Bændablaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 4
Bændablaðið | fimmtudagur 10. nóvember 20114
Fréttir
Kýrin Trappa bíður pollróleg eftir að heimilisfólkið í Engihlíð opni dyrnar. Myndir / Halldóra Andrésdóttir.
Þessi unga kýr gerði sig heima-
komna, prílaði upp tröppur og
bankaði upp á hjá heimilisfólkinu
í Engihlíð í Vopnafirði á dögunum.
Halldóra Andrésdóttir á
Grænalæk sendi Bændablaðinu
þessar myndir og sagði að kýrin
hefði umsvifalaust verið nefnd
Trappa vegna þessa uppátækis.
Greinilegt var að hún var ekki til-
búin að láta það stoppa sig þó enginn
kæmi til dyra. Kíkti hún því inn um
gluggann, svona rétt til að athuga
hvort þar væri virkilega ekki neinn
sem ætlaði að sýna þá lágmarks
kurteisi að bjóða gestinum til stofu.
Bankað upp á í Engihlíð
Hvers lags ókurteisi er þetta - ætlar enginn að koma til dyra?
Félagið Brákarbraut 19, sem er
í eigu Jóns Sævars, Kristins og
Snorra Þorbergssona og Guðjóns
Kristjánssonar, hefur fest kaup
á eignum fyrrum Sláturhúss
Borgarness. Hafa þeir félagar
unnið að standsetningu hússins að
undanförnu. Ætlun þeirra er að
leigja húsið út en það var nýtt sem
sauðfjár- og stórgripasláturhús allt
til ársins 2007.
Byggingin er í heild um 700
fermetrar að stærð en þar af er
sláturhúsið í um 500 fermetra
plássi. Sumarið 2003 ákvað stjórn
Borgarnes Kjötvara ehf., sem þá
rak sláturhúsið, að hætta sauðfjár-
slátrun í húsinu. Hugmyndin var að
fara fram á úreldingu sláturhússins.
Samkvæmt heimildum blaðsins var
þó haldið áfram sauðfjárslátrun í hús-
inu og einnig stórgripaslátrun allt
fram á vetur 2007-2008. Þá var öllum
starfsmönnum sagt upp í tengslum
við nauðarsamninga Borgarness
Kjötvara og slátrun hætt.
Keyptu húsið af Landsbankanum
Jón Sævar, sem er m.a. hestamaður
í Skíðsholtum á Mýrum, segist hafa
tekið hluta hússins á leigu ásamt
Guðjóni Kristjánssyni, félaga sínum
úr Borgarnesi. Landsbankinn hafi
eignast húsið á uppboði á síðasta ári
og sett eignina á sölu. Leituðu þeir
félagar, ásamt bræðrum Jóns Sævars,
þá eftir því við bankann að fá eignina
alla keypta og náðust samningar um
þau kaup.
Fullbúið tækjum
„Þegar ég fór að skoða þetta enn
betur fannst mér skelfilegt að
horfa upp á öll þessi tæki og búnað
sláturhússins, sem lá þarna engum
til gagns. Það var lagt í töluverðar
fjárfestingar í húsinu upp úr árinu
2000. Síðan gengu menn bókstaflega
út úr þessu, svona rétt eins og þeir
hefðu skroppið í helgarfrí, þarna um
veturinn 2007-2008.“
Jón Sævar segir að við kaupin hafi
komið í ljós að engar kvaðir væru
á húsnæðinu sem bönnuðu notkun
þess sem sláturhúss. Þá hafi húsið
enn verið skráð sem sláturhús hjá
Fasteignamati ríkisins. Að sjálf-
sögðu þyrfti þó að fara að kröfum
Matvælastofnunar til að fá heimild
til slátrunar í húsinu að nýju.
Jón Sævar segir að ýmsir mögu-
leikar séu á nýtingu hússins undir
aðra starfsemi en slátrun. Þeir hafi þó
viljað kanna hvort einhverjir hefðu
áhuga á að nýta þann búnað sem fyrir
er í húsinu, áður en hann yrði rifinn
niður.
„Við viljum bara leigja húsið með
þeim búnaði sem þar er. Hugsanlega
geta menn nýtt þetta aftur sem slátur-
hús í stað þess að flytja gripi til slátr-
unar mörg hundruð kílómetra leið
eins og nú er. Það væri líka hægt
að nýta það undir kjötvinnslu. Svo
kemur bara í ljós hvort einhverjir
hafa áhuga á slíku. Mér fyndist grát-
legt, í allri umræðu um flutninga á
sláturgripum langar leiðir, ef ekki er
hægt að nýta þetta hús. Við viljum
alla vega gefa mönnum tækifæri til
þess.“
/HKr.
Unnið að því að koma Sláturhúsi
Borgarness í notkun að nýju
- Félagið Brákarbraut 19 keypti húsið og hyggst leigja það út
Jón Sævar Þorbergsson segir að reynt verði að leigja húsið út með þeim
sláturbúnaði sem í því er.
Mikil aðsókn var á alla við-
burði á Fræðsludögum um járn-
ingar sem Járningamannafélag
Íslands og Endurmenntun
Landbúnaðarháskóla Íslands
stóðu fyrir á dögunum.
Um 60 manns sóttu námskeið, yfir
100 manns fræðslufyrirlestra og ríf-
lega 200 manns komu á opinn dag
í Hestamiðstöð LbhÍ á Miðfossum.
Félag járningamanna fékk til
landsins hinn þekkta járningamann
Mitch Taylor frá Bandaríkjunum og
hlaut hann mikið lof fyrir sitt framlag
til fræðsludaganna. Fjölmargir aðilar
er tengjast járningavörum kynntu
þær og það nýjasta á boðstólum, s.s.
Ásbjörn Ólafsson ehf., Ó. Johnson
og Kaaber ehf., Brimco, Ástund og
Lífland.
Í lok dagskrárinnar fór fram
þriðja Íslandsmótið í járningum.
Mustad og Ó. Johnson og Kaaber
gáfu verðlaunin. Alls voru kepp-
endur sjö og var mjög mjótt á mun-
unum. Kristinn Hugason, fulltrúi
Landbúnaðar- og sjárútvegsráðu-
neytisins, veitti verðlaunin. Í fyrsta
sæti var Högni Sturluson, í öðru Leó
Hauksson og í því þriðja Erlendur
Fræðsludagar um járningar
og Íslandsmót
Járningamaðurinn Mitch Taylor frá Bandaríkjunum sýnir réttu handtökin.
Kokkar, blaðamenn, bændur og
aðrir matgæðingar gæddu sér á
dögunum á nýbökuðum eplakök-
um úr íslenskum eplum.
Tilefnið var útgáfa nýju mat-
reiðslubókarinnar „Eldum íslenskt
með kokkalandsliðinu“ sem er
nýkomin í verslanir. Þorsteinn
Sigmundsson, bóndi í Elliðahvammi,
tók á móti gestum í útgáfuhófi á
Vatnsenda en þar ræktar hann m.a.
eplatré sem hafa gefið ríkulega upp-
skeru. Að hans sögn er þess ekki
langt að bíða að íslensk epli verði
algeng á markaðnum, jafnvel ekki
nema örfá ár.
Eplakökur úr íslenskum eplum
Geitfjárræktarfélags íslands fagn-
aði 20 ára afmæli sínu á aðalfundi
sínum sem haldinn var sl. laugar-
dag hjá Búgarði á Akureyri.
Ný stjórn félagsins er þannig skipuð:
Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir,
Háafelli Borgarbyggð er for-
maður, Stefanía Sigurðardóttir,
Vorsabæ 2 Skeiðum er ritari og
Helgi H Bragason, Setbergi, Fellum
er gjaldkeri. Þá er Gunnar Júlíus
Helgason, Vogum Vatnsleysuströnd
meðstjórnandi, auk Hallveigar
Guðmundsdóttir, frá Húsdýragarði
Reykjavíkurborgar.
Að sögn Jóhönnu var á fundinum
farið yfir liti íslensku geitarinnar og
heiti litanna, en stefnt er á að ljúka
gerð veggspjalds með geitalitum
innan tíðar. „Þar sem geitur voru
orðnar æði fáar á landinu fækkaði
litaafbrigðum einnig, en nú þegar
aftur fjölgar í stofninum skjóta upp
kollinum ýmsir fallegir litir sem
taldir voru horfnir og því er mikil-
vægt að samræma heiti á þeim.
Umræður voru um aukinn áhuga á
afurðum geita og mikilvægi þess að
geitaræktendur standi saman og nái
að tengjast betur sín á milli með t.d.
aukinni notkun á heimasíðu félags-
ins, www.geit.is. Anna María Lind
Geirsdóttir textillistakona kynnti
verkefni sitt um geitafiðu (kasmír)
og hefur hún unnið mikið og óeigin-
gjarnt starf við að leita leiða til að
nýta fiðuna og að láta rannsaka gæði
hennar. Einnig var kynnt nýtt merki
félagsins sem Anna María hannaði og
gaf félaginu. Að síðustu var rætt um
sæðingar en í fyrra var í fyrsta sinn
safnað 8 höfrum á sæðingastöð og
nú í ár bætast þrír nýir hafrar við til
sæðistöku. Skipulagning þess starfs
hefur mest verið í höndum Birnu
Baldursdóttur hjá Erfðalindasetri.“
Að sögn Jóhönnu hefur geitum
og geitaeigendum fjölgað til muna
á síðustu 2-3 árum. Geiturnar voru
um 730 á vetrarfóðrum síðasta
vetur hjá 64 eigendum, en félagar í
Geitfjárræktarfélaginu eru orðnir 80.
/smh
Geitfjárræktarfélags Íslands 20 ára
Haldið upp á afmælið á aðalfundinum sl. laugardag
Jóhanna B. Þorvaldsdóttir formaður
sker afmæliskökuna.