Bændablaðið - 10.11.2011, Síða 10

Bændablaðið - 10.11.2011, Síða 10
Bændablaðið | fimmtudagur 10. nóvember 201110 Á aðalfundi Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi, sem haldinn var á Akureyri á dögunum, voru samgönguyfirvöld eindregið hvött til að beita sér fyrir því að áætlunarflug til Sauðárkróks legg- ist ekki af, en boðað hefur verið að það leggist af um næstu áramót ef ekki næst að semja við yfirvöld um ríkisstuðning. „Ef af verður er ríkisvaldið í raun að kippa á brott einni mikilvægustu stoð samfélagsins í Skagafirði og ganga á bak orða sinna í Sóknaráætlun 2020 um efl- ingu atvinnulífs með áherslu á m.a. atvinnu- og gjaldeyrissköpun vegna vaxandi ferðaþjónustu. Er þá ótalið hið metnaðarfulla markaðsátak „Ísland – allt árið“ um að stórauka vetrarferðaþjónustu um land allt, en vandséð er hvernig niðurlagn- ing áætlunarflugs til Sauðárkróks stuðlar að framgangi fyrrgreindra markmiða,“ segir í ályktun frá Markaðsskrifstofunni. Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi Áfram verði flogið til Sauðárkróks Fréttir „Var fjör á ballinu?“ var mikil- vægasta spurningin eftir böllin í gamla daga, sagði snillingur- inn Ingimar heitinn Eydal í góðri upprifjun á lífi og starfi meistarans í sjónvarpsþætti á sunnudagskvöldið var. Já, fjörið og lífsgleðin skipta miklu máli. Svona var oft spurt eftir fundi stjórnmálamanna hér áður fyrr. Mér fundust þungir og fúlir fundir, hlaðnir af skömmum og dauðans alvöru, aldrei skila neinu. Aðalatriðið er, eins og Ingimar sagði, að menn fari glaðir heim af ballinu eða þá fundinum. Þar sem hlegið er fæðast betri hugmyndir. Þar er umræðan opn- ari og dýpri, skilur meira eftir. Bæjarbragur þorpa og bæja er mis- jafn og sveitabragurinn einnig. Mér er t.d. sagt að enginn verði samur eftir að hafa verið á þorrablóti Jökuldælinga. Fólkið í landinu er víða skemmtilegt en í dag er dauft yfir mörgum og því þurfum við að hressa andann og þora að vera til. Fundirnir voru alltaf betri þar sem menn voru harðir í horn að taka. Þar er líka styttra í brandarann og hláturinn. Grindvíkingar eru magnaðir Oft fannst mér eitthvað ferskara og hressilegra á fundunum í sjávar- þorpunum. Þar voru menn djarfir og hispurslausir í tali. Var það hið ólgandi haf sem hleypti funa í hjartað og krafti í sálina. Fundir í Vestmannaeyjum og Grindavík, á Snæfellsnesi og Vestfjörðum voru ólgandi skemmtilegir. Þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar Grindvíkingar vinir mínir buðu mér til sín einn daginn á Veitingahúsið Bryggjuna. Þar halda þeir fund í hverri viku, ræða hug- sjónir og skapa bæjarbrag. Þorpin þar sem menn eru bæði bændur og sjómenn eru skemmtilegust. Hver stal lambakjötinu? Grindvíkingar eru engin lömb að leika við, allir muna þegar allt þeirra lambakjöt heimaslátrað var gert upptækt eitt haustið og átti að eyða kjötinu að kröfu heilbrigðisyf- irvalda. Kjötið var sett í stóran gám og sýslumaðurinn og lögreglustjór- inn höfðu einir lykla að gámnum. Átökin um heimaslátrunina voru hörð og klögumálin gengu á víxl. Grindvíkingar voru sammála því sem landbúnaðarráðherrann hafði sagt í þinginu: ,,Það eru mannréttindi að eiga sauðkind“. Þeir spurðu einnig, hverslags hálf- vitar brenna og eyða góðu kjöti? Og í þúsund ár hafði enginn maður drepist af þessu kjöti, heilnæmustu villibráð í veröldinni. Mikið hefði ég viljað vera við- staddur þegar sýslumaðurinn og lögreglustjórinn opnuðu loksins gáminn og þar inni var ekkert lambakjöt, allt horfið. Hvort Grindvíkingar stálu sínu eigin lambakjöti eða hvað sem um það varð skiptir ekki máli, það hvarf sporlaust úr gámnum. Eða var það aldrei sett í hann? Sýslumaðurinn Jón Eysteinsson var allavega það stór að hann lét þar með málið niður falla. Stundum hafa menn vit á því að beygja sig undan storminum, hætta leik þá hæst stendur. Lambakjötið í gámnum er enn hin óráðna gáta og verður það örugglega áfram. Vináttan er aflið sem reisir landið Grindvíkingar eru öfgamenn en þeir þora líka að rísa gegn vit- leysunni þegar hún verður yfir- gengileg. Ég hvet fólk í sveitum og bæjum til að koma saman eins og Grindvíkingarnir gera vikulega á Bryggjunni og ræða þjóðmál, lífið eða listina. Hlæja og gráta saman, finna til. Það styrkir hverja byggð og hvert mannlegt samfélag. Nú þurfum við að hafa fjör á ballinu og fundunum til að endurreisa landið. Rifja upp hvað við eigum magnað land, ærinn auð og gott samferða- fólk. Íslandi allt er hundrað ára saga. Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri SAM Þurfum að hressa andann og þora að vera til Þann 1. nóvember sl. kom til fram- kvæmda á Íslandi sá hluti nýrrar matvælalöggjafar á Evrópska efnahagssvæðinu sem snýr að bændum. Þessi hluti snýr því að þeim sem rækta fóður, framleiða dýraafurðir og dreifa, þeirra sem rækta eða nota grænmeti, korn eða gras til dreifingar, manneldis eða fóðurgerðar. Samhliða verða breytingar sem lúta að dýraheil- brigði; m.a. opinbert eftirlit hér- aðsdýralækna skilið frá almennri dýralæknaþjónustu. Ákvæði fyrir fóður, fisk og almenn matvæli tóku gildi þann 1. mars 2010, en nauðsynlegt þótti að seinka innleiðingu á þeim hluta sem snýr að bændum til að hægt væri fyrir fyrirtæki að koma á nauðsyn- legum úrbótum og fyrir opinbera aðila að tryggja hlutlaust eftirlit. Matvælastofnun (MAST) stóð fyrir fræðslufundi fyrir bændur þann 1. nóvember sl. á Hvanneyri þar sem þeir voru upplýstir um þau atriði lög- gjafarinnar sem helst munu hafa áhrif á þeirra störf. Umsjón með fundinum höfðu þeir Sigurður Örn Hansson, forstöðumað- ur hjá MAST, og Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir hjá MAST. Sigurður byrjaði á að útlista helstu atriði um matvælalöggjöfina og bændur, en síðan tók Halldór við með þá hlið sem snýr að dýraheilbrigði. Rekjanleiki, gæða- og heilnæmiskröfur Í máli Sigurðar kom fram að almennt miðaði löggjöfin að því að tryggja rekjanleika matvæla og fóðurs og að afurðir á markaði uppfylli gæða- og heilnæmiskröf- ur. Henni sé ætlað að ná til allra þátta matvælaframleiðslunnar, frá haga til maga. Þar kom fram að ein af aðalástæðum þess að farið var í endurskoðun á matvæla- og eftirlitslöggjöf Evrópusambandsins (ESB) – sem tók svo gildi þar 1. janúar 2006 – hafi verið sú að undir lok síðustu aldar hafi evrópski mat- vælaiðnaðurinn orðið fyrir ýmsum áföllum. Upp kom m.a. díoxín-meng- un í Belgíu og kúariðufár geisaði í Bretlandi. Með löggjöfinni átti því að endurvinna traust neytenda. Í nýrri löggjöf eru bændur skil- greindir sem fóðurfyrirtæki (þeir sem afla og nota fóður) og matvæla- fyrirtæki (þeir sem stunda búfjár- eldi, matjurtaræktun og heimafram- leiðslu/-sölu). Samhliða þessum skilgreiningum eru fyrirtækjunum lagðar ýmsar skyldur á herðar. Þau bera m.a. ábyrgð á að ákvæði lög- gjafar um starfsemina séu uppfyllt, að starfsleyfi/skráning liggi fyrir áður en starfsemi hefst, að kröfur um hollustu- hætti og innra eftirlit séu uppfylltar, á rekjanleika afurða, að einungis örugg matvæli fari á markað og að hættuleg matvæli séu innkölluð. Stjórnvöldum (MAST) er sam- kvæmt löggjöfinni falið að veita starfsleyfi, halda skrá yfir bændur og býli og hafa eftirlit með að bændur vinni samkvæmt ákvæðum löggjaf- arinnar. Það er svo Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sem gerir úttektir á starfi MAST. Breytingar á málum dýralækna og dýralæknaþjónustu Halldór Runólfsson útlistaði breytta skipan mála varðandi héraðsdýra- lækna og dýralæknaþjónustu (sjá útskýringar á öðrum stað hér á síð- unni). Síðan rakti hann helstu breyt- ingarnar á reglugerðum sem snúa að hans sviði: Aðbúnaðarreglugerðum vegna dýra í matvælaframleiðslu verður breytt, reglugerðum um ein- staklingsmerkingar dýra einnig, riðureglugerð ESB innleidd (að hluta til) og ný ákvæði um arfgerðir sauðfjár tekin upp. Hann greindi frá nýjum gagna- grunnum sem væru til staðar til hjálpar við innleiðingu löggjafar- innar. Í því sambandi nefndi hann grunnana Bústofn og Heilsu, sem lofuðu góðu við að halda utan um íslenska búfjárstofna og við skrán- ingu á sjúkdómum og lyfjanotkun. Leiðbeiningar í vinnslu Bændasamtök Íslands hafa unnið að gerð handbókar fyrir bændur þar sem hagnýtar leiðbeiningar verður að finna varðandi atriði er snúa að innleiðingunni. Von er á því að hún verði kynnt innan tíðar. /smh Ný matvælalöggjöf og breytingar gagnvart bændum Listi frá MAST yfir kröfur sem gerðar eru til bænda tryggja heilbrigði og velferð dýra tryggja hreinleika og þrifnað í framleiðslu hindra mengun af völdum húsdýra og meindýra koma í veg fyrir að jarðvegur, dýralyf, úrgangur, skordýraeitur, fóður eða óhreint vatn mengi matvæli halda dýrum sem ætluð eru til slátrunar hreinum einstaklingsmerkja búfé taka tillit til rannsóknarniðurstaðna sem varða dýraheilbrigði og/eða lýðheilsu nota lyf, aukefni í fóðri, varnarefni, hreinsiefni og önnur hjálparefni á ábyrgan hátt tryggja hreint vatn fyrir dýr tryggja fræðslu starfsfólks um hættur senda yfirlýsingu um heilbrigði dýra og lyfjanotkun sem fylgir dýrunum í sláturhús Á eftirfarandi lista eru þær skrán- ingar sem búfjárbændum er gert skylt að sinna: eðli og uppruni þess fóðurs sem notað er notkun dýralyfja ásamt útskolunar- tíma öll tilfelli sjúkdóma sem geta haft áhrif á matvælaöryggi allar upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að tryggja rekjanleika s.s. einstaklingsmerkingar allar niðurstöður rannsókna heilbrigðisástand dýra sem send eru til slátrunar Þá þurfa bændur áfram að halda skráningar sem krafist er af öðrum yfirvöldum Samkvæmt nýrri löggjöf skulu bændur sem rækta grænmeti, ávexti og korn gera eftirfarandi ráðstafanir: halda hreinni aðstöðu, búnaði og flutningstækjum tryggja að plöntuafurðir séu hreinar nota drykkjarhæft vatn eða annað hreint vatn tryggja að starfsfólk sé heilbrigt og fái fræðslu um hættur hindra mengun af völdum húsdýra og meindýra koma í veg fyrir mengun af völdum úrgangs og hættulegra efna taka tillit til rannsóknaniðurstaðna sem varða matvælaöryggi nota plöntuvarnarefni s.s. ill- gresiseyði og skordýraeitur á ábyrgan hátt Ræktendur grænmetis, ávaxta og korns skulu skrá: alla notkun plöntuvarnarefna og sæfiefna öll tilvik sjúkdóma eða skaðvalda sem geta haft áhrif á mat- vælaöryggi allar niðurstöður rannsókna Héraðsdýralæknum fækkað úr 14 í 6 Dýralæknaþjónusta í dreifðum byggðum tryggð með þjónustusamningum Ný matvælalöggjöf um hollustuhætti og eftirlit á Evrópska efnahagssvæðinu tók gildi á Íslandi 1. mars 2010 fyrir fóður- og matvælafyrirtæki. Sá hluti löggjafarinnar sem náði til fyrirtækja sem vinna afurðir úr búfjárafurðum tók þó ekki gildi fyrr en 1. nóvember sl. Samhliða innleiðingu löggjafarinnar nú urðu breytingar á lögum um dýralækna og heilbrigðis- þjónustu við dýr. Breytingarnar fela í sér að embættum héraðsdýralækna hefur verið fækkað úr 14 í 6. Breytingunni er meðal annars ætlað að tryggja að- skilnað opinbers eftirlits og almennrar dýralæknaþjónustu til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra. Héraðsdýralæknum er eftir breytinguna óheimilt að sinna almennri dýralæknaþjónustu. Samhliða breytingum á embættum héraðsdýralækna hefur Matvælastofnun gert þjónustusamninga við sjálfstætt starfandi dýralækna um almenna dýralæknaþjónustu og bráðaþjónustu á níu skilgreindum svæðum á landinu þar sem talið er að markaðslegar for- sendur séu með þeim hætti að ekki sé hægt að tryggja þjónustu með öðrum hætti. Er þetta gert með stoð í lögum um dýralækna og dýralæknaþjónustu og einnig í reglugerð um dýralækna- þjónustu í dreifðum byggðum. Búið er að gera þjónustusamninga við dýralækna á svæðunum öllum. Þar sem þjónustu- samningar hafa verið gerðir á að vera tryggt að dýralæknaþjónusta sé tiltæk á öllum tímum. Á fimm svæðum á landinu er ekki talin þörf á að gera slíka þjónustusamninga, þar eð markaðslegar forsendur séu fyrir því að dýralæknir starfi þar. Þau svæði eru Gullbringu- og Kjósarumdæmi, Mýra- og Borgarfjarðarumdæmi, Skagafjörður, Eyjafjörður og Suðurland að Mýrdals- hreppi. /fr

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.