Bændablaðið - 10.11.2011, Page 1

Bændablaðið - 10.11.2011, Page 1
34 20. tölublað 2011 Fimmtudagur 10. nóvember Blað nr. 359 17. árg. Upplag 24.000 16 22 Girðingum ekki ætlað að halda hreindýrum - Ríkið gæti verið bótaskylt segir lögfræðingur BÍ Elías Blöndal Guðjónsson lög- fræðingur Bændasamtaka Íslands segir að í girðingarlögum séu ákvæði um hvernig farið skuli með girðingar. „Skylt er að halda öllum girðing- um svo vel við að búfé eða öðrum stafi ekki hætta af þeim. Ýmist getur verið um að ræða umráðamenn lands, Vegagerðina, sveitarfélög eða ríkissjóð samkvæmt lagaboði eða samningum. Girðingarreglugerð fjallar svo um uppsetningu og frágang girð- inga. Eðli málsins samkvæmt lúta lágmarkskröfur fyrir girðingar ekki að því að halda hreindýrum.“ Elías segir að með því rísi upp álitamál um hvernig skuli farið með tjón á girðingum og afgirtu landi af völdum ágangs hreindýra. „Hreindýr eru friðuð samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Hins vegar veitir ráðherra heimild til veiða úr stofninum árlega. Þá er kveðið á um í sömu lögum að ráðherra geti veitt tímabundið leyfi til veiða í því skyni að koma í veg fyrir tjón af völdum hreindýra, en aðeins að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar og hreindýraráðs. Við höfum séð hvernig þetta úrræði virkar í fram- kvæmd að því er varðar álftir og gæsir og því varla hægt að telja það raunhæfan kost.“ Færa má rök fyrir bótaskyldu ríkissjóðs Í umræddum lögum eru ekki ákvæði um bótagreiðslur til handa þeim sem verða fyrir tjóni af völdum villtra dýra. Elías telur hins vegar að færa megi fyrir því rök að íslenska ríkið sé bótaskylt vegna tjóns af völdum hreindýra á girðingum og ræktuðu landi á grundvelli ólögfestrar hlut- lægrar ábyrgðarreglu. „Girðingarnar og ræktarlandið njóta auðvitað friðhelgi samkvæmt eignarréttarákvæði stjórnarskrár- innar og þegar löggjafinn takmarkar þennan eignarrétt með því að banna mönnum með friðunarlögum að verja eigur sínar er eðlilegt að ríkis- sjóður bæti mönnum það tjón sem þeir verða fyrir af þeim sökum. Hæstiréttur hefur haldið á lofti þessu sjónarmiði í frægum dómi frá árinu 1966 þar sem ríkissjóður var dæmdur bótaskyldur fyrir tjón á æðarvarpi af völdum arnar. Með friðun á tilteknum villtum dýrateg- undum hlýtur að fylgja ábyrgð. Víða í Evrópu eru ákvæði í lögum um bótagreiðslur úr ríkissjóði eða öðrum sérstökum sjóðum vegna tjóns á eigum manna af völdum villtra dýra. Við höfum af einhverjum ástæð- um ekki viljað viðurkenna að þetta sé vandamál hér á landi en tjón af völdum villtra dýrategunda hér á landi, s.s. álfta, gæsa, refa og hrein- dýra, hleypur örugglega á hundr- uðum milljóna á ári hverju.“ /fr Sameiginleg hrútasýning Fjárræktarfélaganna í Öxarfirði og Þistilfirði var haldin þann 25. október í fjárhúsunum hjá þeim bræðrum Rúnari og Sigþóri Þórarinssona í Sandfellshaga 1. Mættir voru þar um 50 veturgamlir hrútar og 18 lambhrútar. Á myndinni eru þrír efstu í flokkum veturgamalla. 1. sæti talið frá hægri: Fjarki 10-150 frá Sandfellshaga 2, faðir Búri 09-165. Fjarki er félagseign þeirra í Hagalandi, Garði, Kollavík og Gunnarsstöðum og það er Gunnar Þóroddsson Hagalandi sem heldur í hrútinn. - 2. sæti Safír 10-264 úr Flögu, faðir Grábotni 06-833, það er Ómar Reynisson einn eigenda hans sem heldur í hann. - 3. sæti Eiki 10-155 frá Bjarnastöðum, faðir Loki 09-607, það er Halldór Olgeirsson eigandi hans sem heldur í hann. - Sjá nánar bls. 7 Mynd Sigþór Þórarinsson. Ógilding á yfirtöku Stjörnugríss staðfest Áfrýjunarnefnd samkeppnis- mála hefur staðfest úrskurð Samkeppniseftirlitsins frá því í júlí sl. en með honum var yfirtaka Stjörnugríss á rekstri svínabúanna Brautarholts og Grísagarðs ógilt. Rekstrarfélög umræddra búa urðu gjaldþrota og komust búin þar með í eigu Arion banka. Arion banki og Stjörnugrís færðu þau rök fyrir yfir- tökunni að um væri að ræða gjörning sem uppfyllti reglur um félög á fall- andi fæti, þ.e. að fyrir hendi væri heimild til að leyfa samruna sökum alvarlegra fjárhagserfiðleika fyrir- tækja. Samkeppniseftirlitið féllst hins vegar ekki á þetta. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins var horft til þess að með kaupum Stjörnugríss á búunum hefði fyrir- tækið komist í markaðsráðandi stöðu og styrkt markaðsráðandi stöðu sína á sláturmarkaði. Sömuleiðis hefðu kaupin, ásamt sterkri stöðu fyrir- tækjasamstæðunnar á eggjamarkaði, styrkt stöðu hennar gagnvart fóður- seljendum, kjötvinnslum og dag- vöruverslunum. Stjörnugrís og Arion banki kærðu niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins en með úrskurði áfrýjunarnefndar 8. nóvember sl. var niðurstaðan hins vegar staðfest. /fr Ráðunautur segir hreindýraumræðu einhliða og ósanngjarna í garð bænda: Hreindýr ollu 8,5 milljóna króna tjóni - Eyðileggja ræktarland og girðingar fyrir bændum í Flatey á Mýrum Hreindýr hafa valdið gríðarlegu tjóni hjá bændum á Mýrum í Hornafirði síðustu ár. Meðal annars nemur tjón á girðingum og ræktarlandi hjá bændum í Flatey 8,5 milljónum króna á þessu ári einvörðungu. Hávær umræða hefur verið upp á síðkastið um hreindýr sem flækst hafa í girð- ingum, dýrunum til tjóns eða jafn- vel dauða. Ráðunautur gagnrýnir einhliða og óvægna umræðu um málið og segir bændum að ósekju kennt um. Í grein sem Grétar Már Þorkelsson ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands skrifar í Bændablaðið kemur fram að hann hafi tekið út tjón af völdum hreindýra á ræktarlandi og girðingum í landi Flateyjar á Mýrum nú í haust. Samkvæmt úttekt Grétars ollu hreindýr tjóni upp á 8.480.000 krónur á þessu ári. Þar af var tjón á girðingum um hálf milljón króna en afgangurinn tjón á kornrækt, hveitirækt og túnum. Í landi Flateyjar er einnig svokölluð félagsræktun sem bændur úr nágrenninu nýta. Samkvæmt úttektinni á félags- ræktuninni er tjón á ræktarlandi og girðingum þar síðustu fimm ár 3.228.390 krónur. Bændur í Flatey og þeir sem nytja umrædda félagsræktun tóku undir grein Grétars í samtali við Bændablaðið. Þá hafa bændur víðar í sýslunni orðið fyrir tjóni af völdum hreindýra og stendur til að taka það tjón út. Hreindýr eyðileggja girðingar Að mati Grétars hefur umræðan á síðustu misserum verið óvægin í garð bænda og landeigenda. „Hreindýrum hér er að fjölga, um það er ég alveg viss og bændur á svæðinu eru sammála um það. Aukið álag á girðingar og ræktarland hér er af þeim sökum, það leyfi ég mér að fullyrða. Að mínu mati þyrfti að leyfa mun meiri veiðar á svæðinu, að minnsta kosti þyrfti að fella mun fleiri tarfa þar sem þeir eru allt of margir á svæðinu. Það er ekki hægt að kenna bændum um það að tarfar á fengitíma eyðileggi fyllilega góðar girðingar og dragi síðan girðingardræsur á eftir sér. Það er óupplýst og ósanngjörn umræða.“ Aukinn ágangur í byggð Náttúrustofa Austurlands er vökt- unaraðili hreindýrastofnsins. Þegar skýrslur stofunnar eru skoðaðar kemur í ljós að áætlaður fjöldi dýra á Mýrum og í Suðursveit er talinn vera 150 dýr veturinn 2010-2011. Það er hins vegar fækkun frá árunum áður. Þrjá vetur þar áður er fjöldi dýra á sama svæði talinn vera 200 dýr. Rán Þórarinsdóttir sérfræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands segir að fækkun dýra á svæðinu geti skýrst af því að dýr hafi fært sig yfir á annað svæði. Jafnframt tekur hún fram að fjöldi dýra segi ekki allt um ágang dýranna á ræktuðu landi. „Með beinum árlegum talningum fáum við upplýsingar um fjölda dýra en mat á ágangi byggir mikið til á upplýsingum frá landeigendum sjálfum. Þær upplýsingar sem við höfum um hagagöngu dýra, gefa til kynna að dýr séu lengur í byggð á Mýrum og Suðursveit heldur en í öðrum sveitarfélögum. Ef dýr staldra lengur við í byggð heldur en áður gæti það komið fram sem aukinn ágangur á ræktuðu landi jafnvel þótt dýrum hafi fækkað. Frekari athuganir þyrfti til að fá fullnægjandi svör við því hvernig dýrin nýta úthaga og ræktað land á ársgrundvelli og hvort breytingar á svæðisnotkun muni leiða til meiri ágangs á ræktuðu landi.“ /fr Bærinn okkar Hnjúkur Garðyrkja & ræktunÚr öskuskýi í öskubuskuævintýri til Eistlands

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.