Bændablaðið - 10.11.2011, Síða 12
Bændablaðið | fimmtudagur 10. nóvember 201112
Fréttir
Hörgdælskir bændur, sem slógu
í gegn síðastliðið vor með sýning-
unni Með fullri reisn, hyggjast nú
halda í víking til höfuðborgarinnar
og sýna verkið þar dagana 11. og
12. nóvember. Sýnt verður í Iðnó
og verða hinir hörgdælsku þar á
ferðinni, fáklæddir sem fyrr.
Leikfélag Hörgdæla tók verkið
Með fullri reisn til sýninga á liðnum
vetri og má með sanni segja að það
hafa vakið mikla lukku, troðfullt
var á allar sýningar fram eftir vori
og komust færri að en vildu. Annir
við sauðburð og önnur hefðbundin
vorverk bænda gerðu að verkum að
hætta þurfti sýningum en jafnframt
var ákveðið, í ljósi þess hve viðtökur
voru góðar, að taka verkið til sýninga
á ný þegar haustannir væru afstaðnar.
Tilbúnir að fækka fötum á ný
„Nú eru allir hressir og klárir í slaginn
á ný,“ segir Bernharð Arnarson, for-
maður Leikfélags Hörgdæla. Stefnt
er að því að sýna verkið tíu sinnum
norðan heiða að Melum, voru fyrstu
sýningar um síðustu helgi og eins
verður sýnt um komandi helgi og
þá næstu. Að því búnu ætla menn
að pakka leikmyndinni saman og
bruna í bæinn. Sýnt verður í Iðnó
og geta áhugasamir aflað sér nánari
upplýsinga á vefsíðunum miði.is og á
heimasíðu Leikfélags Hörgdæla sem
hýst er á vefsíðu sveitarfélagsins,
horgarsveit.is.
„Það er mikið að gera í sveitinni
á vorin og við urðum að hætta sýn-
ingum vegna sauðburðar og annarra
aðkallandi vorverka. Þá var staðan
þannig að enn var þó nokkur eftir-
spurn eftir að sjá sýninguna og bið-
listi hafði myndast. Við ákváðum því
að taka verkið til sýninga á ný þegar
hefðbundnum hauststörfum lyki og
nú eru allir tilbúnir að fækka fötum
á ný,“ segir Bernharð.
Ánægð með góðar viðtökur
Hann segir að þeir sem ekki kom-
ust á sýninguna í vor fái nú til þess
tækifæri og viðbrögð séu eftir vænt-
ingum, búið sé að selja bróðurpart
miðanna á þær sýningar sem áform-
aðar eru. „Við erum auðvitað mjög
ánægð með hversu mikinn áhuga
fólk hefur sýnt okkur, en frá því við
frumsýndum í mars á liðnum vetri
hefur fjöldinn allur af fólki sótt
sýninguna og eftir því sem ég best
veit skemmta menn sér konunglega,“
segir Bernharð. /MÞÞ.
Leikfélag Hörgdæla „Með fullri reisn", heima og að heiman:
Fáklæddir Bændur
spígspora um borgina
MS Selfossi hefur tekið í notkun
tvo nýja og glæsilega mjólkur-
söfnunarbíla af fullkomnustu gerð.
Annar bíllinn er af gerðinni Benz,
hefðbundinn stellbíll með 14.500
lítra tanki, en hinn bílinn er Volvo,
fjöurra öxla með 20.000 lítra tanki.
Báðir bílarnir eru á loftpúðum að
framan og aftan. Ýmsar nýjungar
eru í bílunum, m.a er tveggja dælu
kerfi í þeim báðum, sem eykur afköst
við dælingu á mjólk úr tæplega 400
ltr. á mínútu í 850 til 870 ltr. á mín.
Nýju bílarnir kostuðu 17,5 millj-
ónir króna. Auk þess eru komnir til
landsins hjá MS 4 nýir beislisvagnar,
18.500 ltr. hver, 3ja öxla með lyftan-
legum búkka.
MS Selfossi gerir út stóran flota
af bílum, bæði mjólkursöfnunarbíla
og dreifingarbíla en á síðasta ári óku
bílarnir 1,1 milljón km. /MHH
Tveir nýir mjólkursöfnunarbílar hjá MS Selfossi
Guðmundur Geir Gunnarsson (fyrir miðju), mjólkurbússtjóri MS
Selfossi, ásamt mjólkurbílstjórunum Garðari Gestssyni (t.h) og
Guðlaugi Stefánssyni. Nýju mjólkursöfnunarbílarnir sjást fyrir
aftan þá. Mynd / MHH.
Mjög ómakleg umræða hefur
verið í fjölmiðlum undanfarið
vegna hreindýra sem hafa verið
að flækjast og festast í girðingum
síðustu vikur í landi Flateyjar á
Mýrum. Hefur umræðan verið
á þann veg að þetta sé eingöngu
bændum að kenna, þeim standi
á sama og aðhafist ekkert í mál-
unum. Þá hafa bloggheimar logað í
þessum umræðum og verið skrifað
á þeim vettvangi að bændur séu
upp til hópa dýraníðingar, hirði
hreindýraarðinn og loki svo bara
augunum fyrir stöðu mála. Bændur
í Flatey fá engan hreindýraarð þar
sem landið utan girðingar er í eigu
ríkisins. Meðal hreindýraarður
bænda í sýslunni dugar fyrir um
30 girðingarstaurum eða hálfum
áburðarsekk.
Talsmenn umhverfisverndarsam-
taka hafa farið mikinn í umræðunni
og lagt málið mjög einhliða upp í
fjölmiðlum. Umræðan snýst aðal-
lega um það að bændur fari ekki að
girðingarlögum og gjarnan er vitnað
í lög og reglugerðir um girðingar.
Engum dylst að þær myndir sem birst
hafa í fjölmiðlum og á heimasíðum
umhverfisverndarsamtakanna eru
óhugnanlegar. Til dæmis má sjá
mynd af dauðu hreindýri með appel-
sínugulan borða vafinn utan um sig.
Þessi borði var fastur á staur utan við
íbúðarhúsið í Flatey og var notaður á
hverjum degi við að randbeita kúm.
Mjög hæpið má telja að girðingarlög
nái inn í húsagarða.
Vottuð og fjárheld girðing
Í Flatey háttar svo til að innan jarðar
þar er svokölluð félagsrækt sem
nytjuð er af bændum í sveitinni.
Það skal tekið fram að girðingin
umhverfis Flatey, þ.e. umhverfis
félagsræktina og land Lífsvals sem
á jörðina Flatey, telst búfjárheld sam-
kvæmt lögum og reglugerðum um
girðingar. Umrædd girðing var vottuð
af undirrituðum fyrir fjórum árum
þegar hún var girt ný. Rafgirðing
er umhverfis félagsræktunina, innan
umræddrar girðingar og kemst ekk-
ert búfé að henni. Hins vegar hafa
hreindýr með ágangi sínum eyðilagt
þá girðingu og flækt sig í henni.
Búið er að taka um 2 kílómetra af
rafgirðingunni og stendur til að taka
restina á næstu dögum. Þeir bændur
sem nytja félagsræktina telja sig ekki
hafa bolmagn til að girða upp árlega
vegna ágangs hreindýranna. Það er
hinsvegar afar vont að geta ekki sett
girðinguna aftur upp til að aðskilja
félagsræktina frá landi Lífsvals og til
að báðir aðilar geti haft þá möguleika
að hafa búpening úti við ef til kæmi.
Á það skal einnig bent að ef
rafgirðingin yrði löguð og sett upp
aftur yrði hún sama slysagildran og
hún væri ef hún lægi niðri. Hreindýr
hafa verið að flækja sig og drepast
í girðingum frá því að þau fóru að
halda til á svæðinu. Breytir þar engu
hvort girðingar eru uppistandandi eða
liggja niðri. Þetta er ekkert einsdæmi
í sýslunni og hafa bændur á öðrum
svæðum einnig orðið fyrir sama tjóni
og bændur á Mýrum.
Ósamræmi í málflutningi
Umhverfisstofnun er með eftirlits-
menn á sínum vegum sem fylgjast
með hreindýrunum hluta úr árinu.
Svo virðist sem Umhverfisstofnun
og umhverfisverndarsamtök tali ekki
sama máli. Ef dýr festist í girðingu
virðist ekkert sjálfgefið að það megi
ná því og losa það við draslið, líklega
vegna mjög strangra laga um friðun
villtra dýra. Samt sem áður er bónd-
anum eða umráðamanni girðingar-
innar kennt um.
Fastur á hornum með eðlilega
hreyfigetu?
Um daginn tjáði talsmaður
Umhverfisstofnunar sig í fjölmiðlum
um hreintarfa sem fastir voru saman á
hornunum. Sagði hann að ekkert yrði
aðhafst á meðan þeir hefðu eðlilega
hreyfigetu, þeir færu bráðum að fella
hornin og myndu þá losna. Ég get
ekki ímyndað mér að það geti talist
eðlileg hreyfigeta að vera fastur með
hausinn við einhvern annan í viku eða
tvær. Það þyrfti allavega að vera gott
samkomulag milli beggja aðila. Hvað
með dýraverndarsjónarmið?
Á að rífa niður raflínur vegna
álftadauða?
Það má taka sem dæmi að álftin
er algerlega friðuð og hefur tjón
bænda verið gríðarlegt síðustu ár
vegna skemmda af þeirra völdum
á kornökrum og túnum. Ekki fæst
leyfi til að verjast þessum vágesti
með fækkun. Á hverju ári drepast
hundruð álfta þegar þær fljúga á raf-
magnslínur, ætti þá ekki að skikka
Landsnet til að grafa allar línur í jörð?
Með þessu er ég ekki að tala gegn
umhverfisverndarsinnum heldur
þvert á móti. Hins vegar er nauð-
synlegt að umræðan sé málefnaleg
og vönduð en ekki öfgakennd og
einhliða.
Ábyrgðin hjá Umhverfisstofnun
Umhverfisstofnun ætti að beita sér
fyrir því að lögum yrði breytt þannig
að handsama mætti dýr sem lenda í
þessu og krefjast aukinna fjárfram-
laga frá ríkinu til að standa straum
af þeim kostnaði. Björgunarsveitir
hafa aðstoðað hreindýraeftirlitsmenn
á svæðinu við að losa dýrin oftar en
einu sinni og fá þær ekkert greitt fyrir.
Ábyrgðin liggur að mínu mati að
stórum hluta hjá Umhverfisstofnun.
Óeðlilegt að bændur beri einir
tjón af völdum hreindýra
Þetta mál er ekki hægt að einfalda
með neinum hætti miðað við núver-
andi lög og reglugerðir um girðingar
og friðun villtra dýra. Rafgirðingin
verður tekin niður en það mun ekki
breyta því að girðingu vantar á þetta
svæði og treystir bóndinn sér ekki
til að bera þann kostnað við viðhald
og uppsetningu. Hreindýrin mundu
flækja sig í henni og skemma fyrir
hundruð þúsunda á hverju ári.
Forsendur fyrir girðingalögum eru
brostnar í þessum tilvikum þar sem
óeðlilegt er að bændur beri einir
kostnað sem hlýst af tjóni af völdum
hreindýra.
Bændur í Flatey og þeir sem nýta
félagsræktina hafa á hverju vori lagað
girðingarkafla þar sem mesta álagið
er. Gaddavír sem fannst í hreindýrum
er úr þeirri girðingu. Ekki er hægt
að sakast við bændur vegna þessa
og fráleitt að segja að þeir sinni ekki
sínum skyldum varðandi viðhald
girðingarinnar.
8,5 milljóna króna tjón vegna
hreindýra í Flatey
Undirritaður framkvæmdi úttekt á
tjóni á girðingum og ræktarlandi í
Flatey sem rekja má beint til hrein-
dýra. Kostnaður bændanna sem nytja
félagsræktina hefur á síðustu 5 árum
verið 3.228.390 krónur. Þar ef er tjón
á girðingum 1.609.146 krónur og tjón
á ræktarlandi 1.679.250 krónur. Tekið
skal fram að umræddar upphæðir eru
varlega áætlaðar.
Þá var einnig lagt mat á tjón á
ræktun og girðingum af völdum
hreindýra hjá bændum í Flatey, þ.e.
ekki þeirra sem eru í félagsræktinni.
Í sumar þegar korn var að koma upp
var mjög mikið beitarálag á svæð-
inu og að jafnaði milli 100 og 150
hreindýr þarna á beit. Hreindýrin átu
um 25 hektara af korni, 2 hektara
af vetrarhveiti og eyðilögðu um 17
hektara af vallarfoxgrasi, þannig að
sáðgresisþekjan þar er nú einungis
um 20 prósent vallarfoxgras. Auk
þessa er kostnaður við girðingarvið-
hald metinn á um 500.000 krónur á
ári. Tjónið á ræktarlandinu með girð-
ingarkostnaði hjá Flateyjarbændum
er um 8.480.000 krónur og það bara
í ár. (Nánari forsendur er hægt að
nálgast hjá undirrituðum)
Þörf á að grisja hreindýra- og
álftastofna
Það er hins vegar spurning hvort ekki
ætti að fækka hreindýrum á þessum
slóðum vegna mikillar fjölgunar
dýra. Í það minnsta ætta að fella
fleiri tarfa þar sem allt of mikið er
af þeim á svæðinu. Það er ekki hægt
að segja að bændur eigi bara að girða
hærri girðingar þar sem það hefði
verulegan kostnaðarauka í för með
sér, og af hverju ættu bændur að fara
girða fyrir hreindýr á sinn kostnað?
Best væri að grisja í hjörðunum,
eins í álftastofninum, þar sem þessar
skepnur geta greinilega ekki séð sér
fyrir fæðu nema í ræktunarlöndum
bænda með tilheyrandi tjóni fyrir þá.
Þessi mál þarf að leysa á þann hátt
að allir hafi hag af og setja hugtakið
um dýravernd á hærra plan.
Virðingafyllst
Grétar Már Þorkelsson
Ráðunautur
Búnaðarsambandi Suðurlands.
Ómakleg umræða um hreindýr og bændur:
8,5 milljóna króna tjón hjá Flat-
eyjarbændum vegna hreindýra
Í umræðunni