Bændablaðið - 12.02.2009, Qupperneq 17
17 Bændablaðið | fimmtudagur 12. febrúar 2009
Líf og starf
Ráðunautar stóðu í ströngu síð-
astliðið haust við ýmiss konar
landmælingar. Þeir tóku út verk-
efni sem eru styrkhæf m.a. sam-
kvæmt búnaðarlagasamningi.
Sem dæmi voru mældir og teknir
út tæpir 400 km af skurðum sem
voru hreinsaðir á árinu og alls
voru mældir og teknir út 12.203
ha af ræktunarlandi. Þar af voru
3.612 ha af grasrækt, 4.263 ha af
grænfóðri og 4.328 ha af þreskt-
um kornökrum.
Samkvæmt reglum er skilyrði
styrkveitingar út á ræktun það að
bændur skili inn túnkorti þar sem
stærð ræktunarinnar kemur fram.
Þó svo að túnkortum sé skilað inn
þá þarf í mörgum tilfellum að sann-
reyna stærð ræktunarinnar og er þá
stundum notað gps tæki og land-
upplýsingakerfi með nákvæmum
loftmyndum til að mæla túnin upp
og geyma hnit þeirra. Afrakstur
þessarar vinnu er meðal annars
nákvæm kortlagning ræktunar á
Íslandi geymd í landupplýsinga-
kerfi Bændasamtakanna.
Hér til hliðar er yfirlit yfir rækt-
un eftir svæðum og einnig eftir
búgreinum. Þess ber að geta að
ræktun ársins 2008 er eflaust meiri
en hér kemur fram því ekki sótt-
ust allir eftir styrknum og ræktun
á búi þarf að vera að lágmarki 2
ha til að vera styrkhæf. Einnig ber
að nefna að í einhverjum tilfellum
var grasi og korni sáð saman. Ekki
er um tvöfaldan styrk að ræða og
var ræktunin yfirleitt tekin út sem
korn.
Flokkun ræktunar eftir búgrein-
um er ekki nákvæm og þá helst þau
bú sem flokkast hér undir blönduð
bú.
Grasrækt eftir búnaðarsambandssvæðum. Grasrækt eftir búgreinum.
Grænfóðurrækt eftir búgreinum.
Kornrækt eftir búgreinum.
Grænfóðurrækt eftir búnaðarsambandssvæðum.
Kornrækt eftir búnaðarsambandssvæðum.
Alls 3.612 ha
Alls 4.263 ha
Alls 4.328 ha
Umsóknir um framlög til
þróunar- og jarðabóta, vatns-
veitna á lögbýlum og vegna
lýsingarbúnaðar í ylrækt
Sækja þarf um eftirtalin verkefni samkvæmt Búnaðarlagasamningi
fyrir 1. mars nk.:
► Umhverfis- og þróunarverkefni í garðrækt/ylrækt
► Umhverfis- og fegrunarátak í sveitum
► Verkefni tengd búfjárhaldi og vinnuaðstöðu
Að auki þarf að sækja um tvo flokka á sama eyðublaði fyrir 1. mars
sem ekki falla undir Búnaðarlagasamning. Það eru annars vegar fram-
lög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga:
► Framlög til stofnframkvæmda við vatnsveitur á lögbýlum
og hins vegar framlög úr aðlögunarsamningi um starfsskilyrði fram-
leiðenda garðyrkjuafurða:
► Fjárfestingar í lýsingarbúnaði í ylrækt.
Nánari reglur fyrir ofantalda flokka má sjá á vef Bændasamtakanna,
bondi.is. Einnig er hægt að nálgast reglurnar og eyðublöðin hjá við-
komandi búnaðarsambandi. Aðstoð við kostnaðaráætlanir o.fl. sem
fylgja skal umsóknum, veita viðkomandi ráðunautaskrifstofur.
Ekki skal sækja um styrki á þessum tímapunkti í aðra flokka sem
eru styrkhæfir samkvæmt Búnaðarlagasamningi heldur skal óska eftir
úttekt ráðunautar í lok sumars, þegar framkvæmd er lokið. Frestur til
þess verður auglýstur síðar.
Sérstakt
átaksverkefni í
jarðrækt
Stjórn Bændasamtakanna
ákvað fyrir stuttu að veita allt
að 4 milljónum króna í sérstakt
átaksverkefni í jarðrækt. Þetta
er gert í ljósi mikilla verðhækk-
ana á aðföngum og verulega
óhagstæðrar gengisþróunar.
Bændum verður gefinn kostur á
að sækja um sérstaka, einstakling-
smiðaða ráðgjöf um áburðarnotkun
og jarðrækt/fóðuröflun þeim að
kostnaðarlausu. Gert er ráð fyrir
að jarðræktarráðunautar heimsæki
bændur og fari með þeim í gegnum
fyrirkomulag jarðræktar á viðkom-
andi býli með það að leiðarljósi að
finna möguleika til hagræðingar og
leita nýrra tækifæra.
Meðal efnistaka má nefna nýt-
ingu lífræns og tilbúins áburðar,
áburðaráætlanagerð, endurræktun
túna, hagkvæmni grænfóður- og
kornræktar, notkunarmöguleikar
skýrsluhalds og túnkorta svo að
fátt eitt sé nefnt.
Sækja skal um þessa þjónustu til
viðkomandi ráðunautaskrifstofu.
Gras-, grænfóður- og kornrækt árið 2008
Innflutningur á kjöti árið 2008
Samkvæmt verslunarskýrslum voru flutt inn 1.173 tonn af kjöti árið 2008,
15,6% meira en árið 2007. Mest var flutt inn af alifuglakjöti, 530 tonn,
38% meira en árið 2007. Innflutningur á nautakjöti jókst um 3,2% frá
fyrra ári og nam 340 tonnum. Svipað magn var flutt inn af svínakjöti og
2007 eða um 280 tonn. Innflutningur á unnum kjötvörum jókst um 13,8%
og nam tæpum 23 tonnum árið 2008. Innflutt kjöt er að langmestu hrein-
ir vöðvar, s.s. kjúklingabringur, nauta- og svínalundir og hrygg- og lær-
isvöðvar. Hlutdeild innflutnings í kjötmarkaði hér á landi er því meiri
en þessar tölur gefa til kynna, þar sem innanlandsmarkaður er metinn á
grundvelli sölu í heilum og hálfum skrokkum. EB
Innflutningur á kjöti í kg
2007 2008 Aukning/
-minnkun
Nautakjöt 329.140 339.788 3,24%
Alifuglakjöt 384.124 530.398 38,08%
Svínakjöt 281.284 279.760 -0,54%
Aðrar kjötvörur af áðurtöldu 19.924 22.667 13,77%
1.014.472 1.172.613 15,59%
Mest var flutt inn af alifuglakjöti í fyrra, rúmlega 530 tonn.