) og vistfræði (ökologi) eiga uppruna sinn í gríska orðinu „oikos“, sem merkir heimilishald. Bæði hug- tökin fjalla um að fara með eigur heimilisins, þ.e. þjóðarinnar eða jarðarinnar. Þar verður ekki undan því vikist að setja sér skynsamleg markmið um meðferð auðlindanna og að hugsa fyrir því að þær hvorki rýrni né skaðist. Þegar svo er komið að 500 efnuðustu neytendur jarðar- innar eru með meiri einkaneyslu en 416 milljónir fátækustu jarðarbú- anna, þá hefur eitthvað mistekist í útdeilingu verðmæta meðal fólks. Skilningur nútímafólks á orðinu hagfræði samsvarar best merkingu gríska orðsins „chrematisme“, að áliti franska hagfræðiprófessors- ins Serge Latouche við Sorbonne háskólann. Orðið merkir nánast „viðskipti“, þar sem hvorki sið- fræði né umgengni við náttúru- auðlindir koma nærri. Nútíma hag- fræði svífur því í einhverju tóma- rúmi án tengingar við umhverfi sitt. Hagkerfið verður að fá að vaxa sjálfs sín vegna. Við veitum meira fé í vegagerð og aukum bílaumferð án tillits til þess hvað umhverf- ið þolir og hvort til séu aðrar og umhverfisvænni lausnir, svo sem hópflutningar. Mergur málsins er sá að nútíma hagfræði er undirlögð „skynsemi“, sem er ekki lengur skynsöm. Von okkar, sem nú lifum, er að þær efnahagskreppur, og aðrar kreppur sem við glímum við, opni augu okkar fyrir því að sjá betur samhengi hlutanna. Það er einkum í frönskumælandi löndum sem birst hefur víðari sýn á hagstjórn en áður. Serge Latouche hefur kynnt hug- takið „décroissance“ (croissance merkir vöxtur), orð sem ætlað er að hrista upp í fólki. Décroissance merkir m.ö.o. samdrátt í umsvif- um niður í æskilegt umfang og er róttækara en orðið núllvöxtur, sem hingað til hefur verið mest notað í þessu sambandi. Orðunum er þó ætlað svipað hlutverk, að lýsa sjálf- bærri framleiðslu og neyslu, jafn- framt því að hámarka lífsgæði sem flestra. Í pólitískri umræðu nú til dags birtist áberandi tvöfeldni. Annars vegar eru dregin fram umhverf- ismál, svo sem hlýnun lofthjúps- ins og bágborin lífskjör í fátækum löndum, á sama tíma og pólitísk- ar ákvarðanir leiða til aukinnar hlýnunar og vaxandi fátæktar. Hnattrænni hlýnun er lýst sem mikilli vá á sama tíma og vikist er undan hverjum þeim aðgerðum sem af alvöru taka á málunum. Úrlausnarefnin er hins vegar því aðeins unnt að leysa að mönnum auðnist að sjá hagfræði (ökonomi), vistfræði (ökologi) og þarfir fólks í samhengi. Nationen/Ole-Jakob Christensen, stytt Hagfræði og skynsemi Sviss leyfir ekki langflutninga á sláturdýrum Í Sviss er það sjónarmið ríkjandi að hér eftir sem hingað til verði langflutningar á sláturdýrum um landið ekki leyfðir. Hér er um að ræða flutning gripa frá norðanverðri Evrópu til Suður-Evrópu. Það styttir flutningavegalengdina um nokkur hundruð kílómetra að fara um Sviss. En þrátt fyrir öll lagafyrirmæli fara þarna fram miklir flutningar á búfé á dráttarvögnum með gripi á þremur hæðum og flutningatíminn getur verið allt að 40-50 klst. Ef Sviss gæfi formlega heimild til þessara flutninga væri landið jafnframt orðið meðábyrgt fyrir slæmri meðferð á búfé. Einnig er sú skoðun uppi að þessir flutningar auki hættu á að búfjársjúkdómar ber- ist til landsins. Landsbygdens Folk Öryggismálastofnun Bandaríkj- anna eða USA's National Intelli- gence Council (NIC), sú deild sem fjallar um allar upplýsing- ar sem leyniþjónusta ríkisins aflar, gaf út árlega skýrslu sína í nóvember sl. Stofnunin leggur á fjögurra ára fresti fram skýrslu, þ.e. í aðdraganda nýs kjörtíma- bils forseta Bandaríkjanna, þar sem skyggnst er inn í nálæga framtíð. Nýja skýrslan, sem ber nafnið Global Trend eða Hnattræn þróun, beinir sjónum sínum allt fram til ársins 2025. Hún skiptist í sjö meg- inkafla: * Alþjóðavæðing fjármálakerfis- ins * Breytileg þróun einstakra þjóða; þær stækka, minnka og deil- ast upp á sama tíma, allt eftir heims hlutum * Þjóðir eins og Kínverjar og Ind- verjar komast til aukinna áhrifa * Mitt í allsnægtunum er að finna skort * Hættan á átökum eykst * Hvernig tekst alþjóðlegum sam- tökum að takast á við vanda- mál? * Hvernig dreifast völdin í heim- inum þegar þeim löndum fjölgar sem berjast um yfirráðin? Heimurinn eins og við höfum þekkt hann frá seinna stríði mun taka stakkaskiptum. Ný stórveldi, svo sem Brasilía, Rússland, Indland og Kína, munu ekki aðeins koma til sögunnar, þau munu spyrja nýrra spurninga og setja nýjar leikregl- ur. Flutningur lífsgæða frá vestri til austurs, sem átt hefur sér stað síðustu áratugi, mun halda áfram í fyrirsjáanlegri framtíð. Það mun einnig auka álag á auðlindir jarðar, svo sem vatn, fæðu og orku, og í ljós munu koma alvarleg tilfelli um skort þegar íbúum jarðar fjölgar enn frekar. Hættan á árekstrum eykst, að nokkru leyti vegna vaxandi óstöðugleika í Miðausturlöndum. Vatn, matur og breytingar á veðurfari Um þessar mundir er talið að 21 land með alls 600 milljónir íbúa skorti annað hvort jarðnæði eða vatn. Búist er við fólksfjölgun um 1,4 milljarða manns í 36 lönd- um fram til ársins 2025. Skortur á tryggum aðgangi að vatni mun víða um heim verða meiri en áður hefur þekkst, bæði til drykkjar og akuryrkju. Á sama tíma áætlar Alþjóðabankinn að eftirspurn eftir matvælum muni aukast um 50% fram til 2030. Matvælaiðnaðurinn hefur hing- að til brugðist vel við skilaboðum frá markaðnum, en búvörufram- leiðslan truflast sem fyrr af röngum pólitískum aðgerðum sem takmarka fjárfestingar. Sú stefna, sem víða er við lýði í þróunarlöndunum, að halda niðri verði á matvælum í því skyni að róa íbúa borganna og leggja heldur fé til uppbyggingar á iðnaði, hefur orðið dýrkeypt fyrir matvælafram- leiðsluna. Einnig er vandamál ef valdamenn í þessum löndum hafa meiri áhyggjur af óeirðum í borg- unum en tekjum fólks í dreifbýli. Þá eru líkur á að matarskortur auk- ist í framtíðinni. Með vaxandi þétt- býli vex hættan á að landbúnaður sitji á hakanum í mörgum löndum. Í stærstu kornútflutningslönd- unum; Bandaríkjunum, Kanada, Argentínu og Ástralíu, vex áhugi á líforku og sá áhugi nýtur stuðn- ings ríkisstjórna í þessum löndum. Sú framleiðsla leggur þar undir sig mikið af akurlendi og vatni til vökvunar. Ýmis lönd í Asíu hafa sett höml- ur á útflutning búvara og það, ásamt aukinni eftirspurn stækkandi millistéttar eftir próteinríkum mat, hefur leitt til verðsveiflna á heims- markaði fyrir búvörur, á markaði þar sem verð var hátt fyrir. Leyniþjónusta Bandaríkjanna vekur einnig athygli á að minna framboð á korni auki líkur á spá- kaupmennsku með korn og að það setji vaxandi mark á viðskipti með búvörur í framtíðinni. Heimurinn mun, að áliti leyni- þjónustunnar, spila póker fram til ársins 2025 í viðskiptum með mat- væli og orku þar sem samkeppni og átök verða áberandi. Internationella Perspektiv Flóknari heimur framundan Draumfarir hesta Hesta dreymir, rétt eins og fólk. Það er niðurstaða þýskrar rann- sóknar. Hvað þá dreymir er aftur ekki vitað, enn sem komið er. Með hjálp svefnrannsóknastofu á hjólum og fjartengdra rafskauta hafa vísindamenn við Ludvig Maximilian háskólann í München rannsakað svefn hesta. Fest voru 28 rafskaut á höfuð hesta og fylgst með þeim á hinum mismunandi stigum svefnsins. Niðurstöðurnar komu verulega á óvart, segir á þýsku vefsíðunni cavallo.de. Svefnfarir hesta eru hinar sömu og manna. Hesturinn fylgir sama ferli og maðurinn. Djúpur svefn er eins, og jafnvel REM-svefn (svefn með hröðum hreyfingum augna, e. „rapid eye movement“) er hinn sami. Það styður kenningar vísindamannanna um að hesta dreymi. Svefnþarfir hesta eru þó ekki eins miklar og fólks. Hestar sofa alls fjórar klst. á nóttu, en vakna oft inn á milli. Þeir bæta svo upp nætursvefninn með „kríum“ á dag- inn. Hingað til hefur verið talið að svefn hesta sé dýpri þegar þeir liggja en þegar þeir standa. Nú er hins vegar álitið að enginn munur sé þar á, þar sem REM-svefninn á sér jafnt stað hjá liggjandi sem standandi hestum. Landsbygdens Folk/LoA

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.